Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985.
15
Menning Menning Menning Menning
Karólína semur sinfónískt
verk fyrir sjónvarp
Þann 3. nóvember nk. verður í fyrsta
sinn á Islandi flutt tónverk fyrir sjón-
varp og þá auðvitað í sjónvarpinu.
Nefnist verkið Sinfóníetta og er sam-
ið af Karólíu Eiríksdóttur tónskáldi, að
beiðni sjónvarpsins, en í tilefni af ári
tónlistarinnar.
„Þótt ég kalli það sinfóníettu eða
smásinfóníu er þetta verk ekki hefð-
bundið nema aö litlu leyti,” sagöi
Karólína, er blm. hitti hana á æfingu
hjá Sinfóníuhljómsveitinni.
,,Að vísu skipti ég tónlistinni í fjóra
mishraöa kafla, eins og gerist í
sinfóníum, auk þess sem tvær hug-
myndir eöa tónklasar liggja til grund-
vallar verkinu, en að öðru leyti er það
nútímalegt.”
Karólína var spurð hvort hún hefði
af ásettu ráði tekið mið af gamla góða
Haydn og sinfóníu hans er hún samdi
fyrir fjölmiðil eins og sjónvarp.
„Nei, ekki get ég sagt það,” svaraði
hún. „Tónverkið fékk á sig þetta form í
vinnslunni, án þess að ég væri sérstak-
lega að hugsa um að gera það aðgengi-
legt.” Hvernig skrifar tónskáld svo
fyrir sjónmiðil eins og sjónvarpið?
„Eg tók þá ákvörðun að vera ekki
með neinar sérstakar kúnstir heldur
skrifa eins og fyrir venjulegan konsert.
Að vísu er upptökustúdíó sjónvarps
ekki ýkja stórt og þess vegna gat ég
ekki skrifað fyrir heila sinfóníuhljóm-
sveit. Þannig séð setur sjónvarpið
mark sitt á verkið.
Þó hefur það ákveðna sjónræna vídd
ef upptökustjórar kæra sig um að nýta
hana. Eg skipti hljóöfæraleikurunum
t.d. í grúppur, sem spila sín á milli í
, sumumköflum.”
Karólína er enginn byrjandi í að
skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit. Hún
hefur þegar samið þrjú meiri háttar
verk fyrir hana og hælir henni og
stjómanda hennar, Jacquillat, í
hástert fyrir meðhöndlun þeirra á tón-
smíðum hennar. Gefur hún þeim ná-
kvæm fyrirmæli um það hvemig leika
á þessar tónsmiðar?
„Yfirleitt geri ég slíkt þegar um
hljómsveitarverk er að ræða,” segir
Karólína. „Þó gef ég hljóðfæraleikur-
um, sérstaklega einleikurum, talsvert
svigrúm til túlkunar á því sem ég hef
samið.”
Hún gerði verksamning við sjón-
varpið í febrúar sl. og hefur unnið að
þessu tónverki í allt sumar.
„Ég hefði ekki getaö leyft mér slíkan
munaö, hefði ég ekki fengið starfslaun
til árs,” segir hún.
Skyldan kallar, Jacquillat kallar og
við yfirgefum æfinguna. Umrætt tón-
verk Karólínu Eiríksdóttur, Sinfóní-
etta fyrir sjónvarp, verður síðan frum-
flutt/sýnt sunnudaginn 3. nóvember,
eins og áður sagði.
AI.
LAIMDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR
t
i
-f
f
f
f
+
f
f
f
Aðalfundur
Aðalfundur Landsmálafélagsins Varðar verð-
ur haldinn þriðjudaginn 29. október kl. 20.30 í
Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Vörn fyrir „Velferðarríkið",
ræða Styrmis Gunnarssonar rit-
stjóra.
3. Önnur mál. Stjórnin.
Karólina Eiriksdóttir.
Mynd KAE.
.
BÍLAR SEM TEKIÐ ER EFTIR
Ford Escort XR 3, órg. '82.
ATH. skuldabréf, eklnn 39.000
km.
ATH. sklpti i ódýrari.
Subaru ST 4x4, árg. 1988, akinn Bronco érg. 1982, 6 cyi., bain-
13 þús. km, m/vökvastýri. Bain skiptur, 4 gira, vökvastýri, afl-
bremsur, útvarp, segulband,
élfaigur, ný ryðvöm, litur hvítur.
Skiptl é ódýrari. Varð 980 þús.
Mazda RX 7, érg. 1983, skinn 27 GMC Van érg. 1978, 8 cyl., sjálf-
þús. km. Átfelgur. Skipti koma til skiptur, vökvastýri, 11 manna, Honda Prelude, érg. 1981, ekinn
grelna ó ódýrari eða dýrari Hi-Lux allur klssddur. Bein sala. Verð 480 39 þús. Skipti é ódýrari. Verð 370
þús. þús.
Mikið úrval nýlegra
blla, ýmiss konar
bilaskipti.
Kristján Guðmundsson - „Eyjólfr hét maðr ", 1982-'83, jórn. Eittverkanna
ó samsýningunni i New York
S
m
m fí
I SEÐLABANKABYGGINGUNNI
opin kl. 16 - 22 og kl. 14 - 22 um helgar til 31. október