Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. Örlygur Geirsson kjörinn varaformaður BSRB: „Það gaf engin álit- leg kona kost á sér” Kristján Thorlacius var endurkjör- inn formaður BSRB á nýafstöðnu þingi samtakanna. 1. varaformaður var kjörinn Albert Kristinsson (frá Rafveitu Hafnarfjarðar) og 2. vara- formaður örlygur Geirsson úr félagi starfsmanna Stjómarráðsins, en örlygur er fulltrúi í menntamála- ráðuneytinu. Ýmsir höfðu vonast til að í sæti Ör- lygs færi kona; engin kona hefur set- ið í aðalstjóm BSRB undanfariö, en konur innan vébanda samtakanna eru 7000 talsins, eða 48% félags- manna. Fyrir þingið var helst talað um Guðrúnu Ámadóttur meinatækni sem álitlega í sæti 2. varaformanns, en hún gaf ekki kost á sér. Átakatímar framundan „Það eru átakatímar framundan,” sagði örlygur Geirsson í samtali við DV. „Það er augljóst. Samningavið- ræöur við ríkisvaldið hljóta að fara af staðfljótlega.” — Við heyrðum það á þinginu að ýmsir vildu helst aö kona færi í aðal- stjómina og í það sæti sem þú varst svokjörinní? „Já. Eg stóð að baki þeim vilia eins og fleiri. En síðan gaf engin álit- legkona kostásér.” örlygur kvaðst reikna með því að auk kjaramála og samningaviö- ræðna yrðu skipulagsmál samtak- anna þau sem mest yrði fjallað um á næstunni. Ákveðið var að efna til aukaþings með skipulagsmál í huga í maí nk. og gerð sérstök lagabreyting af því tilefni. Aukaþingið verður þannig lögum samkvæmt í stakk búið til að taka ákvarðanir um breyt- ingar á innra fyrirkomulagi BSRB. „Vildi taka mér smáhlé" Guðrún Ámadóttir sagði DV að af sinni hálfu hefði ekki verið um það að ræða að gefa kost á sér í sæti 2. vara- formanns. „Eg var búin að taka ákvörðun um það mál í apríl í vor, þegar til stóð að BSRB-þingið yrði í sumar. Því var svo frestað vegna kennaramálsins. Ég hef starfað í fé- lagsmálum nú í 12 ár og fannst tími kominn til að taka mér smáhlé. Hvað varðar hlut kvenna í stjóm samtak- anna þá sýnist mér að þetta hafi komið nokkuð jafnt út. Ég var for- maður kjörnefndar á þinginu — nýja stjómin er breiðari en sú gamla og opnari. Það koma þarna inn fulltrúar frá lögreglumönnum og tollurum. Það eru þarna fuUtrúar fleiri félaga en áður. Þar með verður stjómin sterkari. Eg tel að stóru félögin eigi að hliöra tU fyrir þeim minni. Starfs- mannafélag Reykjavíkur sýndi mik- inn velvilja og hleypti minni félögum að. Það var gert með styrk BSRB í huga. Skipulagsmál BSRB verða tekin fyrir á aukaþinginu í vor. Þá verður vafalaust tekin upp ný stjómunartil- högun fyrir samtökin. ’ ’ -GG Ragnar Stefánsson olli f jaðrafoki á BSRB-þingi Varastjórnin stokkaðist upp Stjómarkjör á BSRB-þingi um helgina varð allsögulegt. Kristján Thorlacius var endurkjörinn formað- ur, eins og vitaö var fyrirfram, Al- bert Kristinsson 1. varaformaður og örlygur Geirsson 2. varaformaður. Haraldur Steinþórsson, sem verið hefur varaformaður og jafnframt starfsmaður samtakanna, gaf ekki kost á sér aftur. Hann mun láta af störfum 1. des. nk„ en þann dag verður hann sextugur og hefur rétt á að fara á eftirlaun. I aöalstjórn voru kjörin: Ásta Sig- urðardóttir frá Akureyri, Einar Olafsson, Haukur Helgason, Hólm- fríður Geirsdóttir, Sjöfn Ingólfsdótt- ir, Sæmundur Guðmundsson (lögrm.) og Þorgeir Ingvason (póst- maður). Átök um varastjórn Varastjóm BSRB er þýöingarmik- il í stjóm samtakanna. Varastjómin situr stjómarfundi og oft hafa mam úr henni atkvæðisrétt. Þá er og reiknað með að varastjómin muni hafa aukið vald þegar skipulagi sam- takanna verður breytt á vori kom- anda. I fyrstu atrennu var Sigrún Aspe- lund kjörin 1. varamaður, Helgi Andrésson (Akranesi) 2., Olafur Jónsson 3., Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir í 4. sæti, Oddur Pétursson (Vestfjörðum) í 5. sæti, Ragna Olafs- dóttir (kennari) í 6. sæti og Þorgerð- ur Jóhannsdóttir fóstra, Vestmanna- eyjum, Í7. sæti. Þegar atkvæði höfðu fallið á þessa lund kom fram uppástunga úr sal um Ragnar Stefánsson. Samkvæmt þingsköpum þurfti því að kjósa aft- ur. Og þá raðaöist varastjómin upp með nýjumhætti. Þorgerður Jóhannsdóttir lenti í 1. sæti, fékk 197 atkvæði. 