Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985.
9
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Útlönd
Friður í
Ubanon?
Stríðandi skæruliðafylkingar hafa gert
samkomulag sem á að binda enda á blóðugar
deilur sem hrjáð hafa landið í 10 ár.
Aðeins eftir að skrifa undir
Samningamenn frá þrem valda-
mestu skæruliöahreyfingunum í
Líbanon hafa komiö sér saman um til-
lögur um stjórnmálaendurbætur sem
ætlað er aö binda enda á 10 ára
borgarastyrjöld í landinu. Samninga-
viðræðurnar fóru fram í Sýrlandi og
Sýrlendingar styöja samkomulagið.
Nú munu samningamenn fara með
þetta samkomulag og fá hina ýmsu
skæruliðaleiðtoga í Líbanon til aö sam-
þykkja það.
I sama mund og veriö var að ljúka
samningum gerðu ísraelskar stríðs-
flugvélar 13. árásina í ár á líbanskt
þorp. Vélarnar sprengdu átta bygging-
ar í þorpi sem Israelar segja að
palestínskir skæruiiðar hafist við í.
Sýrlendingar, sem hafa heri sína á
þessu svæði, sögðu að þeir hefðu sent
flugvélar sínar í veg fyrir f jórar F—15
og F—16 vélar Israela.
Heimildarmenn í Damaskus segja
að Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa,
Nabih Berri, yfirmaður Amal-hreyf-
ingar múslima, og Elie Hobeika,
foringi „líbönsku herdeildanna,”
sveita kristinna manna, muni hittast í
Damaskus síðar í vikunni til að skrifa
undir samkomulagið.
Síðan yröi kallaö til ráðstefnu allra
hlutaöeigandi til að ræða tillögurnar í
næsta mánuöi. Á þá ráðstefnu myndi
verða boðið þeim aðilum sem ekki
fengu aö taka þátt í leyniviöræðunum í
Damaskus. Meðal þeirra eru kristnir
falangistar, sem styðja Amin Gemayel
forseta, og sunni múslimar.
Talið er að samkomulagið bindi enda
á úrelt skipulag sem gefur hverju
samfélagi í Líbanon viss stjórnarsæti,
skipulag sem múslimar hafa lengi
talið ranglátt.
Milljónir gegn kjarnavopnunum
Frá Sigrúnu Harðardóttur, fréttarit-
ara DV í Amsterdam:
Undirskriftasöfnun gegn staðsetn-
ingu kjarnavopna í Hollandi lauk á
laugardag. Undir mótmælin skrifuöu
þrjár milljónir og 750 þúsund manns.
Mótmælin voru formlega afhent for-
sætisráöherra í gær.
Mótmælagöngur gegn kjarna-
vopnum voru farnar víðs vegar um
landið á laugardag. Þau fóru frið-
samlega fram.
I byrjun nóvember verður atkvæða-
greiðsla á þingi um hvort leyfa skuli
staðsetningu kjarnavopna í Hollandi
eða ekki.
HEIMSMEISTARA-
MÓTIÐ í BRIDGE
Israel hafnaði í öðru sæti í undan-
rásunum í heimsmeistarakeppninni í
bridge sem stendur þessa dagana
yfir í Sao Paulo og tapaði þó síðasta
leiknum, 12—18, fyrir Argentínu.
Brazilía hafði þegar tryggt sér
fyrsta sætið.
Þessi tvö lið keppa því í undanúr-
slitunum við Evrópumeistarana,
Austurríkismenn, og heimsmeistar-
ana, Bandaríkjamenn.
Argentínumenn þurftu aö vinna
24—6 til þess að komast fram úr
Israelmönnum. Náðu þeir að dobla
Israelana í frjálstsagðri alslemmu í
grandi og taka hana 1700 niður. Isra-
elarnir létu þaö þó ekki hagga sér
og héldu tapinu í lágmarki.
Bresku konurnar urðu efstar í
undanrásunum í kvennaflokki, en
þær höfðu byrjað mótið fremur illa.
Taiwan varð í öðru sæti.
Undanúrslitin í báðum flokkum
byrjaídag.
á tppp
skióavörum íiá
AA FISCHER DACHSTEIN
TYROLIA
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SIMI 91-84670
Pardus -stál
prýdir húsin
Stallað þakstál á aðeins
440fermetrinn |j
í brúnu og svörtu