Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 21
DV: ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983.
Allt um
íþróttir
helgar-
innar
JL
Þorgrfmur fær Sony-tækið
Frjálst,óháð dagblað
Þorgrímur Þráinsson úr Val
tryggði sér Sony-ttekið sem DV og
Japis gefa þeim leikmanni 1.
deildar sem varð fyrstur til að
skora mark í fyrstu umferð 1.
deildarkeppninnar. Þorgrímur
skoraði markið eftir 72 sek. í leik
Vals gegn Keflavik.
Þorgrími verður afhent tækið við
fyrsta tækifæri. I dag verður farið
yfir þá getraunaseðla sem lesendur
DV sendu inn og mun þá koma í ljós
hvaða lesandi spáði rétt. Við
segjum frá þvi hér á síðunni á
morgun. -SOS
Oddur Sigurðsson.
Enn nýtt Islands-
met Odds í400 m
„Ég er kominn í betri æfingu núna en
ég hef nokkru sinni verið á keppnisferli
mínum. Á sunnudag tókst mér að bæta
vikugamalt tslandsmet mitt á minni
bestu vegalengd, 400 metrunum, —
hljóp á 46,49 sek. á móti i Austin. t Fort
Worth helgina þar áður hljóp ég á 46,54
sek. Það voru 24 keppendur í 400 m
hlaupinu. Tímar látnir ráða um röð.
Ég varð í öðru sæti í þeim riðli, sem ég
hljóp i og varð sjötti i hlaupinu. Strák-
ur frá Kansas sigraði á 45,87 sek.,”
sagði Oddur Sigurðsson, KR, þegar DV
ræddi við hann i gær i Texas. Það er nú
skammt stórra högga á milli hjá
honum á hlaupabrautinni. Timi hans á
sunnudag er einn sá besti, sem
Evrópumaður hefur náð í ár.
„Ég er ánægður með þetta hlaup.
Það er alltaf gaman að setja met og
bæta sig. Eg er í betri æfingu en
nokkru sinni fyrr. Það var frábært að
hlaupa þarna í Austin. Lítill vindur og
20 stiga hiti. Hlaupið á nýrri tartan-
braut. Síðasta greinin á mótinu var
4X400 m boðhlaup og þar náði sveit-
Texas-háskóla mjög góðum árangri.
Hljóp á 3:03,33 mín., sem er einn besti
tími, sem náðst hefur á vegalengdinni í
Bandaríkjunum. Við gerum okkur
vonir um að verða mjög framarlega á
háskólamótinu fyrst í júní,” sagði
Oddur ennfremur.
Hann hljóp fyrsta sprettinn á 46,2
sek. Handtímataka og það er tveimur
sekúndubrotum betra en íslandsmet
hans með handtímatöku. Það er 46,4
sek. en þessi tími Odds fæst auðvitað
ekki staðfestur sem Islandsmet. Hinir
hlaupararnir í sveitinni hlupu á 45,7
sek., 45,7 sek. og 45,2 sek. Betri tími
næst alltaf með fljúgandi viöbragði
þannig að Oddur er raunverulega með
annan besta timann. „Maður nær oft
betri tíma í boðhlaupi. Það er einhver
fiöringur í manni,” sagði Oddur um
boðhlaupið.
Þeir Öskar Jakobsson og Einar Vil-
hjálmsson kepptu báðir á mótinu í
Austin og sigruðu í sinum greinum.
James Bett til Lokeren
sem borgaði Glasgow Rangers 240 þús. sterlingspund fyrir hann
Það verður skoski landslfðsmað-
urinn James Bett sem fær það hlutverk
að taka stöðu Arnórs Guðjohnsen hjá
Lokeren. Lék Bett sinn síðasta leik
með Glasgow Rangers gegn Aberdeen
á Hampden Park á laugardaginn. Bett
er ekki óþekktur hjá Lokeren þvi að
hann hóf að leika með f élaginu eftir að
hafa aðeins leikið tvo leiki hér með Val
og frá Lokeren lá leið hans til Glasgow.
Bett hefur ekki kunnað við bresku
knattspyrnuna og hann valdi frekar að
fara til Belgíu, heldur en að gerast
leikmaður með enskum Uðum sem
höfðu áhuga á að fá hann. Bett mun
fara til Belgíu nú næstu daga og finna
sér húsnæöi fyrir fjölskyldu sína en
hann er giftur íslenskri stúlku, Auði
Rafnsdóttur. Þau eiga tvo syni. Hann
mun síðar koma til Islands í viku-
sumarfrí áður en hann heldur til
Joe Fagan
„stjóri”
Liverpool
Joe Fagan hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Liverpool og tekur
hann við starfi Bob Paisley sem hefur
lótið af störfum. Fagan er ekki
óþekktur í herbúðum Liverpool því að
þessi fyrrum leikmaður Manchester
City var aðstoðarmaður Paisley.
-SOS
Lokeren og byrjar að æfa með félaginu
4. júlí. Blöð í Skotlandi sögðu í gær að
Rangers hefði orðið fyrir tveimur
áföllum á laugardaginn. Fyrst hefði
félagið tapað úrslitaleik bikarkeppn-
innar fyrir Aberdeen og síðan hefði
verið tilkynnt að Bett væri á förum frá
félaginu.
„Okkar besti maður"
Mikiö var skrifað um sölu Glasgow
Rangers á James Bett í blöðum í
Skotlandi í gær og var sagt að Lokeren
hafi keypt hann á 240 þús. pund, sem
gerir hann að dýrasta leikmanni
félagsins. Þetta er um 8 milljónir ísl.
króna. John Greig, framkvæmdastjóri
Rangers, sagði að það væri leitt að s já
á eftir Bett til Belgíu í viðtali við Daily
Star í gær. — „Hann er okkar besti
leikmaður,” sagðihEinn.
Biöðin í Skotlandi sögðu að
aðalástæðan fyrir því að Bett væri á
förum, væri að honum hafi líkað vel í
Lokeren þegar hann var þar áður en
hann kom til Glasgow og belgíska
STAÐAN
Staðan er nú þessi í 1. deildarkeppn-
inni í knattspyrnu eftir tvær umferðir:
James Bett.
Akranes
Valur
Vestmey
Keflavík
tsafjörður
KKR
Breiðablik
Þróttur
Víkingur
Þór
Markhæstu menn:
Hlynur Stefánsson, Vestmey
Öli Þór Magnússon, Keflavík
Kári Þorleifsson, Vestmey
Sigþór Ómarsson, Akranes
2 2 0 0 3—0 4
2 2 0 0 4-2 4
2 10 15-32
2 10 14—32
2 10 12—42
10 10 2—21
2 0 111—21
2 0 112-41
2 0 110-21
10 0 10-10
Næsti leikur: KR og Þór leika á
Laugardals vellinum í kvöld kl. 20.
knattspyrnan henti honum betur.
Blöðin segja að það sé mikið áfall fyrir
Rangers aðmissa Bett. ' -SOS.
Oskar er greinilega að ná sér á strik á
ný. Varpaði 20,10 metraí kúluvarpinu.
Köst Einars voru hins vegar ekki góð
þó að hann sigraði. Spjótið fór alltof
hátt. Sigurkast Einars var 80,02 m og
var hann því rúmum f imm metrum frá
sínubesta.
-hsím.
Pétur
áf ram hjá
Diisseldorf
Fortuna Diisseidorf hefur boðið
IPétri Ormslev nýjan atvinnu-
mannasamning, en samningur
IPéturs við félagið rennur út í
byrjun júní. Pétur hefur umhugs-
I unarfrest fram yfir helgina og það
■ bendir ailt til að hann skrifi undir
I samninginn við Diisseldorf.
■ DUsseldorf hefur gefið Atla |
■ Eðvaldssyni og Pétri Ormslev frí.
| til að leika Evrópuleiki Islands |
_ gegn Spáni og Möltu og eru þeir ■
| félagar væntanlegir heim nú í I
Ivikunni tii aö taka þátt í undirbún-l
ingum fyrir leikinn gegn Spán-"
Iver jum sem verður á Laugardais-1
|vellinumásunnudaginn.• -SOS.!
lm wmm mam mmm mmm mmmm mmm wj
I
Handknattleikspunktar frá V-Þýskalandi:
Bjarni til
Wanne-Eickel
og Alfreð
til Essen
Frá Axel Axelssyni — fréttamanni DV
í V-Þýskaiandi:
Landsliðsmennirnir í handknattleik,
Bjami Guðmundsson og Alfreð Gísla-
son, hafa skrifað undir samninga við
félagslið hér i V-Þýskalandi. Bjarni,
sem hefur leikið með Nettelstedt
undanfarin ár, hefur gerst leikmaður
með 2. deildarliðinu Wanne-Eickel og
Alfreð hjá 1. deildarliðinu Essen.
Mikil upplausn er hjá Nettelstedt
þar sem átta leikmenn félagsins eru
Atli skoraði með skalla
Frá Axel Axelssyni — fréttamanni
DV í V-Þýskalandi:
— Ásgeir Sigurvinsson og féiagar
hans hjó Stuttgart tryggðu sér UEFA-
sæti þegar þeir unnu stórsigur, 4—1,
yfir Herthu í „Bundesligunni”. Ásgeir
Sigurvinsson átti góðan leik en hann
var þó tekinn út af í leiknum. Karl
Allgöwer skoraði tvö af mörkum Stutt-
— og hefur skorað 15 mörk fyrir Diisseldorf
gart og hefur hann nú skorað 20 mörk í
vetur. Walter Kelsch og Karl-Heinz
Förster skoruðu hin mörk liðsins. Eftir
að Stuttgart hefur tryggt sér UEFA-
bikarsæti þá gæti það farið svo að
Ásgeir kæmi heim til að leika Evrópu-
leikina gegn Spónverjum og Möltu-
búum.
Islendingamir Atli Eðvaldsson og
Pétur Ormslev fengu mjög góða dóma
hér í blööum fyrir leik sinn með
Diisseldorf gegn Leverkusen sem
Diisseldorf vann ömgglega 4—0. Atli
skoraöi fyrsta markið með skalla og
síðan lagði hann upp annað markið
sem Ralf Dusend skoraði. Pétur
Ormslev lagði síðan upp hin tvö
mörkin — átti frábærar sendingar til
þeirra Amand Theis og Gunter Thiele
sem skoruðu. Aðeins 6.500 áhorfendur
voru í Diisseldorf á hinum glæsilega
leikvangi sem tekur 70 þús. áhorf-
endur. Það er sorglegt því að
Diisseldorf lék frábæra knattspymu.
-Axei/-SOS.
hættir að leika með því. Eins og við
höfum sagt frá þá hefur Sigurður
Sveinsson gerst leikmaöur með 1.
deildarliöinu Lemgo. Það verður
fundur hjá forráðamönnum Nettel-
stedt í dag og kemur þá í ljós hver
framtíð félagsins verður.
Ivanescu til Essen?
Þess má geta að þjálfari Gummers-
bach Ivanescu, fyrrum landsliðs-
maður Rúmeníu, er nú orðaður við
Essen. Ivanescu, sem býr I Essen og
þarf því að keyra 250 km til að fara á
æfingar hjá Gummersbach, hefur
einnig verið orðaður við Barcelona.
Þessi snjalli handknattleiksþjálfari er
íþróttakennari í Essen og mun það
koma í ljós næstu daga hvað hann
gerir.
Thiel varði 19 skot
Gummersbach vann „Super-Cup” á
föstudaginn er félagiö lagði Minsk frá
Rússlandi að velli 17—16. Hetja
Gummersbach var markvörðurinn
‘Andreas Thiel sem varði 19 skot í
leiknum og þar af þrjú vítaköst.
-Axel/-SOS.