Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Qupperneq 26
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. Knattspyrna unglinga—Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga—Knattspyrna unglinga—Knat Harðsnúnar stelpur! Þessi mynd var tekin kvold eitt fyrir skömmu og er af UBK-stelp- unum i 2. fl. þegar þ*r voru á 6ti*f- ingu á V ailargerðisvelli. Já, þ*r eru baröar af sér, Breiðabliks- stelpurnar. Árangur þeirra si. keppnistimabil var góður, en þ*r léku til úrslita um Islands- meistaratitilinn gegn Stjörnunni í Garðab*, en töpuöu 1—3. Steipurn- ar kváðust vera ákveðnar í að gera sitt aUra besta n*sta keppnistíma- bil. Eitt er alveg öruggt, og komdu þvi á framfcri: „Það verður erfitt fyrir Stjörnustelpurnar að verja titllinn á ncsta keppnistímabiU, þó svo þ*r hafi átt skiUð að sigra í ár.” Þjálfari stelpnanna er Gunn- laugur Sigurbjörnsson. DV-mynd HH. Vantar afmarkad svæöi fyrir landsliðin íLaugardalnum! — segir Lárus Loftsson unglingaþ játfari í SAMTALI við Lárus Loftsson unglingalands- liðsþjálfara nýlega barst talið að þeirri aðstöðu sem unglingalandsliðin hefðu til æfínga í Laugardalnum. Lárus hafði þetta að segja: Aðstaðan í Laugardalnum er engan veginn nógu góð. Að vera á hrakhólum með æfingavöll fyrir landsliðin nær náttúrlega engri átt. Nauðsynlegt er að KSI fái ákveðið svæði í Laugardalnum þar sem landsliðin gætu komið til æf- inga hvenær sem er með litlum eða engum fyrirvara. En eins og þetta er í dag þarf fyrir hverja æfingu að ganga bónarveginn eftir að- stöðu til æfinga. Æskilegt væri jafnvel að slíkt svæði yrði lokað öðrum en landsliðunum. Búist við f jölmenni — á ráðstef nu um unglingaþjálf un sem haldin verður laugardaginn 2. nóv. nk. Rætt við Helga Þorvaldsson, formann unglinganefndarKSI Ákveðið er að ráðstefna unglinga- nefndar KSÍ með unglingaþjálfurum verði baldin laugardaginn 2. nóv. nk. í veitingahúsinu Ártúni við Vagn- höfða 11 í Reykjavík og hefst bún kl. 10 árdegis. Þjálfarar og aðrir, sem ætla að sækja ráðstefnuna, tilkynnið þátttöku ykkar í sima 84444 eftir kl. 16.00 (daglega). Unglingasíöan hafði samband við Helga Þorvaldsson, formann ungl- inganefndar KSI, og innti hann nánar eftir ráðstefnu þessari. — Helgi, hver er tilgangurinn með ráðstefnu þessari? „Við sem störfum að málefnum yngri landsliða Isiands, U—18 og U—16, höfum rekið okkur illilega á það á undanförnum árum að leik- menn okkar eru ekki eins vel búnir aö líkamlegu atgervi og jafnaldrar þeirra erlendir. Okkar piltar eru litl- ir eftirbátar í knatttækni og leik- skipulagi, en í baráttunni um knött- inn, t.d. vilja þeir sitja eftir á fyrstu metrunum sem eru jú hvað þýð- ingarmestir. Okkur í unglinganefndinni fannst því tilhlýðilegt á „ári æskunnar” aö gera tilraun til endurbóta i þessu til- liti og ákváðum því að boða til þess- arar ráðstefnu þar sem málin yrðu krufin. Nokkur erindi veröa flutt, t.d. mun þjálfari áðurnefndra landsliða skýra frá frammistöðu liöanna undanfarna mánuði. Þá munu læknar, matvæla- fræðingur, íþróttakennari o.fl. flytja erindi. Eftir hvert erindi og að þeim öllum loknum verða umræður.” — Er búist við mikilli þátttöku? „Við vonumst til þess að ekki verði undir 100 manns, því málefnið er aö- kallandi, ekki aðeins fyrir landsliðin heldur fyrir alla unglingaknatt- spyrnuna á Islandi.” — Verða einhverjir gestir á ráð- stefnunni? „Já við höfum boðið íþróttafull- trúa ríkisins, þar sem við höfum ákveðnar skoðanir á leikfimikennslu Unglingasíðan hitti þennan fríska KR-ing að máli á KR-daginn. Heitir hann Björgvin Freyr Vilhjálmsson. — Ert þú í 6. flokki, Björgvin? „Nei, ég er i engum flokki núna, en ég ætla að verða góður 6. flokks maður,” var svarið. Ráðstefnan um unglingaþjálfun getur haft áhrif á þá framtiðaráætlun Björgvins Freys. DV-mynd HH. skólanna. — Þá höfum við boðið ungl- inganefnd ISI og hefur formaður hennar, Alfreð Þorsteinsson, góðfús- lega tekið að sér að stjórna umræð- um. Einnig höfum við boðið fyrirliö- um landsliðanna.” — Eitthvað í lokin? „Eg vil bara hvetja alla unglinga- iþjálfara til að mæta og unglinganefnd- ir félaganna til að senda fulltrúa og hjálpa okkur til aö gera þetta að vel heppnaðri ráðstefnu til heilla íslenskri knattspyrnu.” Ráðstefnan verður haldin í veit- ingahúsinu Ártúni, Vagnhöfða 11, Rvk, og hefst kl. 10 árdegis laugar- daginn 2. nóv. nk. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku í síma 84444 eftir kl. 16 (daglega). -HH. j Jason er hér með litlu systur, Jocelyn. Hún heldur því fram að • I það sé enginn vandi að sparka bolta - en Jason er ekki alveg á ! ! samamáli. (DV-myndHH.) f I i I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Kanadískul. deildarliðinættuengan möguleikagegn Val eða Fram — segir Jason, 13 ára „Kanadamaður”, nýf luttur til íslands NÝLEGA fluttu til íslands frá Kanada systkinin Jason Everett Taylor, 13 ára, og systir hans, Jocelyn Renee Taylor, 8 ára, ásamt móður sinni, Jónínu Guðrúnu Taylor. Jason hefur mikinn áhuga á knattspyrnu. Hann segir að í Kanada sé ameriskur fótbolti og „base- ball“, eða kýlubolti, mjög vin- sælar íþróttagreinar, en einnig 'knattspyrnan. Ég spilaði með Molton Soccer Club í Toronto. Ert þú byrjaður að æfa hér? - Já, ég er alltaf í fótbolta með strákunum uppi í Breiðholti og svo fór ég á æfingu hjá Val um daginn og leist mér vel á það. - Ég fór líka á æfinguna og það er enginn vandi að sparka bolta, gall við í litlu systur. Hvernig finnst þér íslendingar vera í fótbolta? - I. deildin er góð. Kanadísku liðin ættu ekki möguleika í Val eða Fram, sem eru bestu liðin á íslandi. En strákarnir í 4. og 5. flokki? - Ég þekki þá ekki nógu vel. - Uppáhaldsstaðan? - ívörn. Amma og afi krakkanna eru Sigríður Halldórsdóttir og Albert Elvin (skoskur), lék nokkra leiki með Val 1947. c I I I I I I I I I I I I I í I I I i I I I J IMARKTEIG "V ... unlanfaHn 4EINARSS0N> Wál&ri 5. fl. Fran f;íhl?Á^aVandamálÍð á eftirfarandi hátt leiki yngri flokka Ff , A d°mara mæta á Steinar Adolfsson, Víkingi, ÓI- afsvík. Góð sending frá Ólafsvík STEINAR ADOLFSSON úr Vík- ingi frá Ólafsvík hefur verið fasta- maður í drengjalandsliðinu síðast- liðið keppnistímabil. Steinar hefur sýnt mjög vaxandi getu á leiktím- anum og athygli vakti hversu fljót- ur hann var að laga sig að hópnum. Það vekur og umhugsun liversu margir strákar utan af landi skip- uðu drengjalandsliðið 1985. Steinar Adolfsson er einn með þeim efni- legri og verður fróðlegt að fylgjast með drengnum næsta keppnistíma- MYNDIN er af 3. flokki kvenna í FH og er tekin sl. keppnistímabil eftir leik stelpnanna gegn KR sem fór fram á Kaplakrikavelli. KR-stelp- urnar sýndu góðan leik og unnu 0-4. Aldurstakmörk 3. flokks telpna er 13 ára og yngri. Grunar mig að flestar FH-stelpurnar séu vel undir 13 ára aldri svo þær hafa nægan tíma til að bæta sig. - (DV-mynd HH)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.