Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985.
NYKOMNIR vestur-þýsku
SVEFNBEKKIR
Sendum í póstkröfu hvert á land sem er
FCI'PUHCISIÐ HF.
SÍMI687080
BENZ 380—SEL ÁRG. 1981
Bíllinn er blár og klœddur plussi, ekinn 70 þús. km,
sjálfskiptur, rafdr. rúður og þaklúga o. fl. o. fl. Við
erum mjög frjálslegir með alls konar skipti, víxla og
skuldabréf.
^t&a^adan
MIKLATORGI, 15 Q—14 OG 1-71-71
flDDODODaDDUr ^nacaaaDOaaDDaDQDaCiilDDDDDDDDDaa
- n
o
D
O
O
D
O
Þakrennur
íEinfaldar í uppsetningu!
Hagstætt verð
o
o
o
o
D
VATNSVIRKINN/J
ÁRMÚLI 21 - - PÓSTHOLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMIAR: VERSLUN. 686455. SKRlFSTOFA; 685966
SOLUM: 686491
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
Menning
Menning
Menning
Ágúst Petersen ásamt tveimur mynda sinna, „Eyrún og J6n" (t.v.) og „Hreppamaðurinn Bjarni Guð-
mundsson, hagyrðingur og óöalsbóndi", sem báðar eru á sýningu hans.
Laundrjúg listaverk
Myndir Ágústs Petersen íListmunahúsinu
Verk Ágústs Petersen hafa veriö
meöal vor margt lengi, og á þeim tíma
hafa þau lítil breyst. Samt eru þau
laundrjúg, halda áfram aö koma manni
á óvart. En hiö óvænta í þeim liggur
ekki alltaf í augum uppi. Hægt er að
skoöa heila sýningu á verkum Agústs
og hafa af henni „venjulegt” yndi. En
þegar frá líður halda verk hans áfram
að birtast í hugskotinu og gefa þá enn
meira af sér.
Tvennt er það við verk Ágústs sem
helst stuölar að þessum hægvirkandi
áhrifamætti þeirra. Annars vegar er
litaval hans, í senn fábrotið og auðugt.
Hinn sérstaki græni litur hans er dröfn-
óttur með litrófinu öllu, bláir litfletir
kembast úr blásvörtu yfir í fjólu-
bláma, grátónar hans fara úr grá-
blöndu yfir í grábliku á sama lófastóra
blettinum, og gulur litur birtist í öllum
.mögulegum og ómögulegum myndum í
jeinni og sömu myndinni.
Tálgaðar myndir
Því er það að áhorfandinn uppgötvar
ekki fyrr en eftir á aö hann hefur verið
að horfa á „kolvitlausan” lit í mynd og
við það breytir hún um merkingu í
vitund hans.
Síðan kemur til hin einfalda form-
gerð listamannsins sem einnig er inni-
haldsríkari en hún gefur sig út fyrir að
vera. Þessi formgerö er síður en svo
sprottin af ráðleysi eða andlegri fátækt
heldur af kröfuhörku sem á sér í raun
tilvistarlegar rætur.
Eins _ og myndhöggvarinn
Giaconletti, tálgar Ágúst utan af
mannverum sínum, húsum og dýrum,
uns eftir er upphafinn kjarni hvers
mótífs. En með „upphafinn” á ég ekki
við að myndir Ágústs séu hátíðlegar,
þvert á móti, heldur nálgast þær hug-
myndina um „mann”, „hús” og „dýr”
fremur en tilveru þeirra í „holdinu”.
Gljáandi
nefbroddur
Orðatiltæki segir að einhver sé „ekki
svipur hjá sjón”. Ágúst snýr þessu við.
„Svipir” hans, af þekktu fólki sem
óþekktu, eru „líkari” fyrirmyndunum
en Ijósmyndir eða venjuleg portrett,
kannski líkari þeim en þær eru líkar
sjálfum sér.
Þar hjálpar e.t.v. glöggt auga
Ágústs fyrir hinu sérkennilega eða
kímilega í fari hverrar manneskju, og
það eru einmitt þau sérkenni sem eftir
verða á striganum, gljáandi nefbrodd-
ur, roði í kinnum, skelmskur augnsvip-
ur. Og allir vita við hvern er átt. Þó er
hvergi verið að gera gys að fólki í verk-
um Ágústs, þótt sumum þyki andlit
hans ærið tröllsleg.
Aö líkja Ágústi við myndhöggvara er
ekki alveg út í hött því hann er ekki
aðeins að glima við mótíf og liti heldur
sjálfan myndflötinn, ýfa hann, skafa
og nudda, uns eftir er sá magnaði ein-
faldieiki sem hann er á höttunum eftir.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Því er þaö að Ágúst kýs að mála á
ranghverfuna á masónítplötum sem
hafa til að bera þá hörku sem til þarf.
Milliliðalaus
átök
Mynstrin á þessum plötum veröa
síöan partur af málverkinu, eins og t.d.
í portrettinu af Guömundi myndhöggv-
ara Benediktssyni (nr. 31) og mynd af
Elliðaey, þar sem boglínur í mynstrinu
ganga inn i fjallahringinn í kring sem
væru þær teiknaöar.
Sýning Ágústs í Listmunahúsinu er,
eins og flestar hans sýningar, blend-
ingur verka frá ýmsum tímum sem
mynda þó órofa heild. Helst er að eldri
verkin sverji sig til hálf-afstrakt
formfestu meðan þau yngri eru sprott-
in af milliliðalausum átökum við við-
fangsefnin. Ef myndir „virka” ekki
hjá Ágústi er það helst fyrir það að
sögumaðurinn nær yfirhöndinni og
byrjar á málalengingum sem ekki
auka við kjarna málsins.
Þetta er hávaðalaus sýning, en með
mikinn kraft undir niðri. Tilgerð á
Ágúst ekki til, nema þá aö nafnið á sýn-
ingunni („Tilraun með tilgeröar-
leysi’ ’) flokkist undir slíkt.
AI.
RÖÐ NORRÆNNA
SÝNINGA
í NEW YORK
I ár á The American-Scandinavian
Foundation 75 ára afmæli og hefur af
því tilefni skipulagt röð sýninga á
norrænum myndlistarmönnum í
galleríi sem samtökin eiga við 127
East 73 Street í New York.
Forstjóra Moderna Museet í Stokk-
hólmi, Olle Granath, hef ur verið f alið
aö setja saman þessar sýningar.
Þessi sýningarstarfsemi hófst með
samsýningu sem stendur til 1.
nóvember nk. Síðan fylgja í kjölfarið
einkasýningar þeirra listamanna
sem á samsýningunni eru og stendur
þetta prógramm fram á mitt árið
1986. Þessir listamenn eru Juhana
Blomstedt frá Finnlandi, Eddie
Figge frá Svíþjóð, Kristján Guð-
mundsson frá Islandi, Palle Nielsen
frá Danmörku og Leonard Richard
frá Noregi.
Samsýningunni fylgir vönduð
sýningarskrá upp á 70 bls. með rit-
gerðum eftir Olle Granath og Hans
F. Dahl. I formála sínum segir
Granath m.a.: „Þessir fimm lista-
menn, fulltrúar landa sinna, eru afar
ólíkir. Þó byggja þeir allir verk sín á
listahefðum í heimalandi sínu og
hafa allir þroskast gegnum það
frjálsræði sem módernísk myndlist
hefur haft í för með sér. Enginn
þeirra litur á heimsmyndina eöa
myndlistina sem heilög og óhagg-
anleg fyrirbæri.”
Um Kristján Guðmundsson segir
Granath m.a.: „Ef við notum hug-
takið „konseptlist” um verk
Kristjáns og félaga hans, þá skulum
viö hafa hugfast aö konseptið var
ekki innflutt fyrirbæri á Islandi held-
ur hluti £if íslenskum þankagangi.
Nægir að benda á stríðsmanninn í
Njáls sögu, sem án þess að blikna
sagði félögum sínum að ný gerð af
atgeir væri nú i notkun á landinu, en
hné síöan niður dauður, stunginn
þessu nýja vopni.” Eins og áður seg-
ir, stendur samsýningin, sem nefnist
„A Nordic Quintessence”, yfir til
næstu mánaöamóta en stuttu síöar
hefst einkasýning Eddie Figge.
AI.