Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 1
, óháð dagblað DAGBLAÐIÐ —VISIR 246. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 1985. Þorsteinn Pálsson um kröf ur BSRB: ,,Við tökm saman” Kröfur BSRB í komandi samninga- viöræðum viö ríkiö veröa skýrar. Þær voru mótaðar á nýafstöönu þingi samtakanna og ganga í raun út á tvennt: Stórhækkuö laun, einkum til þeirra lægstlaunuöu, og verö- trygging launa. DV spurði Þorstein Pálsson fjár- málaráðherra um væntanleg viö- brögö fjármálaráðuneytisins við kröfum BSRB. — Hefurðu eitthvaö við BSRB-menn að segja? „Ég hef heilmikið viö þá að tala. Öðruvísi komast menn ekki aö niöur- stöðu. Menn veröa að tala saman. En ég lít nú á þessa ályktun þingsins fremur sem almenna stefnumörkun en útfærða kröfugerö. En þaö er sjónarmiö ríkisstjórnar- rnnar aö þaö eigi aö vera hægt aö verja kaupmátt launa — og auka kaupmáttinn í takt viö aukna þjóöar- framleiöslu og hagvöxt. I ljósi þeirrar almennu stefnu- mörkunar verður gengið til við- ræðna. Þær viöræöur eru verkefni sem viö veröum aö leysa. Viö tölum auövitað saman — öðruvísi gerist ekkert í þessum málum. ’ ’ -GG. Sjá f réttir af BSRB-þinginu á bls. 2 Foringjar heilsast í siðdegisboði fjármálaráðherra: Kristján Thorlacius og Þorsteinn Pálsson. DV-mynd KAE. Skipherra kærður og settur af varðskipum — snýst um túlkun á samningum um risnu skipherra, segir Höskuldur Skarphéðinsson Mikill urgur er meöal starfsmanna Landhelgisgæslunnar vegna þess að einn skipherranna, Höskuldur Skarphéðinsson, hefur veriö kæröur fyrir misferli og settur af varðskip- um um óákveðinn tíma. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagöi DV aö hann ræddi ekki mál einstakra starfsmanna í blöðum. Höskuldur Skarphéöinsson var einnig ófús aö ræða málið viö DV. Hann kvaöst hins vegar ætla aö skýra frá því á þingi Farmanna- og fiskimannasambands Islands 5. nóvember næstkomandi. „Þetta er sprottiö af félagsmáli en síðan fer þetta út í dómsmál,” sagöi Höskuldur. „Þetta snýst í upphafi um túlkun á samningum um risnu skipherra,” sagöi Höskuldur, sem er formaöur Skipstjórafélags Islands. Lét Hösk- uldur aö því liggja aö kæran væri sprottin af afskiptum hans af félags- málum. „Málið er komiö til sakadóms. Eg er búinn aö fá kall. En þaö er ekki bú- ið aö birta mér ákæruna. Eg óskaði eftir aö því yrði frestað fram yfir Farmannasambandsþing,” sagöi Höskuldur. Hann kvaö málið upp- runniö hjá Gunnari Bergsteinssyni forstjóra. Þorsteinn Geirsson, ráöuneytis- stjóri dómsmála, sagöi aö ráðuneyt- iö heföi á sínum tíma vísað máli Höskuldar til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Kvaö Þorsteinn ekki afráðiö hvort ákæra yrði gefin út. Höskuldur Skarphéöinsson hefur ekki stjórnaö varðskipi frá því í maí- mánuöi í vor. Hann er þó enn á laun- um sem skipherra. Undanfarnar vik- ur hefur hann haldiö námskeið fyrir kafara á vegum Landhelgisgæslunn- ar. -KMU. Þríburarskírðir: „Þær eru sannköll- uð engla- börn” „Þær eru alveg yndislegar, sannköll- uð englabörn,” sagöi Guöbjörg Gunn- arsdóttir, móöir þríburanna, örnu, Hildar og Bjargar, sem skýrðar voru í Seljasókn í gær af séra Valgeiri Ást- ráössyni. — sjá nánarábls. 5 ,,Þetta er Arna, nei þetta er Hildur og þetta er Björg. ” Já, þad getur verid erfitt að þekkja þœr í sundur en þetta kom rétt ad lokum. Á mgndinni er Hildur hœgra megin í fadmi móður sinn- ar, Guðbjargar Gunnars- dóttur, Björg vinstra meg- in. Faðirinn, Sigfús Ö. Erlingsson, heldur á Örnu og er stoltur af þessum fríða kvennaflokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.