Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985.
13
Hef ur sjónvarpið ef ni á
þessum styrkveitingum?
r,En! duldar ástæöur valda því aö sjónvarpinu þykir meira varið í pen-
ingana úr buddu notandans en þá óbeinu sem hann faerir með því aÖ
horfa."
^ „Auglýsendur líta á hið lága verð
^ sjónvarpsauglýsinga sem einstak-
an höfðingsskap. Þarna sjá þeir í verki
raunverulegan stuðning við atvinnu-
vegina af hálfu ríkisins.”
Islenska sjónvarpið hlýtur að vera
ódýrasti auglýsingamiðill í heimi.
Það kostar ekki nema um 19 aura að
ná til hvers áhorfanda meö 30
sekúndna auglýsingu. A sama tíma
kostar kringum 55 auga aö ná til
hvers lesanda Morgunblaðsins með
heilsíðu litauglýsingu. Samt er
Mogginn talinn ódýrasti prent-
miðillinn til að auglýsa í vegna
mikillar útbreiðslu.
Auglýsendur líta á hið lága verð
sjónvarpsauglýsinga sem einstakan
höfðingsskap. Þarna sjá þeir í verki
raunverulegan stuðning við atvinnu-
vegina af hálfu ríkisins. Að vísu eru
það að meirihluta til innflytjendur á
erlendum varningi sem nýta sér hið
lága auglýsingaverð, en sjónvarpið
fer ekki í manngreinarálit.
Hið lága auglýsingaverö í
sjónvarpi veldur því að auglýsendur
slást um tímann. Áhorfendur stynja
hins vegar, því nú eru framundan
mánuðirnir þar sem auglýsingar
taka allt að 12 mínútur á hvern
klukkutíma. I fyrra fóru 14,6% út-
sendingartíma í nóvember og 20,5% í
desember undir auglýsingar. Fleiri
vildu komast að með auglýsingar en
fengu ekki.
Hvað veldur lága verðinu?
Sjónvarpið er gífurlega áhrifa-
mikill auglýsingamiðill. Erlendis er
sjónvarpið dýrasti auglýsinga-
kosturinn. Þar fara saman hljóð og
lifandi litmyndir og áhorfendur láta
heillast. Þar af leiðandi er verðið
hátt.
Hér á landi er sjónvarpið lang-
ódýrasti auglýsingamiðillinn. Hvers
vegna? A sjónvarpið kannski svona
mikla peninga?
I fyrra, 1984, kostaði rekstur sjón-
varpsins rúmlega 250 milljónir
króna. Auglýsingar stóðu undir 30%
af tekjunum. Hitt máttu notendur
ÓLAFUR HAUKSSON
RITSTJÓRI
greiða með afnotagjöldum. Og þau
eru nógu há til þess að innheimta
þarf þau í tvennu lagi. Þaö munar
um minna en rúmar 6 þúsund krónur
á venjulegu heimili.
En hvers vegna? Hvað er það sem
hvetur sjónvarpið til að standa í
styrkveitingum við auglýsendur?
Þeir vilja auglýsa. Hvers vegna eru
þeir ekki látnir borga fyrir það?
Meira að segja aumingjans hljóð-
varpið stendur sig betur en
sjónvarpið. Þaö standa auglýsingar
undir 63% kostnaðarins.
Má ekki lækka
afnotagjöldin?
Að vísu háir það sjónvarpinu
(ríkisútvarpinu) að hafa aldrei
þekkt lögmál framboðs og eftir-
spurnar. Það er einokunarfyrirtæki í
ríkiseign. Þar hefur verið nóg fyrir
menn að setjast við fundarborð og
ákveða útgjöldin fyrst og síðan
tekjurnar. Og af einhverri undar-
legri ástæöu hefur alltaf verið
ákveðið að láta blessaöan notandann
borga mest.
