Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1983, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1983.
DsAGBlAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaðurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastióri ogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstdóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONogINGÓLFUR P.STEINSSON.
i Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHÓLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og ptótugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19.
Áskriftarveröá mánuði 210 kr. Veró í lausasölu 18 kr. Helgarblaö22 kr.
'l
Hvaða kostir eru?
Staöan er þröng í stjórnarmyndun. Efnahagsvandræðin
setja svip sinn á. Þegar við veltum fyrir okkur, hvers
konar ríkisstjórn kemur helzt til greina, veröum við að
hafa í huga, hvaða „stjórnarmynstur” væri líklegast til
að koma einhverjum gagnlegum úrræðum fram.
Almenningur hefur vantrú á stjórnmálaforingjum. Því
ber að treysta engum til fulls. Hvers konar ríkisstjórn,
sem mynduð verður, kann að mistakast það ætlunarverk
að koma fram nægilega góðum úrræðum við efnahags-
vandanum.
Þjóðin hefur kosið menn til þingsetu. Þeirra er vegur- j
inn og vandinn af að leysa málin. Því verðum viö að
íhuga, hvers konar stjórnarmynstur er líklegast á þessu
stigi, þótt við gjöldum varhug við aö telja það allra meina
bót.
Þegar þetta er skrifað, er það efst á baugi, sem
stundum er kallað „Stefanía” eftir ríkisstjórn Sjálf-
stæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokks, sem var við völd
1947-’49. Annað stjómar„mynstur”, sem enn er rætt, er
samstjórn Sjálfstæöis- og Framsóknarflokks.
Enn ber að hafa í huga, að við miklu meiri efnahags-
vanda er að etja en var til dæmis áriö 1980, þegar ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð. Aðgátar er
þörf fremur en löngum áöur. Við ætlumst til þess, að sú
ríkisstjórn, sem nú tekur viö, snúi vörn í sókn.
Af þeim tveimur stjórnar,,mynstrum”, sem efst eru á
baugi, eru meiri vonir bundnar viö stjórn flokkanna
þriggja, Sjálfstæðisflokks, F ramsóknarflokks og Alþýöu-
flokks.
Sú ríkisstjórn hefði meiri þingmeirihluta en ríkisstjórn
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks,en það skiptir kannski
minnstu. Hún ber ekki á herðum sér óvinsældir ríkis-
stjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks frá 1974-1978.
Itök Alþýðuflokksins í verkalýðshreyfingunni mundu
koma sér vel, þegar þessi ríkisstjórn þyrfti aö taka á
efnahagsvandanum. Alþýða manna skilur vandann í
efnahagsmálum í stórum dráttum. Ef slík ríkisstjórn yrði
mynduð og gerði hún réttar ráðstafanir, skiptir mestu, að
þeim yröi ekki spillt vegna áhrifa Alþýðubandalagsins í
launþegahreyfingunni.
Tilkoma Alþýðuflokksins mundi því styrkja stjórnina,
vonandi til réttra verka.
Erm er ekki útséð um, hvort slík stjórn verður mynduð.
Að henni frágenginni ber Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokki að axla byrðarnar. Þessir flokkar hafa fengið um-
boð kjósenda til þess.
Alþýðubandalagið hefur lengi verið í ríkisstjórn og
einkum látið á sér bera með því að standa í vegi fyrir
nauðsynlegum aðgerðum í efnahagsmálum nú síðustu ár,
þegar réttar aðgerðir hefðu getað skipt sköpum.
Flest mælir með, að Alþýðubandalaginu verði gefið frí
frá stjórnarþátttöku um sinn.
Enn var í gær rætt í bakherbergjum um möguleika á
„nýsköpunarstjórn”, Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags
og Alþýðuflokks.
Alþýðubandalagið á að líkindum ekki heima í þeirri
ríkisstjórn, sem nú verður mynduð og við ætlumst til að
rétti efnahaginn við.
Sama gildir því um aðrar stjornarmyndanir, þar sem
Alþýðubandalagið kynni að eiga þátt.
Við væntum, að meirihlutastjórn verði mynduö næstu
daga. Komast þarf hjá vandræðum, sem hlytust af minni-
hlutastjórn á tímum óvenju örðugs ástands í efnahags-
málum. Utanþingsstjórn mun engan vanda leysa.
Stjórnarmyndun er erfið. Þótt treysta beri stjórnmála-
foringjum varlega, er þeirra skyldan að mynda nú meiri-
hlutastjórn. Haukur Helgason.
Olafur Jónsson skrifaöi um daginn
(10. og 11. maí) tvær greinar í DV um
bókina Nýgræðingar í ljóðagerð 1970—
1981. Eins og vænta mátti er þetta
heldur nöldursöm langloka og því
miður ekki laus við rangfærshir. Olafurí
er snillingur í undirhyggjubrögðum á
borð viö þaö að slíta texta úr samhengi
og dylgja með aö sitthvað mætti betur
fara, án þess að rökstyðja það. Skrif
hans einkennast af þreytandi rausi um
smáatriði og um það hvað bækur eru
ekki. Mér dettur ekki í hug að elta ólar
við allar þessar ógæfulegu vanga-
veltur Olafs Jónssonar en minnist
aðeins á nokkur þeirra atriða þar sem
hann hallar réttu máli hvað mest.
Nafngiftir
Olafur agnúast út af nafni bókar-
innar og segir að sumir af höfundunum
séu „varla neinir „nýgræðingar”
lengur”. Þetta er dæmigert fyrir rang-
snúna og ruglingslega umfjöllun hans.
Bókin heitir Nýgræðingar í ljóðagerð
1970—1981. Það segir sig væntanlega
Eysteinn Þorvaldsson 1
sjálft aö allir eru einhvem tíma
nýgræðingar, en þaö dettur varla
nokkrum í hug nema Olafi Jónssyni að
allir þeir, sem voru nýgræðingar
snemma á síðasta áratug, séu þaö
ennþá. Enginn hefur haldið slíku fram
þó að Olafur sé að dylgja með þaö. En
þar sem f jallað er um ákveðið tímabil í
bókinni er eðlilegt að sýna ljóð skáld-
anna frá þessu stutta skeiöi öllu ef
ástæða er til. Oröiö „nýgræðingur”
merkir „nýsprottinn gróður” eða
„byrjandi” í yfirfærðri merkingu.
Auðvitað hefði ölafi Jónssyni fallið
betur einhver lágkúra. Hann leggur til
nafnið „ung skáld” og stingur það
raunar nokkuö í stúf við nöldrið um að
sum skáld bókarinnar séu ekki ung.
Hann segir reyndar að sum þeirra séu
komin yfir fertugt og hefur liklega ekki
lesið til enda titil bókarinnar sem segir
til um að ekkert af skáldunum getur
■verið eldra en 39 ára þegar umræddu
tímabili lýkur. (Það yngsta var þá 19
ára.) Skáldin eru sem sagt öll innan
við þrítugt þegar timabilið hefst og öll
innan við fertugt þegar því lýkur og
margir þeirra, sem koma i nýgræð-
ingahópinn á tímabilinu, eru innan við
tvítugt.
Misheppnaður
hugsanalestur
I formála bókarinnar er gerð grein
ÞAÐ ER VIT-
LAUST GEFID
Lögin um Framleiðsluráð
landbúnaðarins
eru löngu úrelt
Deilur hafa nýverið blossað upp
vegna eggjasölumálanna svokölluðu.
Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur
veitt Sambandi eggjaframleið-
enda,,einkasöluleyfi” á eggjum, en til-
kynning þess efnis birtist allt í einu í
Lögbirtingablaðinu í lok mars, aö því
er mig minnir. — Það var eins og við
manninn mælt, ýmis félagasamtök
mótmæltu um hæl. Neytendasamtökin
hafa hótað því að beita sér af öllu afli
gegn öllum einokunaráformum. Tals-
menn eggjaframleiðenda, þ.e. hluta
þeirra, reyna að færa úlfinn í sauðar-
gæru og tala sífellt um „dreifingar-
miðstöö” og segja síöan á blaða-
mannafundi, að ekki sé um einokun aö
ræða, heldur hafi „einum aðila verið
úthlutað einkasöluleyfi”. Var látið í
það skína, að ekki heföi á þaö reynt, aö
aðrir gætu ekki fengiö „einkasölu-
leyfi” einnig. — Þetta er náttúrlega
eins og hvert annaö bull og tilraun til
útúrsnúnings. Einkasöluleyfi er ekki
til skiptanna.
