Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 8
8 DV: ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Uppreisn gegn Arafat — Tilraunir til að bæla hana niður hafa mistekist Svo viröist sem tilraunir til þess aö binda enda á upplausnaróstand innan palestínsku skæruliöasamtak- anna A1 Fatah hafi runniö út í sand- inn. Fimm háttsettir foringjar innan samtakanna hafa tilkynnt aö þeir muni ekki sætta sig viö skipun stjórnar samtakanna þess efnis aö þeir veröi eftirleiðis undir beinni stjórn Yasser Arafat. Þessir fimm liösforingjar stjórna allir Fatah-her- sveitum í Bekaadalnum í Líbanon. I stuttu máli ákvaö miðstjórn A1 Fatah aö endurskipuleggja alla her- stjórn samtakanna og gera Ahmed Affaneh ofursta aö yfirforingja allra herja samtakanna. Þó skyldu liösfor- ingjarnir fimm, Said Musa ofursti, Ziad Barsalah ofursti og Mahmoud Issa majór, settir undir beina stjórn Yasser Arafat. Þá var einnig öllum hermönnum Fatah bannaö aö hafa samgang viö þessa menn. Upphafið aö þessari byltingu (friö- samlegu, til þessa) innan A1 Fatah voru samningaviöræöur Arafats við Hussein Jórdaníukonung um sam- bandsríki Palestínuaraba og Jórdaníu. Ekki er taliö aö stööu Arafats sé beinlínis ógnað innan Fatah eöa PLO, þó ekki væri nema vegna þess aö enginn líklegur arftaki hans er í sjónmáli. En þaö er ljóst aö yfirlýsingar Arafats fyrir skömmu um nauðsyn stríös veröa aö skoöast í samhengi viö óánægju sumra liðs- manna hans meö yfirlýsingar hans um friösamlegar lausnir á vanda landanna fyrir botni Miöjaröarhafs. Þegar Arafat ávarpaöi þing Sameinuðu þjóöanna sagðist hann halda á byssu í annarri hendi en veifa ólífugrein friöar í hinni og varaði menn við því ef hann missti ólifugreinina. Nú þykir sumum liðsmönnum Arafats eins og hann hafi misst byssuna úr bendi sér. Lækna- verkfalli afstýrt tsraelskir læknar féllu frá verkfalli sínu í nótt eftir aö ísraelska ríkisstjórn- in gaf út skipun um aö þeir skyldu snúa aftur til vinnu. En þó verður ekki veitt nema nauðsynlegasta þjónusta meöan ekki hefur samist um kjör læknanna. Læknar fóru fram ó tæplega hundrað prósent launahækkun en stjórnvöld til- kynntu aö þau gætu alls ekki leyft meiri kauphækkun en 22%. Þessi deila hefur staöiö í rúmlega þrjá mánuði og þegar læknum varö ljóst aö stjórn- völdum varö ekki ekið frá sinni fyrri afstööu samþykktu þeir aö fara í verkfall. Á mánudag tilkynnti ríkis- stjórnin aö hún myndi skylda alla lækna til aö mæta til vinnu en útgáfu skipunarinnar var frestað til kvöldsins í þeirri von aö þeir geröu þaö sjálfvilj- ugir. Aö lokum gafst ríkisstjórnin upp og gaf út tilskipunina seint í gærkveldi. Þeir læknar sem ekki hlýða eiga yfir höföi sér allt aö tveggja ára fangelsisvist. Skæruliðar í Kampútseu mega búast við frekar árásum víetnamskra herja á sig á næstunni, ef marka má fréttir frá Thailandi. Víetnamar flytja herlið til Kampútseu MÓTMÆLIVEGNA NASISTASAMKOMU — siö handteknir Lögregla handtók sjö mótmælendur í þýska bænum Bad Hersfeld á laugar- dag, en þá mótmæltu um fimm þúsund manns samkomu fyrrum SS- hermanna, sem fram fór í ráöhúsi bæj- arins. Tilefni samkomunnar var fimmtíu ára afmæli „Leibstandart Adolf Hitler” og „Hitler Jugend” her- deildanna, sem báöar tilheyrðu SS- sveitunum. Spennan í bænum jókst viö það aö ný-nasistar hótuðu aö mótmæla mót- mælunum en samkvæmt frásögnum lögreglu kom ekki til alvarlegra átaka vegna þessa. Um tíma ógnuöu mót- mælendur lögreglustööinni og uröu sérþjálfaðar sveitir lögreglumanna aö standa vörö um hana. Bylgja mannrána í Líbanon Yfirmaöur Þjóöaröryggisráðs Thai- lands, Prasong Soonsiri, lýsti því yfir á sunnudag aö víetnömskum hermönn- um í Kampútseu heföi fjölgað um eitt þúsund þrátt fyrir yfirlýsingar Víet- nama um fækkun í herafla sínum þar fyrr í mánuðinum. Prasong sagöi fréttamönnum að hernámsliö Víet- nama í Kampútseu væri enn um 180 þúsund manns og væru um 50 þúsund þeirra nú í bækistöðvum nærri thai- lensku landamærunum. Fyrr í þessum mánuði lýstu stjórn- völd í Hanoi því yfir aö fækkað yröi í herliðinu í Kampútseu um tíu þúsund manns þar sem öryggismál landsins væru nú í betra horfi en áöur. Thai- lensk stjórnvöld sögöu aö hér væri ekki um annað aö ræöa en hefðbundna her- flutninga sem stjórnuöust af árstíma. Prasong sagöi einnig aö f jölgaö heföi í víetnamska herliöinu í Kampútseu um 13 þúsund manns frá því um síðustu áramót. Hann sagði að þessir herflutningar þýddu aö ekki væri hægt aö útiloka frekari hernaöaraögeröir gegn skæruliðum meöan á regntíman- um stæöi. Um helgina gekk yfir bylgja mannrána og moröa í Shouf-fjöllum í Líbanon. Rúmlega hundraö manns var rænt og aö minnsta kosti 23 voru myrtir þegar kristnir menn og drúsar kepptust viö aö ná á sitt vald sem flestum vegfarendum. Á mánudag var svo samiö um vopnahlé. Aðilar kenna hver öörum um upptökin að þessum átökum en mannránin fóru flest fram viö vegatálma sem settir voru upp í þessu skyni. Upptökin munu hafa verið þau aö tiginn drúsi mun hafa látist þegar hann steig á sprengju á laugardag og munu ættingjar hans hafa rænt nokkrum kristnum vegfarendum. I morgun munu svo flestir þeirra sem rænt var og enn voru á lífi hafa veriðlátnirlausir. Gangast Saudi-Arabar fyrir samningaviðræðum? Reagan segir vopn forsendu fyrir f riði I fréttum líbanska sjónvarpsins um helgina var greint frá því aö Saudi- Arabar gætu hugsanlega haft milli- göngu um viöræöur milli Líbana og Sýrlendinga um brottför erlendra herja frá Líbanon. I fréttum sjón- varpsins sagöi aö utanríkisráöherra Saudi-Arabíu, Saud Al-Faisal prins, hygðist heimsækja Beirút í þeim til- gangi aö koma á fundi leiðtoga þjóð- anna tveggja um þetta mál. Fjölmiðlar í Líbanon hafa velt því fyrir sér aö undanförnu aö Saudi-Arab- ar vildu aö Gemayel Líbanonsforseti og Assad Sýrlandsforseti hittust og leituðu leiöa út úr þeirri þráteflisstöðu sem komiö hefur upp í málefnum Átta manns létust og fjórtán meiddust þegar eldur varö laus í jarðgöngum á hraðbrautinni milli ítölsku borganna Genúa og Savona á föstudag. Tildrög slyssins voru þau aö stór vöruflutningabíll keyrði inn í röö Líbanon á síöustu vikum. Philip Habib, sérlegur samningamaöur Bandaríkja- forseta, sem hefur átt mikinn þátt í öllum umræöum um þetta mál lengi, hitti Fahd Saudi-Arabíukonung snemma í síðustu viku. Þaö voru Habib og utanríkisráöherra Banda- ríkjanna, Shultz, sem áttu stærstan þátt í að samkomulag milli Líbanons og Israel, sem undirritað var á þriöju- dag síöastliöinn um brottflutning herja frá Líbanon, tókst. Israelar munu aöeins standa viö samkomulagið flytji Sýrlendingar hersveitir sínar á brott en því neita Sýrlendingar á þeirri for- sendu að samkomulagið komi Israels- mönnum einum til góða. þrjátíu bíla sem höföu stöövast í göng- unum vegna áreksturs. Meöa'i hinna meiddu er ökumaöur vöruflutninga- bílsins, Spánverji aö nafni José Gonzales Grancera. Vopnin eru forsenda friðarins, segir Ronald Reagan í útvarpsávarpi sínu um helgina. Á laugardag sagöi Reagan Banda- ríkjaforseti í útvarpsávarpi aö þeir sem aðhylltust stöövun á frekari uppbyggingu kjarnavopna skildu ekki eina grunnlexíu mannkynssögunnar, þá, aö „haröstjórar láta freistast af veikleika og aö friður og frelsi veröi ekki varin nema með valdi.” Reagan bað um stuöning viö fyrirætlanir stjórnarinnar um aö byggja MX-eld- flaugarnar sem boriö geta allt að tíu kjarnaodda og sagöi aö slíkur stuön- ingur væri besta aöferðin til þess aö ná samkomulagi um minnkun vopnabún- aöar viö Sovétríkin. I bandaríska þinginu fer fram þessa daga umræöa um fjárveitingu til aö byggja eitt hundraö MX-eldflaugari ásamt f járveitingu til minni flauga af Midgetmangerð. Reagan sagöi í ræðu sinni að Bandaríkin héldu úti miklum herafla, ekki til þess að sigra eöa þvinga heldur til þess aö halda friðinn. Umsjón: Ólafur B. Guðnason ÁTTA LÁTAST í JARÐGANGNABRUNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)
https://timarit.is/issue/189376

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)

Aðgerðir: