Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983.
1?
Lesendur Lesendur
Hægfara bflar á
vinstri akrein
valda oft slysum
Ásgeir Sumarliðason hringdi:
Eg ek nokkuð mikið leiðina milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þar,
eins og víða annars staðar, er það
algengt að lögreglan sé í hálfgerðum
feluleik, leynist bakvið holt og hæðir og
mæh hraðann. Mér finnst hún leggja of
mikia áherslu á að taka einn og einn
ökumann sem fer yfir hámarkshrað-
ann.
Eg vil vekja athygh á því að þar sem
tvær akreinar eru valda hægfara
bílar, sem aka á vinstri akrein langt
undir hámarkshraða, framúrakstri og
valda slysum. Mér finnst að lögreglan
ætti að veita þessum gömlu skörfum
meiri athygU sem drepa niður eðU-
legan hraða og verða til þess með
aksturslagi sínu að aðrir grípa tU
framúraksturs og feta krókaleiðir.
Ég vU brýna fyrir ökumönnum að
gefa stefnuljós tímanlega. Margir gefa
ekki stefnuljós fyrr en þeir eru komnir
í beygju og er þetta mikiU slysavaldur.
Að mínu mati ætti lögreglan að gefa
þessu tvennu meiri gaum.
Ekið á kött:
BÍLSTJÓRIVILDI
LÁTA AFLÍFA
— reyndist síðan einungis marinn
Friðleifur Kristjánsson hringdi:
Aðfaranótt mánudagsins 16. maí ók
leigubUl á köttinn minn. Tveir ungir
pUtar, 14—15 ára, komu að þar sem
leigubílstjórinn var að kaUa á lögregl-
una tU þess aö láta skjóta köttinn. Þeir
sáu að kötturinn var merktur, tóku
hann af götunni og komu með hann tU
mín. Eg fór strax um nóttina tU dýra-
læknis og vakti þar upp. Það kom í ljós
að þetta var bara mar og tognun á
einum fæti.
Mér finnst þessi framkoma leigubU-
stjórans ekki nógu góð. Mér finnst
hann hafa sýnt hugsunarleysi því fólki
þykir vænt um dýrin sín.
REIBHJÓU
STOUD
Anna Jónsdóttir hringdi:
Nýju Grifter-reiðhjóli var stolið frá
húsi við Sogaveginn um mánaðamótin
febrúar-mars síðastliðin. Hjólið er
blátt að Ut. Eigandi hjólsins er tíu ára
drengur. Fékk hann hjólið í afmæUs-
gjöf fyrir ári. Saknar hann þess sárt
semvonlegter.
Þú, sem stalst hjóUnu hans, þér
getur ekki liðið vel að hjóla á afmælis-
gjöf sem þessi Utli drengur fékk. Eg
skora á þig að skila því sem fyrst. Ef
þú vilt skila hjólinu hringdu þá í síma
39232 eða í lögregluna.
Afmælisgjöf 10 ára drengs, Grifter-reiðhjóU, var stolið á dögunum. Dreng-
urinn saknar þess sárt og er skorað á þjófinn að skila þvi.
Öryggishjálmarnir
FRÁ 1 vfOiyi 1
KOMNIR AFTUR
Reiðhjólahjálmurínn
sem veitir barninu aukið öryggi.
Viðurkenndur
af sænskum
neytendasamtökum.
Litir: gult og rautt.
Verð kr. 420#-
PÖSTSENDUM.
m
Heildsala
— smásala
flSTuno
SPORTVÖRUVERSLUN
Austurveri,
Háaleitisbraut 68,
simi 84240
!>■ imu rrj
Austurver
5jrrar-jrr^_
•jHF* ipiáÉn Hp
Notaleg hlýja
á eínu augnabliki
SUPERSER gasofnar. — Þrælöruggir og einfaldir í meðförum.
Augnabliks upphitun. 3 stillingar á hita. Vandaðir öryggisrofar.
SUPERSER gasofnar henta vel í sumarbústaðinn og annars staðar þar
sem hita þarf húsakynni á skömmum tíma.
Verðið er ótrúlega lágt. - Leitið upplýsinga.
Teg. F-110
firensásvegi 5, Sími: 84016