Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 29
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. 29 Rjúpnaskyttan fengsæla. Kristján Jóhannesson fékk fjörutíu og eina á fyrsta degi. Þekktasta rjúpnaskytta Akureyringa: Fékk 41 rjúpu í upphafi vertíðarinnar Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Þekktasta rjúpnaskytta Akureyr- inga, Kristján Jóhannesson, veiddi 41 rjúpu á fyrsta veiðidegi, 15. október sl. Rjúpurnar veiddi hann á hálendinu milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. Kristján er með fengsælli rjúpna- skyttum, því í hittifyrra veiddi hann rúmlega 500 rjúpur. I fyrra fékk hann svo rúmlega 300 rjúpur. Með Kristjáni í ferðinni þann 15. október var félagi hans, Þórður Hin- riksson. Hann veiddi 35 rjúpur. „Það var ausandi rigning allan daginn og við urðum gegndrepa. Við þurftum að elta rjúpurnar upp í 750—900 metra hæð og vorum þrjá tíma niður að veiðiskapn- urn loknum,” sagði Kristján er DV ræddi við hann. Kristján fer um fimmtán ferðir á veiðitímabilinu, en það er til 22. des- ember. Nýtt íþróttahús í Grindavík: Hið nýja íþróttahús í Grindavik. A innfelldu myndinni er Kristinn Benediktsson, formaður UMFG. DV-myndir emm. „Gerbreytir aðstöðunni” — segir Kristinn Benediktsson. f ormaður UMFG „Iþróttahúsið gerbreytir aðstöðunni hjá okkur Grindvíkingum til íþrótta- iðkana,” sagði Kristinn Benediktsson, formaður UMFG, er DV hitti hann í leikhléi þegar heimamenn léku fyrsta leikinn í nýja húsinu við Reyni frá Sandgerði í 1. deildinni í körfuknattleik fyrir stuttu, „en auk körfuknattleiks- ins munu handknattleiksmenn og knattspyrnumenn æfa í húsinu í vetur.” Næstan hittum við að máli Ægi Ágústsson, sem er formaður körfu- knattleiksdeildarinnar, en sú íþrótt nýtur mikilla vinsælda í Grindavík og stendur á gömlum merg. „Já, þetta er mikill munur, nú getum við loksins leikiö okkar heimaleiki á heimavelli en þurfum ekki að spila þá í Njarðvík — eða annars staðar. Þetta er mikill hæðgarauki og minnkar kostnaðinn. Húsið er 900 fermetrar. Rúm er fyrir tvo körfuknattleiksvelli, þvert yfir gólfið. Ekki veitir af. Við erum með það marga flokka. Ahorfendapallar verða ekki smíðaðir fyrst um sinn og ýmislegt er óunnið en eigi að síður er þetta mikil lyftistöng fyrir íþrótta- starfsemina og á áreiöanlega eftir að skila sér í bættum árangri,” sagöi Ægir. emm. Veislukostnaður ríkisins: Jókst um 52% á síðasta ári Risnu- og ferðakostnaður á vegum ríkisins og ríkisfyrirtækja jókst um 35,5 prósent 1984 frá árinu 1983. Þessi kostnaður var á árinu 1984 nær 608 milljónir en var árið áður 449 milljónir. Risnukostnaður er sá kostnaður sem fer í að greiöa veitingar vegna gesta- boöa á vegum ríkisins. Hann getur ver- iö fastur kostnaöur. Þá fær viökom- andi greidda fasta upphæö til aö ann- ast þessa starfsemi. Einnig er risnu- kostnaöur greiddur vegna framlagöra reikninga. 1984 var t.d. fastur risnu- kostnaöur rúmar 6 milljónir og annar risnukostnaöur var rúm 31 milljón króna. Frá árinu 1983 hækkaöi heildar- risnukostnaðurinn um rúm 52 prósent. Hann var rúmar 37 milljónir 1984 en 24,5 milljónir 1983. Mestur er risnukostnaður vegna utanríkisráðu- neytisins eöa um 4,6 milljónir. Hjá ríkisfyrirtækjum er risnukostnaðurinn mestur hjá Landsvirkjun eöa 1,4 milljónir, hjá Pósti og síma svipuð upphæö og hjá Rafmagnsveitunum rúm 1,1 milljón króna. APH. TIL FIAT EIGENDA! Firestone radial snjóhjólbarðar fyrir Fiat. Frábær verð á grlbmikium og níðsterkum hjólbörðum. STÆRÐIR:____ VERÐ KR.: HJÓLBARÐAVIÐCERÐ 135x13 .... 2.350,- KÓPAVOCS 145x13 2.588,- SKEMMUVEGI 6, KÓPAVOGI 155x13 ..... 2.725.- SÍMI75135 /Ultaff með besta verðið Já, nú borgar sig að lesa ef þig vantar góðan, fallegan klæða- skáp með plastfilmu í viðarlitum og hvítu. (l s i III p! 1 10 fi Fura eik — hvítt Fura eik H. 200 B. 95 D. 54 H. 200 B. 142 D. 54 Eik hvitt H . 200 B . 96 D. 58 Rennihurðir Fura — eik H. 200 B. 144 D. 58 Rennihurðir. H.200B. 193 D. 58 Rennihurðir. Og þetta er bara hluti af úrvalinu. Utborguner ogafgangur W / V á6mánuðum eöa 2000 á mánuöi og auðvitað er 5% staðgreiðsluaf- sláttur. Kreditkortin tekin bæði sem staðgreiðsla og útborgun við samning 30% BUS6MNAB0LL1N BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.