Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. 23 íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Ásgeir misnotaði víta spyrnu gegn Bochum Atli skoraði jöfnunarmarkið fyrir Uerdingen. Tvö rauð spjöld á lofti í Hannover. Stuttgart steinlá á heimavelli og Werder Bremen enn f ef sta sæti Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV íÞýskalandi: Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Stuttgart áttu ekki góöan dag á laugardaginn þegar þeir fengu lið Bochum í heimsókn. Stuttgart mátti þola 0—4 tap. Ásgeir fékk fjóra í einkunn sem er slakt. Hann tók víta- spyrnu í leiknum, sem dæmd var á Bochum í síðari hálfleik, en spymti yfir. Það voru 18 þúsund áhorfendur sem mættu á völlinn og bjuggust þeir við mörgum mörkum. Stuttgart hefur nefnilega unnið tvo síðustu heimaleiki sína og skorað í þeim tíu mörk. Urslit leiksins á laugardag uröu stuðnings- mönnum liðsins mikil vonbrigði og þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum á laugardag fóru áhorfendur að streyma af leikvellinum, súrir yfir frammistöðu sinna manna. Staðan í leikhléi var 0—0. Á 53. mínútu skiptu bæði lið um leikmenn og Bochum bætti við þriðja sóknarleikmanninum, Knappheide, og mínútu eftir að hann kom inn á skoraöi hann fyrir Bochum með sinni fyrstu snertingu. Gamla brýnið Klaus Fisher skoraði síðan annaö og þriðja mark Bochum á 68. og 69. mínútu. Þegar átta mínútur voru til leiksloka misnotaði Ásgeir víta- spyrnuna og á síðustu mínútunni skoraði Kiintz f jóröa og síðasta markiö fyrir Bochum. Atli skoraði með skalla Atli Eðvaldsson lék með Bayer Uerdingen og skoraði annað markið fyrir liðið í 2—2 jafntefli gegn Bayer Leverkusen. Waas skoraði fyrst fyrir Levei kusen og Zechl kom liðinu í 2—0. Schafer minnkaði muninn í 2—1 og svo jafnaði Atli metin með skalla á 66. mín- útu. Atli fékk f jóra í einkunn hjá Bild. Tvö rauð spjöld voru á lofti í leik Hannover og Diisseldorf. Dean Thomas, Walesmaðurinn hjá Hannover, fékk rauöa spjaldið og svo var þjálfari Hannover rekinn í sturtu fyrir að brúka kjaft. Þaö er í annað skipti á keppnistímabilinu sem hann fær rauöa spjaldið. Hartmann nokkur var í miklu stuði þegar Schalke sigraði Waldhof Mannheim með þremur mörkum gegn engu. Hann skoraði öll mörkin fyrir Schalke. Werder Bremen heldur enn efsta sætinu en liðið sigraði Borussia Dortmund, 4—2, um helgina. Neubarth og Ordenewitz skoruðu tvö mörk hvor fyrir Bremen. Markahæstu leikmenn í Bundesligunni eru nú Kuntz hjá Bochum, sem skoraði hefur 11 mörk, Karl Allgöwer hjá Stuttgart kemur næstur með 10 mörk og Remark hjá Mannheim hefur skorað 9 mörk. Fjórir leikmenn hafa skorað 8 mörk, Hart- mann hjá Schalke, Neubarth hjá Werder Bremen, Völler hjá Bremen og Klaus Allofs sem leikur með Kaiserslautern. -SK. Úrslitálaugardag: Werder Bremen—Borussia Dortmund 4—2 Borussia Mönehengl.—Kauserslaut. 3—0 Stuttgart—Bochúm 0—4 Hamburg—Cologne 0—0 Hannover—Fortuna Dusseldorf 1—0 Bayern Miinchen—EintrachtFrankfurt 3—0 Schalke—Waldhof Mannheim 3—1 Bayer Leverkusen—Bayer Uerdingen 2—2 STAÐAN Werder Bremen Borussia Mönchengl. Baye. n Munchen Bayer i.everkusen Kaiserslautern Waldhof Mannheim Hamburger Stuttgart Bochum Cologne Bayer Uerdingen Schalke Eintracht Frankf urt Hannover Nurnberg Saarbrucken Borussia Dortmund Fortuna Dusseldorf 12 8 3 1 12 7 3 2 12 7 2 3 12 5 4 3 12 6 2 4 12 5 4 3 12 5 3 4 12 6 1 5 12 6 0 6 12 3 6 3 12 4 3 5 12 4 2 6 12 2 6 4 12 3 4 5 12 3 2 7 12 2 4 6 12 2 4 6 12 3 1 8 34 17 19 27 14 17 23 13 16 22 16 14 21 16 14 21 18 14 20 13 13 25 19 13 27 22 12 17 19 12 18 29 11 16 20 10 10 18 10 20 33 10 18 23 8 14 21 8 18 29 8 19 30 7 Islandsmeistararnir eru ennþá taplausir — N jarðvíkingar áttu ekki í erf iðleikum með Kef Ivíkinga í úrvalsdeildinni, UMFN sigraði 70:101. Rúmlega 700 áhorfendur og mikil stemmning Troðfullt íþróttahúsið í Keflavík, 720 manns, sýndi, svo að ekki varð um villst, að menn bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik á milli ná- grannabyggðarlaganna, Keflavíkur og Njarðvíkur. Spennandi varð leikurinn aldrei en bráðskemmtilegur og vel leikinn, sérstaklega af hálfu gestanna, sem voru Njarðvíkingar. Þeir tóku for- ustuna í leikbyrjun. Komust í 2—14, ef einhverjir muna þá tölu úr íþróttasög- unni. Keflvikingar reyndu allt hvað af tók aö brúa bilið, — komust niður í 7 * Úr leik ÍBK og UMFN á föstudagskvöld i úrvalsdeildinni i körfu. DV-mynd emm. stiga mun i fyrri hálfleik, en hafa lík- lega sprengt sig á þvi. Liðið riðlaðist í byrjun seinni hálfleiks. UMFN komst i 19 stiga forustu eftir þrjár minútur, eftir að hafa verið með 37—47 í hléi. Lokakafli leiksins var sýning af hálfu Njarðvíkinga sem fóru yfir hundrað stiga markið, eða 101—70. Með þessum stóra sigri hafa Njarð- víkingar sýnt og sannaö að þeir eru með öflugasta liðið í úrvalsdeildinni. Þeir eru taplausir eftir f jórar umferðir og vel má ætla þeim að halda sínu striki enda með mjög samstillt lið og sterka einstaklinga, eins og Val Ingi- mundarson sem átti frábæran leik. Hann skoraði 37 stig af öllum gerðum — mjög létt og leikandi — var mjög ötull við aö ná fráköstum og lét hvorki aðgangsharða mótherja né annað raska ró sinni. Helgi Rafnsson átti sinn stóra þátt í sigrinum. Hann hremmdi oftast Njarð- víkinga knöttinn með sínum járn- krumlum í fráköstunum, — og eitt er víst að enginn fær rifið knöttinn úr höndum hans hafi Helgi náð honum í sínar greipar. Árni Lárusson lék sinn besta leik í langan tíma. Spilaði skemmtilega og skoraði af sinni sérstöku lagni, enda var honum vel fagnað þegar hann skoraði 100. stigið, sem var það eina sem hægt var að keppa að í lokakafla leiksins, því Keflvíkingar skoruðu ekki körfu í um þaö bil 3 mín., þegar staðan var 68—83. Þeir voru heillum horfnir, en UMFN, þar sem Isak Tómasson var aðgangsharðastur, skoraöi hvað eftir annað hjá IBK, uns staðan var orðin 68—97, að Ingólfur Haraldsson, ný- kominn í leikinn, skoraði. Njarðvíkingarnir áttu allir góðan leik en hið sama er vart hægt að segja um IBK-Iiðið. Hreinn Þorkelsson var sá sem reyndi mest að halda merkinu á lofti, bæði í sókn og vörn og skoraði drjúgum að vanda, eða 22 stig. Næstur honum kom Olafur Gottskálksson, sá eitilharði varnarmaöur og viljablóð. Hrannar Hólm átti einnig mjög góðan leik og er vaxandi í íþróttinni. Pétur Jónsson var Utið inn á en stóð sig vel í vörninni. Hins vegar tókst þeim Jóni Kr. Gíslasyni, Sigurði Ingimundarsyni og Guðjóni Skúlasyni aldrei að ná sér á strik og á varnarleikur UMFN auðvit- að sinn þátt í því, en þeir höföu jafnan góðar gætur á þessum hættulegustu spilurum ÍBK. Dómarar voru þeir Jón Otti Olafsson og Jóhann Dagur og skiluðu hlutverk- um sínum mjög vel. Stig IBK: Hreinn Þorkelsson 22, Olafur Gottskálksson 10, Sigurður Ingi- mundarson 9, Guðjón Skúlason 8, Pét- ur Jónsson 7, Hrannar Hólm 6, Jón Kr. Gíslason 5, Ingólfur Haraldsson 2, Skarphéðinn Héðinsson 1. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 37, Árni Lárusson 18, Isak Tómasson 18, Jóhannes Kristbjörnsson 7, Helgi Rafnsson 6, Kristinn Einarsson 4, Ingi- marJónsson3. emm Steve Willlams. Arsenai- leikmenntil Aston Villa? — þeirSteve WiiliamsogTony Adams eru á óskalista Birminghamliðsins Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DV iEngiandl: Aston Villa er nú á höttunum eftir Arsenalleikmönnunum Steve Wiiliams og Tony Adams. Williams er nú að ná sér eftír tá- brot og hefur ekki leikið með lið- inu að undanförnu af þeim sök- um. Adams er nitján ára mið- vörðurog talinn mjög efnllegur. Hann hefur þó ekki náð að festa sig í sessi hjá liðinu og Iiklegt er að forráðamenn Arsenal leggi við hlustir nefni Birminghamliðið réttu tölurnar. -fros. Ally Dick til Sunderland? Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DVI Englandi: Sunderland hefur nú mikinn áhuga á að klófesta Ally Dick, hinu efnilega leikmann hjá Tottenham. Dick hefur ekkert leikið með liðinu á þessu keppnis- timabili og líklegt er talið að skoski unglingalandsliðsmaður- Inn sé á förum frá félaginu. Fyrr i haust sýndi skoska liðið Celtic áhuga en sá áhugi mun þó eitt- hvað hafa dofnað. Sunderland er því eitt um hituna í augnablikinu, hvað sem verður. -fros Norðmaður til Niirnberg Vestur-þýska knattspyrnu- félagið Niirnberg hefur keypt norska sóknarleikmanninn Joern Andersen. Niirnberg kcypti Norðmanninn frá Válerengen, en hann er 22 ára gamall. Kaupverð- ið var 200 þúsund mörk, eða um 50 þúsund pund. -sk. Verðiaunagripir og verð/aunapeningar í miklu úrvali FRAMLEIÐI OG ÚTVEGA FÉLAGSMERKI PÓSTSEIMDUM [mebai Magnús E.Baldvinsson sf. Vj-angholtsvegi 111 sími31199.*l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.