Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 40
40 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983. Um helgina_________Um heigina Frábært hvítasunnuútvarp Otvarpið stóð sig aldeilis frábær- lega um hvítasunnuna, bæði hljóð- varp og sjónvarp. Það varð að sönnu barátta milli stórgóðra dagskrárliða ogsólarinnar semskein oftglatt úti. Þetta byrjaði allt saman meö skemmtilegum leik Brighton og Manchester United, bein útsending frá Wembley. Verst þó að endanleg úrslit skyldu ekki fást en það var ekki sjónvarpinu að kenna heldur markverði United þegar hann varði á síðustu mínútunni. Um kvöldiö byrjaði sjónvarpið svo að sýna nokk- uð sem ég hef lengi beðið eftir, Not the Nine O’Clock News. Eg var svo heppinn aö fa að fylgjast með í hitti- fyrra þegar þessir þættir gengu sem mest í BBC 2 sjónvarpinu. Eg held ég skrökvi ekki þegar ég segi að flestir íbúar Bretlandseyja sátu eða lágu fyrir framan sjónvarpiö þegar þessir þættir voru á mánudags- kvöldum. Þetta er líka eitthvað það fyndnasta og skemmtilegasta sem breskt sjónvarp hefur gert og því til staðfestingar má geta þess að úrval úr þessari þáttaröð fékk 1. verðlaun eitt sinn hjá Evrópusambandi sjón- varpsstöðva. Reyndar verð ég að viöurkenna aö þessi þáttur á laugar- dagskvöldið er ekki sá besti sem ég hef séð, hann hlýtur að vera einn af þeim allra fyrstu. Snilld þeirra fjór- menninga átti eftir að margfaldast síðar og það var fátt sem ekki var tættniðuríháði. Vegna þess hve mikið var um að vera í sjónvarpinu á laugardaginn varð hljóðvarpið meö öllu útundan þá. En það var heldur betur skipt um hlutverk á hvítasunnudag. Mér tókst aö vakna til að hlusta á ,,Ot og suður”, þáttinn hans Friðriks Páls. Eins og venjulega var ánægjulegt að hverfa með ferðalöngum aftur í tím- ann, nú alla leið til Mexíkó. Það var líka unaðslegt aö láta sig líöa inn í ljóðaveröld Steins Steinars í þættin- um „Það vex eitt blóm fyrir vestan”. Hjálmar Olafsson tók saman dag- skrá um þetta merka ljóðskáld í til- efni þess að aldarfjórðungur er liðinn síðan það kvaddi þennan táradal. Það togaðist á í mér löngunin að hverfa eitthvað út fyrir bæinn á fjór- hjólafáki mínum og hlusta á þáttinn um Stein. Niðurstaðan varð sú að fara í bíltúr upp í Mosfellssveit og hlusta á meðan. Eg vissi líka af því næsta á dagskránni, þættinum „Söngvaseiði”. Af því dýrindi vil ég bara ekki missa. Þessi þáttaröð um íslenska sönglagahöfunda er betri en orð fá lýst. Gott ef það gaf ekki lög- um þeirra Árna Beinteins og Jóns Friðfinnssonar og sögunni um þá, verulega aukið gildi að hlusta reik- andi um uppi í Grafarvogi með út- varpiö í annarri hendinni og sólina yfir. Eg tók mér nú hvíld frá hljóðvarpi og hlustaöi því ekki á Jónas Kristjánsson tala um menningar- samband Frakka og Islendinga fyrr á öldum. Hann hefur sjálfsagt gert þaö vel. En ég hlustaði á hann Jón Ásgeirsson, hafði enda heyrt 1. þátt viðtals Guðmundar Emilssonar við hann. Bæði skemmtilegt og fróölegt en kannski má segja að fullmikið sé að hafa tvo þætti um íslensk tónskáld með svo stuttu bili í milli. Sjónvarpið bauð upp á nýja Isfilm- mynd um ferðalag Bruuns yfir Kjöl. Myndin var á stundum falleg en hún var alltof hæg og tíðindalítil. Mér fannst ég litið vita meira um þetta ferðalag eftirá en áður og einnig var leikur í myndinni of rislágur. I Ætt- aróðalinu sem fór á eftir fáum við hins vegar að sjá breska sjónvarps- myndagerð í sérflokki. Það hefur verið unun aö fylgjast með þessum flokki undanfarna sunnudaga. Síðast á dagskránni var svo „Eldfuglinn” eftir Stravinsky, kanadisk ballett- mynd sem fékk gullverðlaun á sjón- varpsmyndahátíð í Prag 1980 og ég er ekki hissa. Þarna sást vel hvemig hægt er að nýta tækni sjónvarps til listsköpunar og til að sameina önnur listform, í þessu tilfelli ballettinn og tónlistina. Margir eru þeir sunnudagar í vetur sem hafa endað hjá mér meö því að hlusta á „Kvöldstrengi” frá Akureyri. Svona á að gera þætti sem hæfa ákveðnu tilefni. Vika er búin og dagur að kveldi kominn, það færist yfir mann ró og værð og hvað er þá betri en ljúf og róleg tónlist og létt rabb. RUVAK var kærkomin viðbót við staðnað Skúlagötuútvarp. Ég hlustaði lítið á hljóðvarp í gær. I stað þess fór ég á tónleika Ameríska drengjakórsins í Lang- holtskirkju. Þeim tíma var vel varið enda er kórinn hreint út sagt stór- kostlegur. Enginn skyldi láta hann framhjá sér fara að ástæðulausu. Og þaö var meira um kórtónleika. Ég fór nefnilega líka á tónleika Mótettu- kórs Hallgrimskirkju og naut þess svo sannarlega. Kórinn er vel þjálf- aður og í honum fallegur hljómur. Eg spái honum bjartri framtíð ef hægt er að miða við „debut-tónleik- ana”. Heim kom ég og viö tók meiri tón- list. Sjónvarpið sýndi Músiktilraunir ungra rokkara. Fátt af þessu höfðaöi til mín en vel mátti greina efni í hópi hljóðfæraleikara og söngvara. Hvítasunnuhelgin einkenndist af tónlist, að minnsta kosti fyrir mér. Á annað betra varð heldur ekki kosið. Jón Baldvin Halldórsson. Ragnar Jónsson lést 14. mai 1983. Hann var fæddur í Reykjavík 6. febrúar 1906, sonur hjónanna Jóns Sigmundssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur.Ragnar lagði stund á lögfræði í Háskóla Is- lands og varö cand. jur. árið 1932. Eftir það var hann við framhaldsnám í London og Berlín 1932—33 og lagði einkum stund á verkalýðslöggjöf. Síð- ustu árin sem Ragnar starfaði rak hann málflutningsstofu. Ragnar var kvæntur Sigríði Símonardóttur. Þau hjón skildu en eignuðust tvö börn. Ot- för Ragnars verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Guðmundur Helgason veggfóðr- arameistari lést 13. maí 1983. Hann var fæddur í Steinum, Vest- mannaeyjum, 3. febrúar 1898, sonur hjónanna Þórunnar Guðmundsdóttur og Helga Jónssonar. Guðmundur gift- ist Ingveldi Þórarinsdóttur. Þau slitu samvistum. Þeim varð ekki barna auðið. Guömundur var einn af braut- ryðjendur knattspymuíþróttar og frjálsíþrótta í Vestmannaeyjum, einnig var hann einn af stofnendum Iþróttafélagsins Þórs. OtförGuðmund- ar var gerð frá Fossvogskapellu í morgunkl. 10.30. Metta Bergsdóttir, Hrefnugötu 7, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvik udaginn 25. maí kl. 10.30. Ólafur Sveinsson lést hinn 15, þ.m. á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinslátna. Kristjana Ólafsdóttir, vistkona á Hrafnistu Rvík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag þriðjudaginn 24. mai kl. 13.30. Baldvin Jónsson sjómaður, Bollagötui 9, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 26 mai nk. kl. 13.30. Skúli Þórðarson magister, fyrrv. yfir- kennari við Menntaskólann í Reykja- vík, sem lést þann 15. þ.m. á Borgar- spítalanum, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 25. maí kl. 13.30. Ebeneser Ebenesersson vélstjóri, Hringbraut 109 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðviku- daginn 25. mai kl. 15.00. Jarösett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Oddný