Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 24
24
DV: ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1983.
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir____________íþrótl
Hlynur Stefánsson.
Stigin voru
mikilvægari
en þrennan
— sagði Hlynur Stefánsson
„Mér líður bara mjög vel — annars var
auðvitað mikilvægara að fá þessi tvö stig
en skora þrennuna,” sagði Hlynur Stefáns-
son eftir að Vestmannaeyingar sigruðu ís-
firðinga sl. föstudagskvöld í 1. deild.
„Nú er bara að halda haus og fylgja
þessu eftir. Þetta var nú bara fyrsti
leikurinn og auðvitað var gaman að vinna
hann á svo eftirminnilegan hátt. Ég vona
að sjálfsögðu að ég eigi eftir að bæta við
fleiri mörkum í sumar,” sagði þessi
hæverski piltur, sem Eyjamenn binda
miklar vonir við í framtíðinni.
FÓV/hsím.
Jaf ntef li í Sviss
Andy Egli var hetja Grasshopper þegar
félagið gerði jafntefli 2—2 við Servette í
úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar í gær.
Egli skoraði jöfnunarmarkið með skalia
þegar þrjár mín. voru eftir af framlengingu.
Nýr leikur fer fram 21. júní.
^GIæsilegt
íslandsmet
í hnébeygju
— hjá Jóni Páli Sigmarssyni sem tryggði sér sigur
á Evrópumeistaramótinu íkraftlyftingum
Evrópumeistaramótið í kraftlyft-
ingum fór um helgina fram í
Mariannehamn á Álandseyjum. Tveir
keppendur fóru á mótið frá íslandi.
Þeir Jón Páll Sigmarsson, KR, og Kári
Elísson, ÍBA. Jón Páll keppti í 125 kg
flokki og Kári í 67,5 kg flokki. 12 þjóðir
voru með lið í keppninni og mikill
fjöidi keppenda.
Kári Elísson keppti ái
laugardeginum og féll úr á byrjunar-
þyngdinni í bekkpressu, 150 kg.
Á sunnudaginn kepptu svo þeir
stærstu og sterkustu og þeirra á meðal
Jón PállSigmarsson, KR. 1 hans flokki
voru 9 keppendur og fyrir keppnina
voru sigurstranglegastir þeir Jón, með
sinn besta árangur 952, 5 kg, og Finn-
inn Aatos Navenpaa, með bestan
árangur 952,5 kg, er hann lyfti á
finnska meistaramótinu í mars. Jón
hafði tvisvar áður keppt við Finnann,
og unnið í bæði skiptin, á HM í Calkutta
1981 og á Viking 1982. Nú var tröllið
Aatos á heimavelli og sjáanlega í mik-
illiframför.
Jón lyfti fyrst í hnébeygjum 340 kg,
síðan 350 kg og í síðustu tilraun 357,5
kg, sem var nýtt Islandsmet. Finninn
byrjaði á 365 kg, tók síðan 385 kg við
hvatningaróp áhorfenda. Síöasta til-
raun við 392,5 kg var síðan vonlaus.
Fóru sigurlíkur Jóns mjög aö þverra,
þar sem Finninn hafði bætt árangur
sinn og skildi nú 27,5 kg á milli.
I bekkpressunni byrjaði Jón Páll á
220 kg, og gerði síðan ógilt í annarri
með 225 kg, en lyfti gildri lyftu í þriðju
tilraun 227,5 kg. Navenpaa byrjaði á
225 kg, lyfti síðan 230 kg og lauk bekk-
pressunni með 235 kg. Jókst nú mun-
urinn milli þeirra um 7,5 kg og skildu
þá nú 35 kg.
Jón Páll stóð betur að vígi í rétt-
stöðulyftunni, er núverandi handhafi
Evrópumetsins 362,5 kg, og var hans
von sú að Finninn Navenpaa tæki ekki
upp á því að bæta sig.
Jón Páll byrjaði á 340 kg og tryggði
sér með því silfurverðlaun. Finnanum
tókst mjög vel upp og bætti sig í rétt-
stöðulyftunni með 345 kg í lokalyftu.
