Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983.
7
Neytendur Neytendur
I eldhúsinu:
Bakað úrgeri
Á föstudaginn var fjallað mikið um gerbakstur hér á síðunni. Var þá meðal
annars þcim, sem óvanir eru, ráðlagt að fylgja uppskriftum á meðan þeir
væru að komast upp á lagið. Hér á eftir fylgja tvær uppskriftir að gerbrauði
sem er bæði þægilegt að baka og ákaflega gott. ‘DS-
Gerbollur
með kotasælu
Þessi uppskrift, sem hér fylgir á
eftir, er ein sú albesta sem ég hef
prófað. Mér þykir mjög gott að baka
hana tvöfalda og geyma það sem
ekki borðast strax í frysti. Þá er
hægt að grípa til þess með mat eða
kaffl Uppskriftin er úr bæklingi
Osta- og smjörsölunnar Réttir úr
kotasælu. Ostur er eitt af því sem
sérlega gott er að nota í gerbrauð:
30 g smjör
50 g ger (eða 5 tsk. þurrger)
ödlmjólk
lOOgkotasæla
1 tsk. salt
l/2msk.sykur
3 msk. sesam eða hörfræ
650 g hveiti
eggtilaðpenslameð
Skraut:
Sesameða hörfræ.
Bræðið smjörlíkiö og setjið í skál
ásamt mjólk, geri, salti og sykri.
Blandið kotasælu, sesamfræjum og
hluta af hveitinu saman við vökvann
og hrærið vel. Hreinsið barma skálar-
innar og stráið hveiti yfir deigið.
Breiðið hreinan klút yfir skálina og
látið deigið lyfta sér í 30—40 mínútur
á hlýjum stað í eldhúsinu (þar til þaö
hefur stækkað um helming). Sláiö
deigið niður eða hrærið lauslega í því
með sleif. Setjíð deigið á borð og
hnoðið meira hveiti í það, en ekki
meira en svo aö deigið losni frá
boröinu. Mótið bollur og látiö þær
lyfta sér í 15—20 mínútur. Penslið
bollumar með eggi og stráið sesam-
fræi ofan á. Bakið í um það bil 12
mínútur við 225 gráðu hita.
Þessar bollur eru mjög góðar með
smjöri, en ennþá betri ef osti er bætt
ofan á.
DS
PIZZA
Eftir að ég bakaði pizzu í fyrsta
sinn hef ég aldrei getað borðað pizzu
sem seld er í verslunum. Munurinn á
heimabakaðri pizzu og búðarkeyptri
er álíka og munur á heimalöguðum
mat og þeim sem keyptur er tUbúinn
í verslun. Pizzubotnar eru líka með
því auöveldasta sem hægt er að
hugsa sér.
Þeir sem eiga uppskrift að hveiti-
brauöi geta vel notað hana. Fyrir
hina er hér uppskrift af pizzudeigi:
1 l/4dlvatn
15 g pressuger eða 11/2 tsk. þurrger
1 msk. mataroUa
3dlhveití
1/2 tsk. salt.
Leysiö gerið upp í volgu vatninu.
Hrærið saman matarolíuhveiti og
salti og síðan uppleystu gerinu.
Hnoðið þar tU laust er við skál. Látið
lyfta sér á hlýjum stað í 20—30
mínútur.
Hnoðið aftur og setjið á bökunar-
plötu. Fletjið út í köku sem er um það
bU 1 sentimetri á þykkt. Setjið
fyUinguna á og bakið síðan í 20—30
mlnútur við 200 gráðu hita.
Pizzudeig verður sérstaklega gott
ef það er látið bíða yfir nótt. Þá nær
það að brjóta sig og veröur bragð-
meira.
FylUngin ofan á pizzuna má vera
búin til úr nærri hverju sem er, kjöti,
fiski, grænmeti og jafnvel ávöxtum.
Ef bökuð er stór pizza, úr tvöfaldri
eða margfaldri uppskrift, má jafnvel
hafa sitt áleggiö á hvorum
helmingnum.
Ostur er þó sameiginlegur í áleggi
á nær öllum pizzum. Best er að nota
bragösterkan og feitan ost.
Parmesanosturinn sem fæst í búðum
núna er mjög góður. En hann er dýr
og því upplagt að blanda honum
saman við annan ost. Mér þykir
ákaflega gott að kaupa gamlan
brauöost í verslun Osta- og smjörsöl-
unnar og nota hann meðal annars á
pizzur. Hann er bragðsterkur og um
leið feitur.
Annað sem mikið er notað á pizzur
er tómatkraftur. Vmist má kaupa
tómatkraft og hræra saman við hann
kryddi og lauk eða kaupa tilbúið
pizza-prontó sem fæst á litlum plast-
flöskum. Þessu er smurt á pizzubotn-
inn undir aðra fyllingu ef menn hafa
hana. Hér fer að síðustu listi yfir
nokkuð af því sem hentar sérlega vel
semfyllingápizzur:
Kjöt:
Skinka, nautahakk, spægipylsa,
beikon.
Fiskur:
Rækjur, kræklingur, túnfiskur,
ansjósur.
Grænmeti:
Sveppir, paprika, tómatar, laukur
(hráreðasteiktur).
Avextir:
Epli, kiwi, ólífur.
DS
jafnvel önch/egisvíður
þaif umönnun
Harðviður er notaður þar sem annar mýkri viður dugar ekki. I
útihurðir, um borð í skipum, já alls staðar þar sem mikið mæðir
á vegna veðráttu eða notkunar. En jafnvel öndvegisviður þarf
umönnun. Viðinn þarf að hreinsa og verja gegn ofþornun.
International hefuralltsem til þarf: Hreinsi sem
auðveldur er í notkun og skaðar ekki kítti, lakk eða málningu.
Og olíu sem varnar því að viðurinn þorni.
Öndvegisviður á góða umönnun skilið.
X International
COMPACT
VIDEO CAMERA
301ux
Ljósnæmni sem gerir flóðlýsingu
óþarfa við innitökur
f/L2,6X
Óvenjubjört linsa — f/1,2
L25kg
Ótrúlega létt
og handhæg
SEM SAGT -
FRÁBÆR VÉL
FYRIR ÖLL
VHS-TÆKI
Laugavegi 89.
Sími 13Q08.
Verð aðeins kr. 25.969,-