Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. íþróttir Iþróttir 21 áliL.UUUlI Li. I tlLÍukiiii l.Ln. I.i.u.l .1 íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir Aðeins jaf ntef li gegn unglingalandsliði Sviss — íslenska landsliðið í handknattleik hafnaði Í4. sæti á alþjóðlega mótinu Einar Þorvarðarson varði nítján skot fyrir Tres De Mayo um helgina. Hann stóð einnig i marki islenska landsliðsins framan af mótinu i Sviss og stóð sig þá einnig með prýði. Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV íÞýskalandi: Islenska landsliöið í handknattleik mátti i gær bíta í það eldsúra epli að ná aðeins jafntefli gegn unglingalandsliði Sviss á alþjóðlega mótinu í Sviss. Lokatölur urðu 18—18 eftir að íslenska liðið hafði haft yfir í leikhléi, 9—8. Islenska iiðið hafnaði í 4. sæti á mót- inu og úrslitin í leiknum í gærkvöldi eru mikil vonbrigði. Kristján Arason fékk gulliö tækifæri til að tryggja Is- landi sigur á lokasekúndunum en þá lét hann markvörð svissneska unglinga- liösins verja frá sér vítakast. A föstudag lék íslenska liðið gegn Austur-Þjóðverjum og tapaðist sá leik- ur, 21—28. Staöan í leikhléi var 12—13. I síðari hálfleik réðu íslensku leik- mauiimir ekkert við léttleikandi lið Austur-Þjóðverja og þá sérstaklega hornamanninn Miihler. Frank Wahl var tekinn úr umferð en það skipti engu máli. Kristján Arason skoraði 8/4 mörk í leiknum, Þorgils Ottar 3, Bjarni Guðmundsson 3, Þorbergur Aðal- steinsson 2, Atli Hilmarsson 2, Sigurð- Belloumi meiddur Þekktasti knattspymumaður Alsír, Belloumi, sem svo mikið kom við sögu í leik liðsins í síðustu heimsmeistara- keppni, meiddist í leik um helgina og mun ekki leika knattspymu næstu sex vikumar. Stutt er síðan Belloumi varð fyrir því óláni að fótbrotna en meiðsli hans nú em ekki talin jafn alvarleg. -fros Siggi skoradi 8 og Einar varði 19 skot — þegar Tres de Meyo vann Canteras 20:21. Teka rak þ jálfarann „Þetta var mjög erfiður og mikil- vægur leikur hjá okkur. Það var alveg lifsnauðsynlegt fyrir okkur að ná að sigra á þeirra heimavelli,” sagði Sig- urður Gunnarsson, handknattleiks- maður á Spáni, en í gær sigraði lið hans og Einars Þorvarðarsonar, Tres de Mayo, gamla liðið hans Hans Guð- mundssonar, Canteras, með eins marks mun, 20—21. Sigurmarkið kom ogsigraði 24:16 þegar aðeins tuttugu sekúndur vom til leiksloka. „Þetta var hörkuleikur og við erum mjög vel sáttir við okkar frammistöðu. Eg skoraöi átta mörk og er ánægöur með það. Einar varði mjög vel allan leikinn, ein 19 skot í það heila. Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur í riðlakeppninni og vonandi tekst okkur að komast í úrslitin,” sagði Sigurður Gunnarsson. Einar Þorvarðarson sagði: „Þetta er allt að koma hjá okk- ur og ég er farinn að venjast öllu hér. Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið.” Þess má geta að Teka, andstæðingur Víkinga í Evrópukeppninni, lék í gær gegn Valencia og vann stóran sigur, 24—16. Fyrir nokkrum dögum var þjálfari liðsins rekinn frá félaginu og sá nýi byrjar vægast sagt vel. -SK. Páll skoraði sjö í síðari hálfleik — þegar Dankersen vann sinn fyrsta sigur íþýska handboltanum „Mér gekk ekki vel í fyrri hálfleikn- um en í þeim síðari fór þetta allt að ganga mun betur og hlutirnir að ganga upp,” sagði handknattleiksmaðurinn Páll Ólafsson hjá þýska liðinu Danker- sen en um helgina vann liðið sinn fyrsta sigur í deildinni i Þýskalandi. Dankersen lék gegn Hofweier á heima- velli og sigraði 25—23. Páll skoraði eitt mark í fyrri hálfleik en í síðari hálf- leiknum skoraði hann helming marka Dankersen, sjö talsins, og samtals því 8 mörk i leiknum. Essen og Alfreð Gíslason léku á heimavelli gegn Schwabing og vann Essen 23—15. Samkvæmt heimildum DV mun'Alfreð hafa skorað 6 mörk í leiknum. Kiel, liðið sem Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfar, lék gegn Weiche Handewitt á útivelli og mátti þola tap. Lokatölur urðu 24—23 og var sigur- markið skorað þegar aðeins fimm sek- úndur voru til leiksloka. Af öðrum úr- slitum má nefna að Dortmund og Mego gerðu jafntefli, 15—15, og Gummers- bach tapaöi á heimavelli fyrir Gross- waldstadt, 19—20. -SK. Sigurður Grótarsson. ur