Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MANUDAGUR 28. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mótmæltu Peres Mótmæli frá Likud-flokknum helltust yfir Shimon Peres, forsæt- isráöherra Israels, þegar hann kom heim eftir ræöu sína á þingi Sameinuðu þjóöanna og viökomu í Frakklandi. Samstarfsflokkur verkamannaflokks Peresar í stjórn vildi mótmæla friðartillögum þeim sem Peres kom á framfæri i ræðu sinni á SÞ-þinginu. Viö heimkomuna sagði Peres að hann myndi ekki semja viö Frelsis- samtök Palestínu, PLO, og aö hann hefði ekki „selt Júdeu og Samar- íu,” — þaö er aö hann hafi ekki boö- ist til aö gefa Jórdönum eftir vest- urbakka Jórdanár. Múturfrádráttar- bærartilskatts Þaö er ólöglegt að múta mönnum í Danmörku en þó er hægt aö telja mútur fram sem frádrátt til skatts. Hans Westerberg, yfirmaöur dönsku skattstofunnar, sagöi: „Hvaö okkur varöar þá er ekkert sem mælir á móti því aö útgjöld fyrirtækja erlendis séu sett í flokk sem heitir „mútur”.” En hann sagöi þó að mútur væru ólöglegar ef þær ættu sér stað innan Dan- ,merkur. Frumbyggjar fagnaAyers Frumbyggjar í Ástralíu héldu upp á þaö í fyrrinótt aö stjórnvöld skiluðu þeim eignarréttinum yfir Ayers-klettinum í norðurhluta iandsins. Frumbyggjar voru sigur- reifir eftir afhendinguna á laugar- dag en stjómvöld noröurhéraða Ástralíu hörmuöu aö kletturinn færi nú úr eigu allra Ástralíu- manna í hendur lítils hóps þeirra. Ayers-kletturinn hefur verið heilagt vé frumbyggja i 30.000 ár. Meölimir allra fjögurra tungu- málahópa frumbyggja dönsuöu fram á nótt, eftir afhendinguna, í kringum höfðingjann Reggie Uluru, sem er formaöur félagsins sem mun fara með málefni klettsins. Byssukúlurá mannæturnar Villidýrayfirvöld í Tanzaníu hyggjast drepa um 500 krókódíla sem hafa étiö fólk í Rukwa vatni i vesturhluta landsins. Stjórnvöld bíöa nú eftir aö nefndin, sem fjallar um alþjóöleg kaup og sölu á dýrurn í útrýmingarhættu, gefi grænt ljós á drápin. Stjómvöld i Tanzaníu segja að 1.000 kúlur hafi veriö teknar frá fyrir átta skotmenn sem eiga að siá um drápin. Dagblöð í Tanzaníu segja aö átta manns hafi farist í munni krókódíla í vatninu á undanfömum tveimur árum. Einnig hafa krókódilarnir eyðilagt fiskiönaöinn á staönum. Barístgegn bamaklámi Frá Sigrúnu Harðardóttur, frétta- ritara DV í Amsterdam. Maður var handtekinn í Bergen i Hollandi í lok september vegna barnakláms. Við húsleit hjá honum vom gerö upptæk um 150 mynd- bönd meö bamaklámi. Við yfir- heyrslur játaöi maðurinn aö upptökur myndbandanna heföu farið fram á heimili hans. Yfirvöld álíta aö hér hafi þau náö einum af stærstu framieiöendum barna- kláms í landinu. Hollensk yfirvöld hafa einnig sætt gagnrýni annarra þjóöa vegna lélegs eftirlits meö barnaklámi. SíðastUöiö ár hefur aUur póstur tU Bandaríkjanna frá Hollandi og vissum Norðurlandanna verið tekinn frá og sérstaklega leitaö í honum að barnaklámi. Krakarar fóru með skæruhernaði um borgina eftir fréttina um að einn þeirra hefði látist í fangelsi. DV-mynd Sigrún Harðardóttir. Amsterdam: BENSINSPRENGJUR OG TARA- GAS VEGNA DAUÐA KRAKARA Frá Sigrúnu Harðardóttur, fréttarit- ara D V i Amsterdam: Til átaka kom miUi krakara og lög- reglu í Amsterdam fyrir helgi þegar rýma átti íbúö sem einstæð móöir og barn bjuggu í. Lögreglan greip til skot- vopna og fékk ungur maöur skot í handlegg. Handteknir voru 32 manns og gistu þeir fangageymslur. Viö yfirheyrslur varö einn hinna handteknu mjög æstur og var læknir fenginn til að líta á viökomandi. Hann reyndist þekktur metadoneþiggjandi hjá meðferðarstofnun borgarinnar fyrir heróínneitendur. Honum voru gefin meöul. En klukkan hálftvö á föstudag fannst pilturinn síöan látinn í klefa sínum. Dánarorsök er ókunn en ekkert bendir til aö um líkams- meiðingar hafi verið aö ræöa. Þegar yfirlögreglustjóri gerði kunnugt um látiö voru krakarar þegar farnir af staö meö mótmæli í norö- vesturhluta Amsterdam. Þegar andlátsfregninni var útvarpaö snerust mótmælin upp í bardaga milli lögreglu og krakara, en svo kallast þeir sem setjast aö í yfirgefnum íbúöum í Hollandi. Krakarar vörpuöu Molotoff- kokkteilum aö lögreglu, og lögregla notaði táragas til aö dreifa hópnum. Litlir hópar krakara fóru meö skæru- hernaði um Amsterdam borg og hentu bensínsprengjum aö opinberum byggingum. Slökkvilið borgarinnar haföi nóg að gera viö aö slökkva elda. Krakarar hafa þær sögusagnir úr fangelsinu aö pilturinn umræddi hefði verið farinn aö blána aöíaranótt föstudagsins og beðiö heföi verið uin aö hann yröi fluttur á sjúkrahús. Því heföi ekki verið sinnt. Lögreglan sætir haröri gagnrýni vegna málsins. Marcos með helluroða — verður veikari eftir hverja árás sjúkdómsins Ferdinand Marcos, forseti Filipps- eyja, er haldinn helluroöa, sjúkdómi sem ræðst á líffæri og er oft ólæknandi. Þessi sjúkdómur gerir oft síendur- teknar árásir á líkamann. Marcos mun hafa' lifað af þrjú slík áföll en orðið veikari eftir hvert þeirra. Dagblaðið Washington Post hefur eftir bandarískum embættismönnum að Marcos geti stundum enga björg sér veitt. Newsweek-tímaritið vitnar í Bandaríkjamenn sem hafa feröast til Filippseyja í opinberum erinda- gjörðum og segja aö Marocs hafi gengist tvisvar undir nýrnaflutning, þann fyrri um þaö bil þegar Benigno Aquino var skotinn, í ágúst 1983, og þann síðari stuttu síöar. Orðrómur í Manila segir aö Marcos hafi gengist undir meiri háttar aðgerö fyrir ári. En viö opinbera athöfn, sem var sjónvarpað, fletti Marcos upp skyrtu sinni til aö sýna aö ekkert ör væri eftir hjartaaögerö, eins og orörómur þá sagöi aö hann hefði gengist undir. Marcos verður veikari með hverri árás helluroðans. Svona myndir birta þeir af honum til að sanna fyrir landsmönnum að foringinn sé enn á lifi. Reynsatindur brann illa i norskum slipp Eðvarð T. Jónsson, fréttaritari DV í Þórshöfn: Verksmiðjuskipið Reynsatindur, sem er stærsti togari í Norður-Evrópu, brann í skipasmiöastööinni Brattvang í Noregi í vikunni síöustu. Togarinn var keyptur til Færeyja fyrir nokkrum árum en gífurlegir erf- iðleikar hafa veriö á rekstri hans og út- gerðarfélagið sem rak hann varö gjaldþrota íyrir nokkrum mánuöum. — Nokkrir Færeyingar keyptu skipið aftur með aöstoð færeysku iands- stjórnarinnar og ætluðu að undirbúa þaö fyrir kolmunnavertíðina sem nú er að hefjast. Færeyskir skipasmiðir, sem fóru meö Reynsatindi til Brattvangs, höfðu verið að logsjóða í lest skipsins þegar eldurinn kom upp. Islenskur togari sem lá við hliö Reynsatinds var hætt kominn um tíma. En slökkviliðsmenn gátu meö því aö vera um borö í þeim íslenska at- hafnaö sig til þess aö ráða niðurlögum eldsins í þeim færeyska. Reynsatindur er ekki talinn ónýtur. •Hann er í þúsund brúttólestir að stærö og tryggður fyrir hátt í 500 milljónir ís- lenskra króna. Rændu lista- verkum Hópur vopnaðra ræningja réðst um hábjartan dag inn í listasafn í París og haföi á brott með sér níu fræg impress- ionista-málverk. Þykir þetta mesti listaverkaþjófnaður sem framinn hef- ur veriö í Frakklandi síðan Monu Lisu var stolið 1911. Þrír menn meö hlaupvíðar skamm- byssur á lofti geystust inn í Marmott- an-safnið skömmu eftir að þaö var opn- aö í gærmorgun. Héldu þeir átta gæslu- mönnum og 50 gestum í skefjum á meðan þeir slitu niður af veggjum mál- verk, meðal annars „Impression, sol- eil levant” eftir Claude Monetz og „Baigneuses” eftirRenoir. Monet-myndin ein er metin til að minnsta kosti 30 milljón franka en heildarverðmæti ránsfengsins er reiknað í milljörðum króna. Ræningjarnir gengu fálmlaust aö hverri mynd og voru greinilega áöur búnir að velja hverju þeir ætluðu að ræna. Þykir mjög undarlegt að þeir skuli ræna svo frægum málverkum sem erfitt veröur fyrir þá að selja. Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.