En notandinn greiðir ekki aðeins
peninga. Notandinn greiðir ekki
síður meö því að horfa á
auglýsingarnar. Ef hann gerði það
ekki þá vildi enginn auglýsa. En
duldar ástæður valda því að
sjónvarpinu þykir meira varið í
peningana úr buddu notandans en þá
óbeinu peninga sem hann færir með
því aðhorfa.
Notandinn mundi hins vegar
þiggja það með þökkum aö framlag
hans fyrir framan skjáinn væri
meira metiö og minna gert að því að
seilast í budduna. Það er engin hætta
á því að auglýsendur hverfi. Þeim
mun kannski fækka (við mikla
ánægju notandans) en tekjur sjón-
varpsins munu stóraukást.
Samkeppni við
aðra fjölmiðla ,
Undirboð sjónvarpsins á
auglýsingamarkaöi koma illa viö
fjölmiðla í einkaeign, þessa sem ekki
geta ákveðið á fundum hversu djúpt
eigi að seilast í vasa almennings.
Litsíða í morgunblaðinu er oft talin
jafnast á viö 30 sekúndur í
sjónvarpinu. Reyndar jafnast ekkert
á við hljóð og lifandi mynd, en þessi
viðmiðun er samt til. Hjá
sjónvarpinu kostar þessi hálfa
mínúta 22.850 krónur en litsíðan
kostar 66.980 krónur í Morgun-
blaðinu og er þá búiö aö draga frá
22% afslátt sem þeir fá sem fara með
viðskipti í gegnum auglýsingastofu.
Mogginn er gjarnan talinn mestur
allra prentmiðla á tslandi. Aðrir
hafa minni útbreiðslu. Þar kostar
meira að ná til hvers og eins lesenda.
Ríkið (sjónvarpið) stundar ákaflega
óheiðarlega samkeppni við þessa
f jölmiðla. Samkeppnin er óheiðarleg
vegna þess aö ríkisfjölmiðillinn
undirbýður í skjóli þess að hann
getur sótt tekjur að eigin geðþótta í
vasa almennings.
Fjölmiðlar í einkaeign basla líkt og
önnur fyrirtæki á þessu landi. Það
bætir ekki aðstööuna að horfa á eftir
hugsanlegum tekjur fara í vasa
ríkisins vegna þess að það stundar
undirboð. Odýrara verðið á
sjónvarpsauglýsingunum veldur því
að fyrirtæki, sem annars mundu
aöeins auglýsa á prenti, beina
auglýsingafé sínu í gerð
auglýsingamynda og birtingar á
þeim.
Grátlegast er að sjónvarpið þarf
ekki að selja sig svona ódýrt. Það
gæti haft meiri tekjur og þar með
gert betri dagskrá með því að hækka
auglýsingaverðið.
Olafur Haukpon.
Frelsi einstaklingsins
Á fyrri hluta þessarar aldar komu
hingað skipsfarmar af ungu fólki
sem allt var með hugsjónina í far-
angrinum, fólki sem ætlaði að
breyta, ef ekki heiminum, þá a.m.k.
landinu. Þetta fólk var allt sósíal-
istar. Sumir voru heittrúaðir. Aðrir
voru veikari í trúnni. En kjarni
málsins var sem áður sá að þessi
hópur átti sér sameiginleg trúar-
brögð.
Þetta fólk varð vitaskuld fyrir
aðkasti frá þeim sem fyrir voru og
ekki voru búnir að ráða lífsgátuna.
En mótlætið þjappaði þeim aðeins
saman í órjúfandi fylkingu.
Núna, löngu síðar, er þetta fólk
og afkomendur þess að átta sig á
því að sælukennd samstöðunnar
ein nægir ekki til ef kenningin er
vitlaust hugsuð.
Auðvitað gerði sósíalisminn
ýmislegt gagn. Hugsjónir eru ávallt
eitt það dásamlegasta í mannlífinu.
Og velferðarríkið reis m.a. fyrir
óeigingjarnt starf þessa fólks.
Frjálshyggjan
I dag er nýr faraldur í uppsigl-
ingu. Enn koma skipsfarmar af
ungu fólki með blik trúboðans í
auganu. Þetta eru frjálshyggju-
menn, sósíalistar hins nýja tíma.
Þetta fólk hefur þegar orðið og
mun verða fyrir aðkasti. Þessi
mótvindur mun einnig þjappa því
saman í órjúfandi fylkingu. Það er
óhjákvæmilegt.
Vandinn er sá að ísland er í slík-
um sárum eftir sósíalismann að það
má ekki við fieiri áföllum. Frjáls-
hyggjan getur því hæglega riðið
okkur að fullu. Sósíalisminn ýtti
nefnilega ekki aðeins undir velferð,
heldur og undir ríkisbákn og stöðl-
un sem hefur breytt lifandi mann-
félagi í staðnaða formleysu.
Fyrirtækið Island er þegar rekið
með tapi. Og það mun ekki rétta
úr kútnum framar nema við taki
skynsamleg efnahagsstjórn sem
tengir saman velferð og markaðs-
búskap.
Frjálslyndi
Það er af þessum sökum sem líf
íslendinga liggur við að frjálslynd
öfl taki höndum saman um að
endurreisa efnahagslífið úr rústum.
Þessi barátta mun taka langan
tíma vegna þess að hún verður
ekki rekin áfram með öfgum og
getur því ekki státað af viðlíka
trúarofsa og sósíalisminn og frjáls-
hyggjan.
Á móti kemur að æ fleiri frjáls-
lyndir eru að átta sig á því að ef
hinn „þögli meirihluti" lætur ekki
til sin taka nú getur hann misst
allt sem hann á í þessu landi.
Því sósíalistarnir munu halda
áfram að boða aukinn ríkisrekstur
og varðveislu báknsins héðan í frá
sem hingað til þótt skipbrot þjóðar-
búsins blasi við.
Og frjálshyggjumenn munu halda
áfram að drepa öll þau opinberu
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
Frjálslyndi
í framkvæmd
fyrirtæki, sem í raun eru burðarás
þjóðfélagsins, t.d. Háskólann,
rannsóknastofnanir atvinnuveg-
anna o.fl.
En því freklegar sem þjarmað er
að þessum stofnunum þeim mun
minni líkur eru á því að íslendingar
nái því takmarki framar að verða
arðbært fyrirtæki.
Allir íslendingar vilja að öfgaöfl-
um til hægri og vinstri verði haldið
í skefjum og að skynsemin fái að
ráða ríkjum eftir því sem kostur er.
Með öðrum orðum: Vilji yfir-
gnæfandi meirihluta þjóðarinnar
er sá að frjálslyndið sigri, að mark-
aðsbúskapurinn og velferðin sé
• „Vandinn er sá að ísland er í slík-
um sárum eftir sósíalismann að
það má ekki við fleiri áföllum. Frjáls-
hyggjan getur því hæglega riðið okkur
að fullu.”
Allir íslendingar vilja í hjarta
sínu að atvinnulífið verði „prívat-
íserað“ svo framtak einstakling-
anna fái notið sín út í ystu æsar.
Allir íslendingar vilja í hjarta
sínu að menningarlífið blómstri
vegna þess að í það sækjum við
sjálfstraust okkar, sjálfsímynd og
hugmyndir.
Sigurinn er vís
En ef við aðeins tökum höndum
saman er sigurinn vís vegna þess
að í fyrsta skipti mæla öll rök með
því að það verði samstaða um
þennan málstað.
tvinnuð saman í skynsamlega
stefnu.
Lokaorð
Aðeins frjálslynd öfl berjast fyrir
frelsi einstaklingsins í raun, frelsi
hans til athafna jafnt í atvinnulífi
sem menningu og velferð.
Vegna þess að hafi maðurinn
ekki þetta athafnafrelsi missir
hann áhugann á því að skapa,
missir áhugann á sjálfum sér og á
því að efla þjóðarauðinn, þann eina
auð sem mun duga til að afkomend-
um okkar þyki fysilegt að halda
áfram að byggja þetta land.
Jón Ottar Ragnarsson