Gunnarsson 2 og Guðmundur Guð- mundsson 1. Gott gegn Svíþjóð Þrátt fyrir að margir af þeim leik- mönnum sem leika með erlendum fé- lagsliðum lékju ekki með gegn Svíum á laugardag náði íslenska liðiö að sýna góðan leik og það var ekki fyrr en nokkrar sekúndur voru eftir af leiktím- anum að Bjöm Jilsén náði að tryggja Svíum sigur með langskoti. Kristján Arason var iðinn við að skora á mótinu og samtals skoraði hann 32 mörk. Hann skoraði 9 mörk í gær gegn unglingaliði Sviss, eöa helm- ing marka íslenska liðsins. Þorbergur skoraði 5 mörk, Valdimar 3 og Þorgils Ottarl. -SK. { „Wilkinson gaf mér ■ ekki neinar skýríngar” — sagði Sigurður Jónsson, sem missti sæti sitt í Sheff. Wed. liðinu um helgina Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DV í Englandi: „Ég hef engar skýringar fengið frá Howard Wilkinson hvers vegna ég missti sæti mitt í liðinu. Enda hefði hann ekki getað gefiö mér neinar því ég stóð mig ágætlega um síöustu helgi auk þess sem ég skoraði mark,” sagði Sigurður Jónsson hjá Sheffield Wednesday en honum var kippt út úr liðinu fyrir leik Sheff. Wed. gegn WBA á laugardaginn. „Gary Sheldon kom inn í staðinn fyrir mig og ég verð að segja að ég varð svolítið hissa. Ein ástæðan kann þó að vera sú að Andy Blair og Gary Sheldon eru vanir að leika saman. Það verður bara að hafa það þó ég hafi misst sætið. Ég er í hópnum fyr- ir leikinn gegn Swindon í mjólkurbik- amum á þriðjudaginn og það getur vel verið að Wilkinson geri einhverj- ar breytingar þrátt fyrir sigurinn um helgina,” sagði Sigurður í spjalli í gærkvöldi. -fros „Ragnar getur gert mjög góða hluti” — segirTierreGeys Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DVíBelgíu: „I síðasta leik okkar var Ragnar ekki mjög sterkur og i dag var erfitt fyrir hann að athafna sig. En ég kviði engu og veit að Ragnar getur gert mjög góða hluti. Eg hef séð það á æfingum,” sagði Tierre Geys, þjálfari belgíska liðsins Waterschei, eftir að Waterschei, lið Ragnars Margeirsson- ar, hafði tapað á útivelli fyrir Club Brugge, 3—0. Ragnar var ekki langt þjálfari Waterschei frá því að skora í leiknum þegar mark- vörður Brugge rétt náði að verja gott skot frá honum. „Ef Ragnar fær meiri stuðning og meira pláss i framtíðinni þá verður tekið meira ef tir honum þeg- ar fram liða stundir,” sagði Geys enn- fremur. Anderlecht tapaöi öðrum leik sinum á keppnistímabilinu. Searing sigraði í viðureign liðanna, 2—1. Mark Ander- lecht skoraði Vercauteren. -SK. Sigurður með tvö — þegar Luzern vann Grenchen 4-0 „Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við unnum öruggan sigur, 4—0, gegn Grenchen. Mér gekk mjög vel og skor- aði tvö mörk, fyrstu tvö mörkin í leikn- um,” sagði Sigurður Grétarsson, knattspyrnumaður'hjá svissneska lið- inu Luzern, i samtali við DV í gær- kvöldi. Sigurður og félagar skutust upp í 2. sæti í 1. deild með þessum sigri en Grasshoppers, sem var í 2. sætinu fyrir helgina, tapaði og féll niður í 3. sætið. „Það eru tveir erfiðir leikir fram- undan hjá okkur. Um næstu helgi eig- um við að leika gegn Grasshoppers á útivelli og síðan gegn toppliöinu Xamax hér á heimavelli. Við verðum bara að vona það besta,” sagði Sigurð- ur Grétarsson. -SK. „Við áttum að sigra ísiand mun stærra” — sagði Roger Carlsson, landsiðsþ jálfari Svía, eftir leikinn gegn Íslandi í Sviss Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV i Svíþjóð: Leikur íslenska landsliðsins og þess sænska á alþjóðlegn handknattleiks- mótinu í Svíþjóð hefur almennt talið verið álitinn einn besti leikur mótsins. Roger Carlsson, landsliðsþjálfari Svia, var ekki ánægður með sigur sinna manna, 24—25, gegn Islandi og sagði að leik loknum: „Við áttum að vinna stærri og öruggari sigur. Við höfðum góð tök á islenska liðinu mestan hluta leiksins og sigur okkar átti að verða mun stærrL Eg er mjög ósáttur vlð dómgæsluna i þessum leik. Það er mikið vafaatriði hvort þessi nýi harði stíll hjá dómurunum skilar sér. Þegar leikmönnum er visað út af i tvær mínútur kannski fimmtán sinnum í leik sér hver heilvita maður að annað liðlð er ekki fullskipað mikinn hluta leiksins,” sagði Roger Carlsson. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.