Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 39
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985.
39
Á fundi Verslunarráðs Islands flutti Hans Stahle aðalræðuna. Hann sést hér I ræðustól.
DV-mynd GVA.
Flytja út eða farast
Páll Heiðar Jónsson dagskrárfull-
trúi ræddi um samskipti útflytjenda
og fjölmiðla. Rakti hann þar nokkur
dæmi um bæði neikvæð og jákvæð
samskipti.
„Útflytjendur þurfa að íhuga af-
stöðu sína til fjölmiðla," sagði Páll
Heiðarm.a.
í lok erindis síns sagði hann: „Það
má ekki gleymast að annaðhvort
flytjum við út eða förumst."
Sveinn Björnsson, skrifstofustjóri
í viðskiptaráðuneytinu, greindi frá
tengslum okkar við Efnahagsbanda-
lagið og framtíð fríverslunar.
Vék hann að nýju frumvarpi til
tollalaga og einu tollskjali fyrir öll
Efnahagsbandalagslöndin sem er til
umræðu í Gatt-viðræðum.
Þórður Friðjónsson hagfræðingur,
ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálum, sagði að í efnahagsáætl-
un ríkisstjórnarinnar væri gert ráð
fyrir 5% árlegum vexti útflutnings
næstu þrjú árin. „Þetta er umtals-
verður vöxtur en nægir þó aðeins' til
að auka hagvöxt um 2-3% á ári við
núverandi aðstæður," sagði Þórður.
Hann sagði að skynsamleg til-
högun útflutningslána og útflutn-
ingslánatrygginga væri tvímæla-
laust eitt af þeim atriðum sem geta
örvað útflutning. „Markmiðið ætti
því að vera að byggja upp fjármála-
þjónustu á þessu sviði við útflytjend-
ur sem stenst samjöfnuð við það sem
best gerist með öðrum þjóðum. Þetta
verkefni krefst við núverandi að-
stæður í heiminum fyrst og fremst
tækni og þekkingar í fjármálum en
ekki kostnaðarsamra ráðstafana.
Utflutningslána-
tryggingar
Þórður sagði að útflutningslána-
tryggingar væru mjög algengar er-
lendis, í margvíslegu formi.
„Sem dæmi má nefna að á milli 20
og 30% af heildarútflutningi Breta
eru tryggð hjá Export Credits Gar-
antee Department og 45% af japönsk-
um útflutningi eru tryggð hjá Export
Insurance Department í þarlendu
viðskipta- og iðnaðarráðuneyti. Út-
flutningslánatryggingar eru einnig
umfangsmiklar á Norðurlöndum þó
að þær séu ekki alveg eins víðtækar.
Til dæmis námu skuldbindingar
norsku útflutningslánatrygginganna
í árslok 1984 um 6% af útflutningi
ársins. Þetta hlutfall samsvarar þó
tæpum 3 milljörðum miðað við ís-
lenskt efnahagslíf."
Taldi Þórður ákaflega brýnt að
útflutningslánatryggingar yrðu
boðnar hér á landi með svipuðum
hætti og í nágrannalöndunum. Boð-
að hefur verið að frumvarp um út-
flutningslánatryggingar verði lagt
fram á Alþingi í vetur.
Þá nefndi Þórður fimm tegundir
viðfangsefna sem algengt er að starf-
semi útflutningslánatrygginga er-
lendis nái til. I fyrsta lagi: Við-
skiptaáhætta. Trygging gegn tapi
vegna þess að kaupandi stendur ekki
í skilum. í öðru lagi: Pólitísk áhætta.
Trygging gegn tapi vegna pólitískra
atburða í viðskiptalandi. í þriðja
lagi: Gengisáhætta. Trygging gegn
tapi vegna gengisáhættu. í fjórða
lagi: Trygging gegn tapi vegna fjár-
festinga í þróunarlandi. I fimmta
lagi: Styrkir vegna kostnaðar við
gerð tilboða í verkefni í þróunar-
löndunum.
