Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983. Matvöruverslun Til sölu vörulager úr lítilli matvöruverslun. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og símanúmer á augldeild DV, Þverholti 11, merkt: „Vörulager 900” fyrir 26. maí. Sýning íslenskra kvikmynda: Söluskatturinn felldur niður Ákveöið hefur verið að gefa út reglu- gerð um breytingu á reglugerð um söluskatt. Meginefni breytinganna er að fella niöur söluskatt af sýningum á íslenskum kvikmyndum. Er þetta gert til samræmis viö söluskattfrelsi það sem um nokkurt skeið hefur ríkt varö- andi leiksýningar og tónleika. Jafn- framt þessu hafa undanþáguákvæði verið rýmkuð varðandi aðgangsey ri að samkomum. JBH Skólaslit á Selfossi stereotæki i bila. hljómtæki, Technico vasatölvur. Týsgötu 1, simi 10450 Reykjavik. ________________________________ Slmi (96)23626Glarárgotu 32 Akurcyri Gagnfræðaskólanum á Selfossi var slitiö í Selfosskirkju föstudaginn 13. maísíðastliðinn. Séra Sigurður Sigurðarson sóknar- prestur flutti bæn í upphafi athafnar- innar og Sigurjón Ölafsson, nemi í 6. bekk,lék á orgel með aðstoð Glúms Gylfasonar orgelleikara. I ræöu skólastjóra, Ola Þ. Guð- bjartssonar, kom m.a. fram að 245 nemendur voru í skólanum á sl. vetri í DANSSKÓLI HEIÐARS ÁSTVALDSSONAR Viljum taka nema í danskennaranám. Upplýsingar í síma 74444 frá kl. 9 f.h. — 6 e.h. daglega þessa viku. MOLDARSALA í Okkar árlega moldarsala fer fram laugardaginn 28. maí og| j j sunnudaginn 29. maí nk. í Pantanir í símum 44983 — 76759 — 72316 eftir kl. 19 virka daga j og frá kl. 9 laugardag og sunnudag. ! Styrkið gott málefni — allur ágóði rennur til líknarmála. LIONS-KLÚBBURINN MUNINN Haukur og Ólafur raftækjaverslun AUGLÝSIR Raflagnir í úrvali t.d. ELCO rofar, tenglar, fjöltengi og fatningar bæði á loft og veggi, einnig höfum við rofa, vegg- og loftdösir. SIEMENS rofa, tengla, töflurofa. töflutengla, varrofa og lekahóa. TICINO rofar, tenglar og klær. BJARG rofadósir og veggdósir. Plaströr, hólkar beygjur, töflustútar, loftplötustútar o.fl. o.fl. TUNGSRAM Ijósaperur, yfir 200 gerðir. SYLVANIA flúrperur frá 8 til 65 vött. i FAM ryksugur og fylgihlutir. HOBART rafsuduvélar og rafsuðuvír í úrvali. M0T0R0LA alternatorar í bfla, báta og vinnuvélar, 6-32 V, 30-120 amper. PARIS - RHONE startarar í franska bfla. NOACK rafgeymar í flestar bifreiðir. VACO verkfæri. STANLEY verkfærí. METABO rafmagnsverkfæri. DAV hleðslutæki i ýmsum stærðum. RULE dráttarspil á bfla og einnig til að draga með báta á vagna. ÖNNUMST EINNIG ALLAR ALMENNAR RAFMAGNSVIDGERÐIR OG NÝLAGNIR I HÚS OG VERKSMIDJUR. Haukur og Ólafur raftækjaverslun Ármúla 32 —Sími 37700 — Reykjavík na epn lfjöður • - sv0f „ á e' áfS inn^ ,nu,eit'>-- cf\\oý AnS’ GfantíoP ,((3 . Stj°r0 ^ niu 09 ^ .ddieGr írá íA^ „1KÝ-in nLö*°* •É -:k fr ilk'n' að^eint* . w0' 101' aW°" *ísk0Íl fr» G'«" nn' \je rsa ce ik nu V ið lítun’ ist» K os i . -„ör ud1 VÍÖ 098Uhá>dsSÖðUn ð .