Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983. Spurningin Telur þú að tölvuspil séu hættuleg fyrir börn , og unglinga? Birgir Jóhann Birgisson: Cg tel þaö aö vissu leyti, já. Linda Þóröardóttir: Já, ég mundil segja þaö, mjög hættuleg meira aö segja. Þetta sljóvgar hugsunina. , ■ ■- '■i.-fcíiíís*: * x . Ingibjörg Pálsdóttir: Já, ef þau leika sér með þau í of miklum mæli. Jón Ásgeir Jónsson: Nei, ekki ef þauL eru notuö i hófi. Hörður Ragnarsson: Já, ég held aði þau geti veriö þaö. I' Tryggvi Freyr Harðarson: Ég veit þaö ekki. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Kynsjúkdómurinn AIDS: Blóðbank- inn geri ráðstafanir Björn Steinar Pálmason hringdi: Mig langar aö gera athugasemd viö svar Alfreös Árnasonar hjá Blóðbank- anum við spurningu heimilisfööur um kynsjúkdóminn AIDS sem birtist í | grein í DV17. maí síöastliðinn. ! Heimilisfaöirinn spyr hvort Blóð- bankinn sé með einhverjar ráðstafanir til aö komast aö því hvort blóðgjafar séu meö þennan banvæna sjúkdóm þar ! sem menn látast í 80—90% tilvika og getagengið með sjúkdóminn í tvö ár án þess aö vita af því. Og einnig stendur í greininni aö dæmi séu til þess aö menn hafi sýkst af AIDS viö blóögjöf í Bandaríkjunum. Svar Alfreðs finnst mér til hábor- innar skammar. Hann taldi að sjúk- dómurinn væri þaö fátíður að ekki væri ástæða til þess aö grípa til sérstakra aðgerða. Þó hefur sjúkdómurinn brei ðst ört út og ekki eingöngu innan Bandaríkjanna. Er þá nokkur ástæöa til að ætla annað en aö hann berist einnig til Islands? Þurfa aö koma til dauösföll svo aö til aögerða verði gripiö? Of seint er aö byrgja brunninn þegar barnið er dottiö ofan í. Björn Steinar Pálsson talar um kynsjúkdóminn AIDS og vill að Blóðbank■ inn fylgist með þvihvort blóðgjafar séu með þennan banvæna sjúkdóm. Frá hjó/reiðadeginum í fyrra. Hjólreiðadagurinn íannað sinn: Að þessu sinni stefnt á Lækjartorg Þór Jakobsson skrifar: I fyrravor var „hjólreiðadagurinn”, til styrktar fötluöum, haldinn í annað sinn. Nokkur þúsund manns, böm, unglingar og fullorðnir hjóluöu víös vegar að og mættust á Laugardals- velli. Þar afhentu hjólreiöamenn peningagjafir sínar sem þeir höföu safnað dagana áður í heimahverfi sínu. Ýmislegt var til skemmtunar á vellinum og væntanlega var dagurinn öllum þátttakendum eftirminnilegur á marga lund og hinn ánægjulegasti. • Margir lögöu málefninu lið á hinn : margvíslegasta hátt. I grein í DV að loknum hjólreiða- deginum í fyrra sem mig minnir aö ég ■ hafikallað: ,,Ný hefð: Hjólreiöadagur- inn”, hafði ég eftir Sigurði Magnús- syni, framkvæmdastjóra Styrktar- félags lamaöra og fatlaðra, aö hin fjöl- menna hátíö hefði sprengt af sér Laugardalsvöllinn. Baldur Jónsson , vallarstjóri tæki vissulega undir þaö og var sennilega undir niöri þeirri stundu fegnastur, þegar ósköpin voru yfir dunin og þúsundir iöandi og fót- frárra þáttttakenda höfðu lokiö erindi sínu í námunda viö viðkvæman gras- völlinn. Hjólreiðadagurinn þróast stig af stigi og aö þessu sinni veröur stefnt niður í miðbæ Reykjavíkur á Lækjartorg. Nú þegar er búið aö dreifa söfnunarspjöldum í skólum og margir eru í óöaönn að safna fé til styrktar uppbyggingu Reykjadals í Mosfellssveit, en þar er sumardvalar- heimili fyrir fötluö böm sem Styrktar- félag lamaöra og fatlaðra rekur. Söfnunarspjöld getur fólk einnig út- vegaö sér á skrifstofu Styrktarfélags- ins að Háaleitisbraut 11—13 á homi Ármúla og Háaleitisbrautar. Þess er vænst aö skólafólk fái liðsauka meöal fullorðinna því aö allir hafa gott af aö bregöa sér á reiðhjól og taka þátt í góðri skemmtun sem jafnframt er til styrktar góðu málefni. Samstarfs- menn á vinnustað gætu því tekið hönd- um saman, útvegað sér spjöld á skrif- stofunni og slegist í hinn stóra, spræka hóp laugardaginn 28. maí. Eins og í fyrra munu ekki einungis Reykvíkingar taka þátt í söfnuninni og hjólreiöadeginum, heldur einnig fólk á öllum aidri í Kópavogi, Garöabæ, Sel- tjarnamesi, Hafnarfiröi og Mosfells- sveit. Hjólreiðadagurinn er skipulagö- ur nú sem fyrr í góöri samvinnu viö skólastjóra og kennara grunn- skólanna, lögregluyfirvöld, borgar- yfirvöld í Reykjavík, Hjólreiöafélag Reykjavíkur, Lionsklúbbinn Njörð og fleiri. Á sjálfan hjólreiðadaginn verða einnig til hjálpar Kvennadeild styrktarfélagsins, Svölurnar — félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja og Nýja sendibílastööin. Coca-cola verk- smiöjurnar leggja til hressingu, fjöl- margir skemmtikraftar munu koma viö sögu og þannig mætti lengi telja. — Happdrættisvinningar munu raf- magna loftið og um 150 manns detta í lukkupottinn. Viðurkenningaspjöld fyrir gjafafé veröa afhent. Nánari upplýsingar um hjólreiða- daginn má finna í auglýsingum frá undirbúningsnefnd. Undirbúnings- nefnd frá fyrri hjólreiðadögunum hef- ur nú bæst kröftugur liösauki: Þeir Anders Hansen og Þórarinn Ragnars- son, blaöamenn. Þeir vinna meö öðr- um aö því aö hin mikla tilraun meö Hjólreiðadaginn á Lækjartorgi megi heppnast og veröa þúsundum til ánægju, sumum samdægurs, öðrum einnig síðar þegar sumardvalarstaöur- inn í Reykjadal verður endurnýjaöur og stækkaöur. Þar í Reykjadal koma líka góðar stundir með gjöfulli gleöi yfirlífinu. Megi svo bara sólin skína næst- komandi laugardag og logniö ríkja. Hjólið gætilega og haldiö hópinn eftir megni. Hittumst á Lækjartorgi — hvernig sem viðrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)
https://timarit.is/issue/189376

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)

Aðgerðir: