Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983.
Eriendum veiði-
mönnum fækkar
—12 þúsund fyrir einn dag i veiðiá
Nú þegar aöeins er vika þangað til
laxveiði hefst leitum viö frétta af sölu
veiðileyfa. Já, þetta er að byrja eina
ferðina enn og nú verður fróðlegt að
sjá hvað gerist „veiðisumarið ’83”
þegar menn þræða spikfeita maðka á
og velja girniiegar flugur. Spennan fer
vaxandi með degi hverjum. Hver
skyldi fá þann fyrsta? Hvað veröur
hann stór? Skyldi hann taka maðk eða
flugu? Þetta kemur í ljós.
Við höfum frétt að menn séu heldur
rólegir í tíöinni núna aö kaupa mikið af
leyfum, vilji bíöa og sjá hvemig veiðin
verður fyrstu vikurnar. Skyldi nokk-
um undra því að töluverðir fjármunir
em í veði. Þegar dagur í meðalá kostar
Gaukur og
Helga ofar
á listanum
— yfir aflahæstu
netabáta á vertíðinni
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið hefur fengið var röðin á bát-
unum sem voru í 10. til 12. sæti á
netavertíöinni í vetur ekki alveg.
eins og sagt var frá í blaðinu á
fimmtudaginn.
Þar kom fram að Hamrasvanur
SH væri í 10. sæti með 754 tonn.
Þegar að var gáð vom tveir bátar
fyrir ofan hann. Voru þaö Helga 2.
RE sem var með 765 tonn og Gauk-
ur GK sem sagt var í blaðinu í gær
að hefði verið með 742 tonn og afla-
hæstur netabáta í Grindavík.
Gaukur var með 755 tonn og er
Hamrasvanur því í 12. sæti á listan-
um með einu tonni minna en hann
miðaðviðl5.maísl.
-klp-
frá 1500 kr. upp í 4000 og þessar betri
eru töluvert dýrari. Enda hafa margir
kvartaö yfir því að þetta sé orðið nokk-
uð dýrt. Fyrir skömmu birtist í nýjasta
hefti Sportveiðiblaðsins könnun á verði
veiðileyfa í 55 veiðiám. Kom þar fram
að dýrast er að veiða í Laxá í Ásum
8000 kr., næst komu Víðidalsá og Fitjá
8500 (óstaðfest) og þriðja áin var Laxá
í Kjós 7000 kr. dýrast. Odýrast er að
veiða í Reykjadalsá, Hjaltastaöaá,
Kolbeinsdalsá, Kolku, Breiödalsá og
Rangánum frá 150 til 270 króna.
VEIÐIVOIM
GunnarBender
En við höfum frétt það með Víöi-
dalsá og Fitjá að þær verði dýrustu
veiðiámar á sumri komanda. Fyrstu
dagarnir í ágúst eftir brottför útlend-
inganna, em ekki gefnir því þeir kosta
12000 kr. Það verður aö taka 3 daga og
þaö þýðir meö fæöi um 40.000 kr. Er
þetta ekki orðin klikkun? Enda veiða
menn víst alveg svakalega og draga
laxinn að landi eins og þorsk þegar
maðkurinn hefur ekki sést í heilan
mánuð og svo má bara vera einn um
stöng. Hver skyldi hafa efni á þessum
ósköpum?
Sala veiðileyfa
En hvað segja menn um veiðileyfa-
söluna. Hefur hún gengiö eins vel og
menn bjuggust við? Verður veiöiþrá
landans ekki stoppuð, sama hvað leyf-
in kosta? Við heyrðum hljóðið í fjómm
aðilum sem hafa með sölu á veiðileyf-
umaðgera.
„Þetta lítur sæmilega út meö sölu,
bestu tímarnir em famir,” sagði Jón
Olafsson hjá Steypustöðinni, en hann
selur veiðileyfi í Þverá og Kjarrá.
„Það er eins og menn séu aö taka við
sér þessa síðustu daga. En það veröur
að viðurkennast að það er töluvert eft-
ir. Utlendingahollin hafa nokkurn veg-
inn alveg bmgðist og það er líklega
vegna þess að veiöin hefur minnkað.
Svo þetta veröur bland af Islendingum
og útlendingum á besta tíma. Það er
veitt á 7 stangir í hvorri á. Það er mest
eftir af leyfum í ágúst og september.”
„Við emm bara sæmilega hressir,
peningarnir em lengur að koma núna
en áður,” sagði Friðrik Stefánsson,
framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, en félagið selur veiöi-
leyfi í 10 laxveiðiám. „Það er mikið
selt en eitthvað eftir af ágústleyfum.
Menn bíða greinilega og sjá til meö
veiðina. Veiðileyfin í Norðurá, em nær
alveg farin, eitthvað eftir í Grímsá. I
Leirvogsá hækkaði verð á leyfum tölu-
vert frá því í fyrra en þeim fer fækk-
andi. Góð sala í Stóru-Laxá í Hreppum
enda leyfin á góðum prís. Salan hefur
gengið vel í Soginu nema Alviðm, þar
gekk veiðin ekki nógu vel í fyrra.
Elliðaárnar f jtít löngu farnar. Utlend-
ingarnir hafa bmgðist alveg og það
hefur víst skeð hjá fleirum.”
„Það hefur gengið mjög vel aö selja
veiðileyfin í Miðfjarðará, allt búið hjá
okkur. Fyrst Islendingar, svo útlend-
ingar og svo Islendingar aftur. Okkur
lýst bara vel á sumarið,” sagði Böðvar
Sigvaldason, formaður veiðifélags
Miðfjarðarár.
„I Svartá í Svartárdal em þetta
skyldukaup hjá félagsmönnum og við
jöfnum niöur verðinu, dagurinn kostar
1500 kr.,” sagði Gísli M. Gíslason, rit-
ari, Stangaveiðifélags Olafsfjarðar.
„Viö erum með Svartá hálfa á móti
lögfræðingum. 1 Flókadalsá í Fljótum í
Skagafirði em leyfðar 7 stangir, 5 í
bleikjunni og tvær í laxinum. Eigum
von á að fá eitthvaö af laxi í sumar,
mikið eldi. Við höfum selt um 200
stangadaga í sumar, það er heldur
dræm sala. Þetta er mikið til sömu
mennimir sem koma og veiða þarna ár
eftir ár. Núna eru í stangaveiðifélag-
inu um 33 meðlimir.”
G. Bender.
Hann er fallegur laxinn og vonandi veiðist mikið af honum á sumri
komanda. Mynd G. Bender.
Svo mælir Svarthöfði_________Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Viðræðum óttans lauk fyrir helgi
Viðræðum Svavars Gestssonar
við fulltrúa svokallaðra vinstri
flokka lauk fyrir helgina. Það „sjó”
tók enda án þess að Svavar kæmi við
síðasta áróðursbragði sínu, þ.e. að
kenna Framsókn eða Alþýðuflokki
um slit á viðræðum. Þegar hann
ætlaði að fara að hreyta kúna, var
alveg eins og honum brygðis t fingra-
lipurðin og áróðurinn um svik við
félagsmálastefnu og lítilmagna rann
út í sandinn. Svavar gafst nefnilega
upp á sjálfum sér, enda var hann
búinn að fá allt fram í fjölmiðlum,
sem hann gat hugsanlega fengið.
En viðræðurnar við hann voru um
margt merkilegar. Fréttamaður út-
varps hitti hann m.a. úti á bílaplani
við Þórshamar og hafði þau orð uppi
fyrst, að nú væri sólskin og mjög
bjart yfir, eins og yfir viðræðunum
um stjórnarmyndun. Og Svavar var
ekki lengi að skilja hjálpsemina,
enda skildu þeir hann og fréttamað-
urinn eiginlega í þeirri fullvissu, að
gæti Svavar ekki myndað fímm
flokka stjóm á morgun myndi hann
gera það hinn daginn. Fólk var á
sama tima orðið dálítið hissa á lang-
lundargeði Framsóknar og Alþýðu-
flokks, og um tíma varð ekki séð að
þessum viðræðum lyki í bráð.
