Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 28. OKT0BER1985. 5 Riffilskothríð á Húsavík: Glerbrot dreifðust um alla stofuna Þaö getur verið hættulegt aö sitja inni í stofu heima hjá sér og horfa á sjónvarpið. Því fengu hjón á Húsavík aö kynnast nú í vikunni en þá lenti riffilskot í stofuglugga þeirra og hafn- aði í stofuloftinu — rúöan mölbrotnaöi og glerbrot dreiföust um alla stofuna. Þaö var lán í óláni aö hjónin voru ekki nálægt glugganum þegar skotið kom í gegnum rúöuna. Þaö voru tveir 12 ára Húsvíkingar sem komust yfir riffil. Þeir skutu tveimur skotiun — annaö hafnaði utan á húsi hjónanna en hitt fór í gegnum stofugluggann, sem fyrr segir. -SOS. Höfn í Hornafirði: Nafn drengs- ins sem lést Drengurinn sem lést þegar hann varö fyrir vörubifreið á Höfn í Horna- firöi hét Sævar Þór Valsson, til heim- ilis aö Hæöargaröi 4, Nesjum í Horna- firöi. Hann var tólf ára gamall, fæddur 17. apríl 1973. Veggurféll ofan á mann Vinnuslys varð á Tjörnesi á föstu- dag. Maður á sextugsaldri varö undir steinvegg sem féll á hann. Verið var aö grafa meö traktors- gröfu við húsvegg sem átti aö styrkja. Maöurinn var við vinnu ofan í skuröi þegar veggurinn féll. Vinnufélagar hans höfðu snör handtök og grófu manninn undan veggnum. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík og síöan til Akureyrar og ligg- ur hann á sjúkrahúsinu þar. Maöurinn erekkiílífshættu. -SOS. BSRB með hljóðver Á þingi BSRB var samþykkt tillaga nefnda sem f jölluðu um skipan upplýs- inga- og fræðslumála bandalagsins. Þar er meöal annars lagt til að BSRB komi þegar í staö upp hljóöveri til framleiðslu á fræöslu- og útvarpsefni og til þjálfunar félagsmanna í dag- skrárgerö. Bjóða á öðrum samtökum launaf ólks aöild að þessari starfsemL HERB. Þríburarnir skírðir Ama, Hildur, Björg — Þær eru alveg yndislegar, segir móðirin Þríburarnir, sem fæddust í Reykjavík 15. júlí sl. sumar, voru skírðir í gær af séra Valgeiri Ástráðssyni, presti í Seljasókn. Athöfnin fór fram í ölduselsskóla. Þríburarnir, sem allt eru stúlkur, hlutu nöfnin Arna, Hildur og Björg og eru þær Sigfúsdætur. Stúlkurnar báru sig vel meðan athöfnin fór fram og létu hana ekki mikið á sig fá. Foreldrar stúlknanna heita Guö- björg Gunnarsdóttir og Sigfús Ö. Er- lingsson. „Þær eru alveg yndislegar, góöar og heilbrigðar, sannkölluð engla- börn. Þaö er mikil hjálp, en f járhagslega er þetta erfitt hjá okkur. Við höfum fengið mjög litla aöstoö. Okkur tókst að kría út smástuðning frá Félags- málastofnun í sumar, fáum fría þurrmjólk og bleiur en aöra hjálp höfum viö ekki fengið. Einnig hefur reynst erfitt aö fá heimilisaöstoö. Stúlka hefur starfaö hjá okkur í sumar, en hún er nú á förum en þá er ætlunin aö fá konu til aðstoðar hálfan daginn. Þetta er sjö manna heimili, tvær stúlkur aörar, ein 6 ára og ein 4 ára og 17 ára strákur. Eg sest ekki niður allan sólarhringinn og Sigfús kemur heim úr vinnu klukkan 17 og þá tekur önnur vinna viö heima til klukkan eitt eöa tvö eftir miönætti. Sigfús getur ekki unnið eftirvinnu og því er fjárhagurinn á heimilinu mjög rýr. Dóttir mín, sex ára, hefur reynst hjálpleg og unir sér vel í mömmu- leik,” sagði Guöbjörg, móðir þríburanna, við DV að lokinni athöfn ígær. — Er ekki erfitt aö þekkja þær ömu, Hildi og Björgu í sundur? „Jú, við höfum oft ruglað þeim saman en einhvern veginn bjargast þetta allt saman. Viö reynum að taka þessu með stillingu og bros á vör,” sagði Guöbjörg að lokum. -KB „Þetta var óvænt og skemmtileg reynsla fyrir mig," sagfli sóra Valgeir Ástráðsson að lokinni skirnarathöfninni í gær en þetta er í fyrsta skipti sem séra Valgeir skirir þribura. Á myndinni t.v. heldur Guflrún Sigfús- dóttir Öxfjörfl, föfluramma þriburanna, á Hildi, Guðbjörg Gunnars- dóttir, móflirin, heldur ó Björgu og faflirinn.Sigfús ö. Erlingsson, á ömu. Séra Valgeir Ástráðsson er lengst til vinstri á myndinni. DV-mynd S. TEIKNING 20 st. Rúna Gísladóttir Þriðjud. kl. 19:30-22:30 frá 5. nóv.-3. des. LEÐURNÁMSKEIÐ 20 st. Guðrún Helgadóttir Mánud. kl. 19:30-22:30 frá 4. nóv. -2. des. VIDEOTAKA OG MYNDBANDAGERÐ 20 st. Karl Jeppesen Miðvikud. kl. 17:30-19 og Laugard. kl. 10:30-12 frá 30. okt.-30. nóv. ÆTTFRÆÐI 20 st. Þorsteinn Jónsson Fimmtud. kl. 19-22 frá 31. okt.-28. nóv. VIÐ HVAÐ VILTU STARFA? 30 st. - Starfskynning og starfsráðgjöf Sölvína Konráðs Þriðjud. og föstud. kl. 20-22:15 frá 1. nóv. -3. des. ÍSLENSKAR KVENNABÓKMENNTIR FRÁ ALDAMÓTUM 20 st. Ragnhildur Richter Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 frá 4. nóv. -5. des. ERTU AÐ BYGGJA? 24 st. - holl ráð fyrir húsbyggjendur. Baldur Baldursson Laugard. kl. 13-16 frá 2. nóv. -7. des. FATASAUMUR 20 st. Svanhildur Valsdóttir Þriðjud. kl. 19-22 frá 5. nóv.-3. des. ER HEIMILISBÍLLINN í LAGI? 15 st. Jón Fr. Magnússon Fimmdud. kl. 20-22:15 frá 7. nóv.-5. des. GERÐ OG ÚRLESTUR STJÖRNUKORTA 20 St. Sigrún Harðardóttir Þriðjud. og fimmtud. kl. 20-21:30 frá 5. nóv. -5. des. LEIKLIST FYRIR ALDRAÐA 15 st. Sigríður Eyþórsdóttir Fimmtud. kl. 19:30-21:45 frá 7. nóv. -5. des. TÖFRABRÖGÐ OG SJÓNHVERFINGAR 20 st. Baldur Georgs Þriðjud. og fimmtud. kl. 17:30-19 frá 5. nóv. -5. des. JÓLAFÖNDUR - TAUÞRYKK 20 st. Kristín Jónsdóttir Miðvikud. kl. 19-22 frá 5. nóv. -4. des. JÓLAGJAFIR - JÓLASKRAUT 20 st. Selma Júlíusdóttir Miðvikud. kl. 19-22 frá 6. nóv. -4. des. GRENISKREYTINGAR Hafsteinn Hafliðason Laugard. 30. nóv. frá kl. 13-17 SÖGURÖLT Á SUNNUDEGI 15 st. Guðjón Friðriksson Sunnud. kl. 13-15:15 frá 3. nóv.-1. des. STAÐUR: Laufásvegur 7 (Þrúðvangur). INNRITUN: Á skrifstofu skólans að Ingólfsstræti 3 virka daga fram að því að námskeið hefjast frá kl. 10 -17. Laugard. og sunnud. frá kl. 13-16. Innritunarsimi er 621488. ÞÁTTTÖKUGJALD: Greiðist við innritun. ÞÁTTTAKA: Minnst 10 þátttakendur þarf til að námskeið verði haldið, en hópar verða ekki stærri en 15 í hverjum. qi inlúein/ii ino PRÓF: Þátttakendum verður gefinn kostur á að taka próf ef þeir æskja þess. VjSy iTIIO dUyiybin^Ulld TÓMSTUHD& SKOUNN Sími 621488

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.