Þóra Magnúsdóttir lést í St. Jósepsspítala Hafnarfirði fimmtudag- inn 19. maí. Guöríður D. Jónsdóttir frá Tröö Álftanesi, Reykjavíkurvegí 20 Hafnar- firði, lést 19. maí. Tilkynningar Kvenfélag Kópavogs Konur, munið skemmtiferðina 28. maí. Miða- salan verður í fundarherbergi félagsins á morgun, laugardag, milli kl. 14 og 17. Áætlun Akraborgar Frá Akranesi Frá Reykjavik kl. 8.30 kl. 10.00 kl. 11.30 kl. 13.00 kl. 14.30 kl. 16.00 kl. 17.30 kl. 19.00 Kvöldferðir / , 20.30 22.00 ( Júlí og ágúst: aila daga nema laugardaga. Maí, júní, og september: á föstudögum og sunnudíigum. Apríl og oktöber: á sunnudög- um. Hf. Skallagrímur. Afgreiðsla Akranesi, sími 2275. Skrifstofan Akranesi, sími 1095. Afgreiðslan Rvík., sími 16050. Símsvari í Reykjavík, sími 16420. Kvenfélag Kópavogs verður með félagsvist þriðjudaginn 24. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu. Samtök um kvennaatharf Pðsthölf 405 121 Reykjavík. Girönr. 44442—1. Kvennaathvarfið, sími 21205. Hjól tapaðist í Breiðholti Fyrir stuttu síðan hvarf 27 tommu blátt karl- mannsreiðhjól úr hjólageymslu í Blöndu- bakka 13, númerið á hjólinu er 321555. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 76107 Tónleikar í Norræna húsinu Vísnasöngkonan Thérese Juel heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Þessi sænska vísnasöngkona er hér í boði Vísnavina og hefur haldið tónleika og komíð fram á vísnakvöldum. Þetta verður síðasta skiptið sem hún kemur fram hér á landiumsinn. Gleraugu töpuðust Ung stúlka varð fyrir því óláni að tapa gler- augum sínum sl. miðvikudag um kl. 18.30 á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar. Þetta eru sérslípuð gleraugu. Finnandi vin- samlegast hringi í sima 82599. Happdrætti Stjörnunnar Drætti sem vera átti 15. maí er frestað til 20. júní 1983. Átthagafélag Strandamanna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Domus Medica fimmtudaginn 26. maí nk. og hefst kl.20.30. Fundarefni: l.venjuleg aðalfundar- störf, 2.önnur mál. Kvöldferð Kvenfélags Háteigssóknar verður farin miðvikudaginn 25. maí til* Grindavíkur. Farið verður frá Háteigskirkju kl.19.30. Þátttaka tilkynnist til Unnar í síma 40802 og Rutar í síma 30242 fyrir þriðjudags- kvöld. Aðferð Leifs Ásgeirs- sonar og regla Huygens Fundurinn er haldinn í tilefni áttræðis- afmælis Leifs Ásgeirssonar prófessors, þennan dag og er öllum opinn. Að fundinum loknum, eða kl. 16.30, munu Islenska stærðfræðafélagið og Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Islands hafa opið hús í Skólabæ, húsnæði háskólans við Suðurgötu 26. Allir vinir og velunnarar Leifs Ásgeirssonar eru velkomnir. Síðar í sumar mun Sigurður Helgason prófessor halda fyrirlestur af sama tilefni sem hann nefnir „öldujafnan á' hómógenum rúmum”. Frekari tilkynning um þennan fyrirlestur verður send út síðar. Aðalfundur blakdeildar Þróttar veröur haldinn í félagsheimili Þróttar sunnu- daginn 29. maí kl.16. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin íslenska stærð- fræðifélagið Fundur verður í Islenska stærðfræðifélag- inu miðvikudaginn 25. maí 1983 kl. 15.00 í stofu V-158 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskólans á Hjarðarhaga 6. Halldór I. Elíasson prófessor heldur fyrir- lestur Stjórn KFR ályktaði eftirfarandi á fundi sínum 17.5.1983: Stjórn Kennarafélags Reykjavikur mótmælir eindregið málsmeðferð Fræðsluráðs Reykja- víkur á tillögum um breytingu á yfirstjórn fræðslumála í borginni. Jafnframt er tekið undir eftirfarandi bókun kennarafuUtrúa í fræðsluráði: „Varðandi tiUögu að samkomulagi mUli menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkur- ■borgar um yfirstjóm fræðslumála í Reykja- vík sem hér liggur fyrir, vUjum viö taka fram eftirfarandi: „Samkomulagið” hefur verið unnið án þess að leitað hafi verið umsagnar eða áUts kennarasamtaka í Reykjavík eða heildar- samtaka þeirra en það er óvenjulegt þegar f jallaö er um atriði í grunnskólalögum. Dregið er í efa að „samkomulagið” samrým- ist gildandi ákvæðum í grunnskólalögum. Ber að mótmæla því harðlega að stjórnsýslu- stofnanir semji um það sin á mUli að hafa ein- hvern annan hátt á um yfirstjórn fræðslumála en lög mæla fyrir um.” Fyrir liggja áUt tveggja lögfræðinga þar sem fram kemur að í tillögum þessum er gengið þvert á lög um grunnskðla. Stjórn KFR gerir þá kröfu til yfirstjórnar menntamála og Borgarstjórnar Reykjavíkur að slíkt samkomulag verði ekki undirritað fyrr en afdráttarlaust hefur verið gengið úr skugga um hvort það samræmist gildandi lögum. Kariakór Reykjavíkur og Kristján Jóhannsson óperusöngvari á hljómleikum Hinir árlegu tónleikar Karlakórs Reykja- víkur fyrir styrktarfélaga kórsins verða haldnir í Háskólabíói 1 .þ, 3. og 4. júní nk. Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur einsöng með kórnum að þessu sinni og mun hann syngja meðal annars ítalskar og franskar aríur, auk íslenskra laga. Stjórnandi Karlakðrs Reykjavíkur er Páll Pampichler Pálsson og píanóleikari Guðrún A. Kristinsdóttir. Nokkrir aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn á alla tónleikana. Jasströllið Lionel Hampton í Háskólabíói I dag, þriðjudaginn 24. maí hefst forsala að- göngumiða að tónleikum Lionel Hamptons og sautján manna stórsveitar hans. Forsalan verður í Fálkanum að Laugavegi 24 en tón- leikarnir i Háskólabíói þann 1. júní. Ohætt er að fullyrða að þetta er mesti við- burður í jazztónleikahaldi á Islandi síðan Louis Armstrong kom hingað með stjörnu- hljómsveit sína 1965. Lionel Hampton stendur nú á sjötugu og heyrst hefur að þetta verði síðasta Evrópuför hans. Hann er þó enn í fullu f jöri og hefur aldrei dregið af sér á sviðinu og lagt alla sál sina í leikinn. Hljómsveitin er skipuð ungum piltum og gömlum refum og mun trommarinn Frankie Dunlop þeirra þekktastur, en hann lék lengi með Thelonius Monk. Að sjálfsögðu er víbrafónninn höfuðhljóð- færi Hamptons, en hann er vanur að taka nokkra trommusólóa, leika á píanóið með hinni sérstæðu tveggjafingraaðferð sinni og syngja á hverjum tónleikum. Það er oft orðið nokkuð heitt í kolunum þegar gamli maðurinn tekur að syngja Hey ba ba-re-bop og salurinn tekur undir svo allt ætlar um koll að keyra. Enginn núlifandi tónlistarmaður getur látið sveifluna bulla og sjóða eins og Hampton. Lionel Hampton var upphaflega trommari og lék fyrst á víbrafón í hljóðritun með Louis Armstrong árið 1930. Eftir það varð víbra- fónninn aðalhljóðfæri hans og hann varð heimsfrægur er hann lék með Benny Good- man 1936-40. Þá stofnaði hann eigin stórsveit sem varð brátt geypivinsæl og verk eins og Fiying Home og Hamp’s Boogie Woogie seld- ust í risaupplögum. Hampton er alltaf jafnvinsæll og það á hann tvennu að þakka. Tónlist hans er tær list þegar best lætur og hann kann einnig þá list að fá áheyrandann til að taka þátt í tón- leikunum af lífi og sál. Þaö situr enginn kyrr á Hampton-tónleikum