Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 28
28
DV: ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983.
íþróttir
íþróttir
fþróttir
íþróttir
Tapa ekki svefni þó mér
ff
ff
haf i mistekist að skora
— sagði Gordon Smith, sem misnotaði besta tækifærið í úrslitaleik Brighton og Man. Utd. í ensku
bikarkeppninni — Jafntefli, 2-2, og liðin leika á ný á f immtudagskvöld á Wembley
„Ég mun ekki tapa neinum sveíni þó
mér hafi mistekist að skora þarna í
lokin. Leikurinn var svo stórkostlegur
fyrir mig aö ég ætla ekki að láta þetta
atvik eyðileggja hann fyrir mér.
Michael Robinson var mjög óeigin-
gjarn, þegar hann renndi knettinum til
min — en knötturinn fór hægt. Ég varð
að bíða eftir aö hann kæmi og góður
markvörður eins og Gary Bailey er
fljótur út til aö loka markinu,” sagði.
Skotinn Gordon Smith hjá Brigbton eft-
ir úrslitaleik Brighton og Man. Utd. i.
Frank Stapleton, Man. Utd. Fyrsti
leikmaðurinn, sem skorar fyrir tvö
félög í úrslitaleik. 1979 skoraði hann
fyrir Arsenal, þegar liðið vann Man.
Utd. 3—2 og á laugardag skoraöi hann
jöfnunarmark Man. Utd.
ensku bikarkeppninni á Wembley á
laugardag. Smith, sem skoraði fyrsta
markið í leiknum og fékk eftir leikinn
2. verðlaunin i skosku bikarkeppninni
þvi hann lék þar sem lánsmaður hjá
Rangers fyrr á leiktimabilinu, fékk
tækifæri til að skrá nafn sitt stórum
stöfum í sögu ensku bikarkeppninnar.
Fékk besta tækifærið í leiknum örfáum
sekúndum fyrir leikslok. Éinn frir með
knöttinn átta metra frá marki en
Bailey tókst að verja skot hans. Jafn-
tefli varð, 2—2, og liðin verða að reyna
með sér á ný á Wembley á fimmtudag.
Það hefði verið sorglegt fyrir Man.
Utd. að tapa leiknum á lokasekúndun-
um eftir að hafa verið betra liðið
lengstum án þess þó að sýna einhverja
snilldartakta. Það var lika erfitt á
beinlinis ónýtum Wembley-leikvangin-
um.
„Ég hef samúð meö Gordon Smith.
Vegna þess að hann hafði svo mikinn
tíma hvarf æskudraumur hans í einu
vetfangi,” sagöi Tony Grealish, fyrir-
liði Brighton um atvikið, sem lýst er á
undan. Grealish, írski landsliðsmaður-
inn var fyrirliði í staö Steve Foster,
sem var í leikbanni, en getur leikið á
fimmtudag. Það getur Remi Moses hjá
Man. Utd. hins vegar ekki. Hann er
enn í leikbanni.
Slakur völlur
Man. Utd. byrjaði mun betur á renn-
blautum, lélegum vellinum í Lundún-
um og fékk tvö tækifæri, sem voru mis-
notuð, áður en Brighton skoraði fyrsta
mark leiksins í raunverulega sínu
fyrsta upphlaupi. Það var á 13. mín.og
Gordon Smith skallaði í mark. Kevin
Moran, miðvörður United, illa á verði
eins og' svo oft í leiknum. Á greinilega
langt í land eftir meiðslin slæmu, sem
háð hafa honum síðustu mánuði. Man.
Utd. reyndi mjög að jafna en tókst ekki
Gordon Smith. Skoraðí fyrra mark
Brighton en misnotaði í lokin besta
tækifæri leiksins.
í fyrri hálfleiknum. Bakvörðurinn
Ramsey bjargaði á marklínu Brighton
frá Gordon McQueen og síðan Mosley,
markvörður, hörkuskoti* frá Bryan
Robson. Mosley hafði miklu meira að
gera en Bailey í United-markinu. Hann
varði þó vel skalla frá Robson undir
lok hálfleiksins.
United kemst yfir
Man. Utd., sem hafði átt átta mark-
skot í fyrri hálfleiknum gegn þremur
frá Brighton, tókst að jafna á 55. mín.
en Ramsey haföi meiðst rétt áður.
Mike Duxbury átti mestan heiður af
því. Lék upp og gaf fyrir. Norman
Whiteside skallaði á mark. Mosley
varði en knötturinn barst eftir mark-
línunni og Frank Stapleton skoraöi. Á
70. mín. náði United forustu með frá-
bæru marki Ray Wilkins. Hann fékk
snjalla sendingu frá Hollendingnum
Amold Miihren, sem var maðurinn
bak við flestar sóknartilraunir United,
lék á mótherja við vítateigslínuna og
sendi síðan knöttinn yfir i Mosley
markvörð, efst í homið fjær. Með fall-
egri mörkum, sem sést hafa á
Wembley að mati enskra fréttamanna.
Eftir markið virtist stefna í sigur
Man. Utd. en svo varð þó ekki. Vömin
slök eins og oft í leiknum. Brighton
fékk homspyrnu þremur mín. fyrir
leikslok. Gefið út fyrir vítateiginn.
Grelish spyrnti og knötturinn hrökk af
vamarmanni til Gary Stevens, mið-
varðar, besta manns Brighton í leikn-
um. Hann skoraði með föstu skoti af
stuttu færi, sem Bailey átti ekki mögu-
leika að verja, 8—2, og leikurinn hélt
áfram. Nokkmm sekúndum áður en
dómarinn flautaði eftir 90. mín. komst
nýliðinn Alan Davies, sem lék í stað
Steve Coppell hjá Man. Utd., í dauða-
færi inni við markteig. Spyrnti yfir og
síðan framlengt. Þá fékk Gordon
Smith tækifæri lífs síns til að tryggja
Brighton bikarinn.
I heild var leikurinn ekki vel leikinn
enda erfitt við þær aðstæður, sem
völlurinn bauð upp á. Brighton-liðið,
sem féll niður í 2. deild, kom þó vem-
lega á óvart. Gaf ekki eftir þó það léki
aðra fiðlu lengstum. Leikmenn Man.
Utd. vom miklu meira með knöttinn án
þess að ná nokkm sinni sínum besta
leik. Fékk mun fleiri tækifæri til að
skora. Knötturinn hafnaði reyndar
fjórum sinnum í marki Brighton —
Whiteside skoraði tvívegis en mörkin
dæmd af vegna þess að hann hafði
handleikið knöttinn áður. En að 18 ára
Aberdeen skoskur bikar-
meistari annað árið í röð
sigraði Rangers 1-0 í slökum
úrslitaleik
„Þetta var hræðileg frammistaða.
Enginn vilji, ekkert. Ef leikmenn min-
ir halda að ég samþykki slikan leik þá
fara þeir viUir vegar og þeir mega
vita að ég mun leita að nýjum leik-
mönnum fyrir næsta keppnistímabil,”
sagði Alex Ferguson, stjóri Aberdeen,
eftir að lið hans hafði sigrað Rangers
1—0 í framlengdum leik í úrslitum
skosku bikarkeppninnar á Hampden
Park í Glasgow á laugardag. Annað ár-
ið í röð, sem Aberdeen verður skoskur
bikarmeistari og liðið er einnig
Evrópumeistari bikarhafa. En stjór-
inn var allt annað en ánægður. Leikur-
inn í heild mjög slakur.„Það má segja
að Aberdeen hafi leikið undir getu en
það leikur ekkert lið betur en því er
leyft,” sagði John Greig, stjóri Rang-
ers, eftir leikinn.
Eric Black, strákurinn 19 ára, skor-
aði sigurmark Aberdeen, þegar f jórar
mínútur voru eftir af framlengingunni.
Hann skoraði fyrra mark Aberdeen í
úrslitum Evrópuleiksins við Real
Madrid í Gautaborg á dögunum.
Að mati fréttamanna Reuters var
Aberdeen heppið að sigra Rangers á
laugardag. Það getur liðið fyrst og
fremst þakkað landsliðsmarkverði
Skotlands, Jim Leighton, sem varði oft
mjög vel. Tvívegis hreint frábærlega
og átti allan heiöur af því að fram-
lengja varð leikinn. Þaö er fimmta árið
í röð, sem úrslit fást ekki á venjulegum
leiktima. Það var Jim Bett, sem nú er
á förum til Lokeren í Belgíu á ný, sem
ekki komst á markalistann vegna snilli
Leighton.
Eina mark leiksins kom eftir mistök
Bobby Russel, besta manns Rangers í
leiknum. Hann átti misheppnaða send-
ingu og Aberdeen brunaði upp. Gefið
fyrir og af vamarmanni Rangers fékk
Biack knöttinn og skoraði. Liðin voru
þannig skipuð. Aberdeen. Leighton,
Rougvie (Watson), McMaster, Cooper
McLeish, Miller, Strachan, Simpson
MacGee, Black, Weir (Hewitt), Ran
gers. McCloy, Dawason, McClelland
McPherson, Paterson, Bett, Cooper
McKinnon, Clark, Russell og McDon-
ald.
-hsím.
Jitn Leighton, skoski landsliðsmarkvörðurinn, var hreint frábær í úrslitaleiknum.
Ray Wilkins, fyrrum fyrirliði Man.
Utd. og Englands, skoraði eitt falleg-
asta mark, sem skorað hefur verið á
Wembley.
strákur skuli leika slíka hluti er meira
en óvenjulegt. Slíkt sést auðvitað hjá
gömlum, leikreyndum rebbum. Ekki
minnisstæður leikur en oft spennandi
og leikmenn United klaufar að tryggja
sér ekki sigur. Áhorfendur voru 100
þúsund og tekjur tæplega milljón
sterlingspund auk þess sem leiknum
var sjónvarpaðtil fjörutíu landa.
-hsim.
Los Angeles og
Piladelphia
enn í úrslitin
Það verða Los Angeles Lakers og
Philadelphia 76-ers, sem leika til úr-
slita um bandariska meistaratitilinn i
körfuknattleik i ár.
Á föstudag sigraði Lakers San
Antonio Spurs 101—100 í sjötta leik
liðanna i úrslitakeppninni á vestur-
ströndinni. Þar með hafði Lakers
sigrað 4—2 og tryggt sér enn einu sinni
úrslitasæti. Los Angeles Lakers er
núverandi meistari. Sigraði Phila-
delphia i úrslitum i fyrra.
hsim.
Jafntefli USA
og Watford
Enska 1. deiídarliðið Watford gerði
jafntefli við bandariska landsliðið í
■ knattspyrnu, 1—1, á Kingston á
Jamaica á föstudag. Greg Villa
skoraði mark USA á 18. min. en
Luther Blissett jafnaði fyrir Watford á
53. mín. hsírn.