Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983.
11
Útlönd________ Útlönd Útlönd . Útlönd Útlönd
George Lucas i tækjageymslu dótturfyrirtækis sins sem annast tæknibrell- Phil Tippett, einn hönnuða á gervum og skrimslum myndarinnar, að verki. Fyrst gera þeir fígúrurnar úr
urnar. leir, og Jabba jöfur var tveggja smálesta hrúgald úr leir, sem enginn leirbrennsluofn gat tekið svo að út-
búa varð heilt herbergi eins og ofn.
En lætur Logi tælast af hinu illa?
Drepur hann fööur sinn? Vinna upp-
reisnarmenn að þessu sinni? Svörin
viö því bíða komu bíómyndarinnar.
Lucas leikstýrði sjálfur Stjömu-
stríði. Hann réð Irvin Kershner til
þess aö leikstýra Empire, en nýr
leikstjóri, Richard Marquand, hafði
veg og vanda af leikstjórn loka-
hlutans. Sá er Walesbúi, marg-
reyndur í leikstjórn fyrir breska
sjónvarpið. Hann er innilegur aödá-
andi Lucasar og trúr höfundarhand-
bragðinu út í ystu æsar. Þeir höfðu
mjög náiö samstarf við alla gerð
myndarinnar. Lucas hefur geymt í
hugarfylgsni sínu allan sögubálkinn,
þar sem hann hugsar sér þessar
þrjár kvikmyndir sem þrjár af fimm
köflum. Marquand hefur einn manna
unnið trúnað hans til þess að fá að
heyra af örlögum söguhetjanna, eins
og Lucas hugsar sér þau. Hvort
Lucas lætur síðan nokkum tíma af
því verða að gera hinar tvær er svo
önnur saga.
Jedi kostaði rúmar 32 milljónir
dollara í framleiðslu og er dýrust
þessara þriggja. (Stjömustrið
kostaði 10 milljónir og Empire 25
milljónir.) 8 milljónir fóru í kostnað
af tæknibrellunum, sem dótturfyrir-
tæki kvikmyndafélags Lucasar ann-
aðist alveg. Það heitir Industrial
Light and Magic og varð til við fram- -
leiðslu Stjörnustríðs. Það þykir hálf-
gert töfrafyrirtæki í brellutækni við
kvikmyndagerð og selur öömm kvik-
myndafélögum þjónustu sína jafnt.
Lucas hefur marglýst því yfir að
Jedi verði síðasta mynd sín í bili. Að
vísu ætlar hann að ljúka starfi sínu
við framhaldið af sögunni um
Indiana Jones (Leitin að týndu örk-
inni) sem er önnur kvikmynd með
Harrison Ford (Han Solo) í hlutverki
Indiana Jones og heitir sú Temple of
Doom, sem kannski mætti útleggja
örlagamusterið. Lucas hefur strengt
þess heit að taka sér nú tveggja ára
hvíld. Hann kvartar undan því að
hann hafi ekki verið herra yfir eigin
lifi síðan hann byrjaði á stjömu-
stríösmyndunum fyrir nær átta
árum, starfiðhafialveg gleypt hann.
Hann segist sjá í anda meö sama
áframhaldi að augasteinninn hans
(2ja ára dóttir þeirra hjóna) banki í
öxlina á honum einn daginn, oröin þá
átján ára stúlka, og segi:
pabbi! Hvar hefur þú verið allt mitt
líf.” — Til þess segist hann alls ekki
mega hugsa. „Eg vilöðlastmitteigið
líf aftur.”
Þeir sem best þekkja Lucas hafa
sínar efasemdir um hvað úr verði.
Þeir segjast minnast þess að Lucas
hafi við kvikmyndagerð ávallt verið
úrvinda og með eilífar heitstreng-
ingar um að hætta að myndinni lok-
inni og hvíla sig. En jafnan þegar sú
stund rennur upp sé Lucas farinn að
brjóta heilann um næsta verk og
gera nýj ar áætlanir.
Það mun tæpast hafa farið framhjá neinum
að nú í vetur hefur SÁÁ gengist fyrir al-
mennri fjársöfnun meðal landsmanna. Efnt
var til söfnunarinnar í þeim tilgangi að afla
fjár til byggingar sjúkrastöðvar sem verið er
að reisa við Grafarvog í Reykjavík en bygg-
ing hennar er risavaxið átak. Ljóst var frá
upphafi að ekki væri unnt að lyfta því Grettis-
taki sem byggingin er, nema með almenn-
um stuðningi íslendinga.
Almenningur á íslandi hefur frá upphafi
sýnt störfum SÁÁ einstakan velvilja og
stuðning. Honum ber því fyrst og fremst að
þakka þá áfangasigra sem náðst hafa og
þá staðreynd, að þúsundir íslendinga hafa
sigrast á áfengisvandamálum sínum og
fundið lífshamingjuna að nýju.
SÁÁ reyndi nýja leið í fjáröflun sinni í vetur.
Gjafabréf voru send inn á öll íslensk heimili
og beðið um stuðning. Undirtektirvoru ein-
staklega góðar; þegar hafa safnast um 18
milljónir króna. Skal þetta tækifæri notað til
þess að koma á framfæri hjartanlegum
þökkum SÁÁ til allra þeirra sem vehtt hafa
stuðning, með framlögum og óeigingjörnu
starfi við söfnunina. Þær góðu undirtektir
sem samtökin hafa fengið eru hvatning til
að láta ekki merkið niðurfalla og halda bar-
áttunni áfram til sigurs. Þá sem einhverra
hluta vegna hafa orðið fyrir ónæði af
söfnuninni biðjum við velvirðingar. Jafn-
framt, skal á það minnt að formlega lýkur
söfnunni 5. júní n.k. Herslumuninn vantar
nú til þess að unnt sé að ná því markmiði að
Ijúka byggingu sjúkrastöðvarinnar. Því er
heitið á alla sem enn kynnu að vilja leggja
málinu lið, að senda inn gjafabréfin eða
hafa samband við SÁÁ. Hvert eitt lóð sem
lagt er á vogarskálina vegur þungt til þess
að endanlegt takmark náist.
Formaður
SÁÁ.