Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR
115. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1983.
Ríkisstjórn ífæðingu en:
Kratar enn á
báðum áttum
Mikill ágreiningur er innan
Alþýðuflokksins um aðild að stjóm-
arsamstarfi með Framsóknar- og
Sjáifstæðisflokki. Mun væntanlega
skýrast í dag hvort af því veröur.
Stöðug fundahöld hafa veriö hjá
þessum þremur flokkum frá því að
Svavar Gestsson skilaði umboði sínu
á laugardag. Engum hefur enn veriö
úthlutað umboð til stjórnarmyndun-
ar. Kratarnir gera kröfu um þrjá
ráöherra í þessari ríkisstjórn en
hinir flokkamir vilja ekki fallast á
það. Kratar hafa fengið vilyrði fyrir
því að engin meiriháttar mál verði
ákveðin í ríkisstjóminni án
samþykkis allra flokka. Eftir er að
sjá hvort kratar sætta sig við þá
tryggingu en auk þess em þeir
óánægðir með landbúnaðarstefnuna
og verðbótaskerðingamar.
I þeim drögum aö málefnagrund-
velli sem lá fyrir í gær er gert ráð
fyrir að verðbætur verði 7% 1. júniog
síðan 6% 1. október. Ljóst er að sam-
kvæmt vísitölu ættu verðbæturnar
sem greiðast eiga um næstu mánaða-
mót aö vera 22%. Kratar vildu að
dregiö yrði úr greiðslum útflutnings-
bóta á landbúnaðarafurðir og þær
síðan lagðar niður en Framsóknar-
flokkurinn neitar aö fallast á það.
Skipting ráðuneyta er enn ekki
komin á dagskrá og ekki ljóst hver
yrði forsætisráðherra ef saman
gengi. Sjálfstæðismenn munu vilja
að skiptingin verði í samræmi viö
stærð þingflokkanna, þannig að þeir
fengju fimm ráðuneyti, framsókn
þrjúog kratartvö.
Eftir 17 klukkustunda fundahöld í
gær hefur dregið verulega saman
með sjálfstæðis- og framsóknar-
mönnum. A fundina í gær komu Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri og Höskuldur Jónsson, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Kratar gátu ekki sótt fundinn í gær-
kvöldi vegna þess aö fundur þing-
flokks og framkvæmdastjórnar
Alþýðuflokksins stóö frá klukkan 20
og fram yfir miðnætti. Fundur flokk-
anna þriggja hófst klukkan átta í
morgun en sjálfstæðismenn komu
saman á þingflokksfund klukkan
hálfellefu.
ÖEF/HERB.
Samkomulag í megindráttum
Drög að málefnagrundvelli nýrrar
rikisstjómar lágu fyrir í gær og hafði
náðst um þau samkomulag milli
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks í flestum atriðum.
I drögunum er gert ráð fyrir að felld
verði úr gildi lög og samningar um
verðbætur á laun frá 1. júní næstkom-
andi til 1. júní 1985. Hækkun verðbóta
er lögbundin 7% um næstu mánaðamót
og síðan 6% í október. Ákvaröanir um
frekari aðgerðir verða teknar síðar
með hliðs jón af verðbólguþróun.
A móti þessum skerðingum á að
hækka bamabætur, lækka tekjuskatt
með auknum persónuafslætti, jafna
húshitunarkostnað og hækka lífeyris-
bætur. Einnig á að fresta greiðslum af-
borgana af verðtryggðum lánum og
leita samninga um skuldbreytingalán
til þeirra sem em að byggja eða kaupa
íbúðífyrsta sinn.
Fyrst um sinn á aöeins að heimila
óhjákvæmilegar kostnaðarhækkanir á
vöm og þjónustu. Til lengri tíma mið-
ast stefnan viö aö draga úr opinberum
afskiptum af verömyndun og að
sveitarfélög ákveöi sjálf gjaldskrár
þjónustufyrirtækja sinna. Búvöruverð
skal fara með að sama hætti og önnur
verðlagsmál og fiskverö á ekki aö
hækka umfram launabreytingar. Vextii
á aö ákvaröa í samræmi við veröbólgu-
stig og stefnt er aö því að þeir lækki
síöar á árinu.
Fella á niður eða lækka opinber gjöld
af samkeppnisatvinnugreinum og
skattalögum breytt þannig að þau örvi
f járfestingu og eiginfjármyndun í at-
vinnulífinu. Orkusölu á að tryggja með
uppbyggingu orkufreks iönaðar.
Ganga á til samninga við Alusuisse um
Jóhannes fílorda/ seðlabankastjórí og Jón Sigurðsson, forstjórí Þjóðhagsstofnunar, komu á fund viðræðu
nefnda Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks i gærkvöldi og höfðu með sér útreikninga á tillögum flokk■
anna. Kratar gátu ekki setið fundinn þar sem fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins
stóð yfirá sama tima. DV-myndGVA.
— drög að málef nagrundvelli liggja fyrir
hækkun raforkuverðs og önnur atriði. I inn kostur á eignarhlutdeild í kísil-
tengslum viö fjármálalega endur- málmverksmiöjunni.
skipulagningu Járnblendifélagsins á Stefnt er að endurskipulagningu
að kanna möguleika á þriöja eignar- stjómkerfisinsogaðdraga úrríkisum-
aðila. Einnig verði nýjum aðilum gef- svifum. Setja á ný lög um stjómar-
ráöið, fella ríkisendurskoðun undir Al-
þingi, einfalda kerfi tolla og inn-
flutningsgjalda og auka út boð vegna
opinberra framkvæmda.
ÖEF
Ennnýtt
íslandsmet
Odds
— sjá blaðauka
um íþróttir
Erlendum
veiðimönnum
fækkar
— sjá Veiðivon
ábls.4
Borðaðibara
salatið
— Ungfrú ísland
valin
— sjá bls. 2
Uppreisngegn
Arafat
— sjá Erlendar
fréttirá
bls.8og9
Misnota vímuefni nær daglega
Um tuttugu manna hópur ungl-
inga, 13 ára og eldri, misnotar vímu-
efni nær daglega. Hluti þessa hóps er
mjög langt leiddur og þarf á meðferö
að halda en meðferðartilboð fyrir
þennan aldurshóp er ekki til á Islandi
í dag. Frá þessu er meðal annars
greint í greinargerð frá starfshópi
sem fjallað hefur um vímuefna-
vandamál unglinga.
Dæmi em tekin um tíu einstakl-
inga sem hópurinn hefur háft kynni
af. Ellefu ára drengur misnotar
vímugjafa, áfengi og sniffefni, viö-
riðinnafbrot.
Fjórtán ára drengur sniffar dag-
lega, byrjaði fyrir hálfu ári, orðinn
ofbeldishneigður og haldinn ofsókn-
arkennd. Sextán ára stúlka sem
neytt hefur sniffefna í 7 ár, misnotar
önnur lyf, hugsanlega einnig heróín.
Morfin og heróín í umferð meðal
unglinganna en virðast ekki algeng.
Ákveðin lyf mjög algeng og aðgengi-
legur vímugjafi. Pillur eru muldar,
leystar upp í vökva og sprautað í æð.
Áfengi sprauta unglingarnir einnig
beint í æð. -þg.
— sjá nánarábls.6