Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 44
44 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Hér er sko grillað. Nemendur og kenn- arar í hörkupylsupartíi og það er farið að hitna verulega í kolunum. En auðvitað engin læti, pabbi og mamma eru með í för og þá reynir maður nú svona einu sinni að haga sér eins og maður. Hólabrekkumenn i brekkunni í Mosfellssveit og eftir smátima er það Saltvík,. góðan daginn. Mikill fjöldi þarf margar rútur. Á myndinni eru ein rúta, tvær, þrjár, f jórar, fimm, sex. „Svona hættu að telja, þetta er ég.” Hólabrekkuskóla rak á fjörur Saltvíkur! Hundruð nemenda, kennara og foreldra úr Hólabrekkuskóla fóru í þrælskemmtilega fjöruferð upp í Salt- vík fyrir skömmu. Og hvílík ferð. Eitil- hress frá upphafi til enda þar sem eng- inn var settur í skammarkrókinn. Og það þurfti margar rútumar til að flytja liðið upp eftir þar sem strax var hafist handa við að skemmta sjálfum sér og öörum. Gleðin ætlaði þó alla aö trylla þegar pylsupakkana og grillin rak á fjör- umar., ,Svona, hún er orðin nógu steikt þessi. Réttu mér sinnepið, Siggi. Umm, hvað þetta er gott.” En pylsuátið var þó ekki látið gott heita heldur var farið í útisprell eins og hringdans, síðasta, klukk og hvað bændur nefna leikina. Allt vel brimaðir leikirsemfútterí. Eftir miklar vindhviður i Kára, og bras og þras í „pylsumönnum” hélt hópurinn heim á leið, minnugur þess, að Hólamenn tóku ekki skakkan pól í hæðina með því að fara í Saltvík. -JGH Það var ekkert smálið sem rak á fjörurnar í Saltvík. „Hvernig var það, voru pylsupakkarnir ekki örugglega teknir út úr rútunum?” Og allir i hringinn. Nú höldum við brimaða hátíð. Svartoghvftt Kanínur era frekar sjaldgæf gælu- dýr hérlendis og að sjá fólk á ferli með kanínur í bandi er enn sjaldgæf- ara. Ljósmyndarinn okkar, hann Gunnar V. Andrésson, rakst þó á þessar stúlkur á Lindargötunni um daginn þar sem þær voru að spóka sig og kanínumar sínar í vorsólinni. Stúlkurnar heita Katrín og Ásdís en kanínumar Naný og Gróði. Naný er sú svarta og Gróði sú hvíta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)
https://timarit.is/issue/189376

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað og íþróttir helgarinnar (24.05.1983)

Aðgerðir: