Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTÖBER1985. % «r N * Ölöf Jónsdóttir lést 22. október sl. Hún fæddist á Egilsstöðum á Völlum 23. júní 1896, dóttir hjónanna Jóns Bergs- sonar og Margrétar Pétursdóttur. Olöf starfaði lengst af viö Kaupfélag Héraðsbúa. Utför hennar verður gerö frá Egilsstaðakirkju í dag kl. 14. Fanný Sigríður Þorbergsdóttir, Austurbrún 2, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 29. október kl. 15. Simon Márusson frá Siglufiröi veröur jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. októberkl. 13.30. Guðmundur Pétursson frá Öfeigsfiröi, Víðihvammi 32 Kópavogi, sem lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 20. október, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag, mánudaginn 28. októ- ber, kl. 15. Einar Kristján Þorbergsson lést 19. október sl. Hann fæddist að Tungu í Dalsmynni í Nauteyrarhreppi, Noröur- Isafjarðarsýslu, 18. júlí 1891.1 mörg ár vann hann við sjósókn en síðar hjá Kaupfélagi ísfirðinga. Hann giftist Sig- ríði Valdimarsdóttur en hún lést áriö 1965. Þeim hjónum varð átta barna auðið. Otför Einars veröur gerö frá Ás- kirkju í dag kl. 13.30. Sigurður S. Magnússon prófessor, Flókagötu 54 Reykjavík, veröur jarð- sunginn frá Háteigskirkju þriðjudag- inn29. októberkl. 13.30. Þuríður Þórðardóttir, Túngötu 16 Keflavík, andaðist að kvöldi 24. októ- ber. Stefanía Guðbrandsdóttir, Þorsteins- götu 4 Borgarnesi, lést í sjúkrahúsi Akraness24. október. Hafliði Gísli Gunnarsson, Kjalarlandi 24, er lést af slysförum 20. þ.m., veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 29. októberkl. 10.30. Skákhátíð íHafnarfirði: Halldór G. Einarsson sigraði óvænt Sparisjóður Hafnarfjarðar og Skák- félag Hafnarfjarðar stóðu að skákhá- tíð um helgina í íþróttahúsi Hafnar- fjarðar. Hátíðin hófst á föstudags- innar, þeirra á meöal þrír stórmeistar- ar, voru meðal þátttakenda en enginn þeirra hreppti sigurlaunin. Bolvíking- urinn ungi, Halldór Grétar Einarsson, Fjöldi áhorfenda fylgdist með mótinu í Hafnarfirði. Hór eigast við Heigi Ólafsson stórmeistari (t.v.) og alþjóöameistarinn Karl Þorsteins. kvöld, með fjöltefli Helga Olafssonar en á laugardag var teflt hraömót meö 15 mínútna umhugsunartíma. Mótinu var fram haldið á sunnudag en þá tefldu 59 skákmenn til úrslita, 11 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Flestir sterkustu skákmain þjóðar- skaut þeim ref fyrir rass og sigraði glæsilega, hlaut 9,5 v. I 2. sæti varð Jó- hann Hjartarson meö 9 v., Helgi Ölafs- son varð í 3. sæti meö 8,5 v. og í 4.-7. sæti komu Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Guðmundur Sigurjónsson ogÁgústKarlsson,með7,5v. jlá. Tilkynningar Félagsfundur Alþýðuflokks Garðabæjar verður haldinn mánudagínn 28. október kl. 20.30 í Goðatúni 2. Dagskrá fundarms: Vetrarstarfiö, bæjarstjómarkosningar 1986. Kársnesprestakall í Kópavogi Sr. Ami Pálsson, séknarprestur i Kársnes- prestakalli í Kópavogi, hefur fengið sex mánaða leyfi frá störfum til námsdvalar erlendis, frá 15. október að telja. Á meðan sr. Árni er fjarverandi þjónar sr. Guðmundur öm Ragnarsson, farprestur islensku þjóðkirkjunnar, í Kársnespresta- kalli. Sjá nánar í messutilkynningum dag- blaðanna. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson hefur viðtalstíma í Kópavogskirkju mánudaga, miövikudaga og föstudaga kl. 17.30—18.30 og svarar þá í síma 41898. Kvennaathvarf Opið allan sólarhringinn, sími 21205. Húsa- skjól og aðstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofan að Hallveigarstöðum er opin virka daga kl. 14—16, simi 23720. Póst- gírónúmer samtakanna 4442-1, Pósthólf 1486 121 Reykjavík. Vetraráætlun Flugleiða komin út Vetraráætlun millilandaflugs Flugleiða tekur að fullu gildi sunnudaginn 27. október. Daglegar ferðir veröa til Kaupmannahafnar, sex ferðir i viku til Lúxemborgar, fjórar til London og New Y ork og þrjár til Glasgow. Tvisvar í viku er flogið til Chicago, Gauta- borgár, Osló, Stokkhólms og Færeyja. Vikulega er flogið til Detroit og fastar áætlunarferðir hefjast að nýju til Salzburg þann21. desember. Vetraráætlun Flugleiða innanlands hefur tekið gildi og eru nú fleiri ferðir á viku en nokkru sinni fyrr að vetri til. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru 24 ferðir á viku, 14 til Vestmannaeyja og 12 til Isafjarðar. Til Húsa- víkur og Sauðárkróks er flogið sex sinnum í viku, fjórum sinnum til Homafjarðar og þrisvar í viku til Norðfjarðar og Patreks- f jarðar. Til Þingeyrar er flogið tvisvar í viku. Áætlunarbæklingur Flugleiða er afhentur á söluskrifstofum félagsins og hjá umboðs- mönnum. Afmælisfundur Kvenfélags Kópavogs verður þriðjudaginn 29. október kl. 20.38 í félagsheimilinu. Tilkynnið þátttöku í símum 41566,43619 og 40401. Sýningar Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari Nemendaleikhúsiö sýnir í Lindabæ: Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari? 2. sýning þriðjudag 29. okt. kl. 20.30, 3. sýning miðvikudag 30. okt. kl. 20.30, 4. sýning föstudag 1. nóv. kl. 20.30. Ýmislegt Félagsstarf aldraðra í Mosfellssveit Fyrirhuguð ferð að Kjarvaisstöðum fimmtudaginn 31. október kl. 13.30 frá Hlé- garði. Upplýsingar veittar hjá Dórótheu í síma 666422 og Svanhildi í s. 666377. Skilningur 7 ára barna á fyrirætlunum annarra Þriðjudaginn 29. október flytur dr. Siguröur Júlíus Grétarsson fyrirlestur á vegum Ranm sóknastofnunar uppeldismála í Kennara- skólahúsinu við Laufásveg kl. 16.15. Fyrir- lesturinn nefnist: Skilningur 7 ára barna á fyrirætlunum annarra. Efniö er tengt athugunum Jean Piaget á skilningi barna á ætlun. Rætt er um hvers vegna börn yngri en 7 ára halda því oft fram í athugunum að sá sem fær laun fyrir smávið- vik sé hjálpsamari en annar sem hjálpar án þess að fá greitt fyrir. Bent er á að sú aöferð sem notuö er við að spyrja börnin geti haft mikil áhrif á svör þeirra. Sigurður Júlíus Grétarsson fæddist í Reykjavík 1955. Hann lauk BA prófi í sálfræöi frá Háskóla Islands 1980 og doktórsprófi í þróunarsálfræði frá ríkisháskólanum í Utah í Salt Lake City voriö 1985. Doktorsritgeröin fjallaði um skilning mæðra á hegðun barna þeirra. Sigurður starfar hjá Barnaverndar- ráði Islands. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrin- um. Tapað -fundið Kettir í óskilum á Dýraspítalanum Hjá Dýraspítalanum eru í óskilum þrjár læð- ur. Tvær eru þrílitar, önnur ung en hin fullorð- in, sú þriðja er ung og gulbröndótt með gult hálsband og gyllta tunnu (hálfa). Upplýsing- ar í síma 76620. Fundir Aðalfundur íþróttafélagsins Leiknis verður haldinn í Gerðubergi 29. október 1985 kl. 20.30. Stjórnm. Málfreyjudeildin Kvistur heldur fund í kvöld, mánudaginn 28. október, kl. 20.30 á Hótel Esju, II. hæð. Gestir velkomnir. Iþróttir Knattspyrnudeild Víkings Æfingar í Réttarhoitsskóla 1985: Sunnudagur: 5. fl. kl. 9.40-11.30. 6. fl. kl. 12.10-13.00. mfl. kv. kl. 13.00—13.50. 3. fl. kl. 13.50-15.30. 2. fl. kl. 15.30-17.10. e.fl. kl. 17.10-18.50. Laugardagur: 4. fl. kl. 13.50-14.40. Miðvikudagur: m.fl. k. kl. 21.20-23.00. Skíðadeild Fram Æfingatafla 1985 Þriðjudaga: Lauganesskóli 18.50—19.40. 12 ára og yngri. Þriðjudaga: Laugarnesskóli 19,40—20.30, 13 áraog eldri. Fimmtudaga: Steinabær 20.30—21.20, 12 ára ogyngri. Fimmtudaga: Steinabær 21.20—22.10, 13 ára og eldri. l^ugardaga: Álftamýrarskóli 16.45—17.35, allir. Frjálst. Tímabil: 15:10.85 til 19.10.85. Þjálfari: Guðmundur Gunnlaugsson. Hs. 36813. Dauflegt jafnteflishnoð í 20. skákinní í Moskvu: Karpov tefldi til þrautar Tuttugasta einvígisskákin í Moskvu, sem tefld var um helgina, þótti í daufara lagi. Kasparov jafnaöi tafliö auðveldlega meö svörtu mönnunum og eftir mikil uppskipti varð jafnteflis- keimurinn yfirgnæfandi. Karpov heimsmeistari reyndi þó aö þreifa fyrir sér og skákin fór í biö eftir 41 leik. Eins og í síðustu skák lék Kasparov opinn biðleik við mikinn fögnuö áhorfenda, sem klöppuöu, stöppuöu niöur fótunum og létu öllum illum látum. Nú hefur þetta háttalag hans átt að tákna skoöun hans á stöðunni, aö hún væri „steindautt jafntefli”. Karpov iét sig ekki fyrr en eftir 86 leiki Öryggisgæsla var strangari í Tsjækovsky-höllinni en nokkru sinni fyrr, eftir ólætin á 19. skákinni þegar æstir áhorfendur kröföust uppgjafar Karpovs. Blaöamenn uröu sumir hverjir frá aö hverfa undir lok skákarinnar er þeir hugðust vitja skákmannanna. Mótsstjórar í Moskvu reyna aö hafa hemil á hávaöanum. Aöeins fjórum skákum er ólokið í einvíginu og Kasparov nægja þrjú jafnteflí til þess aö hremma heims- meistaratitilinn úr höndum Karpovs. Staöan er 11—9, Kasparov í vil. Tuttugasta og fyrsta skákin verður tefld á þriðjudag. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. cdx5 Uppskiptaafbrigöiö svonefnda, sem er kærkomin tilbreyting frá löngu afbrigðunum í drottningarbragöi, sem þeir hafa teflt fram aö þessu. 4. -exd5 5. Bf4 Rf6 6. Dc2 0—0 7. e3 c5! ? Kasparov lætur ekki aö hér hæöa. I stað 7. -c6, sem er viöurkennd leikaöferö, freistar hann þess aö ná skýrum línum á miðborðinu. 8. dxc5 Bxc5 9. Rf3 Rc610. Be2 d4! Enn fækkar peöunum á miðborðinu. Nú kemur ll.Hdl Db6 engu til leiðar. 11. exd4 Rxd4 12. Rxd4 Dxd4 13. Bg3 Be6 14. 0-0 Hac8 15. Bf3 b6 16. Hfel Db417. Be5 Skák Jón L. Árnason Karpov hugsaöi í hálfa klukkustund um þennan leik. Hann leiðir til frekari uppskipta og þá koðnar frumkvæöi hvíts endanlega niöur. 17. -Bd4 18. a3 Dc5 19. Bxd4 Dxd4 20. Hadl Dc5 Einhvern tíma heföu þeir samiö um jafntefli á þessa stööu. Nú þarf Karpov nauösynlega aö vinna og þæfir taflið áfram til síöasta peðs. 21. Da4 a5 22. Dd4 Dxd4 23. Hxd4 Hfd8 24. Hedl Kxd4 25. Hxd4 Kf8 26. Kfl Ke7 27. Ke2 Bb3 28. Ke3 Hc5 29. Kd2 h6 30. Be2 Re8 31. Bf3 Rf6 32. Hd3 He5 33. h3 Hc5 34. Hd4 Hc8 35. Be2 Hc5 36. Bd3 h5 37. g3 g6 38. Re2 Rd7 39. He4+ He5 40. Rd4 Bd5 41. He2 41. -Hxe2+ Opinn biöleikur Kasparovs, í annarri skákinni í röð. Hugsanlega hefur hann móögaö Karpov með þessu, því aö hann teflir skákina lengur en góöu hófi gegnir. 42. Bxe2 Rc5 43. Rb5 Re4+ 44. Ke3 Rd6 45. Kd4 Bc6 46. Rxd6 Kxd6 47. Bc4 Be8 48. h4 f6 49. Bg8 Kc6 50. Ba2 Biskupaendatafliö er náttúrlega dautt jafntefli. Stórmeistararnir í blaöamannaherberginu voru hættir aö fylgjast meö og tefldu hraöskák. 50. -Kd6 51. Bd5 Ke7 52. Bg8 Kd6 53. Bb3 Ke7 54. Bdl Kd6 55. Be2 Bd7 56. Bd3 Be8 57. Bc4 Ke7 58. Be2 Kd6 59. g4 hxg4 60. Bxg4 Bf7 61. f4 í5 62. Bdl Bd5 63. Ba4 Bf3 64. Bb3 Be2 65. Bf7 Bh5 66. Kc4 Be2+ 67. Kc3 Bh5 68. b4 Ke7 69. Bc4 Kd6 70. bxa5 bxa5 71. Kd4 Bf3 72. Bfl Bd5 73. Be2 Bb7 74. Bdl Bd5 75. Ke3 Kc5 76. Ba4 Bf7 77. Bd7 Kc4 78. a4 Kc5 79. Bb5 Kd5 80. Kd3 Kc5 81. Kc3 Kd6 82. Kd4 Bb3 83. Be8 Ke7 84. Bxg6 Bxa4 85. BxfS Kf6. Og nú fyrst sömdu þeir um jafntefli. Þótt ótrúlegt sé hefur Karpov tekist aö vinna peö en meira fær hann ekki. JLÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.