Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 30
30
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 22., 28. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Hrísateigi
41, þingl. eign Sigmars S. Péturssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 26. maí
1983 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Framkvæmdastjóri BHM
Starf framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna (BHM)
er auglýst laust til umsóknar.
Æskilegt er aö framkvæmdastjórinn geti hafiö störf í ágúst.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu
BHM, Lágmúla 7, sími 82090,82112.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
skal senda skrifstofu BHM fyrir 10. júní nk.
BANDALAG HÁSKÓLAMANNA
Breiðfirðingaheimilið hf.
Breiöfirðingaheimiliö hf. heldur aöalfund fyrir árið 1982
fimmtudaginn 9. júní 1983 kl. 20.30 aö Hótel Sögu, annarri hæö,
gengið inn um aðaldyr, lyfta.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Tillaga um slit á félaginu
3. Önnur mál.
Stjórnin
VINDSKEIÐAR
MálaraWjíLkÉin
INNI-OG UTI
SKRAUTLISTAR
PÓSTSENDUM
VESTURGÖTU 21 - SÍMI21600
| Tiisýnis
á bíiasölu
Alla Rúts.
Sími 81666.
Þessi gullfallegi Benz 309 árg. 1978, er til sölu 6 cyl., ekinn
2.000 km á vél. Bíllinn er með vökvastýri, háum toppi, topp-
grind, útvarpi og segulbandi, sæti fyrir 25, heilar huröir að
aftan.
r——■ Bretti BÍLLINN — húdd — sílsar oa marat fleira
Alfa Romeo — Audi — Austin — Autobianchi — BMW —
Citroen — Datsun — Fiat — Ford — Honda — Isuzu — Lada —
Land Rover — Mazda — Mercedes — Morris — Opel — Peugeot
— Renault — Saab — Skoda — Subaru — Talbot Chrysler —
Talbot Simca — Toyota — Vauxhali — Volvo — Volkswagen.
Eigum til og getum ntvegað mikið úrvai bilahluta með stuttum
fyrirvara í flestar gerðir evrópskra og japanskra fólksbila.
E.OSKARSSON
Skeifunni 5 — Símar 33510 og 34504 Rvík.
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983.
FLYTJAINN FIMMTÁN ÞÚS-
UND TONN AF ASFALTI
— vegna fyrirhugaðra malbikunarframkvæmda hérlendis ísumar
Fimmtán þúsund tonn af asfalti
veröa flutt inn til landsins á þessu ári
vegna fyrirhugaðra malbikunarfram-
kvæmda víða um land í sumar. En
áætlaö er að varanlegt slitlag verði
sett á um það bil 100 til 150 kílómetra af
þjóðvegakerfi landsins þetta árið.
I mars síðastliðnum voru opnuð
tilboð í þetta asfalt sem flytja skyldi til
landsins svo og sérstaka svartolíuteg-
und til framleiðslu á olíumöl. Það bár-
ust tilboð frá 12 aðilum í næstum jafn-
mörgum löndum, en lægsta tilboðið
kom frá Shell í Bretlandi, sem Skelj-
ungurhf. er umboðsaðili fyrir. Asfaltið
fer til afgreiðslu víöa um land, en þó
mest til Malbikunarstöðvar Reykja-
víkur. Hinir staðirnir eru Akureyri,
Reyðarfjörður, Isafjörður og Hafnar-
fjörður.
Þegar hafa komið til landsins tveir
farmar af asfalti með tankskipinu
Robert M, um 2000 tonn hvoru sinni.
Hluti af olíustöð Shell, Stanlow Refinery, skammt frá Manchester þar
sem asfaltið er f ramleitt.
