Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. Fjallaskór PÓSTSENDUM SAMDÆGURS. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670 Sántis m m Achensee m. Flims Rstz Santis kr. 3.154,- stærðir 36—47 — Oetz kr. 2.121, stærðir 36-46 - Flims kr. 2.279, stærðir 36-46 - Achensee kr. 1.875, stærðir 36—46 — Softy kr. 1.744, stærðir 36—46 — Retz kr. 1.200, stærðir 36— 46 — Retz Kinder kr. 964, stærðir 30—35. Ný námskeið í aerobic leik- fimi, Afríku-dönsum, fjöl- skylduleikfimi að hefjast. 50 mín. hopp og línurnar í lag. Vinsamlegast látið innrita ykkur í síma 15888. Sólborg, Ólöf, Katrín. ORKULIND Brautarhoiti 22. LEIKFIMI RÍKISSPÍTALAR lausar stöcíur Meinatæknar og aðstoðarmenn óskast viö vefjarann- sóknadeild Rannsóknastofu Háskólans. Hlutastörf koma til greina. Upplýsingar veitir forstöðumaöur vefjarannsóknadeildar í síma 29000. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Starfsfólk óskast til ræstinga á Kópavogshæli. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 41500. Þorsteinn Marinósson fyrir framan Voffana sem hann hefur smiðað sem ferðabila. Sá lengri er rauður en sá minni er brúnn — og reyndar líka orðinn Reykvikingur. Þorsteinn er nýbúinn að selja hann. Setti tvö „rugbrauð saman og Opel ofan á — Þorsteinn Marinósson á Árskógsströnd hefur smíðað Þorsteinn Marinósson, bifvélavirki ó Árskógsströnd, var dálítið óhress með sautján manna Benz-kálf sem hann brúkaði til ferðalaga. Honum fannst láta nokkuð hátt í dísilvélinni eins var ekki hægt að standa uppréttur í bíln- um. Hann tók sig því til og skellti saman tveimur Volkswagen rúgbrauðum og í ofanálegg setti hann Opel. Utkoman varð frábær ferðabíll sem allir taka eftir, ekki síst Þjóðverjar. En þaöan er jú Voffinn ættaður. Maður dundaði við þetta í hjáverkum „Það fór hátt í ár í þetta. Maður dundaði mest við bílinn í hjáverkum,” sagði Þorsteinn, þegar við kíktum inn á verkstæðið til hans á Árskógsströnd. Höfðum átt leið framhjá og stóðumst ekki mátið þegar við sáum tvo „skrítna” Voffa fyrir utan verkstæðið. „Sá minni kom á götuna í fyrrasum- ar. Hann var í lagi þegar ég keypti hann þannig að ég þurfti ekki annaö en fvoskrítnaVoffa setja fastback sextán hundruð bíl ofan á hann til að gera hann að ferðabíl. ” Sá minni er brúnn á litinn. Lipur bíll. „Við erum orðin það fá eftir í heimili að ég ætlaði mér að eiga hann og selja þann lengri. En það fór samt svo að sá brúni er seldur. Eg er nýbúinn að selja hann. Það verður náð í hann innan skamms.” Fjölskyldan hefur notað báða bíla- ana til ferðalaga. Sá lengri hefur þó veriö meira notaöur eins og gefur að skilja. „Viö höfum ferðast mikiö á þeim lengri. Við höfum farið nokkrar ferðir á honum um Austurland og eitt sinn komumst við á honum upp í Kverkfjöll, í skálann þar. ” Sofiðá þremur hæðum Þetta er feröabíll sem stendur undir nafni. I honum er gaseldavél, ísskáp- ur, vaskur og feröaklósett. Svefnrýmið er á tveimur hæðum og þaö þriðja er fyrir hendi, á gólfinu, vanti einhvern svefnpláss. Efsti beddinn er í Opelnum. Það er hægt aö hvílast og gjóa augunum út um rúöurnar til að sjá landslagið. „Við hjónin skiptumst oft á að aka á ferða- lögum. Viö höfum þá gjarnan notað okkur plássiö og legiö uppi til að hvíl- ast á meðan annað hvort okkar hefur ekið.” „Viltu leigja mér bílinn?" Síðastliðinn vetur fékk Þorsteixui bréf frá Þjóðverja sem sagðist hafa hug á að koma til Islands í sumar. „Hann spurði mig í bréfinu hvort ég vildi leigja sér annan hvorn bílinn. Hann sagðist hafa séð mynd af þeim í þýsku bílablaði sem bróðir hans sýndi honum en sá ynni hjá Audi-verksmiðj- unum í Þýskalandi.” Ekki heyrði Þorsteinn meira í Þjóð- verjanum, enda svaraði hann bréfi hans tiltölulega seint. En athygli hafa þessir „skrítnu” Voffar vakið. Það kemst enginn hjá að virða þá fyrir sér. „Eg neita því ekki aö þaö hefur svo- lítið safnast í kringum þá þar sem þeir haf a verið á bílastæðum. ’ ’ -JGH. Sá lengri. Það var fyrir fjórum árum sem Þorsteinn hófst handa viö smíöi hans. Tvö rúgbrauð saman, lenging upp á 93 sentimetra, og Opel ofan á. Frábær ferðabili með gaseldavél, isskáp, vask, ferða- klósett og svefnpláss á þremur hæðum. DV-myndir JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.