^i oð r u«n *■$&**’* 12 bekkjardeildum. Við skólann störfuðu 18 fastráðnir kennarar, þar af 9 í fullu starfi en hinir í hlutastarfi, auk fjögurra stundakennara. Kennslu lauk 28. apríl og prófin voru búin 6. maí. Þess má geta að foreldrum og að- standendum bamanna finnst það einkar vel til fallið að ljúka prófum svona snemma. Þá gefst æskulýðnum kostur á að að- stoða bændur og búalið strax í upphafi sauðburðar. Skólastjórinn kvaddi grunnskóla- prófsnemendur sérstaklega og ræddi um nauðsyn æfingar og endur- tekningar. Hann vitnaði í því sam- bandi i bréf sem Matthías Jochumsson ritaði Sigurði Nordal. Þar segir Matthías: „Mín elsta lifsskoðun og yngsta er sú að við séum látin byrja skák áður en við þekkjum manngang- inn. Og verður þá ályktunin sú að ítreka þurfi taflið tuttugu sinnum ef ekki hundrað og tuttugu sinnum áður en við rennum listinni á leikborði þessarar veraldar.” -Regína, Selfossi/EA Rithöfundasambandið: Snorri Hjartarson kjörinn heiðursfélagi Aðalfundur Rithöfundasambands Is- lands var haldinn dagana 30. apríl og 15. mai síöastliöna. Eitt aðalmál fundarins snerist um tillögur til breyt- inga á inntökuskilyrðum sambandsins, og var samþykkt að vikka þau þannig að félagar geti orðiö „höfúndar sem birt hafa tvö fræðirit er teljast hafa ótvírætt fræðslu- og menningargildi”. Jafnframt var samþykkt að kjósa sér- staka inntökunefnd er f jalla skal ítar- iega um allar inntökubeiðnir og getur enginn oröiö félagsmaöur „nema meö honum mæli meirihluti inntöku- nefndar, enda séu niðurstöður nefndar- innar samþykktar á aðalfundi með 3/4 hluta greiddra atkvæða”. Þá voru samþykktar þær breytingar á lögum sambandsins að rithöfunda- ráð er lagt niður. Á fundinum voru teknir inn 15 nýir félagsmenn, og eru félagsmenn þá 207 talsins. Snorri Hjartarson var kjörinn heiðursfélagi Rithöfundasambands Is- lands á fundinum. Formaður sam- bandsins erNjörður P. Njarðvík. -SþS Ný plata með Áhöfninni HÁBERG HF. vV^. AUGLÝSIR ^ fyrir bílinn: STARTARA, ALTERNATORA, nýja og verksmiðju- uppgerða, ásamt varahlutum. SPENNUSTILLA (Cut-out), landsins besta úrval. MIÐSTÖÐVAMÓTORA RAFMAGNS BENSÍNDÆLUR STEFNULJÓSABLIKKARA RELAY, 12V og 24V KVEIKJUHLUTI KERTAÞRÆÐI HÁSPENNUKEFLI KERTI, BOSCH-SUPER SÍUR, allar gerðir LJÓSAPERUR, SAMLOKUR ÞURRKUMÓTORA HÖGGDEYFA SPÍSSADÍSUR GLÓÐARKERTI SKIPTIROFA, 12V/24V BÚKKAMÓTORA, DÆLUR LUMENITION MARK-II HLEÐSLUTÆKI TÍMABYSSUR AFGASMÆLA HÁBERG HF. Skeifunni 5, sími 91-84788. Geimsteinn hefur gefið út nýja hljómplötu með Áhöfninni á Hala- stjörnunni. Platan heitir: „Ég kveðju sendiherra”. Sex söngvarar koma fram á plöt- unni, Hermann Gunnarsson, Magnús Ölafsson, Páll Hjálmtýsson, Ruth Reginalds, G. Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir. öll lög og textar eru eftir Gylfa Ægis- son. Upptökum stjórnaði Þórir Baldursson. Þetta er fjórða platan í þessum plötuflokki Áhafnarinnar á Halastjörn- unni sem aflaö hefur vel upp á síökast- ið. öll lögin og textarnir á plötunni eru eftir Gylfa Ægisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)
https://timarit.is/issue/189376

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)

Aðgerðir: