Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Side 10
10 DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. KERFISBUNDIN MISTÖK? — landbúnaðarkreppan í sameignarríkjum Sumar staðreyndir stjórnmála- manna eru svo miklar, að við eigum í erfiðleikum með að koma auga á þær fyrir öðrum staðreyndum og stundlegri. Við sjáum ekki til þeirra á síðum dagblaðanna eða á sjónvarps- skjánum. Ein slík staðreynd er sú, að þjóðir sameignarríkjanna geta ekki lengúr brauðfætt sig. Rússland, eitt helsta forðabúr Norðurálfunnar fyrir bylting- una 1917, er til dæmis orðið mjög háð korninnflutningi frá Bandaríkjunum og Argentínu. Sænski hagfræðingurinn dr. Svén Rydenfelt reynir að skýra þessa miklu staðreynd í bókinni Kerfisbundin mistök: Land- búnaðarkreppan i sameignar- ríkjunum (A Pattern for Failure. Sociaiist Economies in Crisesj, sem kom út á síðasta ári í Bandaríkjun- um, en frá henni ætla ég lítiilega að segja í þessari grein. Skýringin á fæðuskortinum liggur i kerfinu Bókarheitið veitir væntanlega nokkurt hugboð um boðskap dr. Rydenfelts. Orsakarinnar til þess, að þjóðir samcignarríkjanna geta ekki lengur brauðfætt sig, er ekki að leita í því, að þær séu latari en ávinningsvonar og eignagleði. Líklega kom Adam gamli Smith skýrustum orðum að henni í Auð- legð þjóðanna árið 1776. „Ég hygg,“ sagði Adam Smith, „að reynsla fyrri alda og genginna kynslóða sýni oss, þannig að ekki verði um villst, að vinna sú, sem ánauðugir menn inna af höndum, er dýrari en nokkur önnur vinna, þótt svo virðist við fyrstu sýn sem hún kosti ekki annað og meira en uppihald þeirra. Maður, sem ekki getur eignast neitt, finnur ekki hjá sér hvöt til annars en reyna að eta eins mikið og vinna eins lítið og honum er framast unnt. Sú vinna, sem hann leggur af mörkum um- fram það, sem honum er bráðnauð- synlegt lífsviðurværis síns vegna, er barin út úr honum með hörku, en ekki látin af hendi af eigin hvötum." Alls staðar sömu mistökin: sorfið að ávinningsvon og eignagleði bænda Að sögn dr. Rydenfelts hafa sameignarsinnar á tuttugustu öld alls staðar gert svipuð mistök. Fyrst hafa þeir þjóðnýtt einstök bú og gjarnan samoinað þau í risastór samyrkjubú og þannig tekið af bændum möguleikann á að nýta Júlíus Nyerere, forseti Tanzaníu, sem nýtur mikilla vinsælda á Vesturlöndum, hefur, eins og margir aðrir stjórnarherrar í Afríku, reynt að neyða áætlunarbúskap upp á þegna sína en það hefur haft í för með sér fæðuskort og sóun. aðrar þjóðir, búi við verri náttúrleg skilyrði eða hafi orðið fyrir upp- skerubresti eða illu árferði. Auð- vitað geta slíkar ástæður sums staðar komið til álita, en þær geta ekki náð til allra þeirra landa, þar sem reynt hefur verið að reka áætlunarbúskap. Dr. Rydenfelt heldur því þess vegna fram, að meginskýringin á þessari miklu staðreynd liggi í því kerfi, sem þjóðir sameignarríkj- anna búi við. Þau mistök, sem gerð hafi verið, séu ekki bundin stað eða stund, heldur séu þau kerfisbundin. í fyrsta hluta bókar sinnar reifar dr. Rydenfelt í stuttu máli þá kenn- ingu, sem hann styðst við - hina gamalkunnu kenningu hagfræð- innar um nauðsynlegt hlutverk sérþekkingu sína sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Síðan hafa þeir reynt að knýja niður verðið á land- búnaðarvörum með þeim afleiðing- um, að bændur hafa tregðast við að framleiða meira af slíkum vör- um en nægði handa þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra. Sameignarsinnar hafa alls staðar talið stórar einingar betri en litlar, en það kallar dr. Rydenfelt „gigan- tomania". Þeir hafa alls staðar reynt að efla iðnað á kostnað land- búnaðar, en ekki leyft markaðsöfl- unum að koma á jafnvægi á milli þessara tveggja höfuðgreina at- vinnuh'fsins. í öðrum hluta bókar sinnar rekur dr. Rydenfelt dæmi um hin kerfis- bundnu mistök sameignarmanna mt og ríkisafskiptasinna í fimmtán löndum: Ráðstjórnarríkjunum, Póllandi, Rúmeníu, Tékkóslóvak- íu, Ungverjalandi, Portúgal, Kína, Indlandi, Víetnam, Sri Lanka, Ghana.Tanzaníu, Kúbu ogArgent- ínu. Er sú samantekt öll hin fróð- legasta. Líklega vita íslendingar þó öllu minna um hinar hörmulegu afleið- ingar óhóflegra ríkisafskipta í þró- unarlöndunum en í þeim löndum Norðurálfunnar, sem Kremlverjar og skoðanabræður þeirra ráða fyr- ir. Ég hyggst hér því fara örfáum orðum um afleiðingar þeirra í tveimur þróunarlöndum, eins og dr. Rydenfelt segist frá þeim. Ghana: Úr bjargálnum í fátækt Lítum fyrst á Ghana. Þetta frjó- sama land á vesturströnd Afríku- þeirrar heimsálfu, sem Einar skáld Benediktsson kallaði „Bláland hið mikla“ hlaut sjálfstæði þegar árið 1957. Þá fluttu Ghanabúar út meira kókó en nokkur önnur þjóð í heimi. Hinir nýju stjórnarherrar, Kwame Nkrumah og félagar hans, hugðu því gott til glóðarinnar. Þeir skip- uðu kókóeinkasölu ríkisins að kaupa kókó af bændum á mjög lágu verði og selja það erlendis á heims- markaðsverði. Þeir hirtu sjálfir mismuninn og notuðu hann til að kaupa sér fylgi í borgum landsins með ýmsum framkvæmdum. Metn- aður þeirra átti sér engin takmörk fremur en skilningsskortur þeirra á lögmálum atvinnulífsins. Bændur tregðuðust auðvitað við að láta af hendi vöru sína á miklu lægra verði en þeir gátu fengið fyrir hana annars staðar. Þeir reyndu því að selja hana á svörtum markaði innan lands eða smygla henni til nágrannalandanna. Versta afleiðingin af stefnu stjórn- arherranna var þó sú, þegar til iengri tima var litið, að kókófram- leiðsla landsins dróst mjög saman. Hún féll úr 439 þús. tonnum af kókóbaunum árið 1960 niður í 225 þús. tonn árið 1982, á meðan sam- bærileg framleiðsla Brasilíumanna jókst á sama tíma úr 160 þús. tonn- um upp í 314 þús. tonn. Valdsmenn í Ghana hafa ekki snúið við á þessari óheillabraut. Bændur fá ekki sannvirði fyrir vöru sina og framleiða því miklu minna af henni en búast mætti við að öðrum kosti. Útflytjendum er gert erfitt fyrir með rangri gengis- skráningu. Verði á ýmsum nauð- synjavörum er haldið niðri af stjórnarherrunum, sem óttast reiði borgarmúgsins, en af því hefur óhjákvæmilega leitt, að skortur er á þessum vörum og langar biðraðir að sjá fyrir framan allar verslanir. Ghanabúar hafa orðið fátækari og fátækari, frá því að land þeirra fékk sjálfstæði, og stjórnarskipti í landinu tíðari og tíðari. Tanzanía: Misheppnaður rekstur samyrkjubúa Víkjum síðan að Tanzaniu, sem er öllu harðbýlla land á austur- strönd Afríku, en það hlaut sjálf- stæði 1961. Júlíus Nyerere, sem er yfirlýstur samhyggjumaður (sósíal- isti) eins og flestir aðrir „þjóðar- leiðtogar" á Blálandi hinu mikla, varð fljótlega forseti þessa eins- flokksríkis. Árið 1967 þjóðnýtti hann öll stærstu verslunar- og iðnfyrirtæki landsins og birti mikla áætlun um stofnun samyrkjubúa, svonefndra ujamaa-þorpa. í upphafi var hugmynd Nyereres sú, að fólk flytti ekki á þessi sam- {g* ^ ', «<*r •*S'"<ij**,* t>!*’ ’ r ; f J • r*. ■ ’ Rússland var fyrir byltinguna 1917 eitt helsta kornforðabúr heims- ins, en nú neyðast Kremlverjar til að flytja korn í miklum mæli frá Bandaríkjunum og Argentínu. yrkjubú nema ótilneytt. En árið 1974 höfðu ekki nema 2,5 milljónir hlýtt kallinu, svo að hann greip til þess ráðs að reka fólk inn í þau með valdi og láta jafna fyrri hýbýli þeirra við jörð. Við þetta íjölgaði fólki á samyrkjubúunum úr 2,5 milljónum í 13 milljónir á tveimur árum. Rekstur samyrkjubúanna hefur þó ekki gengið sem skyldi, og smám saman hefur því verið horfið að þvi ráði að skipta landi þeirra aftur upp á milli fjölskyldna. En bændur þurfa gjarnan að fara langar leiðir til vinnu sinnar úti frá kofum þeim, sem þeim voru fengnir í ujamaa- þorpunum, eftir að fyrri hýbýli þeirra voru jöfnuð við jörðu. Stjórnarherrar leyfa bændum ekki heldur að selja vörur sínar á markaðsverði, svo að þeir reyna að selja þær á svörtum markaði eða smygla þeim til Kenýa. Mikill skortur er á landbúnaðarvörum í landinu sjálfu, og nú er svo komið, að Tanzaníumenn verða að flytja inn megnið af matvælum sínum og treysta á „þróunarhjálp". Því verri sem stjórnarherrar eru þegnum sínum, því meiri þróunaraðstoð fá þeir! Örlítill útúrdúr, úr því að minnst er á „þróunarhjálp til Tanzaníu (sem er því miður hjálp án þróunar, að því er virðist): Hinn kunni breski hagfræðingur, Peter Bauer lávárður, benti á það vorið 1984 í fyrirlestri í Reykjavík (sem birtist í 1. hefti Frelsisins 1985), hversu óeðlilegt væri að nota fátækt þá, er beinlínis stafaði af stefnu stjórn- arherra, sem röksemd fyrir frekari þróunaraðstoð við slíka stjórnar- herra. Því verri sem slíkir þrjótar eru þegnum sínum, því meiri aðstoð fá þeir! Þessi ábending á ekki síst við um Tanzaníu. Forseti landsins, Nyer- ere, hefur fengið á sig einhvern helgiblæ í augum hrekklausra manna og góðfúsra á Vesturlönd- um, þótt hann hafi beitt mikilli harðneskju við þegna sína og leitt þá á sömu óheillabrautina til frek- ari fátæktar og Kwame Nkrumah í Ghana og óteljandi aðrir harð- stjórar, sameignarmenn og ríkisaf- skiptasinnar. Kinu náttúrlega samræmi raskað með ríkisafskiptum Dr. Rydenfelt kemst að þeirri meginniðurstöðu i bók sinni, að hinn geigvænlegi fæðuskortur í heiminum sé af manna völdum. Hann stafar ekki af því, að jörðin geti ekki brauðfætt allt það fólk, sem í heiminum lifir, heldur af því að markaðsöflunum er ekki leyft að laða fram þann þrótt, sem býr í einstaklingunum. Dr. Rydenfelt er með öðrum orð- um þeirrar skoðunar, að fæðu- skorturinn í heiminum sé ekki vegna getuleysis okkar til að fram- leiða meiri mat og reyndar ekki vegna viljaleysis valdsmanna, heldur umfram allt vegna skiln- ingsleysis þeirra á einföldustu lög- málum atvinnulífsins. Valdsmenn, hvort sem þeir eru í sameignarríkjunum eða þróunar- Iöndunum, gera sér ekki grein fyrir því, að tilraunir þeirra til að breyta þeim verðum, sem markaðsöflin setja á vörur, hafa oftar en ekki óvæntar og óvelkomnar afleiðing- ar. Með slíku umstangi raska þeir því náttúrlega samræmi, sem markaðsöflin hafa komið á. Ef þeir neyða bændur til dæmis að selja sér vöru á of lágu verði, þá reyna bændurnir að selja þeim eins lítið og þeir geta. Afleiðingin verður vöruskortur. Ef þeir selja þessa vöru síðan aftur á of lágu '-erði, þá fara kaupendurnir ekki svo sparlega með hana sem skyldi. Afleiðingin verður sóun. Vöruskortur í sameignarríkjunum - offramleiðsla á Vesturlöndum f þriðja og síðasta hluta bókar sinnar lýsir dr. Rydenfelt síðan þeim vanda, sem vestrænar þjóðir eigi við að glíma. Hann sé ekki fólginn í fæðuskorti. Valdsmenn á Vesturlöndum reyni ekki að knýja verð á landbúnaðarvörum niður, heldur upp, en afleiðingin verði auðvitað offramleiðsla. Stjórnarherrar skilja það ekki, segir dr. Rydenfelt, að þjóðarauð- urinn er ekki eins og sjóður, sem þeir geta skipt að vild á milli þegna sinna, heldur miklu frekar eins og straumur, sem á upptök sín í ein- staklingunum. Þessi straumur eyðist í sífellu, því að fólk notar framleiðsluvörurnar, og hann þarf því sífelldrar endurnýjunar við. En með hóflegum afskiptum sínum trufla og torvelda valdsmenn þenn- an straum og geta stundum jafnvel stíflað hann með öllu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar frá Oxford:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.