Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Page 6
6 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. Rakarastofan Klapparstíg Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími12725 Tímapantanir 13010 Austfirðingafélagið í Reykjavík Austfirðingamót 1985 á Hótel Sögu föstudaginn 1. nóvemb- er. Dagskrá: Sonja Berg, varaformaður félagsins, setur sam- komuna. Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns ís- lands, heiðursgesturfagnaðarins, flyturávarp. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur einsöng við undirleik Jóns Stefánssonar. Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, frá Fáskrúðsfirði, stjórnar fagn- aðinum. Hljómsveit Grétars örvarssonar leikur fyrir dansi til kl. 3 eftir miðnætti. Húsið opnað kl. 19.00. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 20.00. Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Hótel Sögu miðviku- daginn 30. og fimmtudaginn 31. október milli kl. 17.00 og 19.00. Borð tekin frá um leið. Wá B0KATILB0Ð VIKUNNAR" 28/10-2/11 Á hverjum mánudegi til áramóta birtast í DV ný og spennandi bókatilboð. The complete Penguin stereo record and cassette' guide. áður kr: 938,- nú kr: 598,- Longman Concise dictionary of business English. áður kr: 510,- nú kr: 398,- Stephen King: Fire starter áður kr: 355,- nú kr: 99,- James A. Michener: Poland áður kr: 384,- núkr:199,- The body principal - svrtaband fylgir áður kr: 1.055,- nú kr: 290,- Horwood: The stonor Eagles innb. áður kr: 1.055,- nú kr: 290,- Sigurður A. Magnússon: Northern Sphinx áður kr: 696,- nú kr: 496,- Jón Friðjónsson: A course in modern lcelandic áðurkr:850,- nú kr: 490,- Skák informator nr 23 og 24 áðurkr:740,- nú kr: 299,-pr. eintak A Pronouncing Dictonary of American English áður kr: 1.410,- nú kr: 695,- Aukatilboð: Óáprentuð gjafakort 6 stk. í pakka áðurkr:150,- núkr:50,- Wallace: The Plot áðurkr:384,- nú kr: 95,- The man áður kr: 384,- nú kr: 95,- Sjá ný bókatilboð i DV næstkomandi Mánudaga *Á meðan birgðir endast BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR Hafnarstræti 4 síml: 14281 Neytendur Neytendur Neytendur Július Steinarsson, feldskeri i annan ættlið, með leðurjakka. Takið eftir silkimjúkri áferð sauðaleðurs- ins frá Sauðárkróki. Viðgerðarþ jónusta o aður úr nappalan f „Við erum með viðgerðarþjónustu á leður- og mokkafatnaði en einnig saumum við mokkaskinnflíkur. Við notum íslenskt hráefni, svokallað nappalan frá Sauðárkróki sem er sér- lega skemmtilegt hráefni að vinna úr,” sagði Július Steinarsson feldskeri. Júlíus er feldskeri í annan ættlið því faðir hans, Steinar Júlíusson, var feld- skeri í Reykjavík í mörg ár eins og margir kannast við. Hann er nú búsett- ur í Noregi. Júh'us opnaði nýlega skinngallerí á þriðju hæð aö Laugavegi 51 með eigin- konu sinni, Sigrúnu Guðmundsdóttur. Sigrún er útlærður pelsatæknir, en það er bæði feldskeri og pelsasaumari. Að jafnaði vinna tvær saumakonur á verkstæðinu. Viðgerðarþjónustan „Fólk hefur átt í mestu vandræðum með að fá gert við skinnfatnað sem það kaupir í æ ríkari mæli erlendis. Mikið er um slysagöt sem yfirleitt er hægt að gera mjög þokkalega við. Hingað til hefur ekki veriö hægt að fá svo mikið sem styttar ermar. Það er líka heil- mikiö um að fólk komi með hálfsaum- aðar flíkur, sem það gefst upp á að sauma sjálft, og biður okkur að ljúka við,”sagði Júlíus. — Er til í dæminu að fólk saumi sér leðurfatnað sjálft? „Já, það er alveg til. Það verður að nota sérstakar leðurnálar í saumavél- arnar. Ég held nú samt að nýjustu vél- arnar taki ekki svona þykkt. Þaö er betra að gera það í vélum sem aðeins eru komnar til ára sinna. ” — Hvað ber helst að athuga þegar fólk kaupir leðurfatnað? Er mikið um að fólk sé platað til að kaupa ómerki- legan fatnaö erlendis? „Leðurfatnaður, sem er í gangi hér, er afar misjafn, en ég hef ekki rekist á fatnað sem er úr algjöru drasl leðri. Við kaup á leðurfatnaði er rétt að skoða saumaskapinn og auð’-itað einn- ig leörið sjálft. Það verður aö vera gott leður en það þekkist á því aö þaö á að Feitin hreinsuð og geymd á köldum stað „Kæra neytendasíða! Af því að þú veist „allt” og hefur ráð undir rifi hverju þá langar mig til að biðja þig um aöstoð í smámáli. Þannig er að ég fékk mér djúpsteikingarpott og nú er spurningin: Hvaða olia eöa feiti er best? T.d. fyrir franskar kart- öflur og hvað má nota sömu olíuna oft? Og hvernig á að geyma hana á milli steikinga? Kærar þakkir fyrir margs konar notadrjúg ráð í gegnum tíðina og meg- ir „þú” lifa sem lengst. Ein „djúpsteikt” á Selfossi. Jurtaoliur eru bestar til steikingar, olívuolia, sojaolía, sólblóma- og maís- olía eru allar mjög góðar. Aöalatriöið er að olían sé hrein og ekkiþrá. Þegar búiö er að steikja — og mesti hitinn rokinn úr olíunni, verður að sía hana og hreinsa pottinn. Það er ekki gott að geyma olíuna í pottinum heldur ber að geyma hana í hreinu íláti, annað hvort í kæliskáp eöa kaldri geymslu. P.S. Mér var gefinn kílókassi af laus- frystri, skelflettri rækju en þegar ég læt hana þiðna og ætla að nota hana, t.d. í salat, þá er hún hrá og seig. Hvernig á ég að „sjóða” hana? ” Það er allt í lagi aö nota olíuna aftur og aftur ef hún er hrein og óþrá en það er ekki gott að nota sömu olíu fyrir kleinur og fisk og kartöflur. Lausfrystar rækjur eru hreinastr lostæti. Það má bera þær fram í for- rétt eins og sést hér é myndinni, nokkrar rækjur á salatblaði skreytt með sitrónubát. Jurtaolían best Við þökkum þetta vinsamlega bréf. Hvað varöar rækjurnar: Samilega eru þær soönar. Ef þær eru seigar getur hugsast að þær hafi verið soönar of mikið. Það viU brenna við með humar og rækju sem soðin er of lengi. Þegar við þíöum rækjur í salat hefur okkur gefist vel að láta þær í sigti og láta kalt vatn buna á þær. Mér finnst ekki gott að láta rækjurnar í heitt vatn nema þá að nota eigi þær í heitan rétt. Vona að þessi ráö dugi. A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.