Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. Menning Menning Menning Menning iir villta krapinu og lýsir fyrir Angel glæstum draumum um framtíöina. Hann er alltaf á leiðinni burt en fer samt hvergi. Brátt drífur aö aöra heimamenn og gesti ber aö garði. Dregur nú til tíðinda því að ekki fara þar allir meö friöi. Leikritiö er á köflum mjög harka- legt og orðbragðið óheflað og gróft. Stefán Baldursson hefur þýtt verkið og nær aö mínu mati alveg réttum Saga Nemendaloikhúsið: Hvenœr kemurðu aftur, rauðhœrði riddari? Höfundur: Mark Madoff. Leikstjóri og þýðandi: Stefán Baldursson. Leikmynd: Guðný B. Richards. Búningar: Guðný B. Richards og Halla Helga- dóttir. Lýsing: David Walters. Leikendur: Skúli Gautason, Inga Hildur Haraldsdóttir, Valdimar öm Flygenring, Eiríkur Guðmundsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Guöbjörg Þórisdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Sigmundur örn Arngrímsson. I gærkvöldi frumsýndi Nemenda- leikhúsið fyrsta verkefnið á þessu starfsári, bandaríska leikritiö „Hve- nær kemurðu aftur, rauðhærði riddari?” eftir Mark Medoff. Það sem fyrst vekur athygli, þegar gengið er í sal Lindarbæjar, er frá- bærlega vel gerð sviðsmynd Guðnýjar B. Richards sem blasir viö augum. Hér hefur verið endurgerður heill veitingavagn „diner”, eöa eins konar „Litla kaffistofa” þeirra þar vestur í Nýju Mexíkó, en þar gerist leikurinn um rauðhærða riddarann. Svið Lindarbæjar hefur verið stækkað og ekki veitir af góðu rými því að sviptingar verða alinokkrar, áður en yfir lýkur. Að öllu hefur verið vel hugað, allt til hinna smæstu leikmuna. Búningar leikenda eru líka einstaklega vel valdir og undirstrika bakgrunn og mismunandi lifsviðhorf persón- anna. Leikritið „Hvenær kemurðu. . . ” var frumsýnt í Bandaríkjunum 1973. Það er að mínu mati mjög faglega skrifað. I leiknum fléttast saman svipmynd af tilbreytingasnauðu lifi friðsams fólks, og stormsveipur yfir- gangs og ofbeldis, sem skellur yfir eina morgunstund. Leikritið er samt engan veginn laust við kímni og létt- leika. Verkið hefur verið verðlaunað og sýnt við góðar undirtektir víða um lönd. Einnig hefur verið gerð kvik- mynd eftir því. vestrínu DV-mynd KAE. tóni en varla hefur það verið vandalaust. Leikstjórn er einnig í höndum Stefáns og ferst honum mjög vel. Á sýningunni er vandaöur og fag- mannlegur blær og hvergi slakaö á kröfum. Fjórða árs nemendur Leiklistar- skóla Islands leika í þessari sýningu, ásamt tveimur gestum, þeim Gunnari Eyjólfssyni og Sigmundi Erni Arngrímssyni. Hlutverk Stephens eöa Rauöhúss er í höndum Skúla Gautasonar sem nær góðum tökum á sýndarmennsku og stælum stráksa. Angel er leikin af Ingu Hildi Haraldsdóttur. Henni fatast hvergi og nær hún að skapa heilsteypta mynd af þessari ágætu gengilbeinu. Teddy er persóna sem viö þekkjum úr ótal bandarískum kvikmyndum. I skjóli ofbeldis kúgar hann og niður- lægir þá sem í kringum hann eru. Hér lætur höfundur ýmsar persón- anna vakna til nýrrar vitundar um sjálfar sig og kasta sjálfs- blekkingum eftir hraklega meðferð Teddys. Hann brýtur þær niður og er hann hverfur á brott rísa upp einstaklingar með breytt viðhorf til sjálfra sín og annarra. Til bóta? Um það lætur höfundur okkur áhorf- endum eftir að dæma, hverjum fyrir sig. Valdimar örn Flygenring leikur erfitt hlutverk Teddys af öryggi. Eiríkur Guðmundsson og Bryndís Petra Bragadóttir leika hjónin Richard og Clarissu. Cheryl vinkona Teddys er leikin af Guðbjörgu Þóris- dóttur. öll leika þau hlutverk sín vel sem og gestirnir Gunnar Eyjólfsson og Sigmundur Arngrímsson. Þetta starfsár Nemendaleik- hússins fer þannig ágætlega af stað. Það er ljóst að vel hefur verið aö þessari sýningu unniö og árangurinn er líka eftir því. ae Svipmynd úr sýningu Nemendaleikhússins. Höfundurinn Mark Medoff samdi einnig leikritið „Guð gaf mér eyra” sem LR sýndi fyrir u.þ.b. tveimur árum. I þessu verki er oft vitnað til rauðhærða riddarans, en hann var aðalsöguhetjan í frægri bandarískri teiknimyndasögu úr villta vestrinu. Sú saga hvarf af síöum teiknimynda- heftanna á 6. áratugnum. Leikritið fer hægt af staö. Sunnudagsmorgunninn er daufasti Leiklist AuðurEydal tími vikunnar og í veitingavagninum silast minúturnar varla áfram. Stephen, sem heimtar að hann sé kallaður Red (Rauöhaus), talar digurbarkalega, þykist vera karl í Kátt á hjalla í Kópavogi Leikfólag Kópavogs: Lukkuriddarinn (Playboy of the Western World). Höfundur: John M. Synge. Pýöandi: Jónas Árnason. Leikstjórar: Rúnar Lund og Helga Harðardóttir. Undirleikari: Ingibjörg M. Reynisdóttir. Leikmynd: Hildigunnur Davíflsdóttir. Helstu hlutverk: Vilborg Gunnarsdóttir, Pór- hallur Gunrtarsson, Svanhildur Valdimars- dóttir, Hörður Siguröarson, Finnur Magnússon og ögmundur Jóhannesson. I Kópavoginum hefur verið komið á fót írskri krá, þar sem bjórinn flýtur í stríðum straumum á kvöldin. Kyndugir karlar og léttfættar meyjar skjótast þar út og inn og fjör- legir írskir söngvar hljóma. Leikfélag Kópavogs frumsýndi á laugardaginn leikritið Lukku- riddarann eftir J.M. Synge í „Hjá- leigunni,, í kjallara Félagsheimilis Kópavogs. I LK er áhugafólk sem hefur ekki látið erfiðar aöstæður aftra sér frá því að halda uppi leiklistarstarfsemi í nærri 30 ár. Núverandi húsnæði er vægast sagt frumstætt. En engu að síður hefur tekist að skapa í „Hjá- leigunni” skemmtilega írska krá þar sem ölið er ótæpilega drukkið, þrátt fyrir bjórbann í landi. En leikurinn um lukkuriddarann gerist einmitt á sveitakrá eða „shebeen” í afskekktu héraði á Iriandi. Leikmyndin er einföld. Ríflega helmingur salar verður leiksvæði, en áhorfendur sitja viö lítil borð fyrir enda krárinnar og verða þannig hluti sviðsmyndarinnar. Mörlandinn verður að vísu að láta sér nægja aðrar veigar en bjór ef hann vill væta kverkarnar á meöan á sýningu stendur, en það er önnur saga. Ekki er margt í þessum sívinsæla Atrifli í sýningu Leikfélags Kópavogs á Lukkuriddaranum. gamanleik sem líklegt er aö bögglist fyrir brjóstinu á okkur Islendingum í dag, þó að allt hafi orðið vitlaust á frumsýningunni í Dublin, árið 1907. Við sjáum fyrst og fremst fjörlega sögu um ýmsa skrýtna fugla og ekki spillir að hún er krydduö írskum söngvum, sem alltaf eiga greiða leið aðhjörtumokkar. Lukkuriddarinn var sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1967, í þýðingu Jónasar Ámasonar, og er sama þýðing notuð hér. Þetta er fyrir löngu orðinn sígildur texti og erfitt að hugsa sér að nokkur geti þar bætt Leiklist Auður Eydal um betur. Söngtextar Jónasar, léttir og liprir, eru oft hluti af sögu- þræðinum. I leiknum er fjallaö um íbúa í afskekktu héraði á Irlandi. Virðing fyrir lögum og rétti er svona rétt mátulega mikil, a.m.k. að okkar mati. Hið raunverulega yfirvald er kannske helst faöir Reilly, en hann vill enginn stygg ja. Stúlkan, Pegeen Mike, þykir ásjá- leg og góöur kvenkostur en er svarkur hinn mesti. Hún er heit- bundin Shawn Keogh, sem henni þykir lítið til koma, og lætur hún hann óspart heyra það. Kvöld eitt kemur á krána, sem faðir Pegeenar rekur, piltungur einn sem segist hafa lamið hann pápa sinn i hausinn meö skóflu og kálaö honum. Slíkur afreksmaður vinnur óöara hjörtu allra á staðnum. Kvenfólkið fellur fyrir honum og karlarnir dá hann. Vilborg Gunnarsdóttir leikur Pegeen Mike rösklega, sem við á, og aðkomupilturinn, Cristopher Mahon, er leikinn af Þórhalli Gunnarssyni. Hann á í dálitlum erfiðleikum með persónuna framan af en nær betri tökum eftir því sem á líður. Ekkjan, frú Quin, er leikin af Svan- hildi Valdimarsdóttur. Hún hefur prýðilegt útlit í hlutverkið og nær í því góðum sprettum, er ísmeygilega fleðuleg, og sýnir oft kostuleg svip- brigði, en textinn varð á stundum svolítiö slitróttur. Hinn hugdeigi Shawn Keogh er leikinn af Heröi Siguröarsyni og fyrirmyndarfeöurnir (eða hitt þó heldur) eru leiknir af þeim Finni Magnússyni og Ögmundi Jóhannessyni. Onnur hlutverk eru smærri. Búningarnir eru prýðilega vel við hæfi og leikmyndin, sem fyrr segir, einföld en þjónar vel tilgangi sínum. Leikstjórunum tveimur, Rúnari Lund og Helgu Harðardóttur, hefur tekist mæta vel að stilla saman hóp óreyndra leikara og skapa heillega sýningu. Leikritiö Lukkuriddarinn hentar aö ýmsu leyti vel til sýninga hjá áhugahóp sem þessum. Verkiö er fjörlegt, persónur nokkuö ýktar og söguþráðurinn öðru hverju brotinn upp með skemmt.ilegum söngvum. Hér er líka um hreinræktaða sýningu áhugafólks að ræða. Þaö sem á skortir í tækni og þjálfun er bætt upp með ósvikinni leikgleði og fjöri, svo sem vera ber. AE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.