Öðruvísi
markaðssetning
Útflutningsmiðstöð eða útflutn-
ingsráð var yfirskriftin á erindi
Þráins Þorvaldssonar, framkvæmda-
stjóra Útflutningsmiðstöðvar iðnað-
Þráinn ræddi um útflutningsefl-
andi starfsemi í öðrum löndum og
kvaðst hafa haft tækifæri til að heim-
sækja nokkrar stofnanir á því sviði
í nágrannalöndunum.
Þá vék hann að útflutningsvörum
okkar og þróun í matvælaiðnaði
erlendis.
„Um leið og matvælaiðnaðurinn
þróast eflist tæknin umhverfis hann.
Við höfum þegar fengið forskot í
þróun á vissum sviðum," sagði hann.
„Hvaða þýðingu hefði þessi þróun
fyrir stofnun útflutningsráðs fyrir
allar útflutningsgreinar? Ef nýta á
þá möguleika, sem þessi þróun gæti
boðið upp á, erum við að tala um
þróun í átt að annars konar mark-
aðsfærslu en við stundum í dag. Mjög
lítill hluti útflutnings okkar er á
sviði neytenda- og tæknivara. Mark-
aðssetning þessara vara er ein hin
erfiðasta og kostnaðarsamasta en
getur um leið verið mjög ábatasöm.
Stofnun öflugrar útflutningsstofn-
unar gæti létt undir slíku starfi."
{ máli sínu vék Þráinn ennfremur
að markaðsátaki, menntun og þjálf-
un starfsfólks og nýjum útflutnings-
greinum og fyrirtækjum.
„Útflutningsstofnun á ekki að vera
stór stofnun. Hún á að vera mönnuð
hæfu fólki með mikla reynslu í at-
vinnulífinu og mikið frumkvæði.
Sem mest af þjónustu á að fá utan
að,“ sagði Þráinn Þorvaldsson.
Á þessum fundi VÍ bauð Hans
Stahle fram þjónustu sænskra út-
flutningsstofnana, íslendingum til
handa.
í DV liefur þegar verið greint frá
ráðleggingum Stahle á þessum fundi.
í stuttu máli má segja að hann hafi
ráðlagt okkur að vera þolinmóð og
huga að því að aðlaga markaðsvörur
okkar þörfum neytenda í viðkomandi
viðskiptalandi.
-ÞG
Sólborg Lilja
Steinþórsdótt-
ir, 22 ára Skaft-
fellingur og nýr
hótelstjóri á
Hótel Húsavík.
Hún tók við
starfinu um síð-
ustu mánaða-
mót.
Trésmíðavélar
Eftirtaldar trésmíðavélar til sölu.
Bandsög Dia, 540 mótor, 2 hp, kr. 70.218,-
Fræsari m/yfirsög og sleða, mótor 7,5 hp kr. 205.375,-
12" sög með hallanlegu blaði, mótor4 hp. kr. 98.657,-
Sög m/forskera, 3 hraðastillingar, ásamt
fræsara meðfimm hraðastillingum og
1500 mm sleða, 3 mótorar kr. 226.890,-
Sambyggð 7 verka vél með hallanlegu blaði,
hefill 300 x 1560 mm,
þykktarhefill, 150x300mm kr. 143.000,-
Sambyggð 7 verka vél, ROBLAND K 210,
3 mótorar, 1 x 220 v kr. 83.300,-
n§®íi@® síí
Skeifan 11
O Sími 686466
JUD0
Ný byrjendanámskeið hefjast|
4. gióvember
Þjálfari er
Þóroddur
Þórhallsson.
Sértímar
fyrir stúlkur.
Innritun og upplýsingar í síma 83295
alla virka daga frá kl. 13-22.
^JÚDÓDEILI^R^MANNS^ Ármúla 32. j
OSRAM
Ijóslifandi orkusparnaður
80% laegri lýsingarkostnaður
og sexföld ending
GLÓEY HF.
Ármúla 19- 128 fíeykjavik - Pósthólf 8010 - Simi 81620