Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 48
75090
SENDIBÍLASTÖÐ
KÓPAVOGS
QQAQQ AUGLÝSINGAR
Z/ \3JLæL SÍÐUMÚLA 33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
Símsvari á kvöldin
og um helgar
86611
RITSTJÓRN
SÍÐUMÚLA 12—14
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1983.
Sjaldan fel/ur eplið langt frá eikinni.
Alda Harðardóttir, ung stúlka frá
Vestmannaeyjum, varð aflahæst
kvenna og isigursveit kvenna á sjó-
stangaveiðimótinu mikla i Eyjum
um helgina. Alda er dóttir Harðar
Jónssonar, skipstjóra á Heimaey
VE, sem varð aflakóngur á netaver-
tiðinni i vetur og hann er með henni
hér á þessari mynd.
DV-mynd GS Vestmannaeyjum.
Sjóstangaveiðimótið í
Vestmannaeyjum:
Dóttirafla-
kóngsins varð
aflahæst
Árlegt sjóstangaveiöimót Vest-
mannaeyinga var haldið nú um hvíta-
sunnuhelgina aö venju. Þetta var í 14.
skiptið sem mótið er haldið og var þátt-
taka meö eindæmum góð, eða 60-70
manns. Ovenjumargir voru frá fasta
landinu.
Veður var afburðagott báða móts-
dagana og metafli var, eða 11,5 tonn
alls. Aflahæstur einstaklinga var
Sveinn Jónsson frá Vestmannaeyjum
meö348kg.
Aflahæsta konan á mótinu var Alda
Haröardóttir frá Vestmannaeyjum.
Hún er dóttir aflakóngsins á netaver-
tíðinni í vetur, Harðar J ónssonar, skip-
stjóra á Heimaey VE, og Sjafnar Guð-
jónsdóttur, sem á sama tíma og dóttir-
in var aö draga fiskinn í land var aö
vinna meistaraflokk kvenna á opna
golfmótinu sem háð var í Eyjum um
helgina.
Aflahæsta sveitin á sjóstangaveiði-
mótinu var sveit Boga Sigurðssonar
frá Vestmannaeyjum. I henni voru
fjórir menn og snöruðu þeir liðlega
einu tonni á land. Glófaxi VE var afla-
hæsti báturinn. Fjöldi verðlauna var
veittur keppendum í hinum ýmsu
flokkum en mótsslit voru á sunnudags-
kvöldið.
FÖV/KLP
Vélin skemmdist töluvert svo flytja varð hana á vörubíl i bæinn.
DV-mynd S.
Lítilli f lugvél hlekktist á viA Þingvelli:
Einn farþeginn
varð f lugveikur
— svo ákveðið var að reyna að lenda á þjóðveginum
Lítilli vél af gerðinni Piper
Cherokee 180 hlekktist á við Þing-
velli um miðjan dag á sunnudag.
Flugmaöurinn hafði ákveöið að
lenda henni á steypta kaflanum, rétt
fyrir utan þjóðgaröinn. En svo illa
vildi til að vegkanturinn sprakk
undan hjólum vélarinnar og rann
hún út af veginum.
„Viö vorum fjögur í vélinni og
vorum á leið upp i Borgarfjörð,”
sagði Guöbergur Guðbergsson flug-
maöur í samtali við DV. „Svo illa
vildi til að einn farþeginn varð mjög
flugveikur á leiðinni svo að við
ákváðum að lenda aöeins á
Þingvöllum, eða nánar tiltekið á
steypta vegkaflanum þarna rétt hjá.
í lendingunni tókst ekki betur til en
svo aö vegkanturinn sprakk undan
hjólum vélarinnar svo hún reif sig út
af veginum. Okkur varð auövitaö
ónotalega við, en sem betur fer slas-
aðist enginn. Vélin skemmdist hins
vegar talsvert, meðal annars duttu
undan henni tvö hjól. Við uröum því
að fá bíl til að flytja hana í bæinn,”
sagði Guðbergur.
-JSS.
Hvítasunnuhelgin:
RÓLEGTÁ
HVÍTÁR-
BÖKKUM
„Það kom svona slangur af ung-
lingum til að tjalda hér en þetta varð
aldrei margt. Eg gæti trúað að flest
hafi það orðið 3-400 manns sem safnað-
ist saman hér á Hvítárbökkum um
helgina, sagði Olafur Davíðsson í Hvít-
árvallaskála í samtali við DV.
Hann sagði að ekki hefði borið mjög
mikið á ölvun meöal unglinganna og
engin stór óhöpp hefðu orðið um
helgina. Mjög kalt heföi verið í veðri
aðfaranótt sunnudagsins og hefðu þá
margir haldið heim. Síðustu gestimir
hefðu svo farið af tjaldstæðinu í gær-
morgun.
„Þetta fór nokkuð vel fram, enda.
voru þetta ágætiskrakkar, sem gott
varaðeigavið,”sagði01afur. .jss
Vínarferð
DV-áskrifenda:
Rúm vika til stefnu
Fimmtudaginn 2. júní veröur lagt
upp í vikuferð til Vínarborgar á
vegum áskrifendaþjónustu Dag-
blaðsins-Vísis og Ferðaskrif-
stof unnar Faranda.
DV hefur f jallað ítarlega um þessa
ferð í máli og myndum undanfarið og
ekki að ófyrirsynju, þar sem fullyrða
má að fólki gefist ekki annað betra
tækifæri til Vínarferðar á þeim hag-
stæðu kjörum sem í boði eru.
Veröið er aðeins kr. 11.160,- þar
sem innifalið er beint flug til Vinar-
borgar og heim aftur, gisting á þægi-
legum austurrískum hótelum, akst-
urt til og frá hótelum í Vínarborg og
hálfs dags skoðunarferð um Vínar-
borg.
Auk þessa gefst þátttakendum
tækifæri til að skreppa dagsferð tii
höfuöborgar Ungverjalands, Búda-
pest, og má greiða þá ferð hér heima
í íslenskum peningum svo og aðrar
ferðir sem fólk hefur hug á.
Ennfremur standa þátttakendum
til boða fjölmargar aðrar ferðir, vítt
og breitt um Vín og umhverfi
hennar, þar sem þaulkunnugir ís-
lenskir fararstjórar hafa á hendi
leiðsögn.
Síðasta ferð sem farin var á vegum
áskriftarþjónustu DV til Lundúna
var einstaklega vel heppnuð og
hvöttu þátttakendur óspart til að
halda áfram á þessari braut.
Ástæða er til að benda á að beint
flug til Vínarborgar heyrir til undan-
tekningar í ferðaheiminum íslenska,
svo að nú er kærkomiö tækifæri til að
notfæra sér þau frábæru kjör sem
hér bjóðast.
Þar sem sætarými í Vínarferðina
er takmarkað ættu þeir sem enn hafa
ekki ákveðið sig en vildu nota þetta
einstaka tækifæri að hafa samband
við Ferðaskrifstofuna Faranda,
Vesturgötu 4, (sími 17445) og láta
skrá sig.
i Siðasta ferð sem farin var á vegum D V, til Lundúna, var einstaklega vel
heppnuð. Við birtum hér myndaf ánægðum þátttakendum iþeirri ferð.