Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 12
12
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTÖBER1985.
Ú gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórriarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SIÐUMÚLA12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMÚLA33, SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022
Sími ritstjórnar: 686611
Setning.umbrot.mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12
Prentun: ÁRVAKU R H F. -Áskriftarverð á mánuði 400 kr.
Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr.
Stéttabaráttaá villigötum
Mikið rót er í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
Ákvörðun þings BSRB um aukaþing í maí þýðir aðeins að
slagnum er frestað. Líklega er BSRB að gliðna sundur.
Kennarasambandið kann að ganga úr BSRB þrátt fyrir
meirihlutasamþykkt á þingi bandalagsins þess efnis, að
úrsögn kennara væri ólögleg. Ekki heföi fengizt
nægilegur meirihluti fyrir úrsögn við almenna atkvæða-
greiðslu hjá kennurum. Heilbrigðisstéttir og tæknimenn
kunna einnig að ganga úr bandalaginu. Ef svo fer, verður
BSRB aðeins svipur hjá sjón. Reynt er að bjarga
bandalaginu, með því að sérgreinafélögin geti verið
laustengdari en innan bandalagsins. Ekki er víst, hvernig
fer.
Hvers vegna gerist þetta nú?
Ein aðalskýringin felst í því, hvernig fór um síöustu
kjarasamninga BSRB og verkfallið langa fyrir ári.
Greinilega fór forysta BSRB óskynsamlega að ráði sínu
í þeirri kjarabaráttu.
Með harðvítugu verkfalli var knúin fram meiri kaup-
hækkun en þjóðarbúið stóð undir. Það var ekki hefndar-
aðgerð stjórnvalda að fella gengið í framhaldi af þessari
kauphækkun. Annað kom ekki til greina. Þannig varð
kauphækkunin mikla fljótt að engu. Aðrar leiðir hefðu
verið hagkvæmari, einkum að knýja stjórnvöld til skatta-
lækkana og niðurskurðar á ríkisbákninu þar á móti.
Eðlilegt er, að launþegar hafi misst tiltrú á forystu
BSRB eftir þetta. Enda tala forystumenn nú opinskátt um
„vaxandi ótrú á stéttarfélögum” og vantrú „á gildi
stéttabaráttunnar á Islandi”.
Síðan gerist það, að Bandalag háskólamanna fær
ýmsar hækkanir úr hendi Kjaradóms.
Margar þær hækkanir komu í framhaldi af hækkun
BSRB. Þó er ekki að neita, að Kjaradómur gekk víða
lengra, einkum í hækkunum til ýmissa „toppa” í
þjóðfélaginu.
Eftir sitja BSRB-félagar með sárt enniö. Þó skiptir
mestu, að BSRB hefur ekki tekizt að leiðrétta laun sumra
hópa í þess röðum, sem verðskulda meiri hækkun en
aðrir. BSRB er samsett af harla ólíkum hópum. Samflotið
mikla í kjarasamningum hefur ekki gefið nægilega góða
raun í þessum efnum.
Því miður virðist forysta BSRB ekki hafa lært neitt og
engu gleymt. Enn er nú boðað, að í næstu samningum
þurfi að verða „miklar kauphækkanir” og verðtrygging
launa.
Þarna er verið að fara í sama farið og í fyrra. Menn
hefðu mátt ætla, að BSRB hefði fengið sig fullsatt af
þessari keðju: miklar kauphækkanir, gengisfelling og
óðaverðbólga.
Ekki er að neita, að Alþýðusamband íslands hefur
reynt að fara nýjar leiðir til aö bæta kjör sinna félaga.
Þetta tókst ekki fyrir ári vegna þvermóðsku BSRB og
slappleika ríkisstjórnarinnar. Verkalýðsbarátta verður
að leita á nýjar leiðir.
Eðlilegast væri, að vinnustaðafélög hefðu sem mest
frumkvæði í kjarasamningum. Þá yrði lokið þeirri óáran,
sem felst í því, að fámennir hópar geta stöðvað rekstur
stórra fyrirtækja, svo sem þernur eða matsveinar í
flotanum.
Þetta gæti einnig gilt í opinbera geiranum.
Að öllu samanlögðu ættu menn að geta lært af þeim
vanda, sem BSRB er komið í. Slagurinn þar verður, þótt
ekki verði fyrr en í vor. Hann sýnir, að stéttabarátta
hefur verið á villigötum.
Haukur Helgason.
„En að laumast úr bandalaginu likt og þjófur að nóttu, brjótandi þá samninga, sem undirritaðir hafa verið
í nafni samtaka okkar, nær ekki nokkurri átt."
Úrsögnin er
ævintýramennska
Örlög BSRB ráðast nú þessa
dagana. Flestir múnu sammála um,
að það afl, sem mestu ráði um gengi
samtaka á borð við BSRB, sé sam-
staða og samheldni félagsmanna.