og hann er einn hinna ör- fáu sem getur sameinað á einum og sömu tón- leikunum listatónlist og dúndursjó. Islendingar eiga þess tæpast kost að hlýða á einn af meisturum sveiflunnar öðru sinni - þeir safnast óðum til feðra sinna. JAZZVAKNING Póstmannafélag íslands Aðalfundur PFI var haldinn að Grettisgötu 89, fimmtudaginn 14. apríl 1983. A dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. For- maður félagsins, Björn Björnsson, flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri þess, Gunnlaug- ur Guðmundsson, gerði grein fyrir reikning- um. Fundurinn var mjög vel sóttur af félags- mönnum. Eftirfarandi ályktun, sem send hefur verið til stjórnar BSRB, var samþykkt á fundinum: „Aðalfundur PFl, haldinn 14. apríl 1983, mótmælir þeirri hefö sem virðist komin á að hin stærri félög í BSRB taki alla tíð upp eitt, eða tvö sæti í stjórn samtakanna, en mörg önnur félög fá aldrei kjörinn mann í stjórn. Einnig mótmælir fundurinn því hve ólýð- ræðislega uppstillinganefnd starfar. Hún virðist í raun verkfæri í höndum fárra manna. I þeim tilgangi að reyna aö lægja þær óánægjuraddir sem óneitanlega heyrast um störf BSRB frá mörgum félögum innan sam- takanna og frá einstökum meðlimum, leggur fundurinn til við stjórn BSRB, að hún hlutist til um að laganefnd verði falið að vinna að því að breyta lögum BSRB þannig, að fækkaö verði varamönnum í stjórn samtakanna, en fjölgað aðalmönnum og að enginn megi sitja iengur en tvö kjörtímabil í stjórn, þannig að eðlileg endurnýjun verði á stjórn BSRB á hverjum tíma. Ennfremur skorar fundurinn á stjórn og samninganefnd BSRB að hlutast til um aö samningsréttur hinna einstöku félaga verði rýmkaður frá því sem nú er. Aðalfundur PFI telur að tillögur þessar ættu að verða til þess að auka samstöðu innan aðildarfélaga BSRB.” Tónleikar í Nýlistasafninu Merkan tónUstarviðburð mun reka á fjörur íslenskra tónUstarunnenda í kvöld, þriðjudag- mn 24. maí. Þá mun bandaríski tónUstarmað- urinn David Thomas halda hér sóló-tónleika, ekki samt alveg einn, því i förinni með honum er segulbandstæki. Margir gætu kannast við nafnið David Thomas þótt að hringi ekki stórri bjöUu, hætt er þó við að nafnið Pere Ubu hringi stærri bjöUu í þessu sambandi. Thomas er einmitt söngvari þeirrar ágætu hljómsveitar. Pere Ubu hefur nú um nokk- urra ára skeið verið ein virtasta og vrnsæl- asta hljómsveit Breta og annarra sem tU þeirra þekkja. Hvað einkenndi þó Pere Ubu frá upphafi var hinn sérstæði söngstíll Thom- as, við getum raunar sagt einstaki. Nú á síð- ustu misserum hefur Thomas brugðið sér eínn út um víða veröld í tónleikahald. Hann hefur unnið þó nokkuð með LUidsey Cooper og Chris Cutler, reyndar hafa þeir nýverið gefið út plötu saman sem tríó. Með Thomas á tónleikunum mun auk hans spila Þorsteinn Magnússon. Heldur hljótt hef- ur verið um hann síðustu mánuði, en ekki er hægt að efast að um í þögnina hefur Þorsteinn sótt og endurnýjað kraft srnn. Brarnar er ný hljómsveit sem reyndar hefur gefið út ema kassettu í tuttugú emtökum. Segja verður að i valinkunnir menn séu þar í hverju rúmi og koju. David Thomas, Þorstemn Magnússon, Brainar undir sama þaki á tónleikum í Nýlistasafninu 24. maí. Bella Geturöu ekki beöiö um að kven- blikksmiður verði sendur hingað, svo ég geti komist í bað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)
https://timarit.is/issue/189376

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)

Aðgerðir: