Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 1985. 26 ára maður lést f um- ferðarslysi 26 ára gamall maöur, Halldór Carl Steinþórsson, lést aöfaranótt sunnudags, eftir að hafa oröiö fyrir bifreið ofarlega á Laugaveginum — á móts við Mjólkurstöðina. Rign- ing og lélegt skyggni var þegar slysiö varö — um kl. hálffjögur. Halldór Carl var fæddur 14. maí 1959. Hann átti heima í Engihjalla 17 Kópavogi. -SOS Metsíldveiði i Mjög mikil síldveiði var um heig- ina — einhver sú mesta sem um getur nú síöari ár. I gær höfðu nær 50 bátar tilkynnt síldarútvegsnefnd um afla, samtals 4600 tonn, en þaö gerir um 46000 tunnur. Veiöisvæðið er frá Seyðisfirði aö Hvalbak og var landað á öllum höfnum frá Vopnafirði að Suður- nesjum. Sumir bátarnir voru með um og yf ir 150 tonn. Fyrsta síldin barst til Vest- mannaeyja í nótt og að sögn frétta- ritara var mikil stemmning hjá konunum í Eyjum þegar þær mættu til vinnu í morgun. Sömu sögu var að segja frá öðrum söltunarstöðum. -klp- Eldurísófa Eldur kom upp í fjölbýlishúsinu Orrahólum 7 kl. 03.20 í nótt. Slökkviliðinu var tilkynnt um að mikill reykur væri í stigagangi hússins — lagði út úr einni íbúðinni. Þegar slökkviliðiö kom á vettvang voru íbúar hússins komnir inn í íbúðina og voru búnir að vekja hús- ráðanda og slökkva eldinn með handslökkvitæki. Lítílsháttar eldur hafði komið upp í sófa í stofu íbúð- arinnar. -SOS Kviknaðií sendiferðabfl Slökkviliðinu í Reykjavik var til- kynnt um að eldur væri kominn upp í sendiferðabifreiö við Helgafell i Mosfellssveit í gærkvöldi kl. 11.20. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var bifreiðin alelda. -SOS BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 250S0 SENDIBÍLASTÖÐIN Hf LOKI Eru konurnar svona óálitlegar i BSRB? MjöCj híiróur nrokstur v.irö H< >f öiil'). il< I'. il >r; i Reykjavik i cj;«:r l< vol< ii li I >• i f ■ ■ 11. -.t u f.i . >í ; > . vocj fyrir stor.m fliiti kh|,im t . .. tiw • Sl ysa< leilci lí r >r 11.1 | >.t,il.n . ... . 11. •< ., i t í fólkshifreirt.innn.n ^Vl \ . i< t.t. • > < , n 1 . .t... f slysst.-iö. i >'' o,y <•, i ^ GOTVRNAR EINSOGÁR Frá Jóni G. Haukssyni, fréttaritara DV á Akureyri: „Eg var að horfa á sjónvarpið þeg- ar vatnið kom bullandi inn. Þetta var stanslaus straumur. Það var ekkert annaö að gera en opna útidyra- hurðina og leyfa vatninu að renna í gegn, annars hefði allt fyllst hér inni,” sagði Jörgen Hólm, 86 ára íbúi á Siglufirði og einn þeirra sem varð fyrir tjóni af völdum vatnsflaumsins á Siglufirði á föstudagskvöld. „Það er ekki ofsagt að göturnar í bænum hafi verið eins og ár,” sagði Hreinn Júliusson, verkstjóri hjá Siglufjarðarbæ. „Menn muna ekki annað eins, allir lækirnir sem renna í gegnum bæinn flutu upp úr á sama klukkutímanum. ” „Orsökin fyrir flóðunum er skriðu- föll í lækina uppi í fjallshlíöinni. Ruðningurinn ko.n niður og fyllti all- ar síur og ristar,” sagði Hreinn. Háflæði var á Siglufirði um hálf- tíma áður en ósköpin byrjuðu. Fjór- ar ár renna í gegnum bæinn. Verst var ástandið í kringum Hvanneyrar- á. „Áin kom fljótandi niöur í mið- bæ,”sagðiHreinn. Ekki er vitað í hve mörg hús flæddi en starfsmenn bæjarins voru kallað- ir í ein fimmtán hús vegna vatns- gangs. „Ég veit til að í einu húsanna var tveggja tommu leirlag á gólfinu eftir flauminn,” sagði Hreinn. -ÞG Jörgen Hólm, 86 ára Siglfiröingur, var að horfa á sjónvarpið þegar vatn- ið kom bullandi inn. Teppi og dúkar skemmdust i ibúð Jörgens. DV-mynd JGH. Ólaf svíkingar mótmæla harðlega kvótakerf inu: Kerfið þýðir margra mánaða atvinnuleysi Á ráöstefnu um atvinnumál, sem haldin var í Olafsvík sl. laugardag, var sett fram ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af at- vinnuástandinu á utanverðu Snæfellsnesi. Segir í ályktuninni að það sé með eindæmum að eitthvert kerfi geti ákveðið margra mánaöa atvinnuleysi í sjávarplássum. Ráðstefnugestir mótmæltu fram- komnu kvótafrumvarpi sjávarútvegs- ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, sem óhæfu til framtíðarstjómunar. Eindregið var mælt með tegundar- marksleið (skrapdagakerfi) í stjómun fiskveiða sem Vest- firðingar hafa samþykkt. Ráöstefnan fór fram á það við sjávarútvegsráðherra að linuveiðar yrðu gefnar frjálsar til áramóta til að bjarga atvinnuástandinu á landsbyggöinni. Ráðstefnunni var sjónvarpað um kapalkerfi og fylgdust bæjarbúar grannt með framgangi mála á ráðstefnunni. Atvinnumálanefnd Olafsvíkur, bæjarstjóm Olafsvíkur og Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi stóðu fyrir ráðstefnunni sem var í alia staði mjög málefnaleg og fróðleg, að sögn Kristjáns Pálssonar, formanns atvinnumálanefndar Olafsvíkur. Halldór Ásgrímsson opnaði ráðstefnuna með ítarlegri ræðu um fiskveiðistefnuna, en honum tókst ekki aö sannfæra menn um gildi kvótakerfisins, að sögn Kristjáns. K.B. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i t t í I i t i Í ■ A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.