Sú deila, sem hér um ræðir, er stór
og flófin, en i raun snýst hún um miklu
meira en egg. Sumum finnst ef til vill
undarlegt, að deila um egg skuli ganga
ljósum logum í fjölmiðlum á meðan
verðbólgan æðir áfram, og margar
fjölskyldur eiga vart fyrir brýnustu
nauöþurftum. Deilan um eggin snýst í
raun um lögin um Framleiösluráö
landbúnaðarins og grundvallarréttindi
neytenda. Þetta úrelta hagsmunatæki
hefðbundins landbúnaöar er nú oröið
næstum tveggja áratuga gamalt, og
þegar á aö beita því nú til aö auka
kverkatak á enn einu hagsmunamáíi
neytenda, þ.e. alls almennings, er eins
og tilraun sé gerð til að brjótast upp úr
skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar. Heljarmikill skjálfti fer um allt.
Svarthöfði sendi nýlega fyrrverandi
búnaðarmálastjóra fremur háðungar-
legan tón í einni grein sinni um eggja-
Jónas Bjamason
málin, en Halldór Pálsson svaraði með
þjósti í kjallaragrein í DV 5. maí sl.
Ekki ætlar undirritaður kjallara-
höfundur aö blanda sér í deilur Svart-
höfða og Halldórs Pálssonar, en hug-
myndin er að taka nokkur atriöi úr
kjallara síðamefnds til umfjöllunar
vegna þess, að með honum gefst kær-
komið tækifæri til gagnrýni.
Um hvað snúast
eggjavandamálin?
Þau snúast nú fyrst og fremst um
fjárhagslegan vanda þeirra eggja-
framleiðenda sem eru litlir eða af
„meðalstærð” og eru í afsetningar-
vandræðum á sama tíma og egg eru
seld á óvanalega lágu verði miðað við
annað. Sumir þeirra hafa væntanlega
fjárfest nokkuð upp á síðkastið og hafa
þungar byrðar vegna fjármagns-
kostnaðar. Stærstu framleiðendumir
halda því fram, að núverandi eggja-
verð geti staðist áfram, og að ekki sé
um undirboð eða „dumping” að ræða.
Meirihluti eggjaframleiðenda, í haus-
um talinn, vúl þá heldur, að sex-
mannanefnd ákveði eggjaverð á
grundvelli laganna um Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins. Þá er einfaldlega
gengið út frá ákveðnum fjölda hænsna
fyrir hverja fjölskyldu til að „rjátla”
við og síðan verða reiknuð út fyrir
hana sambærileg kjör og viðmiðunar-
stéttir hafa og hananú, þannig fæst
eggjaverð! — En það eggjaverð, sem
þannig yrði reiknað út, væri augljós-
lega það hátt, að markaðurinn yfir-
fylltist brátt af eggjum. Þá verður að
„stjórna” framleiðslunni með kvóta-
kerfi, stigvaxandi fóðurbætisskatti eða
einhverju bralli af þeirri ættinni, en
þeir framleiðsluráðsmenn eiga ráð
undir rifi hverju í þeim e&ium. Kjami
málsins er sá, að útilokað er fyrir
nokkur ábyrg neytendafélög eða ein-
hverja fulltrúa fyrir almenningshags-
muni aö fallast á umrætt fyrirkomu-
lag, og fyrst Framleiðsluráð var svo
skammsýnt að rifta ríkjandi „status
quo”, er það bein ögrun og stríðsyfir-
lýsing. Markmið með baráttunni
verður ekki aðeins farsæl lausn eggja-
málsins heldur einnig breyting á
sjálfri uppsprettu vandamálanna,
framleiðsluráðslögunum.
Hvað er svona vont
við eggjasölueinokun?
Það er að hún mun stööva þá mjög
svo æskilegu þróun, að eggjaverð verði
sambærilegt hér á landi við það, sem
tíðkast í nágrannalöndum. Til þess að
svo megi verða, munu hænsnabúin
þurfa að stækka og fóðurkostnaður
lækka hlutfallslega vegna aukinnar
þekkingar. Vinnuhagræðing mun auk-
ast í framleiðslu og dreifingu eggja.
Þeirframleiðendur, sem taka þekking-
una í sína þjónustu og notfæra sér auk
þess stærðarhagkvæmni, munu fram-
leiða egg framtíðarinnar. — Það þarf
meira en litla kokhreysti til að meta
hagsmuni nokkurra framleiðenda
þyngri en rétt almennings til lágs vöru-
verðs. Vissulega standa þeir frammi
fyrir stórum vandamálum, margir