Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Blaðsíða 44
44 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985, Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið > Próblem- prinsess- an Magga Margrét Rósa, systir Elísabetar þrátt fyrir lungnauppskurð og annan Bretadrottningar, hefur aldrei fariö krankleika. vel í vasa og ekki virðist ástandið ætla Fyrir uppskurðinn reykti sú gamla að batna með árunum. Nú síðast urðu hvorki meira né minna en milli 40 og 60 landar hennar alveg óðir þegar það sigarettur á dag og fór létt með. Þessa komst á þrykk að prinsessan héldi dagana segir sagan að eitthvaö hafi uppteknum hætti varðandi reykingar verið reynt að minnka magnið en með Peter Townsend var að sögn fjölmiðla fyrsta ðst Margrótar Rósu og stór- slys að meina þeim að eigast. Hún er miðaldra og einmana ef trúa má breskum fjölmiðlum — á að vísu írskan vin. . . sáralitlum árangri. Ekki bætir að hún skvettir í sig víni í kaupbæti — viskí og gin er efst á vinsældalistanum — og þaö þambar hún með ís eingöngu og er alsæl með blönduna. Ástamálin eru heldur ekki eftir uppskriftinni. Eftir að bresku krúnunni, í góðri samvinnu við ensku biskupakirkjuna, tókst að koma í veg fyrir að hún gengi í hjónaband meö Peter Townsend hefur hún lítt hlustað á ráðleggingar annarra í þeim efnum. Fyrst giftist hún ljósmyndaranum Anthony Armstrong-Jones sem í hvelli var gerður að Snowdon lávarði. Eftir skilnað þeirra tveggja — sem var alls ekki aö skapi krúnunnar heldur — tók prinsessan upp samband við Roddy Llewellyn. Hann var atvinnulaus auðnuleysingi og þar að auki nokkrum áratugum yngri. Breskir siða- meistarar krúnunnar hafa alla tíð átt í mesta basli með Möggu Rósu og erfitt er að segja til um hvort vakti meiri andstöðu á þeim bænum — gifting þeirra Armstrong-Jones eða skilnaður. Þarna er greinilega gamla, góða tregðulögmáhð í fullu gildi. Snemma þótti nokkuð ljóst hvert stefndi með þessa yngri systur Elísa- betar. Eitt sinn reyndi móðir þeirra aö koma henni í skilning um nauðsyn góðrar hegðunar með því aö segja henni að með sama áframhaldi gæti hún aldrei orðið einn af þessum himnesku englahnoðrum aö lífi loknu. En sú stutta kærði sig kollótta og svaraðiaðbragði: „Það gerir ekkert til því ég get bara orðið himneskt hrekkjasvín í staðinn! ” Og þetta verðandi himneska hrekkjasvín heldur áfram að velgja breskum undir uggum. Á meðan Elísa- bet fer snemma í háttinn — sem reyndar frægt er orðið — bragðar sjaldan vín, reykir ekki og eyðir frí- stundum í langar gönguferðir, kýs Margrét Rósa að sitja undir pálmatré á eyju í Karíbahafi með viskíglas og sígarettu — allt fram undir næsta morgun. Fjölmiðlar gefa þá mynd af prinsessunni að hún lifi í einmanaleik og heilsuleysi en Magga sjálf kærir sig kollótta og segist ánægð með nú- verandi ástand. Það er helst að konunglegar skyldur trufli hana undir pálmatrénu og þá dregur um stund ský fyrir sólu. — En aldrei lengi. Ljósmyndarinn Anthony Armstrong-Jonos og Margrét i brúðkaupsferðinni. Löngu síðar, eftir skilnaðinn við Anthony, með vininum Roddy Llewellyn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.