Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd S-Af ríkumenn herskáir: „GRIPUM TIL ÞEIRRA RÁÐA SEM HENTA” segir dómsmálaráðherra S-Af ríku Gagnrýni ó alþjóöavettvangi haföi ekki minnstu áhrif á stjórnvöld í S- Afríku um helgina, eftir loftárásir s- afríska flughersins á Maputo í Moz- ambique, í hefndarskyni fyrir sprengjutilræði Afríska þjóöarráðs- ins (ANC) viö lögreglustöðina í Pre- toríu í fyrri viku. Dómsmálaráð- herra S-Afríku, Louis Le Grange, sagöi aö ekkert ríki sem veitti s- afrískum skæruliöum skjól skyldi búast viö því aö stjórnvöld í S-Afríku tækju slíkum h'ermdarverkum meö þegjandi þögninni. „Hermdarverk veröa ekki þoluð og S-Afríka mun grípa til sinna ráöa þegar þaö hentar og hverra ráöa sem henta,” sagöi Le Grange. Bretland, Frakkland, Bandaríkin og Sovétríkin hafa öll fordæmt árás- irnar á Maputo, sem kostuöu sex manns lífið en f jörutíu særðust. Sam- kvæmt fréttum frá S-Afríku lést fjöldi ANC skæruliða í árásinni en yfirvöld í Mozambique þvertóku fyrir slíkt og sögöu alla þá sem létust og særöust í árásunum hafa veriö venjulega borgara. Eini s-afríski borgarinn sem lést var flóttamaður sem var aö þvo bíl sinn, sagöi upplýs- ingamálaráðherra Mozambique, Jose Luis Cabaco. Fréttamenn sem fengu aö skoöa staöina sem uröu fyrir árásum segjast ekkert hafa séö sem bendi til þess aö þar hafi skæru- liðar haft aðsetur. Heima fyrir í S-Afríku sagöi Des- mond Tutu, ritari Kirkjuróös S- Afríku, aö hann fordæmdi sprengju- árásina og aö vandamál S-Afríku yröu ekki leyst á þennan hátt. Leiötogi stjórnarandstööunnar, Frederik vanZyl Slabbert, sagöist styöja loftárásirnar á Maputo en aö greinilega fækkaöi nú möguleikum á friðsamlegri lausn á vandamálum S- Afríku. Náði sér mðri a kerfinu Tölvufræöingur nokkur við stærstu bílaverksmiöju Sovétríkjanna fékk ekki stööuhækkun sem hann haföi gert sér vonir um. Hann tók því illa og samdi þegar í staö falskt forrit sem hann setti inn í tölvu þá sem stýrir framleiöslunni. Afleiöingin varö sú aö öll vinna í verksmiöjunni lá niöri í rúmlega eina klukkustund, vinnutapiö skipti tugum þúsunda vinnustunda og framleiösla á um tvö hundruð bílum tapaðist. Samkvæmt fréttum í sovéska dagblaðinu Izveztia var maðurinn, sem kallaöur er í fréttinni Murat, dæmdur í þriggja ára fangelsi, skil- orðsbundiö, og skipaö aö greiöa verk- smiðjunni sjö þúsund rúblur í skaða- bætur. Verksmiöja þessi stendur viö Volgu og framleiöir Lada-bifreiðar. Læknar í S-Afríku gagnrýna öryggis- lögregluna Læknafélag Suöur-Afríku hefur skorað á stjórnvöld aö koma á ýmiss konar reglum sem tryggja velferö þeirra sem handteknir eru fyrir brot á hinni ströngu öryggislöggjöf landsins. I skýrslu frá læknafélaginu sagöi aö nefnd á vegum þess heföi rapnsakaö ummönnun þá sem fangar hafa fengið og hafi nefndin komist aö þeirri niöur- stöðu að dæmi fyndust um alvarlegar misþyrmingar á föngum í s-afrískum fangelsum. I vitnaleiðslum fyrir nefndinni var m.a. sagt frá algerri einangrun fanga, að fangar hefðu ekki fengiö að sjá ljós dögum saman eóa þá ekki fengiö aö sofa lengi. Fangar hefðu einnig verið neyddir til þess að standa uppréttir í langan tíma og að fjölmennt liö rann- sóknarmanna heföi skipst á um aö yfir- heyra þá. Nefndin mælir meö aö einangrun í meira en sjö daga veröi bönnuö og einnig aö pyntingar viö yfirheyrslur verði bannaöar. Þá mælir nefndin einnig meö því aö læknum veröi ætíö heimill aögangur að föngum, án leyfis frá lögreglu, að strangt eftirlit veröi haft meö því hvort fangar sýni tilhneigingu til sjólfsmorös þegar þeir eru yfirheyröir eöa í einangrun og aö lokum aö yfirheyrslur fari ætíö fram aö tveim mönnum viöstöddum, og verði teknar upp á myndsegulband. LOFTVARNABYRGI Á FRIÐARTÍMUM Fimm þúsund manns hröktust frá heimilum sinum í Jacksonborg í Mississippi í Bandaríkjunum um helgina. Það eru talin næstmestu flóö þar um slóðir í rúmlega hundrað ár. Stórflóð í Bandarík junum Um helgina hröktust um fimrri þús- und manns frá heimilum sínum í borg- inni Jackson í Mississippi-fylki í Bandaríkjunum. Þetta munu vera næstverstu flóö sem komið hafa í borg- inni í rúmlega hundrað ár. Búist var við aö vatnsborð í Perluá yrði um þrem metrum fyrir ofan flóöa- Kínverjar hafa nú tekiö upp þá stefnu aö nýta loftvarnabyrgi sín á friðartímum. Loftvarnabyrgin voru flest byggð seint á sjöunda áratugnum, þegar spenna milli Sovétríkjanna og Kína var hvaö mest, en nú eru þau nýtt svo þau gefi af sér arö, segir frétta- stofan Nýja-Kína. I sumum byrgjum eru starfrækt hótel og nú eru um 60 þúsund rúm fyrir hótelgesti neðanjaröar. Þá hafa byrgin verið nýtt til annarra hluta, eru smíöastofur, vörugeymslur, spítaiar, leikhús og skemmtanamiöstöövar. Allt þetta færir inn árlegar tekjur upp á 350 milljónir yuan. Aö sögn fréttastof- unnar er þetta í samræmi við fyrir- skipanir frá almannavörnum Kína um aö nýta byrgin betur og samtímis halda þeim vel viö. mörk þegar hámarkinu yrði náö. Enginn meiddist en ekki verður vitaö um skaöa af flóöunum fyrr en þau sjatna. Fyrir fjórum árum hröktust 6.500 manns frá heimilum sínum í Jackson vegna flóða og þá námu skemmdir nærri einum milljarði doll- ara. Deilur um Afghanistan- viðræðurnar Utanríkisráöherra Pakistan, Sahabzada Yaqub Khan, hefur vísað ásökunum sovéska sendiherrans í Islamabad, þess efnis að bandamenn Pakistan standi í vegi fyrir samkomu- lagi í Afghanistan, á bug. Utanríkis- ráðherrann sagöi aö til þessa heföu bandamenn Pakistana sýnt viöleitni þeirra í viöræöunum í Genf fyllsta skilning. Utanríkisráöherrann sagöi þetta viö fréttamenn skömmu áöur en hann hélt af staö til Saudi-Arabíu þar sem hann hyggst útskýra stööu mála í samningaviðræöunum í Genf. Frá. Saudi-Arabíu mun ráðherrann síðan halda til Peking, London, Washington, Parísar og Moskvu. Athugasemd sovéska sendiherrans, Vitaly Smirnov, virtist einna helst beint gegn Bandaríkjunum og Kína, en bæöi stjórnvöld í Moskvu og Kabúl hafa ásakað stjórnir þessara ríkja um aö hafa staðiö gegn samningum um friösamlega lausn á ótökunum í Afghanistan. í febrúarmánuði síðastliðnum var aðkoman víða svona i Assam-fylki í Indlandi. En síðan hefur verið þar rólegt þar til nú um helgina að fimm manns voru drepn- ir. Fimm myrtir í Assam Aftur kom til ofbeldisverka í Assam- fylki í Indlandi um helgina þegar fimm manns létust og sá sjötti særðist illa í átökum sem uröu milli þorpa í Sibsag- ar-héraði. Lögregluyfirvöld sögöu aö rúmlega 50 manns heföu verið hand- teknir vegna morðanna. Allt hefur veriö meö kyrrum kjörum í Assam síöustu vikur eftir að rúmlega 3 þúsund manns voru drepnir og 300 þúsund uröu heimilislausir í óeirðum sem gusu upp vegna kosninga þar í febrúar. BANDARISKAR NJOSNAFLUG- VÉLAR YFIR MID-AMERÍKU Samkvæmt fréttum frá Banda- ríkjunum hafa bandarískar njósna- flugvélar, búnar fullkomnustu tækjum, flogið reglulegt næturflug yfir E1 Salvador til þess að njósna um vopnaflutninga til skæruliða þar. Þessar sérlega búnu Herkúles-flug- vélar voru óvopnaöar, að sögn tals- manns bandaríska varnarmálaráöu- neytisins. Talsmaðurinn sagði aö flugvél- arnar heföu flogið leynilegt nætur- flug yfir vissum svæöum í Miö- Ameríku, þar sem borið hefur á kommúnískri íhlutun. Þessar vélar, sem voru mikiö notaöar í Víetnam- stríðinu, eru búnar innrauöum og sérlega ljósnæmum myndavélum sem eiga að sjá vel allar hreyfingar þó dimmt sé. Samkvæmt fréttum bandarískra sjónvarpsstööva hefur verið skotið á flugvélarnar en þær ekki varið sig til þessa. Varnarmálaráðuneytiö hefur ekki viljaö gefa upplýsingar um slíkt. Fréttir þessar hafa vakið mikla athygli í Bandaríkunum, þar sem stefna stjórnvalda í Mið-Ameríku er þegar mjög umdeild. Bandaríska sjónvarpsstööin ABC sagöi einnig að flugvélarnar heföu flogið á stundum yfir Nicaragua, en talsmaður varnarmálaráöuneytisins sagöi aö alþjóöalög um flugumferð og lofthelgi heföu ekki veriö brotin. Ekkert hefur frést af árangri þessara ferða eöa hvort tekist hefur aö sanna meö þeim vopnasmygl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)
https://timarit.is/issue/189376

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)

Aðgerðir: