Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983.
Κi
AUKABLAÐ
FLEST UM
HÚSBYGGINGAR
OG HEIMILISHALD
KEMUR ÚT
LAUGARDAGINN
4. JÚNÍ.
AUGLÝSENDUR!
Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa vörur sínar og þjónustu
í þessu aukablaði vinsamlegast hafi samband við auglýs-
ingadeild DV, Síðumúla 33, simi 27022, virka daga kl. 9—
17, sem fyrst, eða
í SÍÐASTA LAGI FIMMTUDAG-
INN 26. MAÍ.
HÚS
A uglýsingadeild
Síðumúla 33 — Sími27022.
HEILT ÆFINGASTÚDÍÓ
í EIIMU TÆKI
HENTAR VEL ALLS STAÐAR
ÞAR SEM ÞARF AÐ SPARA
PLÁSS OG PENINGA!
Tækið er samsett úr rimlum sem fest-
ast á vegg. Báðum megin við rimlana
eru þrefaldir gormar með toghandföng-
um bæði að ofan og neðan. Bólstruð-
um bekk er slegið út frá rimlunum (til
æfinga fyrir maga- og lærisvöðva) og
ofan á bekkinn kemur bretti á hjólum
sem virkar sem rennisæti við róðraræf-
ingar. Með þessari samsetningu gefur
tækið ótal möguleika á góðri alhliða
líkamsþjálfun og liðkunaræfingum.
Tækið þarf aðeins 60 cm veggpláss og
stendur aðeins 15 cm út frá veggnum
þegarþað er ekki i notkun.
Heill leikfimisalur sem
kemst fyrir
á öiium heimiium og
vinnustöðum.
Einnig upplagður fyrir
sól-, hudd- og bað-
stofur.
Póstsendum.
Heildsala og smásala: Opið aíla VÍrka
BATI HF. dagafrákl..15-18.
Skemmuvegi L 22, sími 91— 79990.
Hjólað í þágu
fatlaðra
Tíu splunkuný reiðhjól verða meðal
vinninga sem dregnir verða út á hjól-
reiðadaginn 1983 sem haldinn verður á
Lækjartorgi hinn 28. maí næstkom-
andi. Þar munu þúsundir skólabarna
af höfuðborgarsvæðinu safnast saman
á reiðhjólum sínum, og afhenda fé sem
safnast hefur til uppbyggingar sumar-
dvalarheimilis fyrir fötluö böm í
Reykjadal í Mosfellssveit. öll þau börn
sem leggja söfnuninni lið fá viður-
kenningarskjal aö launum, og gildir
skjaliö jafnframt sem happdrættis-
miði. Auk reiöhjólanna tíu verða
dregnir út 140 vinningar, matarboð á
veitingahús, hljómplötur, bækur, úr,
miðar á landsleik Islendinga og Spán-
ver ja í knattspyrnu og margt f leira.
Skólabörnin munu safnast saman
laugardaginn 28. maí við tíu skóla á
höfuöborgarsvæðinu og hjóla þaðan
undir lögreglufylgd og með aðstoð
félaga úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur
og bílstjóra frá Nýju sendibílastöðinni
niður á Lækjartorg. Er hjólreiöa-
mennirnir streyma að úr öllum áttum
mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika, og
er krakkarnir hafa afhent söfunarféð
og fengið viðurkenningarskjöl sín,
hefst skemmtun á Lækjartorgi eftir að
Davíð Oddsson borgarstjóri hefur
boðið hjólreiðamennina velkomna.
Meðal skemmtiatriða má nefna að
Magnús Olafsson og Þorgeir Ástvalds-
son koma fram, en hinn síðamefndi er
jafnframt kynnir ásamt Bryndísi
Schram. Þá mun rokkhljómsveitin Iss
flytja nokkur lög, Pálmi Gunnarsson
og Bergþóra Ámadóttir syngja og
leika, og ýmislegt fleira verður til
gamans gert. Coca-Cola-
verksmiðjumar á Islandi bjóða öllum
upp á hressingu við komuna á Lækjar-
torg.
Eins og áður hefur komið fram í
fréttum, taka skólakrakkar í Reykja-
vík, Mosfellssveit, Seltjamarnesi,
Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði
þátt í hjólreiðadeginum 1983. Þar er nú
í gangi söfnun til styrktar fötluðum
börnum, auk þess sem Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra hefur leitað til
fjölmargra fyrirtækja um stuðning.
Væntir Styrktarfélagið þess að vel
verði tekið á móti söfnunarfólki og
vonar að fólk sjái sér fært að leggja
eitthvaö af mörkum.
Ballettinn Fröken Júlía:
Per Arthur Segerström
tekinn við af Niklas Ek
Per Arthur Segerström, sænski
dansarinn sem okkur er að góðu
kunnur, hefur nú leyst landa sinn
Niklas Ek af hólmi og tekiö við hlut-
verki Jean í Fröken Júlíu.
Segerström er þrítugur, stundaöi
nám í Konunglega sænska listdans-
skólanum og varð meölimur Konung-
lega sænska ballettsins viö óperana í
Stokkhólmi aðeins átján ára gamall.
Sólódansari varö hann fjóram árum
síðar og hefur undanfarin ár verið
aðaldansari ballettflokks síns.
Segerström hefur dansaö hér áður,
síðast í fyrra þegar hann tók við af
Helga Tómassyni í Giselle. -FB.
AðalfundurKÁ:
Fjárhagsafkoma
góð með hliðsjón
af f ramkvæmdum
Aðalfundur Kaupfélags Arnesinga
var haldinn miðvikudaginn 11. maí
síðastliðinn. Á fundinn mættu 106
fulltrúar hinna ýmsu félagsdeilda úr
öllum hreppum Árnessýslu.
Fyrir fundinn var fulltrúum boðið til
hádegisverðar í Hótel Selfossi þvínæst
var haldið í fundarsal félagsins í
gamla kaupfélagshúsinu
Þórarinn Sigurjónsson alþingis-
maður, stjómarformaður K.A., setti
fundinn og minntist hann látinna
félaga í ræðu sinni. Síðan bauö hann
velkomna á fundinn Odd Sigurbergs-
son, sem lét af störfum sem
kaupfélagsstjóri á árinu, og Sigurö
Kristjánsson sem tók við. Síðan rakti
hann framkvæmdir félagsins á liðnu
ári.
Að ræðu fonnanns lokinni tók Sig-
urður Kristjánsson kaupfélagsstjóri
við og fór yfir reikninga félagsins fyrir
áriðl982.
Fjárhagsafkoma var góð með
hliðsjón af þeim stórframkvæmdum
sem staðið er í. Heildarvelta var 253
milljónir króna og hækkaði um 59% frá
fyrra ári.
Þegar litið er á lokatölur
aðalrekstrarreiknings er útkoman sú
að halli á rekstri nam 519 þúsundum
sem ekki telst mikið í óðaverðbólgu-
þjóðfélagi.
Atkvæðagreiðsla var síðasti dag-
skrárliður fundarins en úr stjóm
félagsins átti að ganga Þórarinn Sigur-
jónsson sem hafði lokið kjörtímabili
sínu. Þórarinn var endurkjörinn með
90% atkvæða til næstu þriggja ára.
Kristján Einarsson, Selfossi.