Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Harrison Fordsem Han Solo
Jabba jöfur, stórjaxl undirheimanna.
Mikil eftirvænting ríkir nú í kvik-
myndaheiminum fyrir frumsýningu
þriöju myndarinnar í Stjörnustríðs-
flokknum, en hún heitir Return of the
Jedi.
Um 950 kvikmyndahús í Banda-
ríkjunum og Kanada taka hana til
frumsýningar núna á miðvikudaginn
og gera menn sér vonir um góða
skemmtun af því að sjá höfundinn,
George Lucas, láta skáldfákinn'
geisa á hvíta tjaldinu innan um
f urðuverur og geimgengla.
Og enn meiri vonir gera menn sér
þó um að myndin verði ein af meiri
peningasugunum þetta árið, rétt eins
og frumburðurinn, Stjörnustríð, var
1977 og 1978. Stjömustríð gaf af sér
524 mill jónir doilara í miðasölum vítt
um heim. Annar hlutinn í mynda-
flokknum, sem bar enska heitiö The
Empire Strikes Back, rakaði inn 364
milljónir eftir að hann kom fram
1980. Eins og Lucas sagði sjálfur
fyrir, þá hlaut annar hlutinn að eiga
nokkuö undir högg að sækja, sem
einn þátturinn af þrem í röð, og
vegna þess að sú mynd endaði á þann
veg að „vondu kallamir” stóðu með
pálmann í höndunum en „góðu
mennirnir” á undanhaldi, eða frystir
í ísklump, eins og Han Solo.
Retum of the Jedi er sem sé loka-
kaflinn í þrenningunni og gefur tíma-
ritið TIME, sem helgar myndinni
nýjasta tölublað sitt, góð fyrirheit
um að hún sé betri en miðkaflinn. I
þann sama streng tekur hinn þekkti
kvikmyndaleikstjóri Steven Spiel-
berg. Time hefur eftir honum: „Ég
held að „Jedinn” sé besta stjömu-
stríðsmyndin og verði ömgglega
langvinsælust. Fyrsta myndin var
einvörðungu inngangur. önnur
myndin var miðkaflinn. En þær voru
báöar aöeins forsmekkurinn að
þriðju myndinni. Þessi er hin raun-
verulega stjörnustríös-mynd.”
Tæknibrellumar hafa verið aðals-
merki stjörnustríðsmynda Lucasar
og framleiðendur vom jafnvel enn
ósparari á þær í Return of the Jedi en
áður. Þaö var talað um 545 tækni-
brellur í Stjömustríði og 763 í
Empire, en sagt er að 942 nýjar
brellur eða myndbrögð komi fram í
Jedi.
„Brellumar í þessari mynd em að
meira og minna leyti eins og mig
langaði helst til þess að hafa í
Stjörnustríði en hafði þá ekki tækni-
þekkingu til þess að hrinda því í
framkvæmd,” hefur Time eftir
Lucas sjálfum. — „Geimorrastan er
tífalt flóknari en í Stjörnustríði, og
hætt er við að mönnum þyki, ef þeir
sjá hana aftur eftir að hafa séð
þessa, Stjörnustríð daufari en þeir
minntust hennar.”
I ítarlegri grein um myndina rekur
Time söguþráðinn í stórum dráttum
og varar þá strax við, sem helst vilja
eiga óvissuna og eftirvæntinguna
óskerta, að lesa meira. Það má
endurtaka hér því að sögulopinn er
spunninn áfram í þessumdúr:
I The Empire Strikes Back var
Han Solo, geimflugmaður og ævin-
týraprins, skilinn eftir frystur í
ísklump. Með einhverjum hætti er
ísklumpurinn orðinn veggskreyting í
kastala Jabba á öræfastjörnunni
Tatooine. Jabba stórjaxl er eitt víð-
áttumikið slefandi hrúgald sem ríkir
í undirheimum stjarnanna. Þessi
jöfur hefur safnað að sér illvígustu
skrímslunum í geimnum.
Einn af öðram — og stundum í
dulargervum — reyna vinir Hans
Solo aö koma honum til hjálpar.
Fyrstir fara C-3P0 og R2-D2, vél-
mennin tvö sem menn minnast úr
fyrri hlutunum tveim. Hafa þeir
engum breytingum tekið. Á eftir
fylgja Vákurinn bangsalíki, Chew-
bacca, sem var stýrimaður Solo, og
prinsessan fagra, hún Leia. I þessum
hópi er einnig Lando sá sem ríkti á
Skýjaborginni í miðmyndinni og
neyddist til þess að selja söguhetj-
, umar á vald keisaraveldinu. Lestina
rekur svo auðvitaö Logi geimgengill,
sem þegar hefur tileinkað sér ýmsar
bardagalistir Jedi-riddaranna, svo
sem eins og að beita fyrir sér
„Mættinum”.
En áður en Han Solo verður
bjargað eru mörg tvísýn hildin háð.
Þar á meðal viö skrímsl ferleg í
dýflissu kastalans hans Jabba jöfurs.
Ennfremur viö Jabba sjálfan og
óvættir hans sem svífa um á
þyngdarlögmálsfrjálsum flekum
yfir eyðimerkurgímaldi, þar sem
leynist enn hræðilegra skrímsl. Það
gleypir fórnardýr sín, svo að þau
hljóta hinn þjáningarfyllsta dauö-
daga á meðan skrímsliö er að melta
þau næstu þúsund árin.
Allt þetta er þó aðeins aðdrag-
andinn aö hinni raunverulegu úr-
slitaorrustu milli Uppreisnarbanda-
lagsins og hins spillta Keisaraveldis,
sem hnigur að lokauppgjöri milli
Loga, hins síðasta af Jedi-riddur-
unum, og „Svarthöfða” hins blakk-
brynjaða og vélmælta. Yoda, hinn
900 ára gamli Jedi-meistari, skýtur
aftur upp kollinum og staðfestir þaö
sem Logi hefur kviðið mest. Svart-
höfði er raunar faðir hans, fyrrum
Jedi riddari sem lét tælast af hinum
illa Keisara og hallaðist að hinni
myrku hlið „Máttarins”, hatrinu
fremur en ástinni. — Logi verður
aldrei ósvikinn Jedi-riddari fyrr en
hann hefur gert upp sakir viö föður
sinn, segir meistarinn Joda.
I lokin er Keisarinn sjálfur, gamal-
klókur rauðgly móttur skarfur í seyð-
karlskufli, áhorfandi aö þvi þegar
faðir og sonur berjast. —
„Drept’ann,” segir Keisarinn við
Loga. „Hatur þitt gerir þig mátt-
ugan. Gakktu á vit örlaga þinna og
tak sæti fööur þíns mér við hlið. ”
A meðan á þessu gengur inni í vígs-
turni Keisarans eiga vinir Loga í
höggi við stormsveitir keisaraveld-
isins á græna tunglinu Endor, þús-
undir mílna í burtu. Þeir njóta lið-
sinnis Ivákanna, frumstæðs ætt-
bálks sem minnir mest á loðna smá-
bangsa en luma á baráttuhug og
kjarki. Svimandi eltingaleikir á
þotunööram og fullkomið geimstríð,
þar sem Uppreisnarbandalagið
reynir að fyrirkoma vígstiminu,
koma biógestum áreiðanlega til þess
að grípa um stólarmana.
Herra Svarthöfðans, hinn iiii keis-
ari.
Svarthöfði, hinn skuggalegi hers-
höföingi keisaraveldisins.
i
i
L