Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. ____Iþróttir_Iþróttir___Iþróttir_íþróttir_ Tíu Man. Utd-leikmenn héldu 10 stiga forystu í deildinni Unnu Chelsea 2:1 á Brúnni. Graham Hogg rekinn út af og Atkinson fékk áminningu. Liverpool vann Luton og er í 2. sæti Litla flóin, Jespor Olsen, var á skotskónum er lið hans, Manchester United, vann sigur á Chelsea um helgina. Hér sést hann i baráttu við Everton- leikmanninn Pat Van den Hauwe. STAÐAN Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- ritara DV í Englandi: Tíu Manchester United leikmenn náðu að halda tiu stiga forskoti sinu í ensku 1. deildinni. Liðið hélt um þessa helgi á Brúna og lék við Chelsea, sem ekki hafði tapað stigi á heimavelli á keppnistímabilinu, en mátti sætta sig við ósigur, 1—2, þrátt fyrir að leika einum fleiri allan seinni hálfleikinn. Miðverði Manchesterliðsins, Graham Hogg, var vikið af velli fyrir hrindingu á einum sóknarmanni Chelsea. Dómurinn var mjög strangur en Hogg hafði áður i leiknum verið áminntur. Er dómarinn vísaði Hogg út af hljóp Ron Atkinson, stjóri Manchester- liösins, inn á leikvöllinn til að mótmæla dómnum og varð sér úti um sina aðra áminningu sem framkvæmdastjóri. Hann fékk einnig áminningu í leik gegn Arsenal fyrir tveimur árum. Það var á síðustu fimm mínútum í fyrri hálfleiknum sem flest æsileg atvik skeðu. Fyrst komst Mark Hughes í opiö færi eftir að hafa fengið boltann óvænt frá einum leikmanna Chelsea. Niedzwiezki markvörður átti í litlum vandræðum með að verja skot hans. A næstu mínútu kom mark Manchester- Urslit Úrslit í ensku knattspyrnunni um helgina urðu þessi: 1. deild Aston Villa—Newcastle 1—2 Birmingham—Coventry 0—1 Chelsea—Man. United 1—2 Ipswich—West Ham 0—1 Liverpool—Luton 3—2 Man. City—Everton 1—1 Nottingbam Forest—Arsenal 3—2 Sheff. Wed.—WBA 1—0 Southampton—QPR 3—0 Tottenham—Leicester 1—3 Watford—Oxford 2—2 2. deild Bradford—Sheff. United 1—4 Crystal Palace—Blackburn 2—0 Grimsby—Middlesbrough 3—2 Huddersfield—Carlisle 3—3 Millwall—Portsmouth 0—4 Oldham—Brighton 4—0 Shrewsbury—Hull 0—0 Sunderland—Norwich 0—2 Föstudagskvöld: Stoke—Wimbledon 0—0 3. deild Blackpool—Brentford 4—0 Bournemouth—Bristol Rov. 6—1 Bristol City—Wolves 3—I) Bury—Reading 3—1 Cardiff—Bolton 0-1 Chesterfield—Doncaster 0—0 Derby—Piymouth 1—2 Gillingham—Swansea 5—1 Wigan—Newport 0—0 Vork—Rotherham 2—1 4. deild Aldershot—Crewe 3—2 Cambridge—Peterbrough 3—1 Colchester—Northampton 0—2 Exeter—Hartlepool 1—2 Halifax—Burnley 2—2 Mansfield—Torquay 4—0 Orient—Stockport 0—1 Port Vale—Swindon 3—0 Tranmere—Rochdale 2—0 Wrexham—Chester 1—1 Föstudagskvöld: Scunthorpe—Hereford 2—1 Southend—Preston 2—1 liðsins. Paul McGrath lagöi þá boltann fyrir Jesper Olsen, Danann knáa, sem lék á einn varnarleikmann og sendi boltann í netið af 20 metra færi. Brott- rekstur Hogg og áminning Atkinson komu síðan mínútu seinna. Á 75. mínútu náði Chelsea að jafna eftir mikil mistök Gary Baily, mark- varðar Man. Utd. Hann missti þá af fyrirgjöf Pat Nevin og boltinn barst inn í vítateiginn þar sem mikil þvaga skapaðist, McGrath skaut í þverslána á eigin marki en hann ætlaöi aö hreinsa, boltinn barst frá slánni til Joe McLaughlin sem náði aö pota boltanum í markið. Litlu síðar munaði litlu að Chelsea næði forystunni er Kerry Dixon átti skot í þverslá. Mark Hughes tryggði Man. Utd síðan sigurinn á 77. mínútu og