Það kom nefnilega á daginn, að
Svavar hafði þessa flokka alveg í
hendi sér. Magnús Magnússon orðaði
að vísu, að þessar viðræður væra
þýðingarlausar, en fékk engar undir-
tektir í það sinn hjá Steingrími. Við
það sat einn dag í viðbót. Tilraun
Svavars hafði snúist upp í viðræður
óttans, þar sem hvorugur alvöru-
flokkanna í viðræðunum þorði að
taka af skarið og rjúfa viðræðurnar
af ótta við að Svavar fengi enn eitt
fjölmiðlakastið, og lýsti yfir að við-
komandi fiokkur hefði svikist aftan
að félagsmálahyggjunni í landinu,
verkalýðnum og þjóðfrelsinu með
því að neita að ræða áfram um
stjóraarmyndun við Alþýðubanda-
lagið.
En þetta rann einhvera veginn út í
sandinn. Svavar kom að síðustu í
fjölmiðlana og sagðist vera hættur
að reyua að mynda stjóra. Fram-
sókn og Alþýðuflokkur væra ekki
fáanlegir til samstarfs, og þess
vegna yrði að hætta viðræðum.
Flokkunum tveimur tókst þannig að
losna úr viðræðum óttans án teijandi
vandræða, og má eftir atvikum telja
það vel sloppið. Vilmundarliðið og
kvennaframboð virtist hins vegar
nokkuð sannfært um að sjálfsagt
væri að kanna betur en gert hafði
verið stjóraarmyndun undir forsæti
kommúnista. Þessir tveir smá-
flokkar lenda nú í stjóraarandstöðu
ásamt kommúnistum þegar mest
reynir á vitlega stjóra á lands-
málum, og mun það verða nokkur
þolraun nýgræðingum áður en þeir
ganga að fullu og öllu í Alþýðubanda-
lagið.
Það er athugandi fyrir félags-
hyggjufólk, verkalýð og unnendur
þjóðfrelsis, að svo hefur fariö í þeim
viðræðum, sem nú hafa átt sér stað
um stjóraarmyndun undir forsæti
Alþýðubandaiagsins, að borgara-
flokkarnir tveir, Framsókn og
Alþýðuflokkur, sáu ekki ástæðu til að
hlýða kallinu. Þetta mun vera í
þriðja sinn sem Alþýðubandalagið
fær tækifæri til stjórnarmyndunar,
án þess að þaö beri árangur. Kenn-
ing kommúnista um brigðmæli við
félagshyggjuna dugði hvergi til.
Framsókn og Alþýðuflokkur brutust
út úr viðjum óttans. Báðir þessir
flokkar eru félagshyggjuflokkar, en
óska eftir að vinna að framgangi
þeirra mála með öðram en Alþýðu-
bandalaginu. Báðir eiga þeir ítök í
verkalýðshreyfingunni og hafa rífan
meirihluta þar ásamt Sjálfstæðis-
flokknum, án þess að hafa unnið sér
til ágætis að hafa skert laun f jórtán
sinnum á skömmum tima eins og
Alþýðubandalagið. Þjóðfrelsismál-
um telja þeir m.a. borgið í samvinnu
við vestrænar þjóðir. Af þessum
ástæðum höfnuðu þeir samvinnu við
Aiþýðubandaiagið. Nú munu menn
snúa sér að þvi að hægja á verðbólg-
unni, án þess að félagsmálastarf bíði
stórt tjón af, og verkalýðshreyfingin
verður látin njóta góðs af hverjum
þeim ávinningi, sem fæst i upp-
skiptum þess gjaldþrotabús, sem
kommarnir era að skila af sér.
Svarthöfði.