Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. Búið að selja 90% bréfanna — segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, um hlutabréfakaup starfsmanna Tæplega 250 starfsmenn Flugleiöa af um 1.400 hafa óskaö eftir aö kaupa hlutabréf í félaginu fyrir samtals krón- ur 1,6 milljónir tæpar aö nafnvirði. Heildarkaupverö þessara bréfa er rúmlega nífalt nafnverö eöa um 15 milljónir króna. Flugleiðir keyptu, eins og frægt varð, hlut ríkissjóös í félaginu í sumar, 20 prósent, fyrir 66 milljónir króna. Nafnveröið var 7 milljónir króna. Stjórn Flugleiða ákvaö að bjóöa hlut- höfum helminginn til kaups, eöa 10 prósent, og starfsmönnum hinn helm- inginn sem aö nafnviröi er 3,5 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Helgasonar, for- stjóra Flugleiða, var starfsmönnum boðiö 1. október síðastliöinn aö kaupa helminginn af þessum 3,5 milljónum eöa 1.750 þúsund krónur. Hinn helm- ingurinn veröur boöinn á næsta ári. „Þaö er búiö að selja 90,6 prósent bréfanna eöa fyrir 1.585.500 krónur aö nafnviröi. Viö gerum ráð fyrir aö bréf- in seljist alveg á næstu dögum því aö enn má búast viö pöntunum frá starfs- mönnum sem hafa veriö í fríi eöa eru úti á landi, ” sagöi Siguröur Helgason. „Viö erum mjög ánægöir með undir- tektir starfsmanna. Viö fögnum því aö þeir skuli vilja eignast hlut í félaginu,” sagöi Siguröur. Starfsmenn fá bréfin á sömu kjörum og Flugleiöir fengu þau á frá rikinu. Út- borgun er 22,5 prósent en eftirstöðvar greiöast á átta árum. Hlutabréfakaup hvers starfsmanns eru aö jafnaði um sjö þúsund krónur aö nafnvirði. Kaupverö meöalbréfsins er um 60 þúsund krónur. Meðalútborgun því um 13.500 krónur. Hluthafar hafa frest til 10. nóvember til að skrá sig fyrir bréfum. -KMU. Eigendur atvinnubif reiða mótmæla: „Það verður gripið til harðra aðgerða” — ef bráðabirgðalög um þungaskatt verða ekki tekin til baka, segir Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri FIB — Þaö er hiti í mönnum út af nýút- gefnum bráöabirgöalögum sem fela í sér 56,25% hækkun þungaskatts. Ég er ansi hræddur um aö þaö verði gripið til haröra aðgerða ef Alþingi staöfestir þessi bráðabirgðalög. Þetta eru slík ólög að ekki verður við unað, sagði Jónas Bjarnason, fram- kvæmdastjóri FlB. Fulltrúar frá öilum samböndum vörubifreiða-, leigubifreiöa-, sendi- bifreiöa-, hópferöabifreiöa- og vinnu- vélaeigenda, ásamt fulltrúa FÍB, gengu á fund Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra á fimmtudags- morguninn. Þar afhentu þeir honum mótmæli vegna bráðabirgðalaganna um þungaskatt. — Við viljum gefa valdhöfum svig- rúm til aö taka bráðabirgðalögin til baka áður en fariö veröur út í harö- ari aögeröir. Þorsteinn Pálsson sýndi málinu b'tinn skilning. Greini- legt er aö hann er bundinn í báöa skó. Hann tjáöi okkur aö búiö væri aö setja tekjuöflun ríkisins til endur- skoðunar, sagði Jónas. Jónas sagði aö það væri víötæk samstaða á meðal áöurnefndra vinnuhópa. — Viö vildum fá að vita hvenær Þorsteinn hygðist leggja bráöabirgðalögin til staöfestingar fyrir Alþingi til að tímasetja aðgerö- ir okkar. Þorsteinn sagöist ekki geta sagt um það hvenær hann hygðist fá staðfestingu Alþingis, sagði Jónas. í bréfi, sem áðumefndir vinnuhóp- ar sendu til ríkisstjórnar og for- manna þingflokka, segir m.a.: „Veröbólguhækkanir á innkaups- verði og rekstrarvörum bifreiöa hafa reynst eigendum atvinnubifreiöa nógu erfiðar þótt ríkisvaldiö kóróni ekki allt saman meö ríflega tvöfaldri veröbólguhækkun á þungaskatti. Byggingarvísitala hefur hækkaö um 24% frá sl. áramótum, þungaskattur um 56,25% og bensíngjald um 40%. — Ætli ríkisvaldið að standa viö þessa skattpíningu veldur það sam- drætti og stofnar atvinnu þúsunda manna og heimila þeirra í hættu. Hagsmunafélag eigenda atvinnu- bifreiða vill skora á ríkisstjórn og Al- þingi aö fella ofangreind bráða- birgöalög, draga úr skattheimtu og láta endurskoða nú þegar allar álög- ur á bifreiðir, svo og tollamál og úr- elt fyrirkomulag á innheimtu þunga- skatts.” -SOS Það getur verið dýrt að veiða lax og ekki nóg að kasta flugunni vel, en veiðimenn eru farnir að hafa áhyggjur af verði á veiðileyfum næsta sumar. Skyldi nokkurn undra? DV-mynd G. Bender Aðalf undur Landssambands stangaveiðifélaga: Hafa áhyggjur af hækk- andi verði veiðileyfa Eitt aðalefni þrítugasta og fimmta aöalfundar Landssambands stanga- veiöifélaga, sem haldinn var í Mun- aðarnesi í Borgarfirði nýlega, var staða stangaveiöifélaga, sam- skipti þeirra innbyröis og við veiði- réttareigendur. Uröu fjörugar um- ræður um þetta efni en menn höfðu áhyggjur af hækkandi verði á lax- veiðileyfum og komu fram raddir um að veiðimenn sneru sér í auknum mæli aö silungsveiöi. Fundinn sóttu 86 fulltrúar frá 11 félögum en 25 stangaveiðifélög eiga aðild aö sambandinu. Formaöur LS, Gylfi Pálsson, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liöiö starfsár og gat helstu mála ársins hjá sambandinu. Dagana 3. tb 5. maí var haldin vörusýning í Norræna húsinu og nefndist hún Stangaveiöi ’85. Sautján aöilar tóku þátt í sýningunni. Ársfundur Nordisk Sportfisker Union (NSU) var aö þessu sinni hald- inn á Islandi, í Valhöll á Þingvöllum dagana 15. og 16. júní. Fulltrúar alls staöar af Norðurlöndum mættu á fundinum og báru menn saman bæk- ur sínar um ýmis vandamál sem við er aö etja, svo sem mengun, sjávar- veiðar á laxi o.fl. Þá kom fram, að NSU hefur sótt um styrk frá Nordisk Kulturfond til að gera kvikmynd um laxveiöar í N-Atlantshafi en fengiö synjun. Þann 23. júní efndi sambandið tU stangaveiöidags fjölskyldunnar og tókst hann vel. Hyggst LS efna til VEIÐIVON Gunnar Bender stangaveiðidags fjölskyldunnar árlega í framtíðinni í samstarfi viö veiöiréttareigendur. Þá stóö LS að útgáfu veggspjalds sem ætlaö er sem hvatning tU fólks til þess að leggja stund á stanga- veiöiíþróttina og þá ekki síst silungs- veiöi. Stjórn LS átti fundi meö ýmsum aðildarfélögum og með stjórn Lands- sambands veiðifélaga en mjög góð samvinna hefur veriö meö lands- samböndum þessum og hafa þau í sameiningu látiö gera leiöbeiningar vegna útboöa og tilboöa í veiðivötn og hvetja aðildarfélög sín til þess aö nota þær. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri flutti erindi og skýrði frá veiðinni sl. sumar en það var þriöja besta veiði- áriö og veiddust 67 þúsund laxar, þar af helmingur á stöng. Veiðimála- stjóri gerði í framhaldi af þessum tölum grein fyrir veiöihorfum næsta sumarsem hanntelurgóðar. Þaö er því augljóst aö Gylfi Páls- son og félagar í stjórn Landssam- bandsins hafa gert mikið á síöasta starfsári og verið bryddað upp á mörgu nýju eins og stangaveiðisýn- ingu, veiöidegi og útgáfu plakats. G.Bender. í dag mælir Pagfari________í dag mælir Pagfari______ídagmælir Dagfari Neyðarástand flugfreyja Flugfreyjurnar hafa heldur betur látið til sín taka. Fyrst settu þær allt á endann í þjóðþrifafyrirtækinu