Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. jþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Hamagangur og rautt — þegar Ármenningar tryggðu sér Reykjavíkur- meistaratitilinn óvænt með sigri á Val í úrslitaleik. Víkingur í þriðja sæti Ármenningar komu mjög á óvart á laugardaginn meö því aö tryggja sér sigur i Reykjavíkurmótinu meö sigri á risum Vals í æsispennandi leik, 24—23. Þaö hefði fáa grunað að 2. deildar liö Ármenninga næöi aö velgja gamal- kunnu Valsliðinu undir uggum en þaö fór þó svo. Ármann haföi ætíð yfir- höndina, í hálfleik munaöi tveimur mörkum, 13—11. í seinni háifleik héldu Ármenningar haus þrátt fyrir aö oft munaði litlu á lokaminútunum. Jafnt 22—22 en Ármenningar náðu þá að skora tvö mörk í röð. Valsmenn skor- uðu sitt 23. mark þegar um þaö bii f jór- ar mínútur voru til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst aö skora mark á þeim f jór- um „taugamínútum” er eftir lifðu og Ármenningar stóðu því uppi sem Reykjavíkurmeistarar. Valsmenn uröu fyrir nokkru áfalli undir miðbik fyrri hálfleiksins, Jóni Pétri Jónssyni var þá sýnt rauða spjaldiö fyrir klaufalegt brot. Nokkuð strangur dómur og kappinn undi hon- um frekar illa. Settist á varamanna- bekkinn eftir snögga sturtu. Honum var fljótlega vísaö upp á pallinn undir stigatöflunni þar sem hann gagnrýndi slaka dómgæslu þeirra Gunnlaugs Hjálmarssonar og Ola Olsen. Ekki þó svo að skilja að Valsmenn hafi tapað nokkuð á dómgæslunni, því fer f jarri. Guömundur Friðriksson, markvörð- ur þeirra Ármenninga, sýndi oft á tíð- um snilldarmarkvörslu. Þá áttl Bragi Sigurðsson ágætan leik. Jón Pétur var frískur bæði fyrir og eftir rauöa spjaldiö og þá stóð Ellert sig vel í markinu. Mörk Ármanns: Bragi 7, Haukur Halldórsson 5, Einar Nabye 4, Egill Steinþórsson 3, Þráinn Ásmundsson 2, Einar Eiríksson, Oskar Arnmundsson og Hans Sigurðsson 1. Mörk Vals: Þorbjörn G. 6, Þórður Sigurðsson 5, Jón P. og Guðni Bergs- son 3, Stefán Gunnarsson og Theodór Guðfinnsson 2, Ingvar Guðmundsson 1. Víkingur—ÍR 30-19 (11-9) iR-ingar veittu Víkingum lengi við- nám í leiknum um þriðja sætið. For- ysta Víkings var yfirleitt 2—3 mörk í fyrri hálfleik en í byrjun seinni setti Víkingsliðiö í fluggírinn. Skoraöi tólf mörk gegn aðeins fjórum mörkum ÍR og staðan breyttist úr 11—9 í 23—13. Eftirleikurinn var formsatriði. Steinar Birgisson átti bestan leik Víkinga en einnig kom Finnur Thorla- cius skemmtilega á óvart í markinu. Hjá IR voru þeir Guðmundur Þórð- arson og Bjarni Bessason bestir. Mörk Víkings: Karl Þráinsson 7, Sig- urður Ragnarsson 6, Steinar Birgisson og Páll Björgvinsson 5, Bjarki Sigurðs- son 3, Siggeir Magnússon 2, Hilmar Sigurgíslason og Guðmundur Alberts- sonl. Mörk IR: Bjarni 7, Frosti Guðlaugs- son 5, Willum Þórsson 3, Guðmundur Þórðarson 2, Þorsteinn Guðmundsson og Ársæll Hafsteinsson 1. -fros Valsstúlkurnar urðu Reykjavíkurmeistarar — sigruðu lið Víkings í úrslitaleik, 19:18 Valur tryggði sér á laugardaginn Reykjavíkurmeistaratitil meö sigri á Víking í æsispennandi leik, 19—18. Hið efnilega lið Vikings hafði undir- tökin framan af en Valsstúlkurnar náðu að jafna fyrir hlé, 10—10.1 seinni hálfleiknum var sóknarleikur Hlíöar- endaliðsins öllu sterkari, liðið náði fljótlega naumri forystu sem þaö hélt til enda. Markvarslan var góð hjá báðum lið- um en Kristín Arnþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir áttu góðan dag í Vals- liðinu og þær Inga Lára Þórisdóttir og Valdís Birgisdóttir í Víkingsliðinu. Mörk Vals: Guðrún Kristjánsdóttir 6, Kristín Arnþórsdóttir og Erna Lúð- víksdóttir 5, Magnea Friðriksdóttir 2 og Soffía Hreinsdóttir 1. Mörk Víkings: Inga Lára 8, Valdís Birgisdóttir og Svava Baldursdóttir 3, Arnheiður Bergsteinsdóttir 2 og Eiríka Ásgrímsdóttir 1. Fram-KR 22-17 (13-8) Það var aldrei nein spurning um sigurinn í þessum leik. Fram náöi fljót- lega sex marka forskoti, 10—4, og KR var langt frá því að eiga nokkra mögu- leika á að minnka það forskot svo ein- hver ju næmi. Mörk Fram: Ingunn Bernódusdóttir 7, Arna Steinsen 5, Sigrún