Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 16
16
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985.
Spurningin
Hvað finnst þér um þá
ákvörðun forsetans að taka
sér frest vegna undirritunar
laga sem bönnuðu verkfall
flugfreyja?
Hugrún Krlstinsdóttir: Þaö er erfitt aö
svara þessu en þaö er alveg víst aö
þetta var erfiö ákvörðun hjá henni.
Hrafnhildur Bergsdóttir: Mér fannst
þetta gott hjá henni, sérstaklega þó á
þessum degi.
Siguröur Sæmundsson: Þetta var
alveg rétt hjá henni. Þaö hlýtur að
hafa veriö leitt fyrir hana aö undirrita
þetta því hún styöur kvennabaráttuna.
Anna M. Páisdóttir: Eg hef nú lítið
fylgst meö þessu máli en þaö eru
örugglega tvær hliðar á því. Löngunin
til aö sleppa viö aö undirrita og nauö-
syn þess aö það sé gert.
Ásbjöm Sigurgeirsson: Það var rétt
hjá henni að gera það. Hún tók sér um-
hugsunarfrest til aö vekja athygli á
deginum.
Sigríöur Kristinsdóttir: Þetta var nú
ekki mjög sniðugt úr því hún varö aö
skrifa undir þetta aö lokum.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
A f tómötum, skulda-
bréfum og húseign-
um i sveitum
Tómataunnandi skrifar
Það hefur gerst að fjöll af ferskum
tómötum hafa fundist á öskuhaugun-
um. „Matvælum hent til að halda
uppi verðinu,“ segja róttæklingarnir
og bölva kapítalistunum. „Ekki
annað að gera, þetta seldist ekki,“
segja tómataframleiðendurnir og
bæta því við að þeir hafi skömmu
áður selt tómata á „réttu“ verði í
verslanir og þeir hafi því ekki viljað
lækka verðið á umframtómötunum
og selja þá þannig því að þá hefðu
verslanirnar ekki getað selt sina
dýru tómata. Voru verslanirnar/
framleiðendurnir að okra á neytend-
um með dýru tómötunum? Eg er
þeirrar skoðunar. Ef framleiðend-
urnir hefðu lækkað verðið og selt
neytendum á verði, sem var nógu
lágt til að allir tómatarnir seldust,
voru neytendurnir þá að okra á fram-
leiðendunum? Ég tel svo ekki vera.
Fjárfestingarfélög selja skuldabréf
fyrir fólk sem vantar lán. Bréfin
seljast með afföllum, þ.e. á lægra
verði en nafnverði. Því lægra sem
verðið er þeim mun hærri verða
vextirnir sem kaupandinn fær og
skuldarinn greiðir. Hver okrar á
hverjum hér? Er nafnverð skulda-
bréfa „rétt“ verð? Það er hægt að
selja örlftið magn af tómötum á
„réttu“ verði, þ.e. á okurverði. en það
virðist ekki vera hægt að fá nokkurn
mann til að kaupa algeng skuldabréf
á nafnverði. Hvað er til ráða? A að
lækka verðið þar til kaupandi finnst?
„Okurvextir," segja róttæklingarnir
og bölva kapítalistunum af því að
verðinu á skuldabréfunum var ekki
„haldið uppi“. Þeir vilja „halda
uppi“ verðinu á skuldabréfum en
ekkiátómötum..
„Ég get selt hús á höfuðborgar-
svæðinu á 4 milljónir króna, keypt
skuldabréf fyrir peningana og fengið
stórkostlegan hagnað, en ég vil það
ekki, ég vil ekki lána peninga á
okurvöxtum," er haft eftir athafna-
manni nokkrum í sjónvarpsviðtali.
(En er nokkur sem bannar honum
að bjóða hærra verð fyrir bréfin ef
hann vill það? Þá eru vextirnir
lægri.) Hér er komið að kjarna máls-
ins. Ef fleira fólk fengist til að kaupa
skuldabréf þá væri hægt að selja þau
á hærra verði og vextirnir myndu
þar með lækka. Háu vextirnir og
lága verðið stafa af því að of fáir
kaupendur finnast.
Bóndinn, sem byggði sér gott íbúð-
arhús í sveit fyrir fáeinum árum,
kemst að því, þegar hann vill selja
húsið og flytja í þéttbýlið, að enginn
vill kaupa húsið á „réttu“ verði,'þ.e.
á verði sem er í samræmi við „bygg-
ingarkostnað" bóndans. Einn af
ráðamönnum húsnæðismála á ís-
landi skrifaði eitt sinn langa blaða-
grein um þetta „óréttlæti" og var
helst á honum að skilja að ríkissjóði,
þ.e. skattgreiðendum, væri skylt að
kaupa „óseljanleg" hús bænda fyrir
„rétt“ verð þegar bændur vildu flytja
burt úr sveitum. En hvernig væri þá
að láta ríkissjóð stöðva „vaxtaokrið"
með því að kaupa skuldabréf fjárfest-
ingarfélaga á „réttu“ verði?
Það finnst mörgum synd að henda matvælum í góðu ásigkomulagi,
en þó hafa margir framleiðendur gripið til þess ráðs til að fá viðunandi
verð fyrir vörur sínar.
„Örlítið innlegg um
fjóshauga og
landsbyggðarhatur’ ’
Bernharð Steingrímsson, Tungu-
síðu 2, Akureyri, skrifar:
Baldur er nefndur maður einn,
Hermannsson að faðerni og blaða-
maður að titli og nafnbót. Hefur
kempa þessi gert sér það helst til
ágætis að kneyfa um of þá skvettu
sem Óðinn ætlaði öðrum en skáldum.
Hafa síður DV orðið fyrir barðinu á
þeim íþróttatilraunum sem hann
stundar og nú síðast mátti verða
uppljómunar hans aðnjótandi þann
14. okt. á síðu 13.
Er þar engum dulið dálæti hans á
heimahögunum og að sama skapi
andúð hans á öðrum landsskikum
og er ritsmíð hans öll á þann veg að
ætla má að þar ráði minnimáttar-
kenndferðinni.
Því er það bæði ljúft og skylt að
upplýsa þennan uppljómaða mjaðar-
þembi um eftirfarandi til glöggvunar.
Okkur landsbyggðarfólki er það í
öllum tilfellum sársaukalaust og í
raun kærkomið að skorið verði á þau
fjármálatengsl sem tengja lands-
byggðina því reykvíska afætuveldi
sem er krabbamein íslensks þjóðlífs.
Varðandi fjóshauga þá væri fróð-
legt að vita í hvaða reykvískum
haugum skítkastarinn hefur grafið í
leit sinni að staðreyndum.
Ef pennaskvettir þessi trúir því í
raun og veru að verðmætasköpun
heimabyggðar hans geti staðið undir
reykvískum lifnaðarháttum án
dyggilegrar aðstoðar þess afætuveld-
is sem nagar landsbyggðina þá er það
einlæg áskorun mín til hans og reyk-
vískra samborgara, sem eru sama
sinnis, að þeir krefjist riftunar á
öllum fjármálatengslum við lands-
byggðina.
Hvort sú aðgerð hefði fjölgandi
áhrif á þann hóp sem þola þarf þá
miklu eymd og sára fátækt, sem líðst
þarna mitt í reykvískri algnægt og
velmegun, skal ósagt látið. Hitt er
víst að eitthvað mundi koðna í hinu
reykvíska afætuveldi sem nærist á
þarflausri hálauna þjónustu, ríkis-
bruðli og blóðsuguhætti.
Venjulegu þjóðfélagi má líkja við
keðju þar sem stéttirnar mynda
hlekkina. Með slíka samlíkingu
finnst okkur landsbyggðarfólkinu að
átakið komi svolítið ójafnt niður á
keðjuna. En til þess að eyða þeim
mikla metingi, sem á milli er, þá
væri það þjóðráð að skipta keðjunni
bróðurlega á milli þannig að þið sjáið
alfarið um ykkur og við um okkur.
Við búum þó áfram að sameiginleg-
um bókmenntaarfi og trúlega talið
þið íslenska tungu eitthvað lengur.
Vagni
stolið í
Örfirisey
Trillukarl hringdi:
Nú um daginn var vagn einn tek-
inn traustataki úti í Örfirisey. Var
þetta appelsínugulur vagn, notaður
til að flytja báta. Það sást til þeirra
sem tóku vagninn á sunnudags-
kvöldið og eru þeir vinsamlegast
beðnir að setja vagninn aftur á sinn
stað áður en þetta fer lengra.
Bjór:
AÐVORUN TIL
ÞINGMANNA
Kristleifur Þorsteinsson, Húsa-
felli, skrifar:
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður, Jón Hannibalsson alþingis-
maður og aðrir sem berjast fyrir
bruggun og sölu á áfengu öli á
íslandi. Þið öll, sem viljið örugg-
lega allt hið besta fyrir þjóðina,
eigið að sýna aðgát varðandi setn-
ingu nýrra laga um sölu og neyslu
á alkóhóli í formi veikari blöndu
en leyft hefur verið. Þótt í fyrstu
eigi að takmarka sölu á þessú er
augljóst að til samræmingar við
útlenska hætti verður sala á bjór
frjáls í búðum eftir stuttan tíma.
Áður en þið alþingismenn leiðið
þjóðina til svo afdrifaríkra gerða
sem löglegrar brúkunar á nautna-
lyfjum verðið þið að vita hvað þið
eruð að gera. Þið megið ekki nota
alla þjóðina fyrir tilraunadýr til að
sannreyna það sem þið haldið að
sé rétt. Þjóðin er í háska og vanda
stödd vegna ofbrúkunar á nautna-
lyfjum. Ykkur alþingismönnum ber
skylda til að draga úr þessum
vanda. Ég bið ykkur að beita hugs-
un og skynsemi varðandi þetta mál
en breyta ekki eftir tilfinningum
og eigin metnaði.