Manchester- liöiö hefur því ekki enn tapað deildar- leik á þessu keppnistímabili eftir fjór- tán fyrstu umferðirnar. I þessum leik lék Uðið án fyrirliða síns, Bryan Robson, auk þess sem Gordon Strachan og Remi Moses gátu hvorugur leikið vegna meiðsla. Hjá Chelsea var Mike Hazard tekinn út úr liðinu fyrir skoska unglinginn Kevin McAllister er lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Chelsea og var hann besti maður liðsins. Walsh skoraði tvívegis Paul Walsh, sem er nú á sölulista hjá Liverpool, skoraði tvívegis fyrir Liver- pool gegn sínum gömlu félögum, Luton. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu eftir góðan undir- búning Jan Mölby og fjórum mínútum seinna skoraði hann glæsilegt mark. Þannig stóð í fyrri hálfleiknum en í þeim seinni var Luton betra liðið. Steve Foster náði aö minnka muninn í 2—1 en Jan Mölby bætti þriðja Liverpoolmarkinu við á 65. mínútu er hann skoraði beint úr aukaspyrnu framhjá 8 manna óskipulögðum varnarvegg Luton. Síðasta oröiö átti síðan Mark Hartford fyrir Luton á 75. minútu er hann skoraði með þrumuskoti af 30 metra fa5ri — stöngin inn. Varnarmistök og útafrekstur Tottenham lék sinn fyrsta heimaleik í fimm vikur á laugardaginn er liðið fékk Leicester í heimsókn. Lundúna- liðið fékk draumabyrjun, skoraði strax á 2. mínútu og var hinn markvissi Mark Falco þar að verki. Þrenn varnarmistök kostuöu Tottenharn síðan þrjú mörk. Fyrst urðu fyrirliöa þeirra, Steve Perryman, á slæm mistök er Alan Smith náði að komast inn í sendingu frá honum til Clemence markvarðar og skora. Annar söku- dólgurinn var Graham Roberts er brá Andy Sealy inni í vítateig er lítil hætta var á ferðum. Það var á 25. mínútu og Steve Lynex skoraði úr vítinu framhjá Clemence sem náði að koma við boltann á leiðinni í markiö. Sjö mínútum seinna missti Paul Miller boltann til Mark Bright sem nýtti sér þaö til hins ýtrasta. Síðan gerðist ekkert markvert í leiknum þar til í síðari hálfleiknum er varnarmanni Spurs, Paul Miller, var vikið af velli fyrir brot á Morgan. Fyrsti útisigur Leicester á keppnistímabilinu var því í höfn. Aðeins 17.944 áhorfendur lögðu leið sína á White Hart Lane sern eru fæstir áhorfendur á heimaieik hjá Tottenham á þessu keppnistímabili. Þrenna Davenport Peter Davenport tryggði Nottingham Forest sigur á Arsenal er liðin mættust á City Ground í Nottingham. Hann skoraöi þrjú fyrstu mörk leiksins, það fyrsta úr víta- spyrnu á 28. mínútu eftir að Tommy Caton hafði brugðið honum innan teigs og síðan tvö mörk í seinni hálfleiknum, á 62. og 67. mínútu. Þeir Graham Rix og Paul Davies náðu að minnka muninn en fyrr í leiknum hafði Rix reyndar skorað mark sem dæmt var af. Skaut þá beint á markið úr óbeinni aukaspyrnu og vildu leikmenn Arsenal meina að knötturinn hefði snert leik- mann á leiðinni í markið. Minnis bjargaði Everton Það var varamarkvörður Everton sem bjargaði liðinu frá tapi gegn nýliðum Manchester City. Bob Minnis heitir sá og lék með í fjarveru Neville Southall sem var í banni. Minnis varöi oft á tíðum ótrúlega vel. Það var Adrian Heath, sem nú leikur sem tengiliður i Everton-liðinu, sem náði forystunni í fyrri hálfleik en Paul Simpson náði að jafna metin í upphafi þess síðari. Peter Beardsley var aðalmaðurinn í útisigri Newcastle á Aston Villa. Það var Paul Gascoigne sem náði for- ystunni fyrir Newcastle strax á f jóröu mínútu. Andy Gray skoraði sitt fyrsta deildarmark á keppnistímabilinu fyrir Aston Villa fimmtán mínútum seinna en á 77. mínútu tryggöi Beardsley Newcastlesigurinn. Sheff. Wed. í 3. sæti Sheffield Wednesday skaust upp í þriðja sætið í deildinni með 1—0 sigri á West Bromwich Albion. Sheffieldliðiö var allan tímann mun betri aöilinn með Brian Marwood sem besta mann. Eina mark leiksins skoraði Lee Chapman á 35. mínútu. Paul Bradshaw bjargaði WBA frá stærra tapi með mjög góöri markvörslu. Tony Cottee skoraði sitt tíunda mark á keppnistímabilinu fyrir West Ham og það nægði liöinu til sigurs gegn Ipswich á Portman Road. Sóknardúett Lundúnaliðsins virðist vera sá lang- samlega skæðasti í ensku knattspyrn- unni en þeir félagar Frank McAvennie og Cottee hafa skoraö 23 mörk saman- lagt í deildinni. Danny Wallace tók stöðu Joe Jordan í Southamptonliðinu í 3—0 sigri liðsins á QPR. Wallace lék mjög vel og skoraði tvívegis en Glenn Cockerill skoraöi þriðja markið. Cockerill þessi var keyptur frá Sheff. Utd. og lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í 7—0 tapinu gegn Luton. Það er nokkur kaldhæðni aö leikmaöurinn gat einmitt valið á milli þess hvors félagsins hann vildi fara til, Luton eða Southampton. Watford komst í 2—0 forystu gegn nýliðum Oxford með mörkum Wilf Rostron og Mike Callaghan en Oxford náði að jafna með mörkum Peter Rhodes-Brown og Ray Houghton á lokakaflanum. Átta stiga f orskot hjá Portsmouth Mikill rígur er á milli aðdáenda Portsmouth og Millwall og ákvað stjórn Portsmouth að selja enga miða á leikinn til stuöningsmanna sinna af ótta við ólæti. Það kom þó ekki aö sök. 0—4 sigur Portsmouthliðsins var sann- færandi. Kevin O’Callaghan og Nicky Morgan skoruöu tvö hvor. Norwich vann einvígi mjólkur- bikarliðanna á heimavelli Sunderland, 0—2. Það voru þeir Randy Mandham og Williams sem skoruðu. Reading tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu er liöið lá á útivelli fyrir Bury, 3—1. I vikunni mátti liöið sætta sig við jafntefli gegn Ulfunum en þrátt fyrir það hefur liðið 14 stiga forystu í 3. deild. -fros. 1. deild: Man. Utd 14 12 2 0 33— 6 38 Liverpool 14 8 4 2 31—16 28 Sheffield Wed. 14 8 3 O 23—22 27 Everton 14 7 3 4 26—16 24 Chelsea 14 7 3 4 19—15 24 Arsenal 14 7 3 4 18—15 24 West Ham 14 6 5 3 24—16 23 Nott. Forest 14 7 1 6 24—21 22 Newcastle 14 6 4 4 22—22 22 Tottenham 13 6 2 5 27—18 20 Watford 14 6 2 6 29—27 20 QPR 14 6 1 7 15—20 19 Luton 14 4 6 4 24—19 18 Coventry 14 4 5 5 21—19 17 Birmingham 13 5 1 7 11—19 16 Oxford 15 3 6 6 22—29 15 AstonVilla 14 3 5 6 8—21 14 Southampton 14 3 5 6 16—21 14 Leicester 15 3 5 7 19—31 14 Man. City 14 2 5 7 13—23 11 Ipswich 14 2 2 10 7—22 8 West Bromwich 14 1 3 10 12—36 6 2. deild: Portsmouth 14 11 2 1 28— 6 35 Oldham 14 8 3 3 25—14 27 Blackburn 14 7 4 3 17—12 25 Wimbledon 14 7 4 3 13—11 25 Norwich 14 7 3 4 26—16 24 Charlton 13 7 3 3 24—17 24 Sheff. United 14 6 5 3 23—17 23 Brighton 14 6 3 5 23—20 21 Crystal Palace 14 6 3 5 20—18 21 Hull 14 4 6 4 21-18 18 Huddersfield 14 4 6 4 20-21 18 Leeds 13 4 5 4 16—20 17 Barnsley 13 4 4 5 12—13 16 Fulham 12 5 1 6 11—12 16 Grimsby 14 3 6 5 18—19 15 Millwall 14 4 3 7 17—22 15 Sundcrland 14 4 3 7 12—21 15 Bradford 13 4 2 7 16—22 14 Stoke 14 2 7 5 13—17 13 Shrewsbury 14 2 5 7 16-22 11 Middlesbrough 14 2 5 7 7—16 11 Carlisle 14 1 3 10 13—37 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.