Og skýtur það ekki dálítið skökku
við, að einn af stofnaðilum samtak-
anna og jafnframt sá, sem gegnum
tíðina hefur hvatt til samstöðu
opinberra starfsmanna, skuli nú
gera sig líklegan til þess að kljúfa
samtökin?
Telja má fullvíst, að fari kennarar
úr samtökunum, muni aðrir hugsa
sér til hreyfings. Meirihluti stjórn-
ar Kennarasambandsins hefur ít-
rekað lýst þvi yfir, að hann hviki
ekki frá ákvörðun sinni um úrsögn
kennara úr sambandinu, og okkur,
hinum óbreyttu, hefur skilist, að
gagnrýni á ákvörðun meirihlutans
hljóti að vera sprottin af persónu-
legum valdadraumum viðkomandi.
Sá, sem þessi orð ritar, er ekki að
sækjast eftir völdum eða persónu-
legum vinsældum innan kennara-
samtakanna, enda er hann tals-
maður minnihluta. Hann lætur sér
hins vegar ekki í léttu rúmi liggja
velferð og sóma þeirrar stéttar, sem
hann tilheyrir.
Afsal samnings-
og verkfallsréttar
Það er velferðarmál kennara-
stéttarinnar að kasta ekki frá sér
réttinum til samninga um kaup og
kjör, jafnvel þó þeim rétti séu tak-
mörk sett. Baráttan um það að ná
fullum samningsrétti þarf engan
veginn að tengjast úrsögn úr
bandalaginu, enda er fullur samn-
ingsréttur aðildarfélaga eitt af
stefnumálum BSRB. Þeir, sem vilja
úrsögr. kennara úr BSRB, halda
því gjarnan fram, að í kjaradeilu
og hugsanlegu verkfalli standi
kennarar betur að vígi einir sér en
í samfloti með öðrum starfsmönn-
um hins opinbera. Ekkert er fjær
sanni. Litlir, vel skipulagðir starfs-
• „Þaö er velferðarmál kennara-
stéttarinnar aö kasta ekki frá sér
réttinum til samninga um kaup og kjör,
jafnvel þó þeim rétti séu takmörk
sett.”
Kjallarinn
INGIMAR EYDAL
KENNARI
hópar með kverkatök á ákveðnum
púlsum þjóðlifsins geta að vísu
einir sér brotist upp úr launakerfi
hins opinbera, það sanna dæmin.
En kennarastéttin getur stærðar
sinnar vegna aldrei komist í þessa
aðstöðu, styrkur kennara í kjara-
baráttu er fólginn í samstöðu með
öðrum starfsmönnum hins opin-
bera. í heildarsamtökunum getum
við grundvallað kröfugerð okkar á
því að höfða til sanngirnissjónar-
miða.
Annars eru umræður um þessa
hlið málsins að vissu leyti út í hött,
við úrsögn úr BSRB missa kennar-
ar bæði samnings- og verkfallsrétt.
Svo er að heyra á klofningsmönn-
um, að eftir úrgöngu kennara úr
heildarsamtökunum muni verða
svona nokkurs konar blöndun á
staðnum meðal kennara. Hinar
tvær fylkingar kennara muni þá
renna saman í eina órofa heild. Því
miður bendir fátt til að svo verði.
Hvorki heyrist hósti né stuna frá
félögum i BHM, sem bendir til þess,
að þeir hyggist kljúfa sig úr sínum
heildarsamtökum, þó svo að við
göngum úr BSRB.
Úrsögnin varfelld
Að lokum þetta: Úrsögn úr
bandalaginu er háð því skilyrði,
að hún sé samþykkt í almennri
atkvæðagreiðslu hjá viðkomandi
félagi með 2/3 hlutum greiddra
atkvæða. Nú er það ljóst, að hlut-
fall þeirra, sem greiddu úrsögn
atkvæði, nær ekki 2/3 hlutum
þeirra, sem greiddu atkvæði í kosn-
ingu Kennarasambandsins um
úrsögnina. Úrsögn kennara úr
BSRB var því felld. Það er því
fullkomin ævintýramennska, ef
meirihluti stjórnar Kennarasam-
bandsins heldur fast við afstöðu
sína. Við, sem erum mótfallnir
úrsögn úr heildarsamtökunum,
sættum okkur að sjálfsögðu við
úrsögn, sé hún samþykkt með til-
skildum meirihluta. En að laumast
úr bandalaginu líkt og þjófur á
nóttu, brjótandi þá samninga, sem
undirritaðir hafa verið í nafni
samtaka okkar, nær ekki nokkurri
átt. Þar er um heiður og sóma
kennarastéttarinnar að tefla.
Ingimar Eydal.