Litli leikklúbburinn á ísafirði:
GUÐNIOG JÓNA SLÓGU í
GEGN A FRUMSÝNINGUNNI
Á uppstigningardag frumsýndi Litli
leikklúbburinn á Isafirði gamanleikinn
„Fjölskyldan” í félagsheimilinu í
Hnífsdal. Húsfyllir var og leiknum
mjög vel tekið. Höfundur verksins er
Claes Andersson, þýðandi Heimir
Pálsson, leikstjóri er Thomas Ahrens,
sem er af þýsku bergi brotinn. Hann
stundaöi leiklistamám í Vestur-Berlín
og starfaði þar sem leikari. 1980 flutti
hann til Islands og hefur meöal annars
starfað hjá Alþýðuleikhúsinu og leik- >
stýrt þremur leiksýningum þar. Hann
sá einnig um leikmynd sem er mjög
einföld og skemmtileg.
Þetta er 38. verkefni Litla leik-
klúbbsins frá stofnun hans 1965.
Leikrit þetta f jallar um drykkjuvanda-
mál innan fjölskyldunar og afleiðingar
þess á fjölskyldumeðlimi og húshald á
gamansaman hátt. Húsbóndinn er
drykkjusjúklingur og er hann erfiður i
umgengni og eru margir erfiðleikar
sem koma upp í sambúöinni. Þetta er
nútímaleikrit og jafnvel lýsandi dæmi
um þetta vandamál og gætu verið að
gerast hér á mörgum heimilum í dag.
Leikritið vekur ósjálfrátt umhugsun
áhorfenda og umtal. Guðni
Ásmundsson fer með hlutverk hús-
bóndans og fer hann á kostum og gæfi
eflaust bestu atvinnuleikurum ekki
eftir. Einnig er Jóna Valgerður
Leikarar og leikstjóri taka við fagnaðariátum áhorfenda að iokinni sýningu
Litla leikklúbbsins á leikritinu „Fjölskyldan"sem sýnt er nú við mikla hrifningu
á ísafirði. DV-mynd I/Jísafirði.
Kristjánsdóttir góð og er ótrúlegt að
þetta skuli vera frumraun hennar á
sviði.
Með önnur hlutverk fara Reynir
Sigurðsson, Herdís Jónsdóttir og Ásta
María Benónýsdóttir sem leika böm
þeirra hjóna. Skila þau hlutverkum
sínum vel. Páll F. Hólm leikur svo
lækninn.
Ég vil hvetja alla Isfirðinga til að sjá
þennan skemmtilega leik. Litli leik-
klúbburinn á mikið hrós skilið fyrir
slíkt tillegg í menningarlíf bæjarins.
Núverandi formaður Litla leikklúbbs-
ins er Halla Sigurðardóttir. -V J/ísaf.
Frá afhendingu húsgagnanna. Á myndinni eru fulltrúar Geðhjálpar og Lionsklúbbsins Ægis.
UONSMENN GEFA HÚSGÖGN
Lionsklúbburinn Ægir í Reykjavík
gaf Geðhjálp nýlega húsgögn í félags-
miöstöð samtakanna að Bárugötu 11 í
Reykjavík. Húsgögnin eru fundárborð
með stólum og sófasett.
Geðhjálp hefur rekið félagsmiðstöð
þessa í vetur. Þar hefur verið „opið
hús” um helgar ásamt annarri starf-
semi, svo sem sjálfshjálparhópum. I
sumar veröur opið á laugardögum
milli klukkan 14 og 18. Auk þess er
áætlað að flytja starfsemina út undir
bert loft meö því að fara í dagsferðir.
I félagsmiðstöðinni hefur fólk komið
saman í þægilegu umhverfi, fengið sér
kaffisopa, spjallað saman, gripið í spil
eða tekið lagið. Einnig hist þar og
skipulagt sameiginlegar leikhúsferðir
svo að eitthvað sé nefnt.
Geöhjálp hefur unnið að fræðslu-
starfi til að reyna að draga úr for-
dómum, sem flestir þeir, sem við
geðræn vandamál eiga að stríða
hafafundiðfyrir.
-KMU.