Flugleiðum sem varð til þess að for- stjórinn lýsti yfir því að Ameríku- flugið legðist niður ef flugfreyjur fengju kauphækkun. Siðan sköpuðu þær neyðarástand í landinu þegar flugvélar Flugleiða komust ekki til Ameríku í einn dag. Þessu næst héldu þær vöku fyrir þingmönnum i heila nótt til að bjarga þjóðarhag frá illmennskunni í flugfreyjunum. Og að lokum ollu þær nær stjórnarbylt- ingu þegar Vigdís mátti ekki vera að þvi að skrifa undir gerðardómslögin fyrir hádegi á kvennadeginum. Þessi afrekaskrá er ófögur lýsing á fögrum konum. En er það nema von? Þær eru hafðar í snúningum í flug- vélunum upp á nánast ekki neitt og fá ekki einu sinni vaktaálag þó þær þurfi að búa á erlendum hótelum eða fljúga eldsnemma á morgnana. En Flugleiðir eiga sér afsökun. Ef flugfreyjur fá kauphækkun fer fyrir- tækið á bausinn, eða þá að Ameríku- flugið leggst niður af því að Flugleið- ir hafa ekki efni á því að borga flug- freyjum kaup fyrir að annast þjón- ustuna við farþegana. Oftast er það þannig, þegar flugfélög leggja upp laupana, að það vantar farþega. I þessu tilviki vantar ekki farþega heldur starfsfólk til að vinna fyrir ekki neitt. Og þar sem Flugleiðir halda um lífæð þjóðarinnar og hafa þurft að reiða fram tugmilljónir til að eignast s jálf t sig þá hef ur það ekki efni á því að greiða vaktaálag til flugfreyja þar sem ekkert er af- gangs. Flugstjórar fengu 43,7% hækkun launa og það er auðvitað ekki hægt að hækka hjá flugfreyjum líka meðan verið er að borga flug- stjórunum. Ríkisstjórnin fann það út að verk- fallið skapaði neyðarástand. Enginn veit eiginlega hvers vegna. Það getur varla talist neyðar- ástand þótt sextíu eða sjötíu íslend- ingar hafi það gott sem strandaglóp- ar í útlöndum og varla getur það heldur talist neyðarástand fyrir ís- lendinga þótt Amerikanar komist ekki til Evrópu og öfugt. Helst eru menn að spá í það að neyðarástandið stafaði af því aö Steingrímur Her- mannsson var strand í New York. Hann komst ekki heim. Dagfari hefði hins vegar vel skilið það, ef Stein- grímur væri innlyksa hér heima. Þá skapaðist neyðarástand ef við losn- uðum ekki við hann endrum og eins. Vigdís forseti var búin að tilkynna að hún legði niður vinnu á kvenna- deginum. Þá lá við stjórnarbyltingu. Matthías hótaði afsögn og varð reið- ur. Forseti íslands vill ekki fyrir nokkurn mun reita Matthías til reiði og skrifaöi því undir. Gárungarnir segja hins vegar að hún hefði átt að doka ögn við. Þá hefði Matthías kannski hætt. En forsetar taka ekki mark á gár- ungum og Vigdís skrifaði undir eftir umþóttun. Þannig lét hún í ljós sam- stöðu með kvennadeginum og flug- freyjunum, og er það í fyrsta skipti sem mótmæli eru látin í ljós með því að hugsa sig um. Yfirleitt gera menn eitthvað af sér en forseti lýðveldisins hefur þann háttinn á að hugsa sig um. Hún gerir þá ekkert af sér á meðan. Já, flugfreyjur eru svo sannarlega búnar að snúa þjóðfélaginu við — og litla Alþýðuflokknum líka. Á sjálfum kvennadeginum tóku kratarnir sig til og hundsuðu eina kvenmanninn í flokknum sem stóð með flugfreyjun- um. Kratarnir stóðu með Flugleiöum og neyðarástandinu og ríkisstjórn- inni, sem ekki er nema von. Þeir eru nefnilega hættir aö biðla til kvenna. Þeir vilja komast i eina sæng með Sjálfstæðisflokknum og í því rúmi er ekki pláss fyrir flugfreyjur; allra síst þegar þær heimta hærra kaup fyrir það. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.