Blomster- berg 4, Hafdís Guðjónsdóttir, Margrét Blöndal og Guðrún Gunnarsdóttir 2. Mörk KR: Aldís Arnþórsdóttir 6, Sig- urbjörg Sigþórsdóttir 4, Bryndís Harð- ardóttir 3, Jóhanna Ásmundsdóttir, Karólína Jónsdóttir, Snjólaug Berg- steinsdóttir og Nelly Pálsdóttir 1. .fros Jafnræði fyrsta kortérið en síðan ekki söguna meir — Valsmenn unnu öruggan sigur á ÍR-ingum, 104:79 ÍR-ingar eru nú á botni úrvalsdeildar- innar í körf uknattleik eftir að líðið tap- aði fyrir Val á laugardag með 79 stig- um gegn 104. Staðan í leikhléi var 27— 45 Val í vil. Það var aðeins fyrsta stundarfjórð- unginn sem iR-ingar náðu aö hanga í Valsmönnum og veita þeim einhverja keppni. Þegar 15 mínútur voru liðnar af leik liðanna var staðan 25—27 en eft- ir það fór að draga í sundur með liðun- um. Valsmenn léku af mun meira ör- yggi en leikur ÍR-liðsins var fum- kenndur og alls ekki nógu góður. Á fimm mínútunum fram að leikhléi skoruðu Valsmenn 18 stig en iR-ingar 2 og þar má segja að sigurvonir iR-inga hafi horfið. I síðari hálfleik héldu Valsmenn áfram að breikka biliö og þegar upp var staöið í lokin höföu Valsmenn skor- að 104 stig en iR-ingar 79. Einar Olafsson var atkvæðamestur í liði Vals. Hann skoraði 27 stig og er leikmaöur í mjög mikilli framför. Leif- ur Gústafsson lék einnig ágætlega og skoraði mun meira en hann hefur áður gert í vetur. Björn Steffensen var bestur iR-inga sem mættu til leiks án þjálfara síns, Kristins Jörundssonar. Hann er er- lendis og mun missa af f jórum leikjum í úrvalsdeildinni. Ekki verður það til að auka líkurnar á því að iR-ingar haldi sæti sínu í deildinni. Stig Vals: Einar Olafsson 27, Leifur Gústafsson 15, Jón Steingrímsson 13, Tómas Holton 14, Sturla örlygsson 13, Torfi Magnússon 8, Siguröur Bjarna- son 8, Björn Zoega 6. Stig IR: Jón Örn Guðmundsson 16, Ragnar Torfason 16, Björn Steffensen 10, Jóhanries K. Sveinsson 10, Karl Guölaugsson 10, Bragi Reynisson 6, Hjörtur Oddsson 6, Vignir Hilmarsson 4, Björn Leósson 3 og Benedikt Ing- þórsson 2. Leikinn dæmdu þeir Omar Scheving og Jón Otti Olafsson. -SK. • Einar Olafsson skoraöi 27 stig fyrir Val gegn ÍR. Passarella hættur — að leika með Argentínu Daniel Passarella, fyrirliði heimsmeistara Argentinu I knattspyrnu 1978, hefur lýst því yfir að hann muni ekki leika fleiri landsleiki. Ástæðan er sú að hon- um semur ekki alls kostar við þjálfara liðsins, Carlos Bilardo. -fros. HMiMexíkó: Brasilía sigurstrang- legust — hjá veðmöngurum Menn eru nú þegar farnir að velta vöngum yfir því hverjir verði heimsmeistarar í knatt- spyrnu 1986. Hjá veðmöngurum eru Brasilíumenn nú taldir likleg- astir til að vinna keppnina en það yrði þá i fyrsta sinn í 16 ár. Hlut- föllin á Brassana eru 5—2. Lík- indin á að England vinni titilinn eru 14—1. Það fór illa fyrir einum er var aðeins of bráður á sér og spáði Svíum sigri. Vonir hans hurfu sem dögg fyrir sólu er Portúgal- ar unnu V-Þjóðverja óvænt fyrir hálfum mánuði. Maðurinn hafði lagt 600 sterlingspund undir en likurnar fyrir að Svíar yrðu næstu heimsmeistarar voru þá aðeins 125 gegn einum. -fros. Videoton kærði UEFA- leikinn Ungverska liðið Videoton hefur kært pólska liðið Legia Varsjá fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða á miðvikudaginn. Leik- ið var í Ungverjalandi og mátti Videoton þola tap, 0—1. Videoton taldi að leikmaðurinn væri ólög- legur þar sem Evrópuknatt- spyrnusambandið hefði ekki enn samþykkt sölu á leikmanni liðs- ins frá Lodz sem rétt eins og Legia leikur í 1. deildinni pólsku. -fros. Einvígi tveggja liða íHollandi I hollensku knattspyrnunni er allt útlit fyrir að tvö lið muni heyja einvígi um meistaratitilinn í ár. PSV Eindhoven og Feyenoord hafa bæði 21 stig en næsta lið, Den Bosch, sem ekki er talið líklegt til stórafreka þrátt fyrir góða byrjun, er í þriðja sæti með 17 stig. Ájax er síðan með 14 stig. Feyenoord vann stóran útisig- ur um helgina gegn Sparta Rotherdam, 2—5. Hitt toppliðið, PSV Eindhoven, lék á heimavelli gegn VVV Venlo og vann öruggan sigur, 3—0. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.