Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983.
HfíHUGA GRÓF
Vitretex sandmálningin er hæfilega gróf utanhússmálning.
Ekki grófari en það að regn nærað skola
ryk og önnur óhreinindi af veggjum.
Og Vitretex sandmálning er óhemju sterk utanhússmálning
og endingargóð, það sanna bæði veðrunarþolstilraunir
og margra ára reynsla
NÝ LITAKORT Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM
S/ippfélagið íReykjavíkhf
Máiningarverksmiöjan
Dugguvogi
Sími 33433
Gestír troðfylltu Broadway á föstudag enda valið úr föngulegum hópi.
DV-myndir Einar Olason.
ff
Borðaði bara
salatið
II — sagði Unnur Steinsson
nýkjörin fegurðardrottning
íslands 1983
,jEg er alveg óskaplega ánægð,”
sagði Unnur Steinsson, nýkjörin feg-
urðardrottning íslands 1983, er DV
ræddi stuttlega við hana eftir krýning-
una í Broadway á föstudagsk völdið.
Aðspurð hvemig henni hefði liðið
þegar úrslitastundin nálgaðist svaraði
Unnur: „Ég var auðvitað orðin mjög
„Ég eralveg óskaplega ánægð," sagði nýkjörin fegurðardrottning íslands,
Unnur Steinsson.
spennt og hafði meira að segja enga
lyst á þessum girnilega mat sem var á
borðum. Satt að segja borðaði ég bara
salatið.”
Gestir troðfylltu Broadway á föstu-
dagskvöldið þegar úrslitin í fegurðar-
samkeppni Islands fóru fram. Kynnir
kvöldsins var Heiðar Jónsson snyrtir.
Hann greindi meðal annars f rá árangri
íslenskra kvenna í fegurðarsamkeppn-
um fram til þessa dags og taldi hann
með eindæmum góðan svo að jafnvel
jafnaðist á við afrek landans á
ólympíuleikunum 1952.
Mikil spenna ríkti þegar sú stund
nálgaðist að úrslit yröu tilkynnt og var
margur gesturinn orðinn æði andstutt-
ur. Fagnaðarlátum ætlaði enda seint
að linna þegar ljóst var að Unnur
Steinsson hafði hlotið þennan eftirsótta
titil. Þær Guðrún Möller, sem varð
hlutskörpust í fyrra, og Della Dolan,
ungfrú Stóra-Bretland 1982, krýndu
síðan fegurðardrottninguna við mikinn
fögnuðgesta.
Þá var Huida Lárusdóttir kjörin vin-
sælasta stúlkan og Katrín Hall var
kjörin ljósmyndafyrirsæta ársins.
Steinunn Bergmann hlaut titilinn feg-
urðardrottning Reykjavíkur 1983.
ÖM/JSS
Atvinnuleysið í apríl innan við eitt prósent
Atvinnuleysi á landinu í apríl var 0,9
af hundraði, samkvæmt áætlun Þjóð-
hagsstofnunar, sem svarar til þess að
990 vinnufærir menn hafi verið
atvinnulausir allan mánuöinn.
Þetta er nokkru minna atvinnuleysi
en í mánuðinum á undan. Sé ástandið
hins vegar borið saman viö apríl-
mánuð í fyrra kemur ótvírætt í ljós að
atvinnustigið er nú miklu lakara, segir
í frétt frá vinnumáladeild félagsmála-
ráðuneytis.
Mest bar á atvinnuleysi á
Sauðárkróki og Siglufirði. Atvinnu-
ástand var heldur ekki gott á
Vopnafirði né Bakkagerði en hafði þó
heldur skánað frá því í mars. Þá sást
atvinnuleysisvofan einnig á sveimi á
Selfossi og Hellu, svo og Hólmavík og
Drangsnesi.
Félagsmálaráðuneytið telur ástæðu
til að hafa áhyggjur af ástandinu á
höfuöborgarsvæðinu og Norðurlandi
eystra vegna þess að á þeim stöðum
bætist nú á vinnumarkað mestur hluti
þess skólafólks sem árlega leitar eftir
atvinnuyfirsumarmánuðina. -KMU.
Beckers
SÆNSKA
GÆÐAMALNINdN
GLÆSILEGT LITAÚRVAL í MÁLNINGU OG LÖKKUM
Vöruaarkaðurinn hf.
ARMÚLA 1a S: 86117