Ljóst var nú að sigur væri útilokaöur,
svo Jón Páll notaöi næstu tilraun sína
til að reyna við nýtt Evrópumet 365 kg,
en það misheppnaðist. Samanlagöur
árangur Navenpaa var 965 kg og Jóns
925 kg. I þriðja sæti í flokknum var
Hollendingurinn Advotders með 900
kg-
Jón var langyngstur keppenda og á
því framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt
þar sem menn geta verið á toppnum
umfertugt.
Sigurvegarar í 8 þyngstu flokk-
unum voru: Pengelly, Bret-
landi, 680 kg, í 67 kg fl., Alexander,
Bretlandi 760 kg í 75 kg fl.; Backlund,
Svíþjóð, 790 kg í 82,5 kg fL; Máttsson,
Svíþjóö 890kg í 90 kg, fl: Stevens, Bret-
landi, 905 kg í 100 kg fl., Kivi, Svíþjóð
922,5 kg í 110 kg fk., Navenpaa 965 kg í
125 kg fl., ogKerr, Bretlandi, 982,5 kg í
+ 125kgfl.
Þrjú glæsimörk
HlynsíEyjum!
— þegar Vestmannaeyingar sigruðu ísfirðinga 4-0
Frá Friðbirni Ó. Valtýssyni, fréttamanni
DV í Vestmannaeýjum.
JBV sigraði ísfirðinga örugglega í
Eyjum á föstudagskvöid í íslandsmótinu í
knattspyrnu, 4—0, og gaman verður að
fylgjast með hvort liöinu tekst að fylgja
þessum sigri eftir. Yfirburðir ÍBV voru
miklir, sérstaklega þegar líða tók á
leikinn. Ungur piltur, Hlynur'Stefánsson,
skoraði þrennu í leiknum. öli mörk hans
voru mjög falleg og Kári Þorleifsson bætti
við f jórða markinu.
Gangur leiksins i stuttu máli var annars
sá að strax á níundu mínútu skoraöi Hlyn-
ur glæsilegt mark eftir góðan undirbúning
Tómasar Pálssonar, sem byrjaður er aö
leika með að nýju. Á 45. mín. bætti Hlynur
öðru marki við. Skoraði meö viðstöðu-
lausri spymu — þrumuskoti — eftir auka-
spymuSnorra Rútssonar.
Staðan 2—0 í hálfleik fyrir ÍBV og á 55.
mín. fengu Isfirðingar sitt eina umtals-
verða færi í leiknum. Þar var líka
skemmtilega að verki staðið. Jón Oddsson
tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Aðal-
steinn Jóhannsson varöi snilldarlega
þrumuskot Jóns en hélt ekki knettinum,
sem barst út í teiginn. Annað skot Isfirð-
inga og aftur varöi Aðalsteinn snilldar-
lega. .
Eyjamenn gerðu út um leikinn á 68. mín,
þegar Hlynur skoraði sitt þriðja mark, nú
með skalla af stuttu færi. Kári Þorleifsson
skoraði fjórða markið á 75. mín. eftir
mikinn darraðardans fyrir framan mark
IBI.
Erfitt er að dæma liðin eftir þessum leik.
Isfirðingar greinilega í lítilli æfingu og
verða að bæta sig mjög ef þeir ætla að
hanga í 1. deildinni. Mesta athygli í IBI-
liðinu vakti Bjami Jóhannsson bakvörður,
sem er frá Norðfirði. Auk Hlyns, sem átti
stjörnuleik í liði IBV, stóð Viðar Elíasson
vel fyrir sínu í vörninni og það verður
gaman að fylgjast með Eyjaliðinu í næstu
leikjum. Dómari var öli Olsen og átti hann
aldrei í erfiðleikum. Einn leikmaður,
Snorri Rútsson, bókaöur á 82. mín. Liöin
voru þannig skipuð.
tBV: Aftalsteinn Jfthannsson, Témas Pálsson
(Bergur Ágústsson 72 mín.), Viftar Elíasson,
Þórftur Ilallgrimsson, Valþór Sigþórsson, Saorri
Rútsson, Sveinn Sveinsson, Ágúst Einarsson
(Héftinn Svavarsson 80 mín.), Hlynur, Kári og
Ömar Jóhannsson.
