Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sextán ára stúlka hefur sniffað í sjö ár —eitt dæmi úr skýrslu starfshóps um vímuef navandamál unglinga í dag „Ellefu ára drengur hefur lengi átt í ýmsum félagslegum erfiðleikum, umgengst að mestu sér eldri ungl- inga og hefur um nokkurra ára skeið verið viðriðinn ýmiskonar afbrot. Misnotar nú ýmsa vímugjafa í tölu- verðum mæli þótt aðailega sé um að ræða áfengi og sniffefni. Heldur mikið til á Hlemmi og á leiktækja- sölum og f jármagnar vímuefnakaup og spilamennsku sina með hnupli.” Þetta er ekki saga eilefu ára drengs í fjarlægu frumstæðu þjóð- félagí. Drengurinn býr í Reykjavík. I greinargerð frá starfshópi um vímu- efnavandamálið er högum þessa drengs lýst og níu annarra einstakl- ínga einum úr hverjum árgangi. Saga tólf ára drengs sem hvergi á raunverulegt heimili er ekki betri en sú fyrri. Móðir hans er látin fyrir nokkrum árum og faðir hans er- áfengissjúklingur. Drengurinn hefur búið að nafninu til hjá ættingja, en einnig oft búið með öðrum ungl- ingum í mannlausu húsi. Hann stundar skóla stopult og hefur á undanfömum árum neytt ýmissa vímuefna, þó einkum sniffefna. I september á síöasta ári stofnuöu starfsmenn á nokkrum stofnunum í Reykjavík, starfshóp sem síðan hefur komið reglulega saman til þess að ræða þann vanda sem skapast hefur vegna vímuefnanotkunar ungl- inga hér á landi. Þetta eru meðal annars starfsmenn Félagsmála- stofnunar, Göngudeildar áfengis- deildar Landspítalans, lögreglunn- ar, Æskulýðsráðs, Unglingaheimilis ríkisins og fleiri stofnana. Kynnst vandamálinu í starfi Starfsmenn þessara stofnana eiga það allir sameiginlegt að hafa á einn eða annan hátt kynnst vímuefna- vandamáli í starfi. Sumir inni á stofnunum, en aörir utan þeirra og jafnvel unniö að þessum málum erlendis. Markmið hópsins er meöal annars að fræðast hvert af öðru um ástand og horfur í þessum málum hér. Sameina krafta þessara stofn- ana, miðla upplýsingum til yfirvalda og stofnana. Einnig hefur hópurinn í hyggju að reyna aö vinna upp fræðsluefni fyrir skóla fyrir nem- endur og/eða kennara, til þess að fá fræðslu um þessi mál markvisst inn í almenna kennslu í skólum. Hópurinn vill einnig vinna að því að hér á landi verði komið upp lítilli meðferðar- stofnun sem sinnt gæti þeim sem verst eru staddir í þessum efnum. Rætt hefur verið um, innan hópsins,, að reyna aö ná til svokallaðra áhættuhópa unglinga hér á höfuð- borgarsvæðinu í þeim tilgangi aö vinna meö eða fyrir þá utan stofn- ana. I greinargerð, sem starfshóp- urinn sendi frá sér um miðjan maí, segir að neysla vímuefiia hjá ungl- ingum hafi farið ört vaxandi undan- farið. — Dagleg vímu- efnaneysla Nú þegar er um tuttugu manna hópur unglinga 13 ára og eldri, sem misnotar vímuefni nær daglega. Hluti þessa hóps er mjög langt Hér gengur pipan á milli tveggja ungmenna. Myndin er erlend. . skýrsiunni starfshópsins sem greint er frá hér á siðunni er meðal annars sagt frá einum 18 ára dreng sem frá barnsaldri hefur verið þvælt á miiii sveitabæja og stofnana. Hann byrjaði ungur að sniffa, er atvinnu- og heimilislaus í dag. Hann reykir hass daglega. leiddur og þarf á markvissri meðferð að halda, en slík meöferðartilboö fyrir þennan aldurshóp, eru ekki til á tslandi í dag. Þörf þessara unglinga fyrir vímu er slík aö það virðist ekki skipta þá máli hvaða efni þeir nota. Svo virðist sem það sé aðeins spurningin um það hvaða vímuefni séu aðgengilegust hverju sinni sem stjórnar því hvaöa efni þeir nota í það og það skiptið. Auk áfengis, kannabisefna, leysi- og úðunarefna (sniffefna) og lyfja, eru á stundum þyngri efni, svo sem önnur skynvilluefni (LSD — STP, englaryk og fleiri), kókaín, amfetamín, morfín og heróín í umferð á meðal þeirra. Tvö síöasttöldu efnin virðast þó ekki algeng, enda mjög dýr þegar þau standa til boða og enn er fram- boð af þeim litið. — Áfengi í æð Akveðin lyf eru