Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Side 42
42 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Starfsfólk óskast til vinnu á deildum Kópavogshælis. Vaktavinna. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kópavogshælis í síma 41500. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á eigninni Smáraflöt 15, Garðakaupstað, þingl. eign Sonju Kristinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 31. október 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Grænukinn 3, risíbúð, Hafnarfirði, tal. eign Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., Jóns Finnssonar hrl., Guðjóns Steingrimssonar hrl., Landsbanka islands og Ingimundar Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 31. október 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Lindarflöt 42, Garðakaupstað, þingl. eign Arnar Petersen o.fl., fer fram eftir kröfu Jóns Ólafssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 31. október 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Hlíðarbyggð 26, Garðakaupstað, þingl. eign Lofts Loftssonar, fer fram eftir kröfu Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 31. október 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Hofslundi 17, Garðakaupstað, þingl. eign Kristins N. Þórhalls- sonar, fer fram eftir kröfu Sveins Skúlasonar hdl., Baldurs Guðlaugs- sonar hrl. og Búnaðarbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 31. október 1985 kl. 15.45. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Ásbúð 10, Garðakaupstað, þingl. eign Einars Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 31. október 1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Ásbúö 82, Garðakaupstað, þingl. eign Arnar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri fimmtudaginn 31. október 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Krókamýri 38, Garðakaupstað, þingl. eign Jóhönnu Óskar Hall- dórsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Helga V. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 31. október 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð á lausafé Að kröfu Jóns Eiríkssonar hdl. og skattheimtu ríkissjóðs i Kópavogi fer fram opinbert uppboð á vélasamstæðu til plaströrageröar af gerðinni Cervex og F. Gnata (5 einingar) ásamt 16 rúllum af 20 og 25 mm plast- rörum, sem staðsett er að Skemmuvegi 26, Kópavogi, og verður það haldiö þar á staðnum mánudaginn 4. nóvember 1985 kl. 17.00. Greiðsla viö hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. I Hið nýja hús slysavarnadeildanna á Hellissandi. Hellissandur: Slysavamahús vígt Margt góðra gesta var við vigsluathöfnina þar sem Leifur Jónsson flutti m.a. ávarp. DV-myndir Hafsteinn Frá Hafsteini Jónssyni, frétta- ritara DV á Hellissandi. Nýlega var vígt nýtt hús slysa- varnadeildarinnar Bjargar og kvennadeildarinnar Helgu Bárðar- dóttur á Hellissandi. Hátíðin hófst með helgistund og vígslu hússins. Hana framkvæmdi sóknarpresturinn og kirkjukór In- gjaldshólskirkjusöng. Síðan var húsinu gefíð nafn en það gerði Guðmundur Einarsson, sá eini núlifandi af stofnendum slysavarna- deildarinnar Bjargar hér í hreppn- um. Hlaut húsið nafnið Líkn. Svo lýsti Leifur Jónsson, formaður byggingarnefndar, húsinu og sagði byggingarsögu þess. Húsið er 140 ferm að stærð á einni hæð. Er því skipt í tvennt, þ.e. fundarsal, ásamt eldhúsi, og svo geymslu fyrir björg- unartæki ásatnt fjarskiptastöð. Bygging hússins hófst 1977 og var það gert fokhelt það ár. Síðan hefur verið unnið jöfnum höndum að fjár- öflun og innréttingum þess og er mestöll vinna unnin af sjálfboðalið- um. Þeir iðnaðarmenn, sem varð að greiða, unnu verk sitt fyrir minna en hálfvirði. Margir góðir gestir voru við vígslu- athöfnina, svo sem forseti SVFÍ, ásamt framkvæmdastjóra og mörg- um fyrrverandi formönnum deild- anna sem fluttir eru héðan. Fluttu þeir allir ávörp og færðu Líkn og slysavamadeildunum margar góðar gjafir. Mikil hátíðarstemmning var hér í plássinu meðan þessi athöfn fór fram og tókst hún hið besta í alla staði. List á hverri hlið hins nýja ísframleiðsluhúss Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Hvert verk er 8 metra hátt og flatarmál þeirra allra er60fermetrar. DV-myndJGH Húsavík: Sextíu fermetra íist á íshúsi Fjögur falleg listaverk á íshúsi. Þau geturðu séð á Húsavík, á hinu nýja ísframleiðsluhúsi Fiskiðju- samlags Húsavíkur. Listaverkin eru um 60 fermetrar og er hvert þeirra 8 metra hátt. ísframleiðsluhúsið er niðri við bátabryggjuna. Það var tekið í notkun í byrjun október. Húsið er steinsteypt en einangrað að utan með stálklæðningu og listaverkun- um. Það var Helgi Gíslason, mynd- höggvari úr Reykjavik, sem gerði þessi stórsniðugu verk. Hann teiknaði þau, smíðaði og annaðist uppsetninguna ásamt nokkrum mönnum frá Fiskiðjusamlaginu. Hugmyndin að listaverkunum skaut upp kollinum í byggingar- nefnd Húsavíkur. Mönnum þótti þetta háa hús nokkuð tómlegt með aðeins einn glugga á norðurhlið- inni. Hvers vegna þá ekki að hafa listaverk á húsinu? Forstjóri Fisk- iðjusamlagsins tók hugmyndinni vel. Og upp risu stálverkin, 60 fer- metrar að flatarmáli. -JGH Heimavinnandi húsmæður ínám Að frumkvæði framkvæmdanefnd- ar um launamál kvenna, Jafnréttis- ráðs og Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu verður efnt til nám- skeiðs fyrir heimavinnandi húsmæð- ur í nóvember. Námskeiðið er ætlað heimavinn- andi húsmæðrum sem hafa hug á því aðfaraútá vinnumarkaðínn. ' Á námskeiðinu verður íjallað um kröfur sem gerðar eru til starfs- manna, réttindi og skyldur launþega. Innritun á námskeiðið fer fram í Kvennasmiðjunni i Seðlabankanum dagana 24.-31. okt. Þátttökugjald er 700 krónur fyrir fimm daga námskeið og hádegisverð síðasta daginn. Námskeiðið verður haldið dagana 12.-16. nóvember. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.