ÍBl: Hreiftar Sigtryggsson, Jón Björnsson,
Benedikt Einarsson, Bjarni Jóhannsson, Guð-
mundur Jóhannsson, örnóifur Oddsson, Jón
Oddsson, Rúnar Vílilsson (Garftar Gunnarsson 87
min.), Jóhann Torfason, Ámundi Sigmundsson og
Átli Geir Jóhannesson.
Maður leiksins: Hlynur Stefánsson.
FÓV/hsím.
Jón Grétar Jónsson, nýliði hjá Val, sést hér sækja að Guðmundi Ásgeirssyni, mark
Dýri Gudmur
hetja Valsn
— skoraði sigurmark Vals 2-1 gegn
Dýri Guðmundsson tryggði Vals-|
mönnum sigur 2:1 yfir Breiðabliki á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi í
miklum og hörðum baráttuleik þar
sem bæði liðin léku stift leikaðferðina
maður á mann. Þegar 16 mín. voru til
leiksloka átti Valur Valsson sendingu
fyrir mark Breiöabliks þar sem Dýri
var vel staðsettur og átti hann lausan
skalla að marki Breiðabliks. Ólafur
Björnsson, miðvörður Breiðabliks,
náði að bjarga á línu — knötturinn
hrökk út aftur og var Dýri þá ekki lengi
að þakka fyrir sig og senda knöttinn í
net Kópavogsliðsins og tryggja Vals-
mönnum sanngjarnan sigur.
Leikurinn var í heild slakur en sú
knattspyrna sem sást var hjá Vals-
mönnum sem voru betri og náðu aö
skapa sér mun betri marktækifæri.
Það er hægt að telja á fingrum
annarrar handar marktækifæri þau
sem Blikarnir fengu. Sigurður
Grétarsson fékk tækifæri í byrjun
leiksins en þá varöi Brynjar Guð-
liði Breiðabliks
mundsson skot frá honum og meiddist
við það þannig að hann varð að yfir-
gefa völlinn eftir 10 mín. Stöðu hans
tók nýliðinn Guðmundur Kjartansson.
Hann varði svo stuttu seinna vel skot
frá Sigurði Grétarssyni. Blikarnir
byggja mikið upp á að reyna að skapa
sér marktækifæri eftir innköst og hom,
svipað og Isfiröingar gerðu undir
stjórn Magnúsar Jónatanssonar,
þjálfara Breiðabliks. Þeir skoruðu sitt
eina mark á 39. mín. eftir hornspymu.
Benedikt Guðmundsson náði þá að
skalla knöttinn í netið.
Áður hafði Hilmar Harðarson skorað
mark fyrir Valsmenn með góðu skoti
eftir gott upphlaup Valsmanna og
síðan skoraði Dýri sigurmarkið eins og
fyrr segir.
Dýri Guðmundsson átti góðan leik
með Val og einnig þeir Magni Péturs-
son og Ulfar Hróarson. Ölafur Björns-
son var skástur leikmanna Breiöa-
Lokeren kaup-
ir Júgóslava
® — og hefur augastað á Van der Elst frá West Ham I
I
Frá Kristjáni Beraburg — frétta-
I manniDVíBelgíu:
— Lokeren lét ekki við það sitja
| að kaupa James Bett frá Glasgow
I Rangers nú um helgina heldur festi
I félagið kaup á júgóslavneska
■ landsliðsmanninum Vujkov Djorge
I frá Vojvodina Novi Sad en hann
Shefur verið fyrirliöi félagsins.
Djorge er varaartengiliður en
| James Bett mun leika lykilhlut-
verkið á miðjunni hjá Lokeren.
Þá er Lokeren á höttunum eftir
belgíska landsliðsmanninum Van
der Elst sem leikur nú með West
Ham. Félagiö ætlar sér að byggja
upp mjög öflugt lið á næstu þremur
árum og eru þessi kaup liður í
þeirri uppbyggingu.
Þaö bendir þá allt til þess að
Lokeren láti fyrirliða sinn Rene
Verheyen fara en hann er 31 árs og
einn elsti leikmaöur liðsins.
-KB/-SOS.