Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1983.
19
Sturla Erlendsson matsmaður dvaldi um skeið á Maldives-ey/um þar sem
hann kenndi eyjabúum að meta saltfisk.
Ljósm. Sveinn.
„ÞAR FLETJA ÞEIR
FISKINN í
FJÖRUBORDINU”
— segir Sturla Eríendsson nýkominn frá Maldives-
eyjum þar sem hann kenndi eyjaskeggjum
að meta saltf isk
„Þegar þessir menn fóru aö fram-
leiða í upphafi hefur þeim alls ekki ver-
ið kennt þaö sem til þUrfti. Þeim hefur
verið sagt að þeir þyrftu að veiða fisk
og nota salt og þá væri kominn salt-
fiskur.”
Þetta sagði Sturla Erlendsson fisk-
matsmaður sem er nýkominn frá
Maldives-eyjum í Indlandshafi. Þar
vann hann um nær fjögurra mánaða
skeið við að kenna eyjabúum að flokka
saltfisk í gæðaflokka. Sturla fór þessa
ferð á vegum FAO, matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóöanna.
„Eyjabúar framleiða allmikið af
saltfiski sem ríkið kaupir af þeim og
selur aftur til Sri Lanka,” sagði
Sturla. „Stjórnvöld þama ætluðu að
setja upp flokkunarkerfi og greiða þá
hærra verð fyrir góðan fisk, en þá
vantaði matsmenn. Svo að ég vann að
þvi verkefni að þjálfa menn til slíkra
starfa, því þeir höfðu engir verið áöur.
Þá hafði fiskurinn ekki verið
flokkaður. Það var sumsé bara einn
flokkur og eitt verð.”
Sturla sagði að veiðar og vinnsla á
fiskinum hefðu veriö allfrábrugðin því
sem hann hefði áður kynnst. Túnfiskur
hefði einkum verið veiddur í salt, svo
og aðrar Suðurhafstegundir sem
þekktust ekki hér. Eyjabúar væru til-
tölulega nýlega famir að framleiða
saltfisk og hefðu ekki kunnað margt til
þeirra verka. Þarna væri smábáta-
samfélag þar sem hver og ein báts-
áhöfn framleiddi fyrir sig. F’'amleið-
endur væru því 5—6000 talsins, og um-
bætur erfiðar eftir þvi.
„Þetta er hálfgerður heimilis-
iðnaður og aðstaöa öll fremur bág-
borin,” sagöi Sturla. „Þeir fletja fisk-
inn í f jöruboröinu hjá sér og hafa lítinn
útbúnað til þeirra verka sem þeir eru
að vinna.
Þeir hafa ágæta möguleika á að
verka þarna góðan sólþurrkaðan salt-
fisk. En hráefnið sem þeir nota er
mjög lélegt og illa verkað þar sem
þeim hefur ekkert verið kennt um
verkun fisksins þegar þeir fóm af stað.
Þetta leiðir til þess að þeir vinna þama
hver með sínum hætti. Saltfiskurinn
þeirra var líka að meginhluta mjög lé-
legur því að hann var vansaltaður og
illa þurrkaður. Þar kom, auk van-
kunnáttu, inn í dæmið sú vitneskja
þeirra að eftir því sem þeir þurrkuðu
fiskinn meira þeim mun minna fengju
þeir fyrir hann þar sem hann yrði þá
léttari. Fiskurinn er líka fljótur að
skemmast í þessu heita og raka lofts-
lagi ef hann er ekki saltaður nóg. Auk
þess er þarna mikið af flugum og alls
konar skordýmm sem sækja í hann.”
Sturla sagði að ekki hefði verið hægt
að kenna eyjaskeggjum að meta salt-
fiskinn eftir því kerfi sem notað væri
hér á landi. Það hefði reynst allt of
flókið. Þeim hefði því verið kennt að
meta fiskinn í 1. og 2. flokk og svo úr-
kast.
„Þetta kerfi var alveg nógu flókið
fyrir þá til að byrja með því þeir eiga
töluvert langt í land með að framleiða
vöru á borð við þá sem við eigum að
venjast,” sagði Sturla. „Hins vegar
prófaði ég að framleiða þama saltfisk
sjálfur og ég sannreyndi, að þarna er
hægt að búa til fyrsta flokks saltfisk,
eins og við þekk jum hann.
Ég verð aö vona að það hafi orðið
árangur af ferð minni til Maldives-
eyja. Það var ekki búið að setja upp
þessa opinberu flokkun þegar ég fór,
en veröur væntanlega gert á næstunni.
Sjávarútvegsráðuneytið þarna sér svo
um að fylgja eftir því kerfi sem komið
verður á. Þá er gert ráö fyrir að ég,
eða einhver annar, fari aftur til
Maldives-eyja eftir sex eða sjö mánuði
til að rifja upp með eyjabúum þetta
sem þeim hefur verið kennt,” sagði
Sturla Erlendsson að lokum.
,»*?»
l 'C
SVISSNESKA
FÖRMUIAN..
Flestir vita hversu hagkvæmt það er að leggja peninga
inn í banka í Sviss. En það er líka hagkvæmt að leggja
inn í Sparisjóðina. Heimilislán Sparisjóðanna,
sem veita rétt til láns eru svo hagstæð að við köllum
útreikninginn á þeim „Svissnesku formúluna".
Dæmi A:
Dæmi B:
Dæmi C:
Þú leggur inn 1000 krónur í 3 mánuði
og hefurað því loknu til ráðstöfunar
6.210 krónur.
Þú leggur inn 1000 krónur í
6 mánuði og hefur að því loknu til ráð-
stöfunar 14.235 krónur.
Þú leggur inn 1000 krónur í
9 mánuði og hefur að því loknu til ráð-
stöfunar 24.225 krónur.
Þetta köllum við svissneska formúlu! Þú getur líka
lagt inn 2000 kr., 3000 kr. eða 4000 kr. á mánuði
og hefur þá ásamt því er sparisjóðurinn lánar þér til
ráðstöfunar 2,3 eða 4 sinnum hærri upphæð en í
dæminu að ofan.
Athugaðu heimilislán sparisjóðanna
svissneska formúlan svíkur ekki!
«SAMBAND
SPARISJOÐA
* Lántöku- og stimpilgjald dregst frá við afhendingu heimilislánsins.
-JSS