mjög algengur og aðgengilegur vímugjafi og kunnugt er að unglingar mylja ýmsar pillur niður og sniffa þær þannig sem duft eða leysa þær jafiivel upp í vökva og sprauta þeim þannig beint í æö. Síðastnefndu aðferðina eru ungl- ingar einnig famir að nota við áfengi, það er að sprauta því beint í æð i staö þess að drekka það. I upphafi hér voru nefnd tvö dæmi af tíu einstaklingum sem getið er um í skýrslunni, hér er eitt til viðbótar og: er það 16 ára stúlka sem um ræðir. Stúlkan er yngst af stórum syst- kinahópi. Móðir hennar er látin fyrir allmörgum árum og faðirinn er áfengissjúklingur á gamals aldri. Hefur stúlkan ekki átt fastan samastað frá því að móðir hennar lést. Hún hefur neytt sniffefna i 7 ár, en álíka lengi misnotað róandi lyf, áfengi, kannabisefni og hugsanlega einnig heróin þótt hún halli sér ætíö að sniffinu inn á milli. Hún hefur oft verið lögð á sjúkrahús vegna líkam- legra einkenna, sem eflaust má rekja til vímuefnanotkunar og einnig hefur hún fengið fóstureyðingu. Stúlkan er ófær um að bera ábyrgð á eigin getnaðarvömum, en er ákveðin í að ganga ekki aftur í gegnum fóstureyðingu. Harður kjarni miðlar upplýsingum Þeir unglingar, tíu alls, sem nefndir em í skýrslunni, eru flestir ef ekki allir hættir i skóla, stunda ekki eða illa vinnu og em að miklu leyti lagstir út. Þessir unglingar era ekki Morfin og heróin eru i umferð á meðal ungiinga i dag en ekki algeng enda mjög dýr þegar þau standa tii boða. En piiiur eru muldar nióur og leystar upp i vökva og sprautað beint i æð. Áfengi sprauta sumir ung- linganna beintí æð i stað þess að drekka það. aðeins hættulegir sjálfum sér, heldur hafa þeir miður æskileg áhrif á þann hóp unglinga, sem nefndur er áhættuhópur, og sækir þá staði sem þessi svokallaöi haröi kjarni heldur til á. Samastaðir þessara unglinga em auk heimahúsa, biöskýlið við Hlemm, leiktækjasalir og gatan. 1 áhættuhópnum eru margir tugir unglinga sem flestir hafa notað vímuefni í einhverjum mæli. Helst eru það áfengi, sniffefni, kannabis- efni og lyf sem þessi hópur hefur notað. Til þessa hóps teljast unglingar allt frá 11 ára aldri og eiga flestir þeirra við margvísleg félagsleg vandamál a ð s tríða. Það virðist ekki neinum vand- kvæðum bundið fyrir þessa unglinga að komast í náin tengsl við hinn harða kjama unglinga sem áöur er sagt frá. Þessi harði kjarni virðist tiltölulega ópinn fyrir nýjum einstaklingum og miölar meðal ann- ars upplýsingum um útvegun vímu- gjafa og fleira. Hentug meðferðar- tilboð ekki til Allir þeir unglingar sem getið er um i skýrslu starfshópsins eiga þaö sameiginlegt að þeim hefur marg- sinnis verið boöin sú aöstoð sem til er í dag. Þeir neita því oft að vera í þörf fyrir aöstoö. Eða þá þeim finnst hún ekki höföatilsín. Hitt er þó öllu verra, segir í lok skýrslunnar, að þótt unglingarnir séu tilbúnir til þess að þiggja aöstoö eða aðrir væru tilbúnir til þess að grípa í taumana og koma þessum unglingum í meðferð, með góðu eða , illu, þá em engin hentug meðferðar- tilboð til fyrir þessa unglinga á tslandi i dag. Áður en við segjum skilið við málið að sinni skulum við líta á eitt dæmi um 14 ára dreng sem getið er um í skýrslunni. —14 ára drengur sem var ákaflega virkur í skóla- og frístundastarfi þar til fyrir há'f u ári að hann fór að neyta sniffefna. Nú sniffar hann daglega og lifir eingöngu fyrir vímuna. Hverfur að heiman sólarhringum saman og er orðinn ofbeldishneigður og haldinn ofsóknarkennd. -ÞG BEINT FLUG: 22. júní 3. júlí 3. & 24. ágúst 14. sept. 5. okt. IMjótið þess a.ð liggja í sól- Benidorm. Beint leigraflucj íóiáðir af mörgum stærðum inni á Hvítu. ströndinni á alla leið og úrval gististaða. eða góð hótel með fæði. AÐALSTRÆTI9 E LTi 9 EFDQA HU MIDSTÖDIN & 28133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)
https://timarit.is/issue/189376

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)

Aðgerðir: