Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 38
38 DV. MANUDAGUR28. OKTOBER1985. RÍKISSPÍTALAR lausar stödur Meðferðarfulltrúa vantar til starfa við geðcfeild Barna- spítala Hringsins. Sérstaklega vantar karlkyns starfskraft. Starfið felst i þátttöku i greiningu og meðferð samskipta- truflana hjá börnum á aldrinum 6—-12 ára. Unnið er á morgun- og kvöldvöktum. Upplýsingar gefur hjúkrunarstjóri í síma 84611. Mercury Monarch árg. '78, ekinn Toyota Crown Diesel árg. '80, 70.000, dökkgrœnn. Verð 230.000. hvitur. Verð 320.000. . Toyota HI-ACE Diesel árg. '82, ek- inn 40.000 á vél, hvitur. Verð 395.000. Sœti fyrir 8. Toyota Camry árg. '83, 5 gira, vökvastýri, framhjóladrif, ekinn 50.000, vinrauður. Verð 430.000. Toyota Tercel árg. '83, 4x4, ekinn Mitsubishi L-200 árg. '82, 4x4, ek- 20.000, brúnn/ljósbr. Verð inn 50.000, gulur. Verð 480.000. 440.000. I Vökvastýri. Mazda 929 árg. '81, ekinn 84.000, Daihatsu Charmant árg. '79, ek- blár. Verð 280.000. inn 80.000, vínrauður. Verð 160.000. Toyota Cressida árg. '81, sjálfsk., ekinn 84.000, vinrauður. Verð 315.000. Mazda 626 árg. '82, 4ra dyra, 5 g., ekinn 50.000, grár. Verð 330.000. Vökvastýri, rafmagnsrúður. Toyota Coroila árg. '82, station ekinn 45.000 Verð 270.000. Toyota Carina station árg. '78 ekinn 84.000 Verð 180.000. Toyota Starlet árg. '81 ekinn 50.000 Verð 210.000. Mazda 323 árg. '80 ekinn 84.000 Verð 170.000. Mazda 929 árg. '78 ekinn 98.000 Verð 125.000. SAAB 99 árg. '82 ekinn 45.000 Verð 365.000. SAAB 900 árg. '80 ekinn 63.000 Verð 320.000. SAAB 900 árg. '82 ekinn 74.000 Verð 425.000. Subaru 4x4 árg. '80, station ekinn 89.000 Verð 250.000. Subaru 4x4 árg. '78, station ekinn 80.000 Verð 150.000. Subaru 1600 árg. '78, FWD ekinn 44.000 Verð 170.000. Ford Cortína árg. '78 ekinn 78.000 Verð 145.000. Ford Cortina árg. '79 ekinn 72.000 Verð 140.000. Dodge Aspen SE árg. '79 ekinn 70.000 Verð 220.000. Stefnumörkun í útflutningsverslun: FLYTJA ÚT, ANNARS FÖRUMST VIÐ Ár útf lutningsins 1986 Þjónusta flutt út fyrir milljarða Stefnumörkun í útflutningsverslun var efni fundar sem Verslunarráð íslands boóaði til fyrir skömmu. Aðalræðumaður fundarins var Hans Stahle, stjórnarformaður sænska stórfyrirtækisins Alfa-Laval. Stahle er einnig stjórnarformaður sænska útflutningsráðsins og vara- formaður verslunarráðsins í Stokk- hólmi. Auk ráðlegginga og hvatning- arorða Hans Stahle greindi Ove Hayman, aðstoðarframkvæmdastjóri sænska útflutningsráðsins, frá til- högun Svía í útflutningsmálum. Ragnar Halldórsson, formaður VÍ, setti fundinn og auk þess fluttu sex aðrir stutt erindi. Það voru þeir Andrés Sigurðsson framkvæmdastjóri, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri, Páll Heiðar Jónsson dagskrárfulltrúi, Sveinn Björnsson skrifstofustjóri, Þórður Friðjónsson hagfræðingur og Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri. Markmið „Markmið Verslunarráðsins með þessum fundi er að benda á mikil- vægi úttlutnings og þýðingu hans fyrir íslenskt efnahagslíf," sagði Ragnar Halldórsson m.a. í setningar- ræðu sinni. „Við viljum verða íslensku at- vinnulífi að liði við stefnumörkun í útflutningsmálum, miðla af reynslu okkar sem kaupsýslumenn í þeim efnum og um leið læra af öðrum þjóðum." Sagði Ragnar að afskipti VÍ af útflutningsmálum hefðu verið mikil. Fyrirtæki innan ráðsins flyttu út rúmlega 61% af öllum vöruútflutn- ingi landsmanna á síðasta ári. Nefndi formaðurinn mörg atriði um stuðn- ing ráðsins við útflutningsaðila. Hann sagði einnig: „Verslunarráðið hefur í hyggju að beita sér enn meira i þessum málum í framtíðinni. í því sambandi langar mig til að skýra hér frá að á stjórnar- fundi Verslunarráðsins 7. október síðastliðinn var samþykktur stuðn- ingur við stofnun íslensk-bandarísks verslunarráðs, ÍBV, í New York. Slík tveggja landa verslunarráð þekkjast víða og hafa gefist vel.“ Milljarðar fyrir þjónustu I máli Ragnars kom fram að and- virði vöruútflutnings landsmanna var tæpir 24 milljarðar árið 1984 en verðmæti útfluttrar þjónustu var rúmlega 11 milljarðar króna. Heild- argjaldeyrisöflun vegna útflutnings var því tæpir 35 milljarðar. Af þess- um tölum sést að þjónusta er hvorki meira né minna en 32% af gjaldeyris- öflun þjóðarinnar. En formaðurinn sagði að mönnum hætti oft til að hugsa aðeins um framleiðslu, ein- hvern hlut eða vöru, þegar rætt væri um útflutning. En þjónustan hefur farið mjög vaxandi undanfarin ár í útflutrtingsviðskiptum. „Árið 1986 verður ár útflutnings- ins,“ sagði Ragnar Halldórsson í sínum lokaorðum. „Þá ætla íslend- ingar að taka sér tak og sinna sölu- og markaðsmálum betur en gert hefur verið. Þessi fundur Verslunar- ráðsins er framlag þess til sérstaks átaks á útflutningsári." Áveituslöngur og álpönnur Andrés Sigurðsson framkvæmda- stjóri sagði frá reynslu sinni við störf hjá tveimur útflutningsfyrirtækjum. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að meginhluti framleiðslu þeirra verður að fara á erlendan markað þar eð íslenski markaðurinn er tak- markaður. Annað fyrirtækið framleiðir áveituslöngur samkvæmt banda- rísku framleiðsluleyfi og hitt fram- leiðir steikarpönnur úr áli. Andrés rakti gang mála fyrirtækj- anna beggja og varpaði svo fram spurningunni: Eru raunhæf iðn- og útflutningstækifæri fyrir hendi fyrir okkur íslendinga utan hins hefð- bundna iðnaðar sem tengist sjávar- útveginum? „Ég held að svo sé ef við veljum verkefnin að vel yfirveguðu ráði og vinnum skipulega að okkar útflutn- ingsmarkaðsöflun. Við þurfum að bæta menntun okkar fólks sem að markaðsmálum vinnur. Við þurfum að skipuleggja og bæta upplýsinga- streymi milli útflytjenda. Tryggja þarf að íslensk fyrirtæki sitji a.m.k. við sama borð og sambærileg erlend fyrirtæki. Við vitum að fjárfesting í markaðsþekkingu og markaðsöflun er fjárfesting í arðbærri framtíð fyrir íslenskan iðnað og um leið ávísun á bætt lífskjör í landinu," sagði Andrés Sigurðsson. Innbyrðis samkeppni Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri hélt sig við sjávarútflutningsverslun í erindi sínu. „Ég held að ríkisvaldið sé ekkert að hlaða um of undir útflutnings- verslunina þó að sérstakt ráðuneyti fjalli um mál hennar," sagði Friðrik meðal annars en hann fjallaði nokk- uð um utanríkis-viðskiptaráðuneyti, nýtingu sendiráða til að sinna við- skiptaerindum, stofnun útflutnings-1 ráðs og útflutningsleyfi. Um leyfin sagði hann m.a.: „Þar hefur ríkisvaldið ákveðið að setja reglur til að fyrirbyggja óeðli- lega og skaðlega samkeppni inn- byrðis milli útflutningsfyrirtækja og til að vernda hagsmuni framleið- enda. Hvað fiskinn varðar eru þær reglur í samræmi við ákveðnar leik- reglur sem fiskframleiðendur hafa sett sér og byggist stuðningur stjórn- valda á því að yfirgnæfandi meiri- hluti fiskframleiðenda sjálfra sé þeim samþykkur. Þessar leikreglur hafa framleiðendur sett til að virkja sam- takamátt sinn í samkeppni við aðra stóra keppinauta á erlendum mörk- uðum og skapa meiri festu í viðskipt- unum.“ Friðrik gerði að umtalsefni breyt- ingar sem orðið hafa á gjaldeyris- reglum hér á landi á síðustu misser- um. Þá vék hann að nýlegum yfirlýs- ingum nýorðins fjármálaráðherra um að dregið skuli úr erlendum lántökum. „Sú stefnubreyting, ef að veruleika verður, kann að valda meiri umskiptum til hins betra í samskiptum ríkisvaldsins og útflutn- ingsatvinnuveganna en í fljótu bragði virðist," sagði Friðrik Páls- son. „Uppalin á hótelum” — segir Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, nýr hótelstjóri á Hótel Húsavík TOYOTA Nybylavegi 8 200 Kopavogi 'O. S 91—44144 Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, 22 ára Skaftfellingur, er nýr hótelstjóri á Hótel Húsavík. Hún tók við starf- inu um síðustu mánaðamót. Á sama tíma tók eiginmaður hennar, Karl Kristinsson matsveinn, við eldhús- inu. Hann er kokkur á hótelinu. „Það má segja að ég sé nánast uppalin á hótelum," sagði Sólborg. „Ég hef unnið í sjö sumur á Edduhót- elum. Og síðustu tvö árin rákum við hjónin Edduhótelið á Laugum í Dalasýslu." Sólborg, sem er frá Kirkjubæjar- klaustri, sagði að það hefði verið haft samband við þau hjón í sumar og þau spurð hvort þau vildu taka við hótelinu á Húsavík. „Við fórum hingað til að skoða. Og núna erum við komin. Við erum ráðin hérna í tæpt ár, verðum til næsta hausts.“ - Og hvemig hefur þér líkað vist- in? „Þetta er nú ennþá svo skammur tími en það sem af er hefur verið mjögánægjulegtað verahér.“ -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.