2. Ragnheiður Asta Pétursd. með 194 atkv. 3. Oddur Pétursson með 190 atkv. 4. Ragna Olafsdóttir með 189 atkv. 5. Helgi Andrésson með 184 atkv. 6. Sigrún Aspelund með 181 atkv. 7. Ölafur Jónsson með 170 atkv. Og Ragnar Stefánsson komst að vísu ekki í vara- stjóm, en hann fékk 88 atkvæði. -GG BSRB-þingið: Mikill áhugi á útvarpi Otvarpsstöð, sem í sameiningu yröi rekin af BSRB, ASI og SlS, hefur nokkuð verið á dagskrá undanfarið en viðræður milli þessara aðila hafa gengið hægt. Á nýafstöðnu BSRB- þingi tók BSRB frumkvæðiö í sínar hendur með því að koma sérstakri útbreiðslunefnd á laggirnar. Sú nefnd á að vinna að því að koma upp svokölluðu hljóðveri. Tilgangur þess hljóðvers verður að reka útbreiðslu- og fræðslustarf en einnig að veita félögum í BSRB æfingu í dagskrár- gerð en innan samtakanna er mikill áhugi á þeim málum. Helgi Már Arthursson, starfsmað- ur BSRB, sagði DV að útbreiðslu- nefndin kæmi í staðinn fyrir ritnefnd og fræðslunefnd sem áður störfuðu og að tilgangurinn með nýju nefnd- inni væri m.a. að þrýsta á í útvarps- málinu. „Mönnum finnst að viðræður um hljóðver hafi gengiö nokkuð hægt, einkum hvað snýr að SlS,” sagði Helgi Már. „Otbreiðslunefndin á einnig að taka fræðslu- og út- breiðslumálin nýjum tökum,” sagði Helgi Már. „Það á að leggja meiri áherslu á kynningarstarf og almennt upplýsingastreymi.” DV hleraði á þingi BSRB að í raun væru menn tvístígandi í útvarpsmál- um, einfaldlega vegna þess að menn gerðu sér ekki almennilega grein fyrir því út í hvað væri verið aö fara: Litla útvarpsstöð, sendi uppi á þaki, ellegar stóran fjölmiðil sem kostar margfalt á við lítið hljóðver. Hljóð- ver er kannski fremur liður í því að tileinka sér sjálfsagða nútímatækni. „En,” sagði einn úr útbreiðslu- nefndinni — „smátt er fagurt. Marg- ir í BSRB vilja fá þjálfun í dagskrár- gerð og nútíma upplýsingastörfum — þessa hluti má þróa frá smáu upp í stórt.” í útbreiðslunefnd BSRB eru: Ög- mundur Jónasson sjónv'arpsmaður, Jóhannes Gunnarsson, form. Neyt- endasamtakanna, Erlingur Aðal- steinsson frá Starfsmfél. Akureyrar, Olfar Teitsson, SFR, og Gísli Bald- vinsson, Kl. Til vara Randver Þor- láksson leikari og Lilja Guðmunds- dóttir útvarpsmaður. -GG. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, rœðir við Örlyg Geirsson varaformann skömmu fyrir kosningarnar á BSRB-þinginu. DV-myndir: KAE. BSRB-þingið mótaði kröfurnar í næstu samningum: Stórhækkun launa BSRB-þing gerði kröfur um „stór- hækkun launa”, eins og það var orðað — með sérstakri áherslu á lægstu laun. Einnig var ályktað að samræma þyrfti það misræmi sem nú er orðið á launum ýmissa opinberra starfsmanna miðað við launakjör sambærilegra starfs- hópa annars staðar í þjóðfélaginu. Þá var lögð þung áhersla á endur- bætur í húsnæðismálum, gerð krafa um að núverandi ríkisstjóm standi við kosningaloforð sín um að lán verði 80% af kaupverði íbúða. Kristján Thorlacius lagði fram tillögu — sem var samþykkt — varðandi stórátak í byggingu íbúða á félagslegum grund- velli; aö veitt verði fjármagn, allt aö 95% íbúðarverös, til búseturéttar- íbúða. Þá var þess krafist að lánakjör yrðu bætt, að vextir yrðu 2% og lánstími lengdur. Vextir yröu frádráttarbærir frá skatti miðað við hámarksstærð íbúöa. Gerð var tillaga um sérstakan sjóð sem stæði fyrir framlögum til þeirra sem leigja íbúðir í þeim tilgangi að halda húsnæðiskostnaði niðri. Þá var og krafist að leigugreiðslur yrðu frá- dráttarbærar frá skatti. Þá var og bent á að nauðsynlegt væri aö leiðrétta fasteignalán með tilliti til þess að laun manna halda ekki í við lánskjör — raunhæf leiö talin liggja gegnum skattakerfiö. BSRB-þingið geröi reyndar víðtækar ályktanir í atvinnumálum og efna- hagsmálum og taldi að styrkja þyrfti markaðsöflun og ; rannsóknir í þágu út- flutningsiðnaðar. -GG Glatt á hjalla i boði fjármálaráðharra að loknum þingstörfum: Einar Ólafs- son, formaður SFR (t.v.), Haukur Helgason skólastjóri og Geir Haarde, að- stoðarmaður fjármálaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.