Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Svínslegur harmleikur: „Hvort viltu verða beikon eða hlýða?” Þeir sem eru óánægöir með að vera bara venjulegir íslenskir launþegar á tveimur fótum ættu að gefa sér tíma til að hugleiða svínslegt hlutskipti grís- anna sem John og Talita Gurtner hafa undir höndum. Þar er ekkert múður — annaöhvort beygirðu þig undir þjálfun til þess aö draga svínfeita frúna fram og aftur í kerru eða þér er snarlega breytt í beikon. Þau hjónin segja flest svínin á móti því að lenda á morgun- verðarpönnunni og þau reyna því að standa sig í þjálfuninni eftir bestu getu. Flestir nemendanna reynast ekk- ert síður en blessuð hrossin og fá því að lifa örlítið lengur. Með þessum ferfættu dráttardýrum hafa svo hjónin ferðast um allan heim- inn og gera það bara gott. Menn eru alveg æstir í að sjá lifandi beikon draga spikaða frúna fram og aftur í kerrunni. Hvort þetta flokkast svo und- ir skemmtun, skopskyn eða einhverjar aðrar og undarlegri kenndir hjá hinum tvífættu áhorfendum skal svo látið liggja milli hluta — um stund. Þessir tveir vildu alls ekki lenda á morgunverðarpönnunni og draga þvi vagninn allt hvað af tekur. Fyrrum fjölskylda — Alana, George og sonurinn Ashley. Travolta á fullu gasi — sjálfur sannfærður um að þarna hafi hann túlkað mynd hins sanna blaðamanns. BLAÐA- MAÐUR í BÍÓ Filmstjarnan súpersæta — John Travolta — hefur nú lokið vinnu við kvikmyndina Perfect þar sem hann túlkar blaöamann í starfi af mikilli innlifun. Sjálfur segist Travolta sannfærður um að þarna hafi honum tekist að sýna raunverulega mynd af blaða- manni og það hafi verið sér mikil ánægja að vera ekki lengur fórnar- dýrið heldur bregða sér i líki veiði- mannsins um stund. I flestum viðtölum við kappann endurspeglast viðhorf landa hans til blaðamennsku frá því að Watergate kom starfanum í tísku en vafa- samara að venjulegir skríbentar skrifi glaðir undir glansmyndina sem af starfanum er gefin á slíkum stundum. En Travolta er kampakátur, og svo munu framleiðendur vera einnig. Myndinni er spáð miklum vinsældum. Hvað vilja menn svo meira einni kvikmynd til handa? Sannur sykurmoli Hér á árum áður þurftu menn helst að hafa útlitið með sér til þess að kom- ast að í kvikmyndum vestan hafs. Tekið skal fram að þetta var fyrir tíma Woody Allen og Dustin Hoffman. Hollí- vúdd var troðin karlmönnum sem hver um sig var sannur sykurmoli í manns- mynd og hér skal minnt á einn þeirra sykruðustu. George Hamilton var einn af molun- um og hefur til þessa leikið í hvorki meira né minna en tuttugu og sjö ár og myndirnar eru orðnar óteljandi. Ekki í einu einasta atriði hefur hárið farið úr skorðum eða sæta brosið dofnað þann- ig að hann var sannur karlmaður í aug- um margra unglingsstúlkna í leit að riddaranum og hvíta hestinum. Sumar þeirra fundu hann í Hamilton og jafn- vel kræktu í kappann um tíma. Nægir þar aö nefna gellur eins og Britt Ekland, Alana Stewart og svo mætti lengi telja. Um tíma var hann tilvon- andi tengdasonur forsetans, á tímum Johnsons gamla, en sú trúlofun fór út um þúfur skömmu fyrir brúðkaupið. Hjónaband Hamiltons og Alana, sem síðar smellti sér á Rod Stewart, fór í hundana vegna skemmtanafíknar frú- arinnar. Sjálf segist hún í því hjóna- bandi hafa sýnt svipaða hegðun og Rod í þeirra sambúö, helst viljað eyða líf- inu í partí og vínsull sólarhringum saman. Heima sat Hamilton einn með soninn Ashley en var ekki sem ánægð- astur með sitt hlutskipti. Eftir skilnað- inn vill hann helst hafa soninn hjá sér alla daga í húsinu sem hann keypti eft- ir andlát Charlie Chaplin. Það var heimili þessa gamla snillings og góðir andar í húsinu að sögn kunnugra. Eitthvað hafa þeir Rod Stewart líkt auga fyrir kvenfólki því fyrrum var hann í sambandi við Britt Ekland. Hún segir frá því í ævisögu sinni að þau hafi um tíma ráðgert að ganga í hjónaband. En það varð aldrei og ber Britt Hamilton fremur vel söguna. Það sama má segja um aðrar konur sem á vegi hans hafa orðið um árin. Hins vegar taka þær fram að þessi dísæti kvikmyndaleikari vilji hafa allt sem fullkomnast og því reynist erfitt aö vera í návist hans til langframa. Og snobbið er hans veikasti punktur — nokkuð sem kvenfólkið hreinlega nennti ekki að reyna að skilja eða framfylgja. Næsta skrefið hjá molanum er leikur í Dynastyþáttunum og ekki er vafi á því að þar reynist hann með þeim sætari á senunni með óruglaö